Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin

Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.

Á baðströnd í Hong Kong.
Á baðströnd í Hong Kong.
Auglýsing

Þrátt fyrir varn­að­ar­orð banda­rísku sótt­varna­stofn­un­ar­innar hafa millj­ónir manna lagt land undir fót síð­ustu daga í til­efni þakk­ar­gjörð­ar­há­tíð­ar­inn­ar. Og það á meðan smitum er enn að fjölga dag frá degi. En Banda­ríkin eru ekki sér á báti. Evr­ópu­ríki hafa glímt við sama vanda síð­ustu vikur og nú hafa lönd í Aust­ur-Asíu, sem hrósað hefur verið fyrir fádæma­lausan árangur í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna, einnig bæst í þennan hóp. 

Í Jap­an, Suð­ur­-Kóreu og Hong Kong hafa tak­mark­anir á ferðum fólks verið inn­leiddar að nýju eftir að smitum tók að fjölda hratt á ný. Skýr­ing­arnar á bakslag­inu eru marg­ar. Almenn­ingur er orð­inn lang­þreyttur á ástand­inu og er far­inn að upp­lifa hina umtöl­uðu far­sótt­ar­þreytu og hættur að fara eftir ströng­ustu sótt­vörn­um. Þá fer pirr­ingur í garð stjórn- og yfir­valda einnig vax­andi. Ekki má svo gleyma kald­ara veðri – sem eru kjörað­stæður fyrir hina skæðu veiru að grass­era.Stjórn­völd í Japan ákváðu að fara „ís­lensku leið­ina“ og hvetja lands­menn til að ferð­ast inn­an­lands og fara út að borða. Allt átti þetta að ýta vel við hag­kerf­inu en sner­ist upp í and­hverfu sína og varð olía á eld þriðju bylgju far­ald­urs­ins. Sú bylgja stendur enn yfir og í henni hefur hvert smit­fjölda­metið verið slegið á fætur öðru.

AuglýsingÍ vik­unni ákváðu borg­ar­yf­ir­völd í Seúl í Suð­ur­-Kóreu að loka börum og næt­ur­klúbb­um. Þá voru fjölda­tak­mark­anir settar á veit­inga­stöð­um. Aflétt­ing fyrri aðgerða hafði verið skamm­góður vermir og leitt að lokum til mik­illar fjölg­unar í smit­um.­Sama leið var farin í Hong Kong í vik­unni. Engir barir og næt­ur­klúbbar eru opn­ir. Í síð­ustu viku var búið að ákveða að fresta fram­kvæmd ferða­banda­lags við Singapúr, banda­lags sem átti að tryggja frjáls og örugg ferða­lög fólks milli svæð­anna tveggja. Þessa til­rauna­verk­efnis hafði verið beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu og átti að vera upp­hafið að sótt­kví­ar­lausum ferða­lögum milli landa í Asíu. En áður en verk­efn­inu var ýtt úr vör hafði kór­ónu­veiran náð að skjóta aftur upp sínum smit­andi kolli í Hong Kong.   Þó að lönd í Aust­ur-Asíu séu að glíma við veiruna í auknum mæli er bar­áttan þar ekki nándar nærri eins erfið og víða í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. Dag­lega eru nú að grein­ast um 2.000 til­felli í Japan á dag, um 300 í Suð­ur­-Kóreu og á mánu­dag greindust 73 með kór­ónu­veiruna í Hong Kong. Til sam­an­burðar þá eru um 150 þús­und manns að grein­ast í Banda­ríkj­unum á hverjum degi um þessar mund­ir.Yfir­völd í Japan ætla ekki að bíða eftir því að far­ald­ur­inn fari úr bönd­un­um. Þau hafa sér­stakar áhyggjur þar sem hlut­fall aldr­aðra er hærra þar í landi en víða ann­ars stað­ar. Þá ótt­ast þau að vetr­ar­kuldi verði til þess að veiran kom­ist frekar á flug milli fólks.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent