Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá

Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.

Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Auglýsing

Vega­gerðin áformar að færa hring­veg­inn um Mýr­dal þannig að hann liggi á bökkum Dyr­hóla­óss og í gegnum Reyn­is­fjall í jarð­göngum í stað þess að hann liggi um Gatna­brún og þétt­býlið í Vík. Austan Reyn­is­fjalls er fjaran óstöðug og því þyrfti að reisa varn­ar­garð með­fram veg­inum í Vík­ur­fjöru.Ráð­gert er að fram­kvæmdir hefj­ist síðla árs 2022 og taki um þrjú ár.Í drögum að til­lögu að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­innar, sem nú hefur verið aug­lýst, kemur fram að með færsl­unni yrði veg­ur­inn greið­fær lág­lendis­veg­ur. Eina fjall­veg­inum á leið­inni frá Hell­is­heiði til Reyð­ar­fjarðar yrði þar með útrýmt með til­heyr­andi bótum á umferð­ar­ör­yggi. Umferð á hring­veg­inum um Mýr­dal hefur meira en fimm­fald­ast frá árinu 2013 sem á sér skýr­ingar í auk­inni ferða­mennsku. Nýi veg­ur­inn myndi liggja við og að hluta yfir svæði sem njóta vernd­ar. Á þessum slóðum er að finna ein­stakar jarð­minjar og sér­lega fjöl­skrúð­ugt fugla­líf. Þá hefur sjald­gæft dýr í íslenskri nátt­úru, brekku­bobb­inn, búið þar um sig.

AuglýsingHug­myndir um til­færslu veg­ar­ins ofan af fjall­inu og nær sjónum eru langt í frá nýjar af nál­inni. Í tutt­ugu ára gam­alli jarð­ganga­á­ætlun Vega­gerð­ar­innar segir að á hring­veg­inum á Suð­ur­landsund­ir­lendi sé Reyn­is­fjall „eina veru­lega mis­fellan“. Snjór sé þar „stundum til trafala“ og leiðin upp á fjallið að vest­an­verðu brött. „Oft hefur komið til tals að ein­fald­ast sé að fara í gegnum fjallið í til­tölu­lega stuttum göng­um. Eðli­leg­ast væri þá að færa veg­inn í Mýr­dalnum tölu­vert sunnar og fara í gegnum fjallið til móts við Vík og svo áfram með veg­inn sjáv­ar­megin byggð­ar­inn­ar.“

Umferðaróhöpp á árunum 2014-2018 (Samgöngustofa, 2020) þar sem rauður litur táknar banaslys, gulur alvarleg meiðsl á fólki, grænn minni háttar meiðsl á fólki og blár þar sem einungis hafa orðið eignartjón. Mynd: Úr skýrslu Vegagerðarinnar

Sam­kvæmt skýrslu Vega­gerð­ar­innar um hættu­legar beygjur á þjóð­vegi 1 frá árinu 2002 var beygjan í Gatna­brún, þar sem núver­andi hring­vegur liggur upp á Reyn­is­fjall, ein af sex hættu­leg­ustu beygjum á hring­veg­inum á þeim tíma og  þar flokkuð sem „stór­hættu­leg“. Þar varð banaslys árið 2016.Gert er ráð fyrir hinni nýju veg­línu og jarð­göngum í Reyn­is­fjalli á aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps. Í Sam­göngu­á­ætlun til árs­ins 2024 er gert ráð fyrir fjár­magni í und­ir­bún­ing vega­gerð­ar­innar og í henni er tekið fram að leitað verði leiða til að fjár­magna fram­kvæmd­irnar í sam­starfi við einka­að­ila.Umfang fram­kvæmd­ar­innar er slíkt að hún er háð lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um. Nýlega birt drög að til­lögu að mats­á­ætl­un, sem hér eru til umfjöll­un­ar, eru fyrsta skrefið í því ferli.

Fjórir val­kostir kynntirÍ skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar, sem VSÓ ráð­gjöf vinn­ur, er fjallað um fjóra val­kosti, auk óbreytts veg­ar, þ.e. núll­kosts. Í þremur þeirra er um flutn­ing veg­ar­ins að ræða niður að sjó en einn felur í sér lag­fær­ingar á núver­andi veg­línu.Sam­kvæmt val­kosti 1, sem fram­kvæmda­lýs­ing til­lög­unnar mið­ast við, myndi nýr vegur liggja sunnan Geita­fjalls að vest­an­verðu, með­fram Dyr­hóla­ósi og í göngum sunn­ar­lega um Reyn­is­fjall. Austan Reyn­is­fjalls færi hann með fram sjó og myndi sam­ein­ast núver­andi vegi í Vík. Jarð­göngin yrðu 1,3-1,5 kíló­metri að lengd og gert er ráð fyrir einni akrein í hvora átt.

Valkostirnir sem settir eru fram af Vegagerðinni.Miklar öldur eru við Vík og fjaran ekki stöðug. Byggðir hafa verið tveir svo­kall­aðir sand­fang­arar í Vík­ur­fjöru til að hefta land­brot. Vega­gerðin segir í skýrslu sinni að þörf verði á varn­ar­garði með fram veg­inum austan Reyn­is­fjalls þar sem hann myndi liggja í Vík­ur­fjöru. Rann­sókn er hafin á stöð­ug­leika strand­ar­innar og er gert ráð fyrir að hún standi í þrjú ár.Í flestum þeim val­kostum sem Vega­gerðin leggur fram liggur nýr vegur í Vík milli þétt­býl­is­ins og Vík­ur­fjöru og „mun mögu­lega skerða aðgengi íbúa og ferða­manna á svæð­inu að fjör­unn­i,“ segir í skýrslu Vega­gerð­ar­inn­ar. Í hönnun vegar er gert ráð fyrir und­ir­göngum og áning­ar­stað við Vík­ur­fjöru.

Veg­ur­inn yrði almennt mjög sýni­legurLands­lag í Mýr­dalnum er sér­stætt og í mats­skýrslu­drög­unum kemur fram að það hafi bæði gildi fyrir ferða­þjón­ustu sem og íbúa svæð­is­ins. Þar segir einnig að búast megi við að nýji veg­ur­inn verði almennt mjög sýni­legur þar sem hann mun liggja um opið lands­lag.Í Dyr­hóla­hverfi og Reyn­is­hverfi er land­notkun helst skil­greind sem land­bún­að­ar­svæði í aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps. Þar fara val­kostir nýs vegar að stórum hluta um bújarðir í einka­eigu og einnig að hluta um svæði á nátt­úru­minja­skrá.

Dyrhólaós er sjávarlón inn af Dyrhólaey og Reynisfjöru. Mynd: Þórir Kjartansson/Af vef KötlusetursAllur Mýr­dals­hrepp­ur, og þar með allt fram­kvæmda­svæð­ið, er innan Kötlu jarð­vangs (Geop­ark). Hlut­verk jarð­vanga UNESCO er að stuðla að verndun mik­il­vægra jarð­minja, nátt­úru og menn­ing­ar­arf­leifð og að íbúar jarð­vang­anna til­einki sér ábyrgð á ofan­töldu auk þess sem áhersla er lögð á að efla innra hag­kerfi við­kom­andi svæða.Á þessum slóðum eru þekkt nátt­úru­undur sem mörg hver njóta vernd­ar, m.a. vegna sér­stæðra jarð­myndana. Loft­sala­hell­ir, Reyn­is­drangar og Reyn­is­fjall eru innan sama svæð­is­ins á nátt­úru­minja­skrá.  Í nágrenni fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar eru auk þess svæði sem njóta verndar vegna fugla­lífs og ann­ars líf­rík­is:  • Dyr­hólaey er frið­lýst sem friðland vegna fugla­lífs og nátt­úru­feg­urð­ar. Umferð um svæðið er stjórnað til að draga úr áhrifum á varp.
  • Dyr­hólaós er á nátt­úru­minja­skrá vegna sjáv­ar­leirna með sér­stæðum lífs­skil­yrð­um. Ósar eru mik­il­vægir fæðu­öfl­un­ar­staðir vað­fugla en þar finn­ast gjarnan leirur sem eru orku­upp­spretta fyrir fugla­líf.
  • Austur af Vík eru Vík­ur­hamr­ar. Þar er mikil fýla­byggð og telst svæðið vera alþjóð­lega mik­il­væg sjó­fugla­byggð.
  • Í hlíðum Reyn­is­fjalls, Vík­ur­meg­in, er hvanna­stóð sem er á nátt­úru­vernd­ar­á­ætlun sem búsvæði brekku­bobba, sjald­gæfrar snigla­teg­undar hér á landi.Í drögum Vega­gerð­ar­innar að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­innar segir að hún kunni að hafa áhrif á búsvæði og fæðu­öfl­un­ar­svæðum fugla auk óbeinna áhrifa á nærum­hverfi. Unnin verður úttekt á fugla­lífi og gerð grein fyrir nið­ur­stöðum þeirrar rann­sóknar á síð­ari stigum umhverf­is­mats­ferl­is­ins, þ.e. í frum­mats­skýrslu.Jóhann Óli Hilm­ars­son vann skýrslu um fugla­lífið við Dyr­hólaós árið 2013 og benti sú rann­sókn til að vegstæði með bökkum Dyr­hóla­óss gæti haft var­an­leg og skað­leg áhrif á fugla­líf við ósinn. „Margir fuglar nota túnin og mýr­arnar kringum ósinn til fæðu­öfl­unar og sækja svo á ósinn til hvíldar eða flýja þang­að, ef þeir verða fyrir styggð. Í frétt á heima­síðu Fugla­verndar er bent á að skýrslu Jóhanns Óla sé „því miður ekki get­ið“ í drögum Vega­gerð­ar­inn­ar.

AuglýsingOpnuð hefur verið vefsjá þar sem hægt er að nálg­ast ýmsar upp­lýs­ingar sem tengj­ast umhverf­is­mat­inu og koma á fram­færi ábend­ingum og athuga­semd­um. Einnig má senda skrif­legar athuga­semdir eða ábend­ingar um drög að til­lögu að mats­á­ætlun á net­fangið erla@vso.­is. Frestur til að senda inn ábend­ingar er til og með 1. febr­ú­ar.Land­vernd í sam­vinnu við Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suð­ur­lands (NSS) og heima­menn í Mýr­dals­hreppi, efna til fræðslu­fundar um áform­aðar vega­fram­kvæmdir hring­vegar í Mýr­dal í dag, föstu­dag. Fund­ur­inn fer fram á net­inu og hefst klukkan 11.45.

 Meðal þeirra sem taka til máls eru Tryggvi Fel­ix­son for­maður Land­verndar og Þor­björg Sæv­ars­dótt­ir, verk­fræð­ingur hjá Vega­gerð­inni.Hér er hægt að skoða við­burð­inn á Face­book.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent