Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar

Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að það væru hags­munir þjóð­ar­innar í heild að verð­mæta­sköpun úr sam­eig­in­legri auð­lind hennar yrði sem mest innan lands. Hann spurði Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hvort hann væri reiðu­bú­inn að beita ein­hvers konar hvötum til þess að auka fisk­vinnslu hér á landi og draga úr útflutn­ingi á óunnum fiski. Ráð­herr­ann sagð­ist vera opinn fyrir hug­mynd­um.

„Í efna­hags­legum nið­ur­sveiflum er mik­il­vægt að huga að grunnatvinnu­vegum þjóð­ar­innar og sjáv­ar­út­veg­ur­inn er einn af grunnatvinnu­veg­unum og skiptir okkur veru­legu máli. Ekki síst núna þegar stærsta atvinnu­grein­in, ferða­þjón­ust­an, hrundi nán­ast á einni nóttu. Atvinnu­leysi er í hæstu hæðum eins og við þekkjum og á enn eftir að hækka.

Í Reykja­nesbæ er það komið í 22 pró­sent. Staðan í atvinnu­málum er alvar­leg. En hvað getum við gert til­tölu­lega hratt til að bæta ástand­ið? Ég tel að sjáv­ar­út­veg­ur­inn skipti þar miklu máli. Margar fisk­vinnslur hafa þar ekki úr nægu hrá­efni að spila og á íslenskum fisk­mörk­uðum er ekki nægi­legt fram­boð af hrá­efni og eiga fisk­vinnslur sem ekki eru í útgerð í basli með að halda uppi vinnu við vinnslu,“ sagði Birg­ir.

Auglýsing

Á sama tíma væri flutt úr landi umtals­vert magn af óunnum fiski sem vel væri hægt að vinna hér á landi. Aukn­ingin frá því í fyrra hefði verið 22 pró­sent og stefndi í að það yrði flutt út um 60.000 tonn af óunnum fiski á þessu ári.

„Ef við myndum vinna þennan afla hér heima nema verð­mætin allt að 10 millj­örðum króna og ný störf gætu verið allt að 1.000. Árið 2014 voru flutt út 23.000 tonn. Þá voru hömlur á útflutn­ingi sem síðar voru afnumdar og eftir það hefur orðið stöðug aukn­ing á útflutn­ingi á óunnum afla.“

Hann sagði að Íslend­ingar yrðu að nýta öll úrræði sem til eru til að halda uppi atvinnu í land­inu. „At­vinnu­leysi er sam­fé­lags­leg mein­semd sem kostar rík­is­sjóð háar fjár­hæð­ir.“ Hann spurði hvort ráð­herra væri reiðu­bú­inn að beita ein­hvers konar hvötum til þess að auka fisk­vinnslu hér á landi og draga úr útflutn­ingi á óunnum fiski.

Sjálf­sagt mál að ræða hug­myndir

Krist­ján Þór svar­aði og sagði að sjón­ar­mið sem heyr­ast í þess­ari umræðu ættu allan rétt á sér. „Við höfum hins vegar langa hefð fyrir því hér á landi að afla okkur tekna með því að fá sem hæst verð fyrir sjáv­ar­af­urðir hverju sinni. Og við þekkjum það bara í gegnum tíð­ina að sigl­ingar með fisk hafa verið mjög miklar á erlenda mark­aði. Ég þekki það sjálfur af eigin reynslu frá því ég var til sjós og ég held að þetta sé bara í öðru formi núna.

Það kann vel að vera að mönnum bregði við þegar þetta tekur kippi eins og þetta virð­ist vera að gera núna um þessar mundir og þá er sjálf­sagt mál að ræða mögu­legar leiðir til þess að auka við þá vinnslu sem hér á sér stað innan okkar vébanda rík­is­ins. Við sjáum það hins vegar vel að hvernig sjáv­ar­út­veg­ur­inn og fisk­vinnslan hefur svarað þessu. Hún hefur svarað þessu með auk­inni tækni­væð­ingu. Auk­inni þekk­ingu, betri tækni­getu og sótt fram á erlendum mörk­uðum á þeim grunn­i,“ sagði ráð­herr­ann.

Hann sagði það vera flókið að reisa skorður við þessu og kall­aði eftir því ef Birgir hefði hug­myndir í þá veru hvernig það yrði gert þá væri sjálf­sagt mál að taka það til skoð­un­ar. „En ég legg áherslu á það að und­ir­liggur sömu­leiðis að sjó­menn gera kröfur um að fá sem hæst verð fyrir afl­ann og ef við ætlum að hygla einum hópi umfram annan þá verðum við að vera til­búin í þá umræðu sömu­leið­is. En ég lýsi mig reiðu­bú­inn til þess að ræða hvaða hug­myndir sem er til þess að auka og styðja við frek­ari full­vinnslu afla hér á Íslandi, tví­mæla­laust.“

Póli­tískur ótti hjá Sjálf­stæð­is­flokknum

Birgir kom aftur í pontu og sagði að ekki væri nóg að ræða hlut­ina, það yrði einnig að fram­kvæma. „Þessi útflutn­ingur er orð­inn allt of mik­ill, ég held að það séu allir sam­mála um það.“

Hann spurði enn fremur hvort ráð­herr­ann gæti hugsað sér að breyta afla­reglu tíma­bundið í helstu teg­undum nytja­stofna meðan slæmt atvinnu­á­stand varði og auka þannig vinnslu og veiðar sem myndi skila sér í auk­inni atvinnu og auknum tekjum þjóð­ar­bús­ins.

„Að lokum vil ég segja það, herra for­seti, að það eru hags­munir þjóð­ar­innar í heild að verð­mæta­sköpun úr sam­eig­in­legri auð­lind hennar verði sem mest innan lands. Það er póli­tísk ákvörðun að sem mestur afli sé unn­inn hér heima – en það er póli­tískur ótti hjá Sjálf­stæð­is­flokknum að taka þá ákvörðun og virð­ist það ganga framar hags­munum þjóð­ar­inn­ar. Við getum ekki treyst því að hagn­að­ar­drifin fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi muni gera það sem er best fyrir þjóð­ina. Það er hlut­verk stjórn­mála­manna að verja störfin innan lands á erf­iðum tímum og þeir verða að hafa kjark til þess.“

„Þessi umræða skilar okkur ekki neinu“

Krist­ján svar­aði í annað sinn og sagði að hann hefði í fyrri ræðu kallað eftir hug­myndum frá þing­mann­inum hvernig ætti að auka við afla hér innan lands. „En það kom ekki ein ein­asta hug­mynd. Það sem kom fram hjá hátt­virtum þing­manni var það að saka póli­tískan and­stæð­ing um kjark­leysi. Það eru frasarnir sem við þekkjum þegar menn eru komnir í algjört mál­efna­legt þrot. Þá er hjólað mann­inn með þeim hætti sem hátt­virtur þing­maður gerir hér. Þessi umræða skilar okkur ekki neinu. Kallið eftir til­lögum að lausnum og við skulum ræða það hvar og hvenær sem er.

Þegar hér er full­yrt að hér sé allt of mikið flutt út af íslenskum fiski, hvert á þá markið að vera? Mér þætti vænt um að heyra það vegna þess að ég veit það að til dæmis í strand­veiðum í sumar þá þökk­uðu menn fyrir þennan mögu­leika að geta selt afl­ann á sem hæstu verð­i,“ sagði Krist­ján Þór.

„Varð­andi afla­regl­una þá bið ég hátt­virtan þing­mann að hafa það í huga að það er for­sendan fyrir því hvernig við getum verð­lagt íslenskar sjáv­ar­af­urðir á erlendum mörk­uðum að við höfum vott­anir á þeim afla sem við drögum úr sjó og eitt að því er að við vinnum á grund­velli sjálf­bærrar nýt­ingar og ráð­gjafar vís­inda­manna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent