Gert ráð fyrir allt að 115 metra háum turni í nýju hverfi í Kópavogi

Breytt deiliskipulag fyrir Glaðheimahverfið í Kópavogi gerir ráð fyrir því að allt að 115 metra hár turn rísi austan Reykjanesbrautar. Núgildandi skipulag sem er frá 2009 gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Húsið yrði langhæsta bygging landsins.

Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær hefur sett í kynn­ingu breyt­ingar á deiliskipu­lagi fyrir vest­ari hluta Glað­heima­hverf­is, sem er hverfi sem er í upp­bygg­ingu austan Reykja­nes­braut­ar, á milli Smára- og Linda­hverfa. Í nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir allt 115 metra háum turni sem myndi gnæfa yfir nær­liggj­andi byggð og láta turn­inn á Smára­torgi, sem er í dag hæsta bygg­ing lands­ins, virka lít­inn í sam­an­burði.

Sá turn er 77,6 metra hár og 20 hæð­ir, en turn­inn í Glað­heima­hverf­inu, sem mun standa tölu­vert hærra í lands­lag­inu, á sam­kvæmt skipu­lag­inu að verða 25 hæðir og allt að 114,9 metr­ar. Það er þó tölu­vert lægri turn en áætlað var að byggja í upp­hafi, en í núgild­andi skipu­lagi hverf­is­ins sem er frá 2009, er ráð­gert að byggja 32 hæða turn undir atvinnu­starf­semi og þjón­ust­u. 

Hér má sjá turninn á Smáratorgi í baksýn. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar

Auglýsing

Turn­inn verður að sjálf­sögðu lang­hæsta húsið í Glað­heima­hverf­inu, sem þó verður háreist, en áætlað er að íbúð­ar­hús­næði í hverf­inu verði á bil­inu 5-12 hæð­ir, en að atvinnu­hús­næði verði að mestu á 3-5 hæð­um. Fyrir utan auð­vitað turn­inn háa, sem mun sam­kvæmt skipu­lag­inu standa nyrst á upp­bygg­ing­ar­svæð­inu, næst Bæj­ar­lind og alveg upp við Reykja­nes­braut­ina.

Hugmynd um það hvernig turninn gæti litið út í borgarlandslaginu, sé úr norðaustri. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Íbúa­byggð bætt við í nýju skipu­lagi

Alls er áætlað að um 730 manns muni búa innan svæð­is­ins í fram­tíð­inni í 270 íbúð­um, en ekki er gert ráð fyrir íbúa­byggð í núgild­andi skipu­lagi, heldur ein­ungis atvinnu­hús­næði. Heild­ar­bygg­inga­magn á svæð­inu verður sam­kvæmt nýja skipu­lag­inu um 132.000 fer­metr­ar, en þar af er ráð­gert að um 40.000 fer­metrar verði í nið­ur­gröfnum bíla­kjöll­ur­um.

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs sam­þykkti að setja deiliskipu­lagið í kynn­ingu á fundi sínum 9. júní síð­ast­lið­inn, en áður hafi bæj­ar­ráð fjallað um málið 7. maí og skipu­lags­ráð bæj­ar­ins tekið skipu­lag hverf­is­ins fyrir þann 4. maí. Frestur til þess að gera athuga­semdir við skipu­lagið rennur út 19. ágúst.

Verk­fræði­stofan Mann­vit vann minn­is­blað þar sem umhverf­is­á­hrif af upp­bygg­ing­unni voru met­in, meðal ann­ars með hlið­sjón af skugga­varpi frá fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu. Þau áhrif voru metin nei­kvæð, en óveru­leg, en sam­kvæmt myndum sem Mann­vit dró upp af ætl­uðu skugga­varp mun skuggi frá turn­inum leggj­ast yfir allar akreinar Reykja­nes­brautar um hádeg­is­bil í mars­mán­uði.

Sam­kvæmt nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir því að atvinnu­hús­næðið standi nær Reykja­nes­braut­inni, en að ofar í hæð­inni nær Linda­hverfi verði íbúa­byggð og grænn bæj­ar­garð­ur, auk leik­skóla. 

Nánar má kynna sér fyr­ir­hug­aðar deiliskipu­lags­breyt­ingar á vef Kópa­vogs­bæj­ar.

Gert er ráð fyrir grænu svæði í hverfinu og leikskóla í miðju þess. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent