Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir

Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.

Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Auglýsing

Fyr­ir­huguð turn­bygg­ing í nýju Glað­heima­hverfi í Kópa­vogi verður að hámarki 15 hæð­ir, en ekki 25 hæðir eins og lagt var til í deiliskipu­lags­til­lögu sem var til umsagnar í sum­ar.  Íbúar í grennd­inni settu sig upp á móti hæð turns­ins og sögðu hann meðal ann­ars svipta þá sem búa í aust­ur­hluta hverf­is­ins kvöldsól á svöl­u­m. 

Fleiri en einn íbúi líkti turn­inum svo við „fokk­merki“, í umsögnum til skipu­lags­yf­ir­valda í bæn­um, sem féllust á að lækka turn­inn vegna athuga­semda íbúa. Sú afgreiðsla var stað­fest af bæj­ar­stjórn Kópa­vogs í lok októ­ber.

Deiliskipu­lags­til­lagan, sem Kjarn­inn fjall­aði um í lok júní, fól reyndar þegar í sér lækkun á fyr­ir­hug­aðri turn­bygg­ingu frá því deiliskipu­lagi sem tók gildi árið 2009. Þar var nefni­lega gert ráð fyrir 32 hæða turn­i. 

En íbúum í grennd­inni þótti lækk­unin ekki nógu mikil og vildu ekki sjá fram á að allt að 115 metra há bygg­ing, sú hæsta á Íslandi ef bygg­ing­ar­heim­ildin yrði full­nýtt, myndi rísa á þessum stað.

Auglýsing

„Það verður að segj­ast að hug­myndin um tröll­auk­inn turn er dap­ur­leg til­vísun til árs­ins 2007, minn­is­varði um útþanda karl­mennskuí­mynd og gildi ofrík­is, „ég á‘etta, má‘etta, vil‘etta, get‘etta“, steyttur hnefi með löngu­töng upp í loft, stærsta reð­ur­tákn sem reist hefur verið til himna hér­lend­is, tákn­mynd tíð­ar­anda sem ætti að grafa í jörð, en ekki upp­hefja að nýju,“ sagði í einni umsögn íbúa í grennd­inni.

Í umsögnum sem bár­ust vegna deiliskipu­lags­til­lög­unnar var nán­ast án und­an­tekn­inga minnst á turn­inn mikla. Gegn­um­gang­andi var það við­horf að falla ætti frá því að leyfa svona háan turn á þessum stað, svo áfram gæti orðið gott að búa á þessum stað í Kópa­vogi.

Flott skipu­lag, en skrambans turn­inn

Margir voru ánægðir með nán­ast allt í til­lög­unni um Glað­heima­hverf­ið, nema turn­inn: „Það er bara þessi skrambans 25 hæða turn sem allt ætlar að skemma og ég vil hér með koma á fram­færi mik­illi and­stöðu minn­i,“ skrif­aði til dæmis ein kona til skipu­lags­yf­ir­valda bæj­ar­ins.

Hún sagði turn­inn vera „mein“ sem ekki ætti heima í þessu hverfi, tæki sól frá mörgum íbúðum og gnæfði yfir eins og gott „fokk­merki“ til íbú­anna.

Áhyggjur af vind­strengjum

Margir lýstu yfir áhyggjum af því að vinda­samt gæti orðið við svona háa bygg­ingu og vís­uðu til þess að reynslan sýndi að oft mynd­uð­ust vind­strengir við háhýsi eins og eru á Smára­torg­inu í Kópa­vogi og við Höfða­torg í Reykja­vík.

„Við álíka turna sem byggðir hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mynd­ast miklir svipti­vind­ar, oft svo miklir að fólk stendur ekki undir sér. Litlar upp­lýs­ingar liggja fyrir um áhrif þeirra en varla verður hægt að halda fram að áhrif þeirra verði minni en þegar land liggur mun lægra,“ sagði í einni umsögn.

Skipu­lags- og bygg­ing­ar­deild bæj­ar­ins lagði til að turn­inn yrði lækk­aður um 10 hæðir sem áður seg­ir. Ráð­gerð hæð 15 metra turns er áætluð um 55 metrar sem þýðir að efsti punktur hans yrði í um 93 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, enda liggur Glað­heima­hverfið nokkuð hátt í land­inu, í óbyggðri hæð­inni austan Reykja­nes­braut­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent