Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn ekki endurgreitt styrki eins og til stóð

Styrkir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að endurgreiða fyrir árið 2018 hafa ekki enn verið greiddir. Kjarninn fékk sama svar frá framkvæmdastjóra flokksins nú og fyrir ári síðan.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Áform Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins um að ljúka end­­­ur­greiðslu styrkja, sem hann fékk í lok árs 2006 frá FL Group og Lands­­­banka Íslands, hafa enn ekki gengið eft­­ir. Þetta kemur fram í svari Þórðar Þór­­­ar­ins­­­son­­­ar, fram­­­kvæmda­­­stjóra Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans. Sam­tals námu styrkirnir 56 millj­­­ónum króna.

Í svar­inu segir að stjórn­mála­flokkar hefðu hlotið háa styrki frá fyr­ir­tækjum árið 2006 en að þeir hefðu verið í sam­ræmi við þágild­andi lög. Styrkirnir hefðu verið gagn­rýndir í opin­berri umræðu og ákvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einn flokka að end­ur­greiða styrki sem hann hlaut árið 2006.

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt af rekstr­arfé sínu. Áform voru uppi um að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018. Það gekk því miður ekki eft­ir. Ástæðan fyrir því er m.a. að kosn­ingar hafa verið tíð­ari en ráð var fyrir gert, en þær eru lang­sam­lega fjár­frek­ustu útgjalda­liðir stjórn­mála­flokka. End­ur­skoðuð áætlun gerir ráð fyrir að end­ur­greiðslum ljúki á næstu miss­erum,“ segir í svari fram­kvæmda­stjór­ans en svarið er hið sama og fyrir ári þegar Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum um það hvort flokk­ur­inn væri búinn að end­ur­greiða styrk­ina.

Auglýsing

38 millj­ónir stóðu eftir árið 2013

Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­­­ónum króna, eins og áður seg­ir. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­­­son, þá nýkjör­inn for­­­maður flokks­ins, að styrkirnir yrðu end­­­ur­greidd­­­ir.

Á lands­fundi flokks­ins 2013 kom fram í máli Jón­­­mundar Guð­mar­s­­­son, þáver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóra Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, að flokk­­­ur­inn hefði þegar end­­­ur­greitt um 18 millj­­­ónir króna. Sam­­­kvæmt því stóðu þá 38 millj­­­ónir króna eftir árið 2013.

Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokk­­­­ur­inn ákvað einn flokka að end­­­­ur­greiða háa styrki sem hann fékk fyrir hrun. Sam­­­fylk­ingin fékk einnig styrki upp á rúmar 36 millj­­­ónir króna árið 2006 frá Kaup­­­þingi, FL Group, Glitni, Lands­­­banka Íslands og Baugi. Flokk­­­ur­inn sagð­ist hins vegar ekki ætla að greiða styrk­ina til baka líkt og Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn ákvað að gera.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fær lang­hæstu fram­lögin

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn væri sá stjórn­­­mála­­flokkur á Íslandi sem fengi lang­hæstu fram­lögin frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­um. Alls fékk flokk­­ur­inn 49,5 millj­­ónir króna í slík fram­lög á síð­­asta ári en það er meira en fimm flokkar sem sæti eiga á þingi, og Rík­­is­end­­ur­­skoðun hefur lokið yfir­­­ferð á árs­­reikn­ingi hjá, fengu sam­an­lagt á árinu 2019.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins, hefur alla tíð verið dug­­leg­astur við að safna fram­lögum frá fólki og fyr­ir­tækj­­um. Árið 2018 námu slík fram­lög til að mynda 71,4 milljón krónum og ári áður, 2017, voru þau tæp­­lega 60 millj­­ónir króna. Þau lækka því umtals­vert milli ára.

Þá námu styrkir lög­­að­ila og ein­stak­l­inga ásamt félags­­­gjöldum hjá Fram­­sókn­­ar­­flokki, Sam­­fylk­ingu, Vinstri græn­um, Við­reisn og Mið­­flokknum sam­an­lagt um 44,7 millj­­ónum króna á síð­asta ári. Rík­is­end­ur­skoðun hefur enn ekki birt árs­­reikn­ingi Pírata og Flokks fólks­ins.

Fram­lög lög­­að­ila og ein­stak­l­inga til allra flokka hafa dreg­ist veru­­lega saman eftir að stjórn­­­mála­­flokk­­arnir ákváðu að hækka fram­lög til sín úr rík­­is­­sjóði um 127 pró­­sent í lok árs 2017. Sú ákvörðun full­­trúa allra flokka á þingi nema Pírata og Flokks fólks­ins hækk­­aði fram­lög úr rík­­is­­sjóði vegna árs­ins 2018 úr 286 í 648 millj­­ónir króna. Í fyrra fengu flokk­­arnir átta svo 744 millj­­ónir króna og árin 2020 og 2021 verður fram­lagið um 728 millj­­ónir króna á hvoru ári fyrir sig. Sam­tals munu þeir átta flokkar sem eiga sæti á þingi því fá rúm­­lega 2,8 millj­­arða króna í fram­lög úr rík­­is­­sjóði á kjör­­tíma­bil­inu. Við þá upp­­hæð bæt­­ast fram­lög frá sveit­­ar­­fé­lögum og bein fram­lög frá Alþing­i.

Vert er að hafa í huga að kosn­­ingar voru þrjú ár í röð: 2016, 2017 og 2018. Tví­­­vegis var kosið til þings og einu sinni til sveit­­ar­­stjórna. Á kosn­­inga­árum má búast við að fram­lög frá lög­­að­ilum og ein­stak­l­ingum séu hærri en ella.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent