Fasteignamarkaður enn í fullu fjöri en toppnum mögulega náð

Enn er mikil virkni á fasteignamarkaðnum. Íbúðir seljast hratt og í auknum mæli á yfirverði, en söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað töluvert. Aftur á móti hefur útgáfa húsnæðislána minnkað nokkuð milli mánaða, þótt hún sé enn mikil.

Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Auglýsing

Mikið var um fast­eigna­kaup í nóv­em­ber og hafa íbúðir ekki selst jafn­hratt á síð­ustu árum, sam­kvæmt nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS). Verð­hækkun fast­eigna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er einnig tölu­verð. Þó eru vís­bend­ingar um að virknin á fast­eigna­mark­aðnum sé að minn­ka, þar sem þing­lýstum kaup­samn­ingum hefur fækkað og útlán hafa minnkað milli mán­aða. 

Kaup­samn­ingum fækkar og útlán minnka

Sam­kvæmt skýrsl­unni var þetta umsvifa­mesti nóv­em­ber­mán­uður á fast­eigna­mark­aði frá upp­hafi mæl­inga, en aldrei hafa jafn­margir kaup­samn­ingar verið þing­lýstir á þessum tíma árs. Hins vegar er fjöldi kaup­samn­inga nokkuð minni en í októ­ber, sem gæti bent til þess að hægst hafi á mark­aðnum eftir mikið líf síð­asta sum­ar. Þó bætir HMS við að það sé ekki alveg ljóst, þar sem fjöldi kaup­samn­inga geti auk­ist eftir því sem ný gögn ber­ast.

Aðra vís­bend­ingu um að toppnum hafi verið náð í virkni á fast­eigna­mark­aðnum má sjá þegar tölur um ný útlán til heim­ila, að frá­dregnum upp­greiðsl­um, eru skoð­að­ar. Sú fjár­hæð náði hámarki í októ­ber þegar hún slag­aði í 30 millj­arða króna, sam­kvæmt skýrsl­unni. Sam­svar­andi fjár­hæð í nóv­em­ber nam aftur á móti 22 millj­örðum króna. Hlut­deild óverð­tryggðra lána hefur vaxið æ meira og fór hún yfir 40 pró­sent í nóv­em­ber, sem er í fyrsta skiptið sem það ger­ist.

Auglýsing

Íbúðir dýr­ari og selj­ast hraðar

Þrátt fyrir þessa tvo mæli­kvarða benda aðrir þættir til mik­ils þrýst­ings á mark­aðn­um, þar sem íbúðir selj­ast mun hraðar og oftar á yfir­verði. Báðir þessir mæli­kvarðar voru hærri á haust­mán­uðum heldur en í fyrra­sum­ar.

Með­al­sölu­tími íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í októ­ber og nóv­em­ber var um 46 dagar og hefur minnkað úr 60 dögum í upp­hafi árs. Á lands­byggð­inni er með­al­sölu­tím­inn komin niður í 66 daga eftir að hafa verið 81 dagur í upp­hafi árs. Aldrei hafa íbúðir verið jafn­stutt á sölu á fast­eigna­síðum lands­ins.

Einnig selj­ast nú um 46 pró­sent íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nú annað hvort á eða yfir ásettu verði, sam­an­borið við tæp 25 pró­sent í byrjun árs­ins. Líta þarf aftur til árs­ins 2007 til að að finna hærra hlut­fall þar. 

Meiri þrýst­ingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Mikil ásókn í íbúðir og tak­markað fram­boð virð­ist hafa sett þrýst­ing á íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en 12 mán­aða breyt­ing á vísi­tölu sölu­verðs nam um 7,7% í nóv­em­ber sam­an­borið við 6,7% í októ­ber. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur heldur dregið úr hækk­un­inni og mæld­ist 12 mán­aða hækkun vísi­tölu sölu­verðs þar 4,1% í nóv­em­ber og ann­ars staðar á land­inu mæld­ist árs­hækkun íbúða­verðs nei­kvæð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent