Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir

Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.

Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Auglýsing

Fyr­ir­huguð turn­bygg­ing í nýju Glað­heima­hverfi í Kópa­vogi verður að hámarki 15 hæð­ir, en ekki 25 hæðir eins og lagt var til í deiliskipu­lags­til­lögu sem var til umsagnar í sum­ar.  Íbúar í grennd­inni settu sig upp á móti hæð turns­ins og sögðu hann meðal ann­ars svipta þá sem búa í aust­ur­hluta hverf­is­ins kvöldsól á svöl­u­m. 

Fleiri en einn íbúi líkti turn­inum svo við „fokk­merki“, í umsögnum til skipu­lags­yf­ir­valda í bæn­um, sem féllust á að lækka turn­inn vegna athuga­semda íbúa. Sú afgreiðsla var stað­fest af bæj­ar­stjórn Kópa­vogs í lok októ­ber.

Deiliskipu­lags­til­lagan, sem Kjarn­inn fjall­aði um í lok júní, fól reyndar þegar í sér lækkun á fyr­ir­hug­aðri turn­bygg­ingu frá því deiliskipu­lagi sem tók gildi árið 2009. Þar var nefni­lega gert ráð fyrir 32 hæða turn­i. 

En íbúum í grennd­inni þótti lækk­unin ekki nógu mikil og vildu ekki sjá fram á að allt að 115 metra há bygg­ing, sú hæsta á Íslandi ef bygg­ing­ar­heim­ildin yrði full­nýtt, myndi rísa á þessum stað.

Auglýsing

„Það verður að segj­ast að hug­myndin um tröll­auk­inn turn er dap­ur­leg til­vísun til árs­ins 2007, minn­is­varði um útþanda karl­mennskuí­mynd og gildi ofrík­is, „ég á‘etta, má‘etta, vil‘etta, get‘etta“, steyttur hnefi með löngu­töng upp í loft, stærsta reð­ur­tákn sem reist hefur verið til himna hér­lend­is, tákn­mynd tíð­ar­anda sem ætti að grafa í jörð, en ekki upp­hefja að nýju,“ sagði í einni umsögn íbúa í grennd­inni.

Í umsögnum sem bár­ust vegna deiliskipu­lags­til­lög­unnar var nán­ast án und­an­tekn­inga minnst á turn­inn mikla. Gegn­um­gang­andi var það við­horf að falla ætti frá því að leyfa svona háan turn á þessum stað, svo áfram gæti orðið gott að búa á þessum stað í Kópa­vogi.

Flott skipu­lag, en skrambans turn­inn

Margir voru ánægðir með nán­ast allt í til­lög­unni um Glað­heima­hverf­ið, nema turn­inn: „Það er bara þessi skrambans 25 hæða turn sem allt ætlar að skemma og ég vil hér með koma á fram­færi mik­illi and­stöðu minn­i,“ skrif­aði til dæmis ein kona til skipu­lags­yf­ir­valda bæj­ar­ins.

Hún sagði turn­inn vera „mein“ sem ekki ætti heima í þessu hverfi, tæki sól frá mörgum íbúðum og gnæfði yfir eins og gott „fokk­merki“ til íbú­anna.

Áhyggjur af vind­strengjum

Margir lýstu yfir áhyggjum af því að vinda­samt gæti orðið við svona háa bygg­ingu og vís­uðu til þess að reynslan sýndi að oft mynd­uð­ust vind­strengir við háhýsi eins og eru á Smára­torg­inu í Kópa­vogi og við Höfða­torg í Reykja­vík.

„Við álíka turna sem byggðir hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa mynd­ast miklir svipti­vind­ar, oft svo miklir að fólk stendur ekki undir sér. Litlar upp­lýs­ingar liggja fyrir um áhrif þeirra en varla verður hægt að halda fram að áhrif þeirra verði minni en þegar land liggur mun lægra,“ sagði í einni umsögn.

Skipu­lags- og bygg­ing­ar­deild bæj­ar­ins lagði til að turn­inn yrði lækk­aður um 10 hæðir sem áður seg­ir. Ráð­gerð hæð 15 metra turns er áætluð um 55 metrar sem þýðir að efsti punktur hans yrði í um 93 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, enda liggur Glað­heima­hverfið nokkuð hátt í land­inu, í óbyggðri hæð­inni austan Reykja­nes­braut­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent