Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum

Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sá stjórn­mála­flokkur á Íslandi sem fær lang­hæstu fram­lögin frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um. Alls fékk flokk­ur­inn 49,5 millj­ónir króna í slík fram­lög á síð­asta ári. 

Það er meira en fimm flokkar sem sæti eiga á þingi, og Rík­is­end­ur­skoðun hefur lokið yfir­ferð á árs­reikn­ingi hjá, fengu sam­an­lagt á árinu 2019. Þá námu styrkir lög­að­ila og ein­stak­linga ásamt félags­gjöldum hjá Fram­sókn­ar­flokki, Sam­fylk­ingu, Vinstri græn­um, Við­reisn og Mið­flokknum sam­an­lagt um 44,7 millj­ónum króna. 

Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingum þeirra sex flokka sem eiga full­trúa á Alþingi sem þegar hafa verið birtir á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Stofn­unin hefur enn ekki birt árs­reikn­ingi Pírata og Flokks fólks­ins. 

Fram­lög lög­að­ila og ein­stak­linga til allra flokka hafa dreg­ist veru­lega saman eftir að stjórn­mála­flokk­arnir ákváðu að hækka fram­lög til sín úr rík­is­sjóði um 127 pró­sent í lok árs 2017. Sú ákvörðun full­trúa allra flokka á þingi nema Pírata og Flokks fólks­ins hækk­aði fram­lög úr rík­is­sjóði vegna árs­ins 2018 úr 286 í 648 millj­ónir króna. Í fyrra fengu flokk­arnir átta svo 744 millj­ónir króna og árin 2020 og 2021 verður fram­lagið um 728 millj­ónir króna á hvoru ári fyrir sig. Sam­tals munu þeir átta flokkar sem eiga sæti á þingi því fá rúm­lega 2,8 millj­arða króna í fram­lög úr rík­is­sjóði á kjör­tíma­bil­inu. Við þá upp­hæð bæt­ast fram­lög frá sveit­ar­fé­lögum og bein fram­lög frá Alþing­i. 

Vert er að hafa í huga að kosn­ingar voru þrjú ár í röð: 2016, 2017 og 2018. Tví­vegis var kosið til þings og einu sinni til sveit­ar­stjórna. Á kosn­inga­árum má búast við að fram­lög frá lög­að­ilum og ein­stak­lingum séu hærri en ella. 

Fram­lögin lækka milli ára

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti flokkur lands­ins, hefur alla tíð verið dug­leg­astur við að safna fram­lögum frá fólki og fyr­ir­tækj­um. Árið 2018 námu slík fram­lög til að mynda 71,4 milljón krónum og ári áður, 2017, voru þau tæp­lega 60 millj­ónir króna. Þau lækka því umtals­vert milli ára.

Auglýsing
Framlög fyr­ir­tækja til flokks­ins námu 13,7 millj­ónum króna í fyrra. Nokkur fyr­ir­tæki gáfu honum hámarks­fjár­hæð, sem er nú 550 þús­und krónur á ári. Flest þeirra eru félög með tengsl við sjáv­ar­út­veg. Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Hvalur hf., Síld­ar­vinnslan, Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur og Þor­björn í Grinda­vík gáfu öll Sjálf­stæð­is­flokknum hámarks­upp­hæð, 550 þús­und krón­ur. Þá gaf Gjög­ur, sem er meðal ann­ars í eigu Björg­ólfs Jóhann­es­sonar ann­ars for­stjóra Sam­herja og er á meðal stærstu eig­enda Síld­ar­vinnsl­unn­ar, flokknum 500 þús­und krónur í fyrra. Félögin Alga­líf Iceland ehf., líf­tækni­fyr­ir­tæki sem sér­hæfir sig í fram­leiðslu á örþör­ungum og lög­manns­stofan Juris gáfu flokknum líka hámark­s­tyrkja­fjár­hæð. og eign­ar­halds­fé­lagið Hólma­gil, að mestu í eigu Her­manns Guð­munds­sonar og Bjarna Ármanns­son­ar, gaf honum hálfa milljón króna. 

Vinstri græn fengu sam­tals um 9,5 millj­ónir króna í fram­lög frá ein­stak­lingum og lög­að­ilum á árinu 2019. Þar af komu um 9,2 millj­ónir króna frá ein­stak­lingum en ein­ungis 300 þús­und krónur frá þremur fyr­ir­tækj­um. Inter­net á Íslandi gaf Vinstri grænum 150 þús­und krón­ur, verk­fræði­stofan Efla gaf flokknum 100 þús­und krónur og Sam­herji Ísland ehf. gaf honum 50 þús­und krón­ur. 

Þetta er mikil breyt­ing frá fyrri árum, en 2018 gáfu lög­að­ilar og ein­stak­lingar flokknum 14,2 millj­ónir króna. Þar af komu 3,3 millj­ónir króna frá fyr­ir­tækj­um. Árið 2017 nam sú upp­hæð sem kom frá fólki og fyr­ir­tækjum alls rúm­lega 20 millj­ónum króna.

Sam­fylk­ingin fékk næst mest

Sam­fylk­ingin fékk næst hæst fram­lög frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum á árinu 2019, eða alls 16,5 millj­ónir króna. Það er mun minna en flokk­ur­inn fékk frá slíkum árin 2018 (um 27 millj­ónir króna) og 2017 (43,7 millj­ónir króna). 

­Meg­in­þorri fram­laga til flokks­ins í fyrra var frá ein­stak­ling­um, annað hvort í formi beinna fjár­fram­laga eða flokks­gjalda, eða um 15 millj­ónir króna. Fram­lög frá lög­að­ilum voru ein­ungis fimm. Mest gaf útgerð­ar­fyr­ir­tækið Brim hf., eða 550 þús­und krón­ur, og útgerð­ar­fyr­ir­tækið Þor­björn gaf 400 þús­und krón­ur. Alþýðu­hús Reykja­víkur gaf 300 þús­und krón­ur, Sig­fús­ar­sjóður 200 þús­und krónur og Deloitte ehf. 50 þús­und krón­ur.

Við­reisn fékk alls um 4,7 millj­ónir króna í fram­lög frá fólki og fyr­ir­tækjum á síð­asta ári. Ári áður fékk flokk­ur­inn 9,8 millj­ónir króna. Þetta er ansi langt frá þeim fram­lögum sem flæddu inn til Við­reisnar á fyrstu tveimur árunum eftir að flokk­ur­inn var stofn­að­ur. Árið 2016 námu fram­lögin 26,8 millj­ónum króna og árið 2017 voru þau 21,4 millj­ónir króna.

Fram­sókn fékk tólf sinnum meira 2018

Mið­flokk­ur­inn fékk alls 7,5 millj­ónir króna í fram­lög frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum á árinu 2019. Það er meira en flokk­ur­inn fékk á fyrsta heila starfs­ári sínu ári áður, þegar slík fram­lög voru 5,9 millj­ónir króna. Tvö útgerð­ar­fyr­ir­tæki, Síld­ar­vinnslan og Brim, gáfu Mið­flokknum hámarks­fram­lag upp á 550 þús­und krónur í fyrra og þriðja útgerð­ar­fyr­ir­tæk­ið, Þor­björn, gaf honum 400 þús­und krón­ur. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 810 þús­und krónur frá lög­að­ilum í fyrra og fram­lögin voru ein­ungis fimm. Mest gaf félagið Best Hús, í eigu Jóns Rún­ars Hall­dórs­son­ar, eða 300 þús­und krón­ur. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga og KS verk­takar gáfu sitt­hvorar 200 þús­und krón­urnar og aðrir minna. Það er mik­ill sam­dráttur frá árinu 2018 þegar fram­lög frá lög­að­ilum voru 9,5 millj­ónir króna, eða næstum tólf sinnum hærri en í fyrra. Árið 2017 voru þau 8,4 millj­ónir króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar