Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu

Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.

Jón Ásgeir Jóhannesson Kveikur2
Auglýsing

Í vænt­an­legri bók Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, sem Einar Kára­son skrifar og ber heitið „Málsvörn“, er fjallað um hið svo­kall­aða styrkja­mál. Í því fólst að FL Group, þá umsvifa­mikið fjár­fest­inga­fé­lag, og Lands­banki Íslands, greiddu upp skuldir Sjálf­stæð­is­flokks­ins með tveimur fram­lögum upp á 56 millj­ónir króna, þar af komu 30 millj­ónir króna frá FL Group. Umræddir styrkir voru veittir síðla árs 2006, nánar til­tekið 29. des­em­ber það ár. Þremur dögum eftir að styrkirnir voru veitt­ir, 1. jan­úar 2007, tóku gildi ný lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka sem gerðu það að verkum að flokkum var meinað að taka við styrkjum yfir 300 þús­und krónum frá ein­stökum lög­að­il­u­m. 

Í fréttum RÚV, þar sem fjallað var um bók Jóns Ásgeirs og við­tal hans við Kveik sem sýnt verður í kvöld, sagð­ist Jón Ásgeir hafa orðið „fokvond­ur“ þegar hann heyrði af því eft­irá að félagið hefði ásamt Lands­banka Íslands greitt upp skuldir Sjálf­stæð­is­flokks­ins með þessum hætti. Hann hafi fyrst frétt af mál­inu þegar end­ur­skoð­endur spurð­ust fyrir um það hjá stjórn FL Group ­mörgum mán­uðum eftir að styrkirnir voru veitt­ir. 

Jón Ásgeir segir við RÚV að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrk­inn frá FL Group. Aðspurður hvort það hafi verið Hannes Smára­son, þáver­andi for­stjóri FL Group og einn stærsti hlut­hafi félags­ins á þeim tíma, svar­aði Jón Ásgeir því til að það hafi vænt­an­lega verið stjórn­endur félags­ins sem hafi tekið hafi ákvörð­un­ina. 

Í frétt RÚV kom fram að í bók­inni um Jón Ásgeir segi að Hannes hafi ekki fengið kvitt­anir fyrir greiðsl­unni til Sjálf­stæð­is­flokks­ins þegar hún var fram­kvæmd. Slíkri hafi verið skotið inn í bók­hald FL Group eftir á að næt­ur­lagi, og með því hafi verið að brjóta bók­halds­lög.

„Samið við Geir frekar en Gulla“

Styrkja­málið vakti mikla hneykslun þegar það komst upp í apríl 2009 og Geir H. Haar­de, sem þá hafði látið af störfum sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­ist í til­kynn­ingu bera fulla ábyrgð á við­töku styrkj­anna. Bjarni Bene­dikts­son, sem þá var nýtek­inn við sem for­maður flokks­ins, sagði við­töku styrkj­anna „stang­ast gróf­lega á við þau gildi sem ég vil að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn starfi eft­ir.“ 

Andri Ótt­ars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hætti störfum nokkrum dögum eftir að málið kom upp. Í yfir­lýs­ingu frá Andra vegna þessa kom fram að hann hafi ekki átt frum­kvæði að því að haft var sam­­band við FL Group eða Lands­­bank­ann um styrk­veit­ingu og að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrkj­unum við­töku. „Þrátt fyr­ir þetta og þær skýr­ing­ar sem komu fram í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­­manns flokks­ins er það mitt mat að við nú­ver­andi aðstæður þjóni það best hags­mun­um Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að ég láti af störf­um sem fram­­kvæmda­­stjóri hans þar sem mik­il­vægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokks­­starf­ið. Af þeim sök­um hef ég boð­ist til að víkja úr stöðu minn­i.“.

Auglýsing
Þann 11. apríl sendu Þor­steinn M. Jóns­son, þáver­andi stjórn­ar­maður í FL Group sem er oft­ast kenndur við Kók, og Stein­þór Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­maður verð­bréfa­deildar Lands­bank­ans, frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þeir sögð­ust hafa haft milli­göngu um að útvega Sjálf­stæð­is­flokknum styrk­ina. Þeir sögðu einnig að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefði haft sam­band við þá og greint frá bág­bor­inni fjár­hags­legri stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í fram­haldi hafi hann ekki haft frek­ari afskipti, upp­hæð styrkj­anna hefði verið ákveð­inn af fyr­ir­tækj­unum og stjórn flokks­ins ákveðið að veita þeim við­töku.

Í frétt RÚV er greint frá því að í bók­inni um Jón Ásgeir komi fram að hann telji sig vita til þess að Geir H. Haarde hafi staðið á bak­við beiðn­ina um styrk­ina en að Guð­laugur Þór hafi verið lát­inn taka á sig sök í mál­inu. „Það var það sem ég heyrði, að þetta hefði verið samið við Geir frekar en Gulla[...]Ég var þarna í stjórn og mér gefin sú skýr­ing.“

Ekk­ert fyr­ir­liggj­andi um end­ur­greiðslu

Kjarn­inn hefur ítrekað spurt Þórð Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um hvort verið sé að greiða styrk­ina til baka. Í síð­asta svari hans, sem barst í nóv­em­ber­lok í fyrra, sagði að flokk­ur­inn hefði end­ur­greitt styrk­ina af rekstr­arfé sínu. „Áform voru uppi um að ljúka end­­ur­greiðslum fyrir árið 2018. Það gekk því miður ekki eft­­ir. Ástæðan fyrir því er m.a. að kosn­­ingar hafa verið tíð­­ari en ráð var fyrir gert, en þær eru lang­­sam­­lega fjár­­frek­­ustu útgjalda­liðir stjórn­­­mála­­flokka. End­­ur­­skoðuð áætlun gerir ráð fyrir að end­­ur­greiðslum ljúki á næstu mis­s­er­um.“ 

Þegar Kjarn­inn hafði sam­band við Júl­­íus Þor­finns­­son, fram­­kvæmda­­stjóra Stoða sem áður hétu FL Group, vorið 2015 og spurði hann hvort og hversu mikið Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hafi greitt til baka sagði hann félagið hafa ákveðið að tjá sig hvorki af eða á um mál­ið. Þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúi slita­bús Lands­bank­ans sagð­ist sömu­leiðis ekki geta upp­lýst um greiðslur ein­stakra við­skipta­vina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent