Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu

Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.

Jón Ásgeir Jóhannesson Kveikur2
Auglýsing

Í vænt­an­legri bók Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, sem Einar Kára­son skrifar og ber heitið „Málsvörn“, er fjallað um hið svo­kall­aða styrkja­mál. Í því fólst að FL Group, þá umsvifa­mikið fjár­fest­inga­fé­lag, og Lands­banki Íslands, greiddu upp skuldir Sjálf­stæð­is­flokks­ins með tveimur fram­lögum upp á 56 millj­ónir króna, þar af komu 30 millj­ónir króna frá FL Group. Umræddir styrkir voru veittir síðla árs 2006, nánar til­tekið 29. des­em­ber það ár. Þremur dögum eftir að styrkirnir voru veitt­ir, 1. jan­úar 2007, tóku gildi ný lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka sem gerðu það að verkum að flokkum var meinað að taka við styrkjum yfir 300 þús­und krónum frá ein­stökum lög­að­il­u­m. 

Í fréttum RÚV, þar sem fjallað var um bók Jóns Ásgeirs og við­tal hans við Kveik sem sýnt verður í kvöld, sagð­ist Jón Ásgeir hafa orðið „fokvond­ur“ þegar hann heyrði af því eft­irá að félagið hefði ásamt Lands­banka Íslands greitt upp skuldir Sjálf­stæð­is­flokks­ins með þessum hætti. Hann hafi fyrst frétt af mál­inu þegar end­ur­skoð­endur spurð­ust fyrir um það hjá stjórn FL Group ­mörgum mán­uðum eftir að styrkirnir voru veitt­ir. 

Jón Ásgeir segir við RÚV að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrk­inn frá FL Group. Aðspurður hvort það hafi verið Hannes Smára­son, þáver­andi for­stjóri FL Group og einn stærsti hlut­hafi félags­ins á þeim tíma, svar­aði Jón Ásgeir því til að það hafi vænt­an­lega verið stjórn­endur félags­ins sem hafi tekið hafi ákvörð­un­ina. 

Í frétt RÚV kom fram að í bók­inni um Jón Ásgeir segi að Hannes hafi ekki fengið kvitt­anir fyrir greiðsl­unni til Sjálf­stæð­is­flokks­ins þegar hún var fram­kvæmd. Slíkri hafi verið skotið inn í bók­hald FL Group eftir á að næt­ur­lagi, og með því hafi verið að brjóta bók­halds­lög.

„Samið við Geir frekar en Gulla“

Styrkja­málið vakti mikla hneykslun þegar það komst upp í apríl 2009 og Geir H. Haar­de, sem þá hafði látið af störfum sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­ist í til­kynn­ingu bera fulla ábyrgð á við­töku styrkj­anna. Bjarni Bene­dikts­son, sem þá var nýtek­inn við sem for­maður flokks­ins, sagði við­töku styrkj­anna „stang­ast gróf­lega á við þau gildi sem ég vil að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn starfi eft­ir.“ 

Andri Ótt­ars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hætti störfum nokkrum dögum eftir að málið kom upp. Í yfir­lýs­ingu frá Andra vegna þessa kom fram að hann hafi ekki átt frum­kvæði að því að haft var sam­­band við FL Group eða Lands­­bank­ann um styrk­veit­ingu og að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrkj­unum við­töku. „Þrátt fyr­ir þetta og þær skýr­ing­ar sem komu fram í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­­manns flokks­ins er það mitt mat að við nú­ver­andi aðstæður þjóni það best hags­mun­um Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að ég láti af störf­um sem fram­­kvæmda­­stjóri hans þar sem mik­il­vægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokks­­starf­ið. Af þeim sök­um hef ég boð­ist til að víkja úr stöðu minn­i.“.

Auglýsing
Þann 11. apríl sendu Þor­steinn M. Jóns­son, þáver­andi stjórn­ar­maður í FL Group sem er oft­ast kenndur við Kók, og Stein­þór Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­maður verð­bréfa­deildar Lands­bank­ans, frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þeir sögð­ust hafa haft milli­göngu um að útvega Sjálf­stæð­is­flokknum styrk­ina. Þeir sögðu einnig að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefði haft sam­band við þá og greint frá bág­bor­inni fjár­hags­legri stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í fram­haldi hafi hann ekki haft frek­ari afskipti, upp­hæð styrkj­anna hefði verið ákveð­inn af fyr­ir­tækj­unum og stjórn flokks­ins ákveðið að veita þeim við­töku.

Í frétt RÚV er greint frá því að í bók­inni um Jón Ásgeir komi fram að hann telji sig vita til þess að Geir H. Haarde hafi staðið á bak­við beiðn­ina um styrk­ina en að Guð­laugur Þór hafi verið lát­inn taka á sig sök í mál­inu. „Það var það sem ég heyrði, að þetta hefði verið samið við Geir frekar en Gulla[...]Ég var þarna í stjórn og mér gefin sú skýr­ing.“

Ekk­ert fyr­ir­liggj­andi um end­ur­greiðslu

Kjarn­inn hefur ítrekað spurt Þórð Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um hvort verið sé að greiða styrk­ina til baka. Í síð­asta svari hans, sem barst í nóv­em­ber­lok í fyrra, sagði að flokk­ur­inn hefði end­ur­greitt styrk­ina af rekstr­arfé sínu. „Áform voru uppi um að ljúka end­­ur­greiðslum fyrir árið 2018. Það gekk því miður ekki eft­­ir. Ástæðan fyrir því er m.a. að kosn­­ingar hafa verið tíð­­ari en ráð var fyrir gert, en þær eru lang­­sam­­lega fjár­­frek­­ustu útgjalda­liðir stjórn­­­mála­­flokka. End­­ur­­skoðuð áætlun gerir ráð fyrir að end­­ur­greiðslum ljúki á næstu mis­s­er­um.“ 

Þegar Kjarn­inn hafði sam­band við Júl­­íus Þor­finns­­son, fram­­kvæmda­­stjóra Stoða sem áður hétu FL Group, vorið 2015 og spurði hann hvort og hversu mikið Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hafi greitt til baka sagði hann félagið hafa ákveðið að tjá sig hvorki af eða á um mál­ið. Þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúi slita­bús Lands­bank­ans sagð­ist sömu­leiðis ekki geta upp­lýst um greiðslur ein­stakra við­skipta­vina.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent