Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“

Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.

Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Auglýsing

„For­saga þessa verk­efnis er orðin ansi löng og spannar lík­lega ein­hverja ára­tug­i,“ sagði Þor­björg Sæv­ars­dótt­ir, verk­fræð­ingur á hönn­un­ar­deild Vega­gerð­ar­inn­ar, á íbúa­fundi í dag þar sem fyr­ir­hug­aðar vega­fram­kvæmdir í Mýr­dalnum voru kynnt­ar. Fund­inum var streymt og voru um 90 manns að horfa þegar mest lét. Á fundi Land­verndar um málið í síð­ustu viku var einnig fjöl­mennt, um 200 manns, og því aug­ljóst að margir hafa áhuga og skoðun á vega­mál­unum í Mýr­dals­hreppi.Vega­gerðin kynnti nýverið í drög að til­lögu að mats­á­ætlun um hring­veg­inn um Mýr­dal þar sem fjórir val­kostir voru kynntir til sög­unn­ar. Flestir þeirra liggja sunnar en núver­andi vegur og með­fram eða yfir Dyr­hóla­ós, um jarð­göng í gegnum Reyn­is­fjall og þaðan með­fram Vík­ur­fjöru að núver­andi þjóð­vegi austan byggð­ar­innar í Vík.

AuglýsingMargir ótt­ast hins vegar umhverf­is­á­hrifin og af þeim 270 athuga­semdum sem þegar hafa borist um drögin er það líf­ríkið í og við Dyr­hólaós sem flestir ótt­ast að spillist með vega­fram­kvæmd­un­um. Þá hafa einnig margir lýst áhyggjum af áhrifum veg­ar­ins á upp­lifun ferða­manna af fjör­un­um, að því er Erla Björg Aðal­steins­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­fræð­ingur hjá VSÓ ráð­gjöf, sagði á fund­inum í dag. Dyr­hólaós er á nátt­úru­minja­skrá.Ýmsar útfærslur á veg­lín­unni um svæðið hafa verið í umræð­unni síð­ustu ár og ára­tugi. Veg­línan með­fram sjónum hefur verið á aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps frá árinu 2013. Í sam­göngu­á­ætl­un, sem sam­þykkt var á síð­asta ári, er gert ráð fyrir fjár­magni til að und­ir­búa verk­efnið en ekki er búið að fjár­magna það eða fram­kvæmd­ina sem slíka, benti Þor­björg á.Vega­gerðin hefur ákveðið að vinna að for­hönnun fram­kvæmd­ar­innar sam­hliða mati á umhverf­is­á­hrif­um. Sú hönnun byggir á frum­drögum Vega­gerð­ar­innar frá árinu 2008 og gild­andi aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins. „Það er alveg ljóst að umfang þess­arar fram­kvæmdar er þannig að hún er háð lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um,“ sagði Þor­björg.

Óvenju­legt svæði sem hefur hátt vernd­ar­gildiNátt­úra og lands­lag í Mýr­dal er óvenju­legt fyrir marga hluta sakir og í umsögn Umhverf­is­stofn­unar um drög að aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps  á sínum tíma kom fram að leggja ætti áherslu á að vernda Dyr­hóla­ey, Dyr­hóla­ós, fjörur við Dyr­hóla­ey, þar með talið Reyn­is­fjöru, og vot­lendi norðan við Dyr­hólaós sem eina heild, enda um að ræða svæði sem er mik­il­vægt fyrir fugla­líf og njóti auk þess vin­sælda meðal ferða­manna. „Stofn­unin telur að veglagn­ing yfir Dyr­hólaós muni rýra vernd­ar­gildi svæð­is­ins og hafa í för með sér nei­kvæð sjón­ræn áhrif og áhrif á lands­lag,“ sagði í umsögn­inni. Umhverf­is­stofnun sagð­ist ekki mót­fallin lag­fær­ingum á hring­veg­inum um Mýr­dal en taldi að skoða yrði „mun betur hvort ekki megi bæta sam­göngur með við­un­andi hætti með lag­fær­ingum á núver­andi veg­i“.Vegagerðin hefur sett fram fjóra valkosti og eru þeir aðgreindir með litum á kortinu. Mynd: Úr skýrslu Vegagerðarinnar

Nátt­úru­öflin hafa mótað lands­lagið í for­tíð og nútíð og hvergi á land­inu hefur land­brot verið jafn mikið og framan við Vík­ur­fjöru en um hana mun nýr vegur liggja verði sjáv­ar­leiðin fyrir val­inu. Fram að Kötlu­gosi árið 1918 braut mikið úr fjör­unni en eftir það gekk fjaran fram um allt að 400 metra. Um árið 1970 fór hún hins vegar að ganga til baka og er nú á svip­uðum stað og hún var þegar Katla gaus 1918. Gríð­ar­legt sjáv­ar­flóð og land­brot átti sér svo stað 9. jan­úar 1990 þegar mesta aftaka brim í heila öld gerði við suð­ur­strönd­ina.Til þess­ara þátta þarf að taka til­lit í hönnun veg­ar­ins sem og umhverf­is­mat­inu. Reisa þyrfti varn­ar­garða með­fram veg­inum í Vík­ur­fjöru og einnig þarf að meta aðra nátt­úru­vá, svo sem Kötlu­gos.

Auglýsing


Drög að til­lögu að mats­á­ætlun er fyrsta skrefið í umhverf­is­mats­ferl­inu og eitt af þeim stigum sem almenn­ingur getur átt aðkomu að. Vega­gerðin og VSÓ ráð­gjöf, sem er stofn­un­inni innan handar við umhverf­is­mat­ið, hafa opnað vefsjá þar sem öll gögn um hina fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmd verða birt jafn­óðum og þau liggja fyr­ir. Þar er einnig hægt að senda inn athuga­semdir og ábend­ingar og hafa vel á þriðja hund­rað slíkar borist nú þeg­ar.Í til­lögu­drögum Vega­gerð­ar­innar segir að núver­andi vegur um Gatna­brún fari hæst í 119 metra hæð. Á honum eru krappar beygjur og halli veg­ar­ins er 10-12 pró­sent á kafla. Þar getur auk þess verið mis­vinda­samt og hált. Mark­mið fram­kvæmd­ar­innar eru nokk­ur, m.a. að fá greið­færan veg allan árs­ins hring, að bæta umferð­ar­ör­yggi, fækka bröttum brekkum og kröppum beygjum og sömu­leiðis fækka veg­teng­ing­um.

Vík í Mýrdal. Mynd: Bára Huld BeckVega­gerðin hefur ekki tekið afstöðu til hvaða kostur verður fyrir val­inu heldur er einmitt ferl­inu framundan ætlað að vega og meta þá val­kosti sem til greina koma. Einn þeirra er lag­fær­ing á núver­andi vegi og að færa hann að hluta norður fyrir þétt­býlið í Vík.Spurð hvaða veg­línu Vega­gerðin vildi sagði Þor­björg að núna væri verið að „vinna með skipu­lags­lín­una frá Mýr­dals­hreppi“ en að hægt væri „að skoða allt“  á þessu stigi máls­ins. „Það er ekki meit­lað í stein að það séu nákvæm­lega þessir fjórir val­kostir sem fara í til­lög­una [að mats­á­ætl­un]. Við getum bætt við val­kostum eða breytt enn­þá.“ Þess vegna er við­mið­un­ar­svæði fyrir rann­sóknir haft mjög rúmt svo að svig­rúm sé til að hnika til veg­lín­unni ef nið­ur­staða umhverf­is­mats­ins gefur til­efni til.Aðal­val­kost­ur­inn er sá kostur sem Vega­gerðin mun sækja um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir, segir Þor­björg. Hann er val­inn út frá ýmsum þátt­um, s.s. kröfum um veg­tækni, stefnu­mörkun sam­göngu­á­ætl­un­ar, kostn­aði og umhverf­is- og sam­fé­lags­sjón­ar­mið­um.Drög að til­lögu að mats­á­ætlun hring­veg­ar­ins um Mýr­dal voru aug­lýst í lok des­em­ber og rennur athuga­semda­frestur út þann 1. febr­ú­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent