Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu

Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.

Jón Ásgeir Jóhannesson Kveikur2
Auglýsing

Í vænt­an­legri bók Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, sem Einar Kára­son skrifar og ber heitið „Málsvörn“, er fjallað um hið svo­kall­aða styrkja­mál. Í því fólst að FL Group, þá umsvifa­mikið fjár­fest­inga­fé­lag, og Lands­banki Íslands, greiddu upp skuldir Sjálf­stæð­is­flokks­ins með tveimur fram­lögum upp á 56 millj­ónir króna, þar af komu 30 millj­ónir króna frá FL Group. Umræddir styrkir voru veittir síðla árs 2006, nánar til­tekið 29. des­em­ber það ár. Þremur dögum eftir að styrkirnir voru veitt­ir, 1. jan­úar 2007, tóku gildi ný lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka sem gerðu það að verkum að flokkum var meinað að taka við styrkjum yfir 300 þús­und krónum frá ein­stökum lög­að­il­u­m. 

Í fréttum RÚV, þar sem fjallað var um bók Jóns Ásgeirs og við­tal hans við Kveik sem sýnt verður í kvöld, sagð­ist Jón Ásgeir hafa orðið „fokvond­ur“ þegar hann heyrði af því eft­irá að félagið hefði ásamt Lands­banka Íslands greitt upp skuldir Sjálf­stæð­is­flokks­ins með þessum hætti. Hann hafi fyrst frétt af mál­inu þegar end­ur­skoð­endur spurð­ust fyrir um það hjá stjórn FL Group ­mörgum mán­uðum eftir að styrkirnir voru veitt­ir. 

Jón Ásgeir segir við RÚV að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrk­inn frá FL Group. Aðspurður hvort það hafi verið Hannes Smára­son, þáver­andi for­stjóri FL Group og einn stærsti hlut­hafi félags­ins á þeim tíma, svar­aði Jón Ásgeir því til að það hafi vænt­an­lega verið stjórn­endur félags­ins sem hafi tekið hafi ákvörð­un­ina. 

Í frétt RÚV kom fram að í bók­inni um Jón Ásgeir segi að Hannes hafi ekki fengið kvitt­anir fyrir greiðsl­unni til Sjálf­stæð­is­flokks­ins þegar hún var fram­kvæmd. Slíkri hafi verið skotið inn í bók­hald FL Group eftir á að næt­ur­lagi, og með því hafi verið að brjóta bók­halds­lög.

„Samið við Geir frekar en Gulla“

Styrkja­málið vakti mikla hneykslun þegar það komst upp í apríl 2009 og Geir H. Haar­de, sem þá hafði látið af störfum sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagð­ist í til­kynn­ingu bera fulla ábyrgð á við­töku styrkj­anna. Bjarni Bene­dikts­son, sem þá var nýtek­inn við sem for­maður flokks­ins, sagði við­töku styrkj­anna „stang­ast gróf­lega á við þau gildi sem ég vil að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn starfi eft­ir.“ 

Andri Ótt­ars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hætti störfum nokkrum dögum eftir að málið kom upp. Í yfir­lýs­ingu frá Andra vegna þessa kom fram að hann hafi ekki átt frum­kvæði að því að haft var sam­­band við FL Group eða Lands­­bank­ann um styrk­veit­ingu og að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að veita styrkj­unum við­töku. „Þrátt fyr­ir þetta og þær skýr­ing­ar sem komu fram í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­­manns flokks­ins er það mitt mat að við nú­ver­andi aðstæður þjóni það best hags­mun­um Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að ég láti af störf­um sem fram­­kvæmda­­stjóri hans þar sem mik­il­vægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokks­­starf­ið. Af þeim sök­um hef ég boð­ist til að víkja úr stöðu minn­i.“.

Auglýsing
Þann 11. apríl sendu Þor­steinn M. Jóns­son, þáver­andi stjórn­ar­maður í FL Group sem er oft­ast kenndur við Kók, og Stein­þór Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi yfir­maður verð­bréfa­deildar Lands­bank­ans, frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þeir sögð­ust hafa haft milli­göngu um að útvega Sjálf­stæð­is­flokknum styrk­ina. Þeir sögðu einnig að Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefði haft sam­band við þá og greint frá bág­bor­inni fjár­hags­legri stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í fram­haldi hafi hann ekki haft frek­ari afskipti, upp­hæð styrkj­anna hefði verið ákveð­inn af fyr­ir­tækj­unum og stjórn flokks­ins ákveðið að veita þeim við­töku.

Í frétt RÚV er greint frá því að í bók­inni um Jón Ásgeir komi fram að hann telji sig vita til þess að Geir H. Haarde hafi staðið á bak­við beiðn­ina um styrk­ina en að Guð­laugur Þór hafi verið lát­inn taka á sig sök í mál­inu. „Það var það sem ég heyrði, að þetta hefði verið samið við Geir frekar en Gulla[...]Ég var þarna í stjórn og mér gefin sú skýr­ing.“

Ekk­ert fyr­ir­liggj­andi um end­ur­greiðslu

Kjarn­inn hefur ítrekað spurt Þórð Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um hvort verið sé að greiða styrk­ina til baka. Í síð­asta svari hans, sem barst í nóv­em­ber­lok í fyrra, sagði að flokk­ur­inn hefði end­ur­greitt styrk­ina af rekstr­arfé sínu. „Áform voru uppi um að ljúka end­­ur­greiðslum fyrir árið 2018. Það gekk því miður ekki eft­­ir. Ástæðan fyrir því er m.a. að kosn­­ingar hafa verið tíð­­ari en ráð var fyrir gert, en þær eru lang­­sam­­lega fjár­­frek­­ustu útgjalda­liðir stjórn­­­mála­­flokka. End­­ur­­skoðuð áætlun gerir ráð fyrir að end­­ur­greiðslum ljúki á næstu mis­s­er­um.“ 

Þegar Kjarn­inn hafði sam­band við Júl­­íus Þor­finns­­son, fram­­kvæmda­­stjóra Stoða sem áður hétu FL Group, vorið 2015 og spurði hann hvort og hversu mikið Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hafi greitt til baka sagði hann félagið hafa ákveðið að tjá sig hvorki af eða á um mál­ið. Þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúi slita­bús Lands­bank­ans sagð­ist sömu­leiðis ekki geta upp­lýst um greiðslur ein­stakra við­skipta­vina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent