Gert ráð fyrir allt að 115 metra háum turni í nýju hverfi í Kópavogi

Breytt deiliskipulag fyrir Glaðheimahverfið í Kópavogi gerir ráð fyrir því að allt að 115 metra hár turn rísi austan Reykjanesbrautar. Núgildandi skipulag sem er frá 2009 gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Húsið yrði langhæsta bygging landsins.

Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær hefur sett í kynn­ingu breyt­ingar á deiliskipu­lagi fyrir vest­ari hluta Glað­heima­hverf­is, sem er hverfi sem er í upp­bygg­ingu austan Reykja­nes­braut­ar, á milli Smára- og Linda­hverfa. Í nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir allt 115 metra háum turni sem myndi gnæfa yfir nær­liggj­andi byggð og láta turn­inn á Smára­torgi, sem er í dag hæsta bygg­ing lands­ins, virka lít­inn í sam­an­burði.

Sá turn er 77,6 metra hár og 20 hæð­ir, en turn­inn í Glað­heima­hverf­inu, sem mun standa tölu­vert hærra í lands­lag­inu, á sam­kvæmt skipu­lag­inu að verða 25 hæðir og allt að 114,9 metr­ar. Það er þó tölu­vert lægri turn en áætlað var að byggja í upp­hafi, en í núgild­andi skipu­lagi hverf­is­ins sem er frá 2009, er ráð­gert að byggja 32 hæða turn undir atvinnu­starf­semi og þjón­ust­u. 

Hér má sjá turninn á Smáratorgi í baksýn. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar

Auglýsing

Turn­inn verður að sjálf­sögðu lang­hæsta húsið í Glað­heima­hverf­inu, sem þó verður háreist, en áætlað er að íbúð­ar­hús­næði í hverf­inu verði á bil­inu 5-12 hæð­ir, en að atvinnu­hús­næði verði að mestu á 3-5 hæð­um. Fyrir utan auð­vitað turn­inn háa, sem mun sam­kvæmt skipu­lag­inu standa nyrst á upp­bygg­ing­ar­svæð­inu, næst Bæj­ar­lind og alveg upp við Reykja­nes­braut­ina.

Hugmynd um það hvernig turninn gæti litið út í borgarlandslaginu, sé úr norðaustri. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Íbúa­byggð bætt við í nýju skipu­lagi

Alls er áætlað að um 730 manns muni búa innan svæð­is­ins í fram­tíð­inni í 270 íbúð­um, en ekki er gert ráð fyrir íbúa­byggð í núgild­andi skipu­lagi, heldur ein­ungis atvinnu­hús­næði. Heild­ar­bygg­inga­magn á svæð­inu verður sam­kvæmt nýja skipu­lag­inu um 132.000 fer­metr­ar, en þar af er ráð­gert að um 40.000 fer­metrar verði í nið­ur­gröfnum bíla­kjöll­ur­um.

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs sam­þykkti að setja deiliskipu­lagið í kynn­ingu á fundi sínum 9. júní síð­ast­lið­inn, en áður hafi bæj­ar­ráð fjallað um málið 7. maí og skipu­lags­ráð bæj­ar­ins tekið skipu­lag hverf­is­ins fyrir þann 4. maí. Frestur til þess að gera athuga­semdir við skipu­lagið rennur út 19. ágúst.

Verk­fræði­stofan Mann­vit vann minn­is­blað þar sem umhverf­is­á­hrif af upp­bygg­ing­unni voru met­in, meðal ann­ars með hlið­sjón af skugga­varpi frá fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu. Þau áhrif voru metin nei­kvæð, en óveru­leg, en sam­kvæmt myndum sem Mann­vit dró upp af ætl­uðu skugga­varp mun skuggi frá turn­inum leggj­ast yfir allar akreinar Reykja­nes­brautar um hádeg­is­bil í mars­mán­uði.

Sam­kvæmt nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir því að atvinnu­hús­næðið standi nær Reykja­nes­braut­inni, en að ofar í hæð­inni nær Linda­hverfi verði íbúa­byggð og grænn bæj­ar­garð­ur, auk leik­skóla. 

Nánar má kynna sér fyr­ir­hug­aðar deiliskipu­lags­breyt­ingar á vef Kópa­vogs­bæj­ar.

Gert er ráð fyrir grænu svæði í hverfinu og leikskóla í miðju þess. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent