Fasteignamarkaður enn í fullu fjöri en toppnum mögulega náð

Enn er mikil virkni á fasteignamarkaðnum. Íbúðir seljast hratt og í auknum mæli á yfirverði, en söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað töluvert. Aftur á móti hefur útgáfa húsnæðislána minnkað nokkuð milli mánaða, þótt hún sé enn mikil.

Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Auglýsing

Mikið var um fast­eigna­kaup í nóv­em­ber og hafa íbúðir ekki selst jafn­hratt á síð­ustu árum, sam­kvæmt nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS). Verð­hækkun fast­eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er einnig tölu­verð. Þó eru vís­bend­ingar um að virknin á fast­eigna­mark­aðnum sé að minn­ka, þar sem þing­lýstum kaup­samn­ingum hefur fækkað og útlán hafa minnkað milli mán­aða. 

Kaup­samn­ingum fækkar og útlán minnka

Sam­kvæmt skýrsl­unni var þetta umsvifa­mesti nóv­em­ber­mán­uður á fast­eigna­mark­aði frá upp­hafi mæl­inga, en aldrei hafa jafn­margir kaup­samn­ingar verið þing­lýstir á þessum tíma árs. Hins vegar er fjöldi kaup­samn­inga nokkuð minni en í októ­ber, sem gæti bent til þess að hægst hafi á mark­aðnum eftir mikið líf síð­asta sum­ar. Þó bætir HMS við að það sé ekki alveg ljóst, þar sem fjöldi kaup­samn­inga geti auk­ist eftir því sem ný gögn ber­ast.

Aðra vís­bend­ingu um að toppnum hafi verið náð í virkni á fast­eigna­mark­aðnum má sjá þegar tölur um ný útlán til heim­ila, að frá­dregnum upp­greiðsl­um, eru skoð­að­ar. Sú fjár­hæð náði hámarki í októ­ber þegar hún slag­aði í 30 millj­arða króna, sam­kvæmt skýrsl­unni. Sam­svar­andi fjár­hæð í nóv­em­ber nam aftur á móti 22 millj­örðum króna. Hlut­deild óverð­tryggðra lána hefur vaxið æ meira og fór hún yfir 40 pró­sent í nóv­em­ber, sem er í fyrsta skiptið sem það ger­ist.

Auglýsing

Íbúðir dýr­ari og selj­ast hraðar

Þrátt fyrir þessa tvo mæli­kvarða benda aðrir þættir til mik­ils þrýst­ings á mark­aðn­um, þar sem íbúðir selj­ast mun hraðar og oftar á yfir­verði. Báðir þessir mæli­kvarðar voru hærri á haust­mán­uðum heldur en í fyrra­sum­ar.

Með­al­sölu­tími íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í októ­ber og nóv­em­ber var um 46 dagar og hefur minnkað úr 60 dögum í upp­hafi árs. Á lands­byggð­inni er með­al­sölu­tím­inn komin niður í 66 daga eftir að hafa verið 81 dagur í upp­hafi árs. Aldrei hafa íbúðir verið jafn­stutt á sölu á fast­eigna­síðum lands­ins.

Einnig selj­ast nú um 46 pró­sent íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nú annað hvort á eða yfir ásettu verði, sam­an­borið við tæp 25 pró­sent í byrjun árs­ins. Líta þarf aftur til árs­ins 2007 til að að finna hærra hlut­fall þar. 

Meiri þrýst­ingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Mikil ásókn í íbúðir og tak­markað fram­boð virð­ist hafa sett þrýst­ing á íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en 12 mán­aða breyt­ing á vísi­tölu sölu­verðs nam um 7,7% í nóv­em­ber sam­an­borið við 6,7% í októ­ber. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur heldur dregið úr hækk­un­inni og mæld­ist 12 mán­aða hækkun vísi­tölu sölu­verðs þar 4,1% í nóv­em­ber og ann­ars staðar á land­inu mæld­ist árs­hækkun íbúða­verðs nei­kvæð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent