Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir

Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.

Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Auglýsing

Fyr­ir­huguð turn­bygg­ing í nýju Glað­heima­hverfi í Kópa­vogi verður að hámarki 15 hæð­ir, en ekki 25 hæðir eins og lagt var til í deiliskipu­lags­til­lögu sem var til umsagnar í sum­ar.  Íbúar í grennd­inni settu sig upp á móti hæð turns­ins og sögðu hann meðal ann­ars svipta þá sem búa í aust­ur­hluta hverf­is­ins kvöldsól á svöl­u­m. 

Fleiri en einn íbúi líkti turn­inum svo við „fokk­merki“, í umsögnum til skipu­lags­yf­ir­valda í bæn­um, sem féllust á að lækka turn­inn vegna athuga­semda íbúa. Sú afgreiðsla var stað­fest af bæj­ar­stjórn Kópa­vogs í lok októ­ber.

Deiliskipu­lags­til­lagan, sem Kjarn­inn fjall­aði um í lok júní, fól reyndar þegar í sér lækkun á fyr­ir­hug­aðri turn­bygg­ingu frá því deiliskipu­lagi sem tók gildi árið 2009. Þar var nefni­lega gert ráð fyrir 32 hæða turn­i. 

En íbúum í grennd­inni þótti lækk­unin ekki nógu mikil og vildu ekki sjá fram á að allt að 115 metra há bygg­ing, sú hæsta á Íslandi ef bygg­ing­ar­heim­ildin yrði full­nýtt, myndi rísa á þessum stað.

Auglýsing

„Það verður að segj­ast að hug­myndin um tröll­auk­inn turn er dap­ur­leg til­vísun til árs­ins 2007, minn­is­varði um útþanda karl­mennskuí­mynd og gildi ofrík­is, „ég á‘etta, má‘etta, vil‘etta, get‘etta“, steyttur hnefi með löngu­töng upp í loft, stærsta reð­ur­tákn sem reist hefur verið til himna hér­lend­is, tákn­mynd tíð­ar­anda sem ætti að grafa í jörð, en ekki upp­hefja að nýju,“ sagði í einni umsögn íbúa í grennd­inni.

Í umsögnum sem bár­ust vegna deiliskipu­lags­til­lög­unnar var nán­ast án und­an­tekn­inga minnst á turn­inn mikla. Gegn­um­gang­andi var það við­horf að falla ætti frá því að leyfa svona háan turn á þessum stað, svo áfram gæti orðið gott að búa á þessum stað í Kópa­vogi.

Flott skipu­lag, en skrambans turn­inn

Margir voru ánægðir með nán­ast allt í til­lög­unni um Glað­heima­hverf­ið, nema turn­inn: „Það er bara þessi skrambans 25 hæða turn sem allt ætlar að skemma og ég vil hér með koma á fram­færi mik­illi and­stöðu minn­i,“ skrif­aði til dæmis ein kona til skipu­lags­yf­ir­valda bæj­ar­ins.

Hún sagði turn­inn vera „mein“ sem ekki ætti heima í þessu hverfi, tæki sól frá mörgum íbúðum og gnæfði yfir eins og gott „fokk­merki“ til íbú­anna.

Áhyggjur af vind­strengjum

Margir lýstu yfir áhyggjum af því að vinda­samt gæti orðið við svona háa bygg­ingu og vís­uðu til þess að reynslan sýndi að oft mynd­uð­ust vind­strengir við háhýsi eins og eru á Smára­torg­inu í Kópa­vogi og við Höfða­torg í Reykja­vík.

„Við álíka turna sem byggðir hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mynd­ast miklir svipti­vind­ar, oft svo miklir að fólk stendur ekki undir sér. Litlar upp­lýs­ingar liggja fyrir um áhrif þeirra en varla verður hægt að halda fram að áhrif þeirra verði minni en þegar land liggur mun lægra,“ sagði í einni umsögn.

Skipu­lags- og bygg­ing­ar­deild bæj­ar­ins lagði til að turn­inn yrði lækk­aður um 10 hæðir sem áður seg­ir. Ráð­gerð hæð 15 metra turns er áætluð um 55 metrar sem þýðir að efsti punktur hans yrði í um 93 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, enda liggur Glað­heima­hverfið nokkuð hátt í land­inu, í óbyggðri hæð­inni austan Reykja­nes­braut­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent