Gert ráð fyrir allt að 115 metra háum turni í nýju hverfi í Kópavogi

Breytt deiliskipulag fyrir Glaðheimahverfið í Kópavogi gerir ráð fyrir því að allt að 115 metra hár turn rísi austan Reykjanesbrautar. Núgildandi skipulag sem er frá 2009 gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Húsið yrði langhæsta bygging landsins.

Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Auglýsing

Kópavogsbær hefur sett í kynningu breytingar á deiliskipulagi fyrir vestari hluta Glaðheimahverfis, sem er hverfi sem er í uppbyggingu austan Reykjanesbrautar, á milli Smára- og Lindahverfa. Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir allt 115 metra háum turni sem myndi gnæfa yfir nærliggjandi byggð og láta turninn á Smáratorgi, sem er í dag hæsta bygging landsins, virka lítinn í samanburði.

Sá turn er 77,6 metra hár og 20 hæðir, en turninn í Glaðheimahverfinu, sem mun standa töluvert hærra í landslaginu, á samkvæmt skipulaginu að verða 25 hæðir og allt að 114,9 metrar. Það er þó töluvert lægri turn en áætlað var að byggja í upphafi, en í núgildandi skipulagi hverfisins sem er frá 2009, er ráðgert að byggja 32 hæða turn undir atvinnustarfsemi og þjónustu. 

Hér má sjá turninn á Smáratorgi í baksýn. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar

Auglýsing

Turninn verður að sjálfsögðu langhæsta húsið í Glaðheimahverfinu, sem þó verður háreist, en áætlað er að íbúðarhúsnæði í hverfinu verði á bilinu 5-12 hæðir, en að atvinnuhúsnæði verði að mestu á 3-5 hæðum. Fyrir utan auðvitað turninn háa, sem mun samkvæmt skipulaginu standa nyrst á uppbyggingarsvæðinu, næst Bæjarlind og alveg upp við Reykjanesbrautina.

Hugmynd um það hvernig turninn gæti litið út í borgarlandslaginu, sé úr norðaustri. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.


Íbúabyggð bætt við í nýju skipulagi

Alls er áætlað að um 730 manns muni búa innan svæðisins í framtíðinni í 270 íbúðum, en ekki er gert ráð fyrir íbúabyggð í núgildandi skipulagi, heldur einungis atvinnuhúsnæði. Heildarbyggingamagn á svæðinu verður samkvæmt nýja skipulaginu um 132.000 fermetrar, en þar af er ráðgert að um 40.000 fermetrar verði í niðurgröfnum bílakjöllurum.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti að setja deiliskipulagið í kynningu á fundi sínum 9. júní síðastliðinn, en áður hafi bæjarráð fjallað um málið 7. maí og skipulagsráð bæjarins tekið skipulag hverfisins fyrir þann 4. maí. Frestur til þess að gera athugasemdir við skipulagið rennur út 19. ágúst.

Verkfræðistofan Mannvit vann minnisblað þar sem umhverfisáhrif af uppbyggingunni voru metin, meðal annars með hliðsjón af skuggavarpi frá fyrirhugaðri uppbyggingu. Þau áhrif voru metin neikvæð, en óveruleg, en samkvæmt myndum sem Mannvit dró upp af ætluðu skuggavarp mun skuggi frá turninum leggjast yfir allar akreinar Reykjanesbrautar um hádegisbil í marsmánuði.

Samkvæmt nýju skipulagi er gert ráð fyrir því að atvinnuhúsnæðið standi nær Reykjanesbrautinni, en að ofar í hæðinni nær Lindahverfi verði íbúabyggð og grænn bæjargarður, auk leikskóla. 

Nánar má kynna sér fyrirhugaðar deiliskipulagsbreytingar á vef Kópavogsbæjar.

Gert er ráð fyrir grænu svæði í hverfinu og leikskóla í miðju þess. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent