Fasteignamarkaður enn í fullu fjöri en toppnum mögulega náð

Enn er mikil virkni á fasteignamarkaðnum. Íbúðir seljast hratt og í auknum mæli á yfirverði, en söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað töluvert. Aftur á móti hefur útgáfa húsnæðislána minnkað nokkuð milli mánaða, þótt hún sé enn mikil.

Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Enn er mikill þrýstingur á húsnæðismarkaði.
Auglýsing

Mikið var um fasteignakaup í nóvember og hafa íbúðir ekki selst jafnhratt á síðustu árum, samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Verðhækkun fasteigna á höfuðborgarsvæðinu er einnig töluverð. Þó eru vísbendingar um að virknin á fasteignamarkaðnum sé að minnka, þar sem þinglýstum kaupsamningum hefur fækkað og útlán hafa minnkað milli mánaða. 

Kaupsamningum fækkar og útlán minnka

Samkvæmt skýrslunni var þetta umsvifamesti nóvembermánuður á fasteignamarkaði frá upphafi mælinga, en aldrei hafa jafnmargir kaupsamningar verið þinglýstir á þessum tíma árs. Hins vegar er fjöldi kaupsamninga nokkuð minni en í október, sem gæti bent til þess að hægst hafi á markaðnum eftir mikið líf síðasta sumar. Þó bætir HMS við að það sé ekki alveg ljóst, þar sem fjöldi kaupsamninga geti aukist eftir því sem ný gögn berast.

Aðra vísbendingu um að toppnum hafi verið náð í virkni á fasteignamarkaðnum má sjá þegar tölur um ný útlán til heimila, að frádregnum uppgreiðslum, eru skoðaðar. Sú fjárhæð náði hámarki í október þegar hún slagaði í 30 milljarða króna, samkvæmt skýrslunni. Samsvarandi fjárhæð í nóvember nam aftur á móti 22 milljörðum króna. Hlutdeild óverðtryggðra lána hefur vaxið æ meira og fór hún yfir 40 prósent í nóvember, sem er í fyrsta skiptið sem það gerist.

Auglýsing

Íbúðir dýrari og seljast hraðar

Þrátt fyrir þessa tvo mælikvarða benda aðrir þættir til mikils þrýstings á markaðnum, þar sem íbúðir seljast mun hraðar og oftar á yfirverði. Báðir þessir mælikvarðar voru hærri á haustmánuðum heldur en í fyrrasumar.

Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu í október og nóvember var um 46 dagar og hefur minnkað úr 60 dögum í upphafi árs. Á landsbyggðinni er meðalsölutíminn komin niður í 66 daga eftir að hafa verið 81 dagur í upphafi árs. Aldrei hafa íbúðir verið jafnstutt á sölu á fasteignasíðum landsins.

Einnig seljast nú um 46 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu nú annað hvort á eða yfir ásettu verði, samanborið við tæp 25 prósent í byrjun ársins. Líta þarf aftur til ársins 2007 til að að finna hærra hlutfall þar. 

Meiri þrýstingur á höfuðborgarsvæðinu

Mikil ásókn í íbúðir og takmarkað framboð virðist hafa sett þrýsting á íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu, en 12 mánaða breyting á vísitölu söluverðs nam um 7,7% í nóvember samanborið við 6,7% í október. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur heldur dregið úr hækkuninni og mældist 12 mánaða hækkun vísitölu söluverðs þar 4,1% í nóvember og annars staðar á landinu mældist árshækkun íbúðaverðs neikvæð.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent