Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn ekki endurgreitt styrki eins og til stóð

Styrkir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að endurgreiða fyrir árið 2018 hafa ekki enn verið greiddir. Kjarninn fékk sama svar frá framkvæmdastjóra flokksins nú og fyrir ári síðan.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Áform Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins um að ljúka end­­­ur­greiðslu styrkja, sem hann fékk í lok árs 2006 frá FL Group og Lands­­­banka Íslands, hafa enn ekki gengið eft­­ir. Þetta kemur fram í svari Þórðar Þór­­­ar­ins­­­son­­­ar, fram­­­kvæmda­­­stjóra Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, við fyr­ir­­­spurn Kjarn­ans. Sam­tals námu styrkirnir 56 millj­­­ónum króna.

Í svar­inu segir að stjórn­mála­flokkar hefðu hlotið háa styrki frá fyr­ir­tækjum árið 2006 en að þeir hefðu verið í sam­ræmi við þágild­andi lög. Styrkirnir hefðu verið gagn­rýndir í opin­berri umræðu og ákvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn einn flokka að end­ur­greiða styrki sem hann hlaut árið 2006.

„Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt af rekstr­arfé sínu. Áform voru uppi um að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018. Það gekk því miður ekki eft­ir. Ástæðan fyrir því er m.a. að kosn­ingar hafa verið tíð­ari en ráð var fyrir gert, en þær eru lang­sam­lega fjár­frek­ustu útgjalda­liðir stjórn­mála­flokka. End­ur­skoðuð áætlun gerir ráð fyrir að end­ur­greiðslum ljúki á næstu miss­erum,“ segir í svari fram­kvæmda­stjór­ans en svarið er hið sama og fyrir ári þegar Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum um það hvort flokk­ur­inn væri búinn að end­ur­greiða styrk­ina.

Auglýsing

38 millj­ónir stóðu eftir árið 2013

Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­­­ónum króna, eins og áður seg­ir. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­­­son, þá nýkjör­inn for­­­maður flokks­ins, að styrkirnir yrðu end­­­ur­greidd­­­ir.

Á lands­fundi flokks­ins 2013 kom fram í máli Jón­­­mundar Guð­mar­s­­­son, þáver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóra Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, að flokk­­­ur­inn hefði þegar end­­­ur­greitt um 18 millj­­­ónir króna. Sam­­­kvæmt því stóðu þá 38 millj­­­ónir króna eftir árið 2013.

Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokk­­­­ur­inn ákvað einn flokka að end­­­­ur­greiða háa styrki sem hann fékk fyrir hrun. Sam­­­fylk­ingin fékk einnig styrki upp á rúmar 36 millj­­­ónir króna árið 2006 frá Kaup­­­þingi, FL Group, Glitni, Lands­­­banka Íslands og Baugi. Flokk­­­ur­inn sagð­ist hins vegar ekki ætla að greiða styrk­ina til baka líkt og Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn ákvað að gera.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fær lang­hæstu fram­lögin

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn væri sá stjórn­­­mála­­flokkur á Íslandi sem fengi lang­hæstu fram­lögin frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­l­ing­­um. Alls fékk flokk­­ur­inn 49,5 millj­­ónir króna í slík fram­lög á síð­­asta ári en það er meira en fimm flokkar sem sæti eiga á þingi, og Rík­­is­end­­ur­­skoðun hefur lokið yfir­­­ferð á árs­­reikn­ingi hjá, fengu sam­an­lagt á árinu 2019.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins, hefur alla tíð verið dug­­leg­astur við að safna fram­lögum frá fólki og fyr­ir­tækj­­um. Árið 2018 námu slík fram­lög til að mynda 71,4 milljón krónum og ári áður, 2017, voru þau tæp­­lega 60 millj­­ónir króna. Þau lækka því umtals­vert milli ára.

Þá námu styrkir lög­­að­ila og ein­stak­l­inga ásamt félags­­­gjöldum hjá Fram­­sókn­­ar­­flokki, Sam­­fylk­ingu, Vinstri græn­um, Við­reisn og Mið­­flokknum sam­an­lagt um 44,7 millj­­ónum króna á síð­asta ári. Rík­is­end­ur­skoðun hefur enn ekki birt árs­­reikn­ingi Pírata og Flokks fólks­ins.

Fram­lög lög­­að­ila og ein­stak­l­inga til allra flokka hafa dreg­ist veru­­lega saman eftir að stjórn­­­mála­­flokk­­arnir ákváðu að hækka fram­lög til sín úr rík­­is­­sjóði um 127 pró­­sent í lok árs 2017. Sú ákvörðun full­­trúa allra flokka á þingi nema Pírata og Flokks fólks­ins hækk­­aði fram­lög úr rík­­is­­sjóði vegna árs­ins 2018 úr 286 í 648 millj­­ónir króna. Í fyrra fengu flokk­­arnir átta svo 744 millj­­ónir króna og árin 2020 og 2021 verður fram­lagið um 728 millj­­ónir króna á hvoru ári fyrir sig. Sam­tals munu þeir átta flokkar sem eiga sæti á þingi því fá rúm­­lega 2,8 millj­­arða króna í fram­lög úr rík­­is­­sjóði á kjör­­tíma­bil­inu. Við þá upp­­hæð bæt­­ast fram­lög frá sveit­­ar­­fé­lögum og bein fram­lög frá Alþing­i.

Vert er að hafa í huga að kosn­­ingar voru þrjú ár í röð: 2016, 2017 og 2018. Tví­­­vegis var kosið til þings og einu sinni til sveit­­ar­­stjórna. Á kosn­­inga­árum má búast við að fram­lög frá lög­­að­ilum og ein­stak­l­ingum séu hærri en ella.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent