Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“

Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.

Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Auglýsing

„Forsaga þessa verkefnis er orðin ansi löng og spannar líklega einhverja áratugi,“ sagði Þorbjörg Sævarsdóttir, verkfræðingur á hönnunardeild Vegagerðarinnar, á íbúafundi í dag þar sem fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í Mýrdalnum voru kynntar. Fundinum var streymt og voru um 90 manns að horfa þegar mest lét. Á fundi Landverndar um málið í síðustu viku var einnig fjölmennt, um 200 manns, og því augljóst að margir hafa áhuga og skoðun á vegamálunum í Mýrdalshreppi.


Vegagerðin kynnti nýverið í drög að tillögu að matsáætlun um hringveginn um Mýrdal þar sem fjórir valkostir voru kynntir til sögunnar. Flestir þeirra liggja sunnar en núverandi vegur og meðfram eða yfir Dyrhólaós, um jarðgöng í gegnum Reynisfjall og þaðan meðfram Víkurfjöru að núverandi þjóðvegi austan byggðarinnar í Vík.

Auglýsing


Margir óttast hins vegar umhverfisáhrifin og af þeim 270 athugasemdum sem þegar hafa borist um drögin er það lífríkið í og við Dyrhólaós sem flestir óttast að spillist með vegaframkvæmdunum. Þá hafa einnig margir lýst áhyggjum af áhrifum vegarins á upplifun ferðamanna af fjörunum, að því er Erla Björg Aðalsteinsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, sagði á fundinum í dag. Dyrhólaós er á náttúruminjaskrá.


Ýmsar útfærslur á veglínunni um svæðið hafa verið í umræðunni síðustu ár og áratugi. Veglínan meðfram sjónum hefur verið á aðalskipulagi Mýrdalshrepps frá árinu 2013. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á síðasta ári, er gert ráð fyrir fjármagni til að undirbúa verkefnið en ekki er búið að fjármagna það eða framkvæmdina sem slíka, benti Þorbjörg á.


Vegagerðin hefur ákveðið að vinna að forhönnun framkvæmdarinnar samhliða mati á umhverfisáhrifum. Sú hönnun byggir á frumdrögum Vegagerðarinnar frá árinu 2008 og gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. „Það er alveg ljóst að umfang þessarar framkvæmdar er þannig að hún er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum,“ sagði Þorbjörg.

Óvenjulegt svæði sem hefur hátt verndargildi


Náttúra og landslag í Mýrdal er óvenjulegt fyrir marga hluta sakir og í umsögn Umhverfisstofnunar um drög að aðalskipulagi Mýrdalshrepps  á sínum tíma kom fram að leggja ætti áherslu á að vernda Dyrhólaey, Dyrhólaós, fjörur við Dyrhólaey, þar með talið Reynisfjöru, og votlendi norðan við Dyrhólaós sem eina heild, enda um að ræða svæði sem er mikilvægt fyrir fuglalíf og njóti auk þess vinsælda meðal ferðamanna. „Stofnunin telur að veglagning yfir Dyrhólaós muni rýra verndargildi svæðisins og hafa í för með sér neikvæð sjónræn áhrif og áhrif á landslag,“ sagði í umsögninni. Umhverfisstofnun sagðist ekki mótfallin lagfæringum á hringveginum um Mýrdal en taldi að skoða yrði „mun betur hvort ekki megi bæta samgöngur með viðunandi hætti með lagfæringum á núverandi vegi“.


Vegagerðin hefur sett fram fjóra valkosti og eru þeir aðgreindir með litum á kortinu. Mynd: Úr skýrslu Vegagerðarinnar

Náttúruöflin hafa mótað landslagið í fortíð og nútíð og hvergi á landinu hefur landbrot verið jafn mikið og framan við Víkurfjöru en um hana mun nýr vegur liggja verði sjávarleiðin fyrir valinu. Fram að Kötlugosi árið 1918 braut mikið úr fjörunni en eftir það gekk fjaran fram um allt að 400 metra. Um árið 1970 fór hún hins vegar að ganga til baka og er nú á svipuðum stað og hún var þegar Katla gaus 1918. Gríðarlegt sjávarflóð og landbrot átti sér svo stað 9. janúar 1990 þegar mesta aftaka brim í heila öld gerði við suðurströndina.


Til þessara þátta þarf að taka tillit í hönnun vegarins sem og umhverfismatinu. Reisa þyrfti varnargarða meðfram veginum í Víkurfjöru og einnig þarf að meta aðra náttúruvá, svo sem Kötlugos.

Auglýsing

Drög að tillögu að matsáætlun er fyrsta skrefið í umhverfismatsferlinu og eitt af þeim stigum sem almenningur getur átt aðkomu að. Vegagerðin og VSÓ ráðgjöf, sem er stofnuninni innan handar við umhverfismatið, hafa opnað vefsjá þar sem öll gögn um hina fyrirhuguðu framkvæmd verða birt jafnóðum og þau liggja fyrir. Þar er einnig hægt að senda inn athugasemdir og ábendingar og hafa vel á þriðja hundrað slíkar borist nú þegar.


Í tillögudrögum Vegagerðarinnar segir að núverandi vegur um Gatnabrún fari hæst í 119 metra hæð. Á honum eru krappar beygjur og halli vegarins er 10-12 prósent á kafla. Þar getur auk þess verið misvindasamt og hált. Markmið framkvæmdarinnar eru nokkur, m.a. að fá greiðfæran veg allan ársins hring, að bæta umferðaröryggi, fækka bröttum brekkum og kröppum beygjum og sömuleiðis fækka vegtengingum.

Vík í Mýrdal. Mynd: Bára Huld Beck


Vegagerðin hefur ekki tekið afstöðu til hvaða kostur verður fyrir valinu heldur er einmitt ferlinu framundan ætlað að vega og meta þá valkosti sem til greina koma. Einn þeirra er lagfæring á núverandi vegi og að færa hann að hluta norður fyrir þéttbýlið í Vík.


Spurð hvaða veglínu Vegagerðin vildi sagði Þorbjörg að núna væri verið að „vinna með skipulagslínuna frá Mýrdalshreppi“ en að hægt væri „að skoða allt“  á þessu stigi málsins. „Það er ekki meitlað í stein að það séu nákvæmlega þessir fjórir valkostir sem fara í tillöguna [að matsáætlun]. Við getum bætt við valkostum eða breytt ennþá.“ Þess vegna er viðmiðunarsvæði fyrir rannsóknir haft mjög rúmt svo að svigrúm sé til að hnika til veglínunni ef niðurstaða umhverfismatsins gefur tilefni til.


Aðalvalkosturinn er sá kostur sem Vegagerðin mun sækja um framkvæmdaleyfi fyrir, segir Þorbjörg. Hann er valinn út frá ýmsum þáttum, s.s. kröfum um vegtækni, stefnumörkun samgönguáætlunar, kostnaði og umhverfis- og samfélagssjónarmiðum.


Drög að tillögu að matsáætlun hringvegarins um Mýrdal voru auglýst í lok desember og rennur athugasemdafrestur út þann 1. febrúar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent