Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020

Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.

Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Auglýsing

Sum­ar­hús hafa aldrei gengið kaupum og sölum fyrir hærri fjár­hæðir en þau gerðu á Íslandi í fyrra, en þá vörðu lands­menn tæpum 9,8 millj­örðum króna í sum­ar­hús, sam­kvæmt nýjum tölum um fast­eigna­við­skipti frá Þjóð­skrá.

Árið 2019 keyptu Íslend­ingar sum­ar­hús fyrir tæpa 6,5 millj­arða og því er um rösk­lega 50 pró­sent aukn­ingu að á milli ára ára. Fjöldi við­skipta jókst mik­ið, en alls var 485 kaup­samn­ingum um sum­ar­hús þing­lýst árið 2020, sam­an­borið við 338 árið 2019.

Með­al­verð sum­ar­húsa sem keypt voru árið 2020 nam tæpum 20,2 millj­ónum króna, tæp­lega milljón krónum meira en árið 2019.

Velta í viðskiptum með sumarhús á landinu öllu 2006-2020. Upphæðir eru í milljónum króna. Mynd: Kjarninn

Fyrra metár hvað fjölda sum­ar­húsa­kaupa og upp­hæðir sem varið var til kaupanna var árið 2017, en þá voru 402 sum­ar­hús keypt fyrir tæpa 7,4 millj­arða króna. Þá nam með­al­verðið um 18,4 millj­ónum króna. 

Vaxta­lækk­anir og breyttar ferða­venjur

Ísland er ekki eyland þegar kemur að aukn­ingu í við­skiptum með sum­ar­hús. Á haust­mán­uðum var tölu­vert fjallað um það í Nor­egi að sum­ar­bú­staða­mark­að­ur­inn, eða „hytt­u“-­mark­að­ur­inn þar í landi, væri í hæstu hæð­um. Fast­eigna­miðl­arar höfðu ekki upp­lifað annað eins.

Auglýsing

Í umfjöllun Fin­ansa­visen frá því í sept­em­ber var þetta skýrt með lágu vaxta­stigi og breyttum ferða­venjum – sem hvoru tveggja eru beinar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Pen­ingar sem áður voru not­aðir í utan­lands­ferðir eru nú not­aðir í hytt­ur,“ var haft eftir fast­eigna­sala.

Í nóv­­em­ber síð­­ast­liðnum seld­ust 85 pró­­sent fleiri hyttur heldur en á sama tíma­bili árið 2019 og heilt yfir árið voru við­skipti með sum­ar­húsin norsku um það bil fjórð­ungi fleiri en verið hafði fram að þeim tíma árið. Sam­kvæmt umfjöll­un Dag­ens Nær­ingsliv var búist við áfram­hald­andi sterkum hytt­u-­mark­aði inn í árið 2021.

Met­velta á fast­eigna­mark­aði almennt

Þjóð­skrá birti í gær upp­lýs­ingar um veltu á fast­eigna­mark­aði eftir lands­hlutum fyrir árið 2020. Fjöldi fast­eigna sem gekk kaupum og sölum á land­inu öllu var 13.887 tals­ins og var upp­hæð við­skipt­anna í heild um 667 millj­arðar króna þegar miðað er við útgáfu­dag­setn­ingu.

Þegar árið 2020 er borið saman við árið 2019 fjölgar kaup­samn­ingum um 15,3 pró­sent og velta hækkar um 22,6 pró­sent. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölgar samn­ingum um 15,3 pró­sent á milli ára og velta hækk­aði um 21,9 pró­sent. 

Hlut­falls­leg veltu­aukn­ing á sum­ar­húsa­mark­aði skákar því veltu­aukn­ing­unni sem almennt varð á fast­eigna­mark­aðnum hér á landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent