Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu

Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.

Jón Ásgeir Jóhannesson Kveikur2
Auglýsing

Í væntanlegri bók Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem Einar Kárason skrifar og ber heitið „Málsvörn“, er fjallað um hið svokallaða styrkjamál. Í því fólst að FL Group, þá umsvifamikið fjárfestingafélag, og Landsbanki Íslands, greiddu upp skuldir Sjálfstæðisflokksins með tveimur framlögum upp á 56 milljónir króna, þar af komu 30 milljónir króna frá FL Group. Umræddir styrkir voru veittir síðla árs 2006, nánar tiltekið 29. desember það ár. Þremur dögum eftir að styrkirnir voru veittir, 1. janúar 2007, tóku gildi ný lög um fjármál stjórnmálaflokka sem gerðu það að verkum að flokkum var meinað að taka við styrkjum yfir 300 þúsund krónum frá einstökum lögaðilum. 

Í fréttum RÚV, þar sem fjallað var um bók Jóns Ásgeirs og viðtal hans við Kveik sem sýnt verður í kvöld, sagðist Jón Ásgeir hafa orðið „fokvondur“ þegar hann heyrði af því eftirá að félagið hefði ásamt Landsbanka Íslands greitt upp skuldir Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti. Hann hafi fyrst frétt af málinu þegar endurskoðendur spurðust fyrir um það hjá stjórn FL Group mörgum mánuðum eftir að styrkirnir voru veittir. 

Jón Ásgeir segir við RÚV að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrkinn frá FL Group. Aðspurður hvort það hafi verið Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group og einn stærsti hluthafi félagsins á þeim tíma, svaraði Jón Ásgeir því til að það hafi væntanlega verið stjórnendur félagsins sem hafi tekið hafi ákvörðunina. 

Í frétt RÚV kom fram að í bókinni um Jón Ásgeir segi að Hannes hafi ekki fengið kvittanir fyrir greiðslunni til Sjálfstæðisflokksins þegar hún var framkvæmd. Slíkri hafi verið skotið inn í bókhald FL Group eftir á að næturlagi, og með því hafi verið að brjóta bókhaldslög.

„Samið við Geir frekar en Gulla“

Styrkjamálið vakti mikla hneykslun þegar það komst upp í apríl 2009 og Geir H. Haarde, sem þá hafði látið af störfum sem formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í tilkynningu bera fulla ábyrgð á viðtöku styrkjanna. Bjarni Benediktsson, sem þá var nýtekinn við sem formaður flokksins, sagði viðtöku styrkjanna „stangast gróflega á við þau gildi sem ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn starfi eftir.“ 

Andri Óttarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hætti störfum nokkrum dögum eftir að málið kom upp. Í yfirlýsingu frá Andra vegna þessa kom fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var sam­band við FL Group eða Lands­bank­ann um styrk­veit­ingu og að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. „Þrátt fyr­ir þetta og þær skýr­ing­ar sem komu fram í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins er það mitt mat að við nú­ver­andi aðstæður þjóni það best hags­mun­um Sjálf­stæðis­flokks­ins að ég láti af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri hans þar sem mik­il­vægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokks­starfið. Af þeim sök­um hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni.“.

Auglýsing
Þann 11. apríl sendu Þorsteinn M. Jónsson, þáverandi stjórnarmaður í FL Group sem er oftast kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust hafa haft milligöngu um að útvega Sjálfstæðisflokknum styrkina. Þeir sögðu einnig að Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra, hefði haft samband við þá og greint frá bágborinni fjárhagslegri stöðu Sjálfstæðisflokksins. Í framhaldi hafi hann ekki haft frekari afskipti, upphæð styrkjanna hefði verið ákveðinn af fyrirtækjunum og stjórn flokksins ákveðið að veita þeim viðtöku.

Í frétt RÚV er greint frá því að í bókinni um Jón Ásgeir komi fram að hann telji sig vita til þess að Geir H. Haarde hafi staðið á bakvið beiðnina um styrkina en að Guðlaugur Þór hafi verið látinn taka á sig sök í málinu. „Það var það sem ég heyrði, að þetta hefði verið samið við Geir frekar en Gulla[...]Ég var þarna í stjórn og mér gefin sú skýring.“

Ekkert fyrirliggjandi um endurgreiðslu

Kjarninn hefur ítrekað spurt Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, um hvort verið sé að greiða styrkina til baka. Í síðasta svari hans, sem barst í nóvemberlok í fyrra, sagði að flokkurinn hefði endurgreitt styrkina af rekstrarfé sínu. „Áform voru uppi um að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018. Það gekk því miður ekki eft­ir. Ástæðan fyrir því er m.a. að kosn­ingar hafa verið tíð­ari en ráð var fyrir gert, en þær eru lang­sam­lega fjár­frek­ustu útgjalda­liðir stjórn­mála­flokka. End­ur­skoðuð áætlun gerir ráð fyrir að end­ur­greiðslum ljúki á næstu miss­erum.“ 

Þegar Kjarninn hafði samband við Júl­íus Þor­finns­son, fram­kvæmda­stjóra Stoða sem áður hétu FL Group, vorið 2015 og spurði hann hvort og hversu mikið Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi greitt til baka sagði hann félagið hafa ákveðið að tjá sig hvorki af eða á um mál­ið. Þáverandi upplýsingafulltrúi slitabús Landsbankans sagðist sömuleiðis ekki geta upplýst um greiðslur einstakra viðskiptavina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent