Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020

Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.

Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Auglýsing

Sum­ar­hús hafa aldrei gengið kaupum og sölum fyrir hærri fjár­hæðir en þau gerðu á Íslandi í fyrra, en þá vörðu lands­menn tæpum 9,8 millj­örðum króna í sum­ar­hús, sam­kvæmt nýjum tölum um fast­eigna­við­skipti frá Þjóð­skrá.

Árið 2019 keyptu Íslend­ingar sum­ar­hús fyrir tæpa 6,5 millj­arða og því er um rösk­lega 50 pró­sent aukn­ingu að á milli ára ára. Fjöldi við­skipta jókst mik­ið, en alls var 485 kaup­samn­ingum um sum­ar­hús þing­lýst árið 2020, sam­an­borið við 338 árið 2019.

Með­al­verð sum­ar­húsa sem keypt voru árið 2020 nam tæpum 20,2 millj­ónum króna, tæp­lega milljón krónum meira en árið 2019.

Velta í viðskiptum með sumarhús á landinu öllu 2006-2020. Upphæðir eru í milljónum króna. Mynd: Kjarninn

Fyrra metár hvað fjölda sum­ar­húsa­kaupa og upp­hæðir sem varið var til kaupanna var árið 2017, en þá voru 402 sum­ar­hús keypt fyrir tæpa 7,4 millj­arða króna. Þá nam með­al­verðið um 18,4 millj­ónum króna. 

Vaxta­lækk­anir og breyttar ferða­venjur

Ísland er ekki eyland þegar kemur að aukn­ingu í við­skiptum með sum­ar­hús. Á haust­mán­uðum var tölu­vert fjallað um það í Nor­egi að sum­ar­bú­staða­mark­að­ur­inn, eða „hytt­u“-­mark­að­ur­inn þar í landi, væri í hæstu hæð­um. Fast­eigna­miðl­arar höfðu ekki upp­lifað annað eins.

Auglýsing

Í umfjöllun Fin­ansa­visen frá því í sept­em­ber var þetta skýrt með lágu vaxta­stigi og breyttum ferða­venjum – sem hvoru tveggja eru beinar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Pen­ingar sem áður voru not­aðir í utan­lands­ferðir eru nú not­aðir í hytt­ur,“ var haft eftir fast­eigna­sala.

Í nóv­­em­ber síð­­ast­liðnum seld­ust 85 pró­­sent fleiri hyttur heldur en á sama tíma­bili árið 2019 og heilt yfir árið voru við­skipti með sum­ar­húsin norsku um það bil fjórð­ungi fleiri en verið hafði fram að þeim tíma árið. Sam­kvæmt umfjöll­un Dag­ens Nær­ingsliv var búist við áfram­hald­andi sterkum hytt­u-­mark­aði inn í árið 2021.

Met­velta á fast­eigna­mark­aði almennt

Þjóð­skrá birti í gær upp­lýs­ingar um veltu á fast­eigna­mark­aði eftir lands­hlutum fyrir árið 2020. Fjöldi fast­eigna sem gekk kaupum og sölum á land­inu öllu var 13.887 tals­ins og var upp­hæð við­skipt­anna í heild um 667 millj­arðar króna þegar miðað er við útgáfu­dag­setn­ingu.

Þegar árið 2020 er borið saman við árið 2019 fjölgar kaup­samn­ingum um 15,3 pró­sent og velta hækkar um 22,6 pró­sent. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölgar samn­ingum um 15,3 pró­sent á milli ára og velta hækk­aði um 21,9 pró­sent. 

Hlut­falls­leg veltu­aukn­ing á sum­ar­húsa­mark­aði skákar því veltu­aukn­ing­unni sem almennt varð á fast­eigna­mark­aðnum hér á landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent