Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir

Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.

Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Auglýsing

Fyrirhuguð turnbygging í nýju Glaðheimahverfi í Kópavogi verður að hámarki 15 hæðir, en ekki 25 hæðir eins og lagt var til í deiliskipulagstillögu sem var til umsagnar í sumar.  Íbúar í grenndinni settu sig upp á móti hæð turnsins og sögðu hann meðal annars svipta þá sem búa í austurhluta hverfisins kvöldsól á svölum. 

Fleiri en einn íbúi líkti turninum svo við „fokkmerki“, í umsögnum til skipulagsyfirvalda í bænum, sem féllust á að lækka turninn vegna athugasemda íbúa. Sú afgreiðsla var staðfest af bæjarstjórn Kópavogs í lok október.

Deiliskipulagstillagan, sem Kjarninn fjallaði um í lok júní, fól reyndar þegar í sér lækkun á fyrirhugaðri turnbyggingu frá því deiliskipulagi sem tók gildi árið 2009. Þar var nefnilega gert ráð fyrir 32 hæða turni. 

En íbúum í grenndinni þótti lækkunin ekki nógu mikil og vildu ekki sjá fram á að allt að 115 metra há bygging, sú hæsta á Íslandi ef byggingarheimildin yrði fullnýtt, myndi rísa á þessum stað.

Auglýsing

„Það verður að segjast að hugmyndin um tröllaukinn turn er dapurleg tilvísun til ársins 2007, minnisvarði um útþanda karlmennskuímynd og gildi ofríkis, „ég á‘etta, má‘etta, vil‘etta, get‘etta“, steyttur hnefi með löngutöng upp í loft, stærsta reðurtákn sem reist hefur verið til himna hérlendis, táknmynd tíðaranda sem ætti að grafa í jörð, en ekki upphefja að nýju,“ sagði í einni umsögn íbúa í grenndinni.

Í umsögnum sem bárust vegna deiliskipulagstillögunnar var nánast án undantekninga minnst á turninn mikla. Gegnumgangandi var það viðhorf að falla ætti frá því að leyfa svona háan turn á þessum stað, svo áfram gæti orðið gott að búa á þessum stað í Kópavogi.

Flott skipulag, en skrambans turninn

Margir voru ánægðir með nánast allt í tillögunni um Glaðheimahverfið, nema turninn: „Það er bara þessi skrambans 25 hæða turn sem allt ætlar að skemma og ég vil hér með koma á framfæri mikilli andstöðu minni,“ skrifaði til dæmis ein kona til skipulagsyfirvalda bæjarins.

Hún sagði turninn vera „mein“ sem ekki ætti heima í þessu hverfi, tæki sól frá mörgum íbúðum og gnæfði yfir eins og gott „fokkmerki“ til íbúanna.

Áhyggjur af vindstrengjum

Margir lýstu yfir áhyggjum af því að vindasamt gæti orðið við svona háa byggingu og vísuðu til þess að reynslan sýndi að oft mynduðust vindstrengir við háhýsi eins og eru á Smáratorginu í Kópavogi og við Höfðatorg í Reykjavík.

„Við álíka turna sem byggðir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu hafa myndast miklir sviptivindar, oft svo miklir að fólk stendur ekki undir sér. Litlar upplýsingar liggja fyrir um áhrif þeirra en varla verður hægt að halda fram að áhrif þeirra verði minni en þegar land liggur mun lægra,“ sagði í einni umsögn.

Skipulags- og byggingardeild bæjarins lagði til að turninn yrði lækkaður um 10 hæðir sem áður segir. Ráðgerð hæð 15 metra turns er áætluð um 55 metrar sem þýðir að efsti punktur hans yrði í um 93 metra hæð yfir sjávarmáli, enda liggur Glaðheimahverfið nokkuð hátt í landinu, í óbyggðri hæðinni austan Reykjanesbrautar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent