Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“

Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.

Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Auglýsing

„For­saga þessa verk­efnis er orðin ansi löng og spannar lík­lega ein­hverja ára­tug­i,“ sagði Þor­björg Sæv­ars­dótt­ir, verk­fræð­ingur á hönn­un­ar­deild Vega­gerð­ar­inn­ar, á íbúa­fundi í dag þar sem fyr­ir­hug­aðar vega­fram­kvæmdir í Mýr­dalnum voru kynnt­ar. Fund­inum var streymt og voru um 90 manns að horfa þegar mest lét. Á fundi Land­verndar um málið í síð­ustu viku var einnig fjöl­mennt, um 200 manns, og því aug­ljóst að margir hafa áhuga og skoðun á vega­mál­unum í Mýr­dals­hreppi.



Vega­gerðin kynnti nýverið í drög að til­lögu að mats­á­ætlun um hring­veg­inn um Mýr­dal þar sem fjórir val­kostir voru kynntir til sög­unn­ar. Flestir þeirra liggja sunnar en núver­andi vegur og með­fram eða yfir Dyr­hóla­ós, um jarð­göng í gegnum Reyn­is­fjall og þaðan með­fram Vík­ur­fjöru að núver­andi þjóð­vegi austan byggð­ar­innar í Vík.

Auglýsing



Margir ótt­ast hins vegar umhverf­is­á­hrifin og af þeim 270 athuga­semdum sem þegar hafa borist um drögin er það líf­ríkið í og við Dyr­hólaós sem flestir ótt­ast að spillist með vega­fram­kvæmd­un­um. Þá hafa einnig margir lýst áhyggjum af áhrifum veg­ar­ins á upp­lifun ferða­manna af fjör­un­um, að því er Erla Björg Aðal­steins­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­fræð­ingur hjá VSÓ ráð­gjöf, sagði á fund­inum í dag. Dyr­hólaós er á nátt­úru­minja­skrá.



Ýmsar útfærslur á veg­lín­unni um svæðið hafa verið í umræð­unni síð­ustu ár og ára­tugi. Veg­línan með­fram sjónum hefur verið á aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps frá árinu 2013. Í sam­göngu­á­ætl­un, sem sam­þykkt var á síð­asta ári, er gert ráð fyrir fjár­magni til að und­ir­búa verk­efnið en ekki er búið að fjár­magna það eða fram­kvæmd­ina sem slíka, benti Þor­björg á.



Vega­gerðin hefur ákveðið að vinna að for­hönnun fram­kvæmd­ar­innar sam­hliða mati á umhverf­is­á­hrif­um. Sú hönnun byggir á frum­drögum Vega­gerð­ar­innar frá árinu 2008 og gild­andi aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins. „Það er alveg ljóst að umfang þess­arar fram­kvæmdar er þannig að hún er háð lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um,“ sagði Þor­björg.

Óvenju­legt svæði sem hefur hátt vernd­ar­gildi



Nátt­úra og lands­lag í Mýr­dal er óvenju­legt fyrir marga hluta sakir og í umsögn Umhverf­is­stofn­unar um drög að aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps  á sínum tíma kom fram að leggja ætti áherslu á að vernda Dyr­hóla­ey, Dyr­hóla­ós, fjörur við Dyr­hóla­ey, þar með talið Reyn­is­fjöru, og vot­lendi norðan við Dyr­hólaós sem eina heild, enda um að ræða svæði sem er mik­il­vægt fyrir fugla­líf og njóti auk þess vin­sælda meðal ferða­manna. „Stofn­unin telur að veglagn­ing yfir Dyr­hólaós muni rýra vernd­ar­gildi svæð­is­ins og hafa í för með sér nei­kvæð sjón­ræn áhrif og áhrif á lands­lag,“ sagði í umsögn­inni. Umhverf­is­stofnun sagð­ist ekki mót­fallin lag­fær­ingum á hring­veg­inum um Mýr­dal en taldi að skoða yrði „mun betur hvort ekki megi bæta sam­göngur með við­un­andi hætti með lag­fær­ingum á núver­andi veg­i“.



Vegagerðin hefur sett fram fjóra valkosti og eru þeir aðgreindir með litum á kortinu. Mynd: Úr skýrslu Vegagerðarinnar

Nátt­úru­öflin hafa mótað lands­lagið í for­tíð og nútíð og hvergi á land­inu hefur land­brot verið jafn mikið og framan við Vík­ur­fjöru en um hana mun nýr vegur liggja verði sjáv­ar­leiðin fyrir val­inu. Fram að Kötlu­gosi árið 1918 braut mikið úr fjör­unni en eftir það gekk fjaran fram um allt að 400 metra. Um árið 1970 fór hún hins vegar að ganga til baka og er nú á svip­uðum stað og hún var þegar Katla gaus 1918. Gríð­ar­legt sjáv­ar­flóð og land­brot átti sér svo stað 9. jan­úar 1990 þegar mesta aftaka brim í heila öld gerði við suð­ur­strönd­ina.



Til þess­ara þátta þarf að taka til­lit í hönnun veg­ar­ins sem og umhverf­is­mat­inu. Reisa þyrfti varn­ar­garða með­fram veg­inum í Vík­ur­fjöru og einnig þarf að meta aðra nátt­úru­vá, svo sem Kötlu­gos.

Auglýsing


Drög að til­lögu að mats­á­ætlun er fyrsta skrefið í umhverf­is­mats­ferl­inu og eitt af þeim stigum sem almenn­ingur getur átt aðkomu að. Vega­gerðin og VSÓ ráð­gjöf, sem er stofn­un­inni innan handar við umhverf­is­mat­ið, hafa opnað vefsjá þar sem öll gögn um hina fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd verða birt jafn­óðum og þau liggja fyr­ir. Þar er einnig hægt að senda inn athuga­semdir og ábend­ingar og hafa vel á þriðja hund­rað slíkar borist nú þeg­ar.



Í til­lögu­drögum Vega­gerð­ar­innar segir að núver­andi vegur um Gatna­brún fari hæst í 119 metra hæð. Á honum eru krappar beygjur og halli veg­ar­ins er 10-12 pró­sent á kafla. Þar getur auk þess verið mis­vinda­samt og hált. Mark­mið fram­kvæmd­ar­innar eru nokk­ur, m.a. að fá greið­færan veg allan árs­ins hring, að bæta umferð­ar­ör­yggi, fækka bröttum brekkum og kröppum beygjum og sömu­leiðis fækka veg­teng­ing­um.

Vík í Mýrdal. Mynd: Bára Huld Beck



Vega­gerðin hefur ekki tekið afstöðu til hvaða kostur verður fyrir val­inu heldur er einmitt ferl­inu framundan ætlað að vega og meta þá val­kosti sem til greina koma. Einn þeirra er lag­fær­ing á núver­andi vegi og að færa hann að hluta norður fyrir þétt­býlið í Vík.



Spurð hvaða veg­línu Vega­gerðin vildi sagði Þor­björg að núna væri verið að „vinna með skipu­lags­lín­una frá Mýr­dals­hreppi“ en að hægt væri „að skoða allt“  á þessu stigi máls­ins. „Það er ekki meit­lað í stein að það séu nákvæm­lega þessir fjórir val­kostir sem fara í til­lög­una [að mats­á­ætl­un]. Við getum bætt við val­kostum eða breytt enn­þá.“ Þess vegna er við­mið­un­ar­svæði fyrir rann­sóknir haft mjög rúmt svo að svig­rúm sé til að hnika til veg­lín­unni ef nið­ur­staða umhverf­is­mats­ins gefur til­efni til.



Aðal­val­kost­ur­inn er sá kostur sem Vega­gerðin mun sækja um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir, segir Þor­björg. Hann er val­inn út frá ýmsum þátt­um, s.s. kröfum um veg­tækni, stefnu­mörkun sam­göngu­á­ætl­un­ar, kostn­aði og umhverf­is- og sam­fé­lags­sjón­ar­mið­um.



Drög að til­lögu að mats­á­ætlun hring­veg­ar­ins um Mýr­dal voru aug­lýst í lok des­em­ber og rennur athuga­semda­frestur út þann 1. febr­ú­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent