Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“

Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.

Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Auglýsing

„For­saga þessa verk­efnis er orðin ansi löng og spannar lík­lega ein­hverja ára­tug­i,“ sagði Þor­björg Sæv­ars­dótt­ir, verk­fræð­ingur á hönn­un­ar­deild Vega­gerð­ar­inn­ar, á íbúa­fundi í dag þar sem fyr­ir­hug­aðar vega­fram­kvæmdir í Mýr­dalnum voru kynnt­ar. Fund­inum var streymt og voru um 90 manns að horfa þegar mest lét. Á fundi Land­verndar um málið í síð­ustu viku var einnig fjöl­mennt, um 200 manns, og því aug­ljóst að margir hafa áhuga og skoðun á vega­mál­unum í Mýr­dals­hreppi.Vega­gerðin kynnti nýverið í drög að til­lögu að mats­á­ætlun um hring­veg­inn um Mýr­dal þar sem fjórir val­kostir voru kynntir til sög­unn­ar. Flestir þeirra liggja sunnar en núver­andi vegur og með­fram eða yfir Dyr­hóla­ós, um jarð­göng í gegnum Reyn­is­fjall og þaðan með­fram Vík­ur­fjöru að núver­andi þjóð­vegi austan byggð­ar­innar í Vík.

AuglýsingMargir ótt­ast hins vegar umhverf­is­á­hrifin og af þeim 270 athuga­semdum sem þegar hafa borist um drögin er það líf­ríkið í og við Dyr­hólaós sem flestir ótt­ast að spillist með vega­fram­kvæmd­un­um. Þá hafa einnig margir lýst áhyggjum af áhrifum veg­ar­ins á upp­lifun ferða­manna af fjör­un­um, að því er Erla Björg Aðal­steins­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­fræð­ingur hjá VSÓ ráð­gjöf, sagði á fund­inum í dag. Dyr­hólaós er á nátt­úru­minja­skrá.Ýmsar útfærslur á veg­lín­unni um svæðið hafa verið í umræð­unni síð­ustu ár og ára­tugi. Veg­línan með­fram sjónum hefur verið á aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps frá árinu 2013. Í sam­göngu­á­ætl­un, sem sam­þykkt var á síð­asta ári, er gert ráð fyrir fjár­magni til að und­ir­búa verk­efnið en ekki er búið að fjár­magna það eða fram­kvæmd­ina sem slíka, benti Þor­björg á.Vega­gerðin hefur ákveðið að vinna að for­hönnun fram­kvæmd­ar­innar sam­hliða mati á umhverf­is­á­hrif­um. Sú hönnun byggir á frum­drögum Vega­gerð­ar­innar frá árinu 2008 og gild­andi aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins. „Það er alveg ljóst að umfang þess­arar fram­kvæmdar er þannig að hún er háð lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um,“ sagði Þor­björg.

Óvenju­legt svæði sem hefur hátt vernd­ar­gildiNátt­úra og lands­lag í Mýr­dal er óvenju­legt fyrir marga hluta sakir og í umsögn Umhverf­is­stofn­unar um drög að aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps  á sínum tíma kom fram að leggja ætti áherslu á að vernda Dyr­hóla­ey, Dyr­hóla­ós, fjörur við Dyr­hóla­ey, þar með talið Reyn­is­fjöru, og vot­lendi norðan við Dyr­hólaós sem eina heild, enda um að ræða svæði sem er mik­il­vægt fyrir fugla­líf og njóti auk þess vin­sælda meðal ferða­manna. „Stofn­unin telur að veglagn­ing yfir Dyr­hólaós muni rýra vernd­ar­gildi svæð­is­ins og hafa í för með sér nei­kvæð sjón­ræn áhrif og áhrif á lands­lag,“ sagði í umsögn­inni. Umhverf­is­stofnun sagð­ist ekki mót­fallin lag­fær­ingum á hring­veg­inum um Mýr­dal en taldi að skoða yrði „mun betur hvort ekki megi bæta sam­göngur með við­un­andi hætti með lag­fær­ingum á núver­andi veg­i“.Vegagerðin hefur sett fram fjóra valkosti og eru þeir aðgreindir með litum á kortinu. Mynd: Úr skýrslu Vegagerðarinnar

Nátt­úru­öflin hafa mótað lands­lagið í for­tíð og nútíð og hvergi á land­inu hefur land­brot verið jafn mikið og framan við Vík­ur­fjöru en um hana mun nýr vegur liggja verði sjáv­ar­leiðin fyrir val­inu. Fram að Kötlu­gosi árið 1918 braut mikið úr fjör­unni en eftir það gekk fjaran fram um allt að 400 metra. Um árið 1970 fór hún hins vegar að ganga til baka og er nú á svip­uðum stað og hún var þegar Katla gaus 1918. Gríð­ar­legt sjáv­ar­flóð og land­brot átti sér svo stað 9. jan­úar 1990 þegar mesta aftaka brim í heila öld gerði við suð­ur­strönd­ina.Til þess­ara þátta þarf að taka til­lit í hönnun veg­ar­ins sem og umhverf­is­mat­inu. Reisa þyrfti varn­ar­garða með­fram veg­inum í Vík­ur­fjöru og einnig þarf að meta aðra nátt­úru­vá, svo sem Kötlu­gos.

Auglýsing


Drög að til­lögu að mats­á­ætlun er fyrsta skrefið í umhverf­is­mats­ferl­inu og eitt af þeim stigum sem almenn­ingur getur átt aðkomu að. Vega­gerðin og VSÓ ráð­gjöf, sem er stofn­un­inni innan handar við umhverf­is­mat­ið, hafa opnað vefsjá þar sem öll gögn um hina fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd verða birt jafn­óðum og þau liggja fyr­ir. Þar er einnig hægt að senda inn athuga­semdir og ábend­ingar og hafa vel á þriðja hund­rað slíkar borist nú þeg­ar.Í til­lögu­drögum Vega­gerð­ar­innar segir að núver­andi vegur um Gatna­brún fari hæst í 119 metra hæð. Á honum eru krappar beygjur og halli veg­ar­ins er 10-12 pró­sent á kafla. Þar getur auk þess verið mis­vinda­samt og hált. Mark­mið fram­kvæmd­ar­innar eru nokk­ur, m.a. að fá greið­færan veg allan árs­ins hring, að bæta umferð­ar­ör­yggi, fækka bröttum brekkum og kröppum beygjum og sömu­leiðis fækka veg­teng­ing­um.

Vík í Mýrdal. Mynd: Bára Huld BeckVega­gerðin hefur ekki tekið afstöðu til hvaða kostur verður fyrir val­inu heldur er einmitt ferl­inu framundan ætlað að vega og meta þá val­kosti sem til greina koma. Einn þeirra er lag­fær­ing á núver­andi vegi og að færa hann að hluta norður fyrir þétt­býlið í Vík.Spurð hvaða veg­línu Vega­gerðin vildi sagði Þor­björg að núna væri verið að „vinna með skipu­lags­lín­una frá Mýr­dals­hreppi“ en að hægt væri „að skoða allt“  á þessu stigi máls­ins. „Það er ekki meit­lað í stein að það séu nákvæm­lega þessir fjórir val­kostir sem fara í til­lög­una [að mats­á­ætl­un]. Við getum bætt við val­kostum eða breytt enn­þá.“ Þess vegna er við­mið­un­ar­svæði fyrir rann­sóknir haft mjög rúmt svo að svig­rúm sé til að hnika til veg­lín­unni ef nið­ur­staða umhverf­is­mats­ins gefur til­efni til.Aðal­val­kost­ur­inn er sá kostur sem Vega­gerðin mun sækja um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir, segir Þor­björg. Hann er val­inn út frá ýmsum þátt­um, s.s. kröfum um veg­tækni, stefnu­mörkun sam­göngu­á­ætl­un­ar, kostn­aði og umhverf­is- og sam­fé­lags­sjón­ar­mið­um.Drög að til­lögu að mats­á­ætlun hring­veg­ar­ins um Mýr­dal voru aug­lýst í lok des­em­ber og rennur athuga­semda­frestur út þann 1. febr­ú­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Hvetur til ábyrgðar í peningastefnu og ríkisfjármálum
Hagfræðiprófessor biður stjórnvöld um að lækka hallarekstur ríkissjóðs og hafa raunvexti jákvæða, þrátt fyrir kröfur fyrirtækja og stjórnmálamanna um að halda vöxtum lágum og auka ríkisútgjöld án fjármögnunar.
Kjarninn 27. september 2021
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent