Gert ráð fyrir allt að 115 metra háum turni í nýju hverfi í Kópavogi

Breytt deiliskipulag fyrir Glaðheimahverfið í Kópavogi gerir ráð fyrir því að allt að 115 metra hár turn rísi austan Reykjanesbrautar. Núgildandi skipulag sem er frá 2009 gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Húsið yrði langhæsta bygging landsins.

Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær hefur sett í kynn­ingu breyt­ingar á deiliskipu­lagi fyrir vest­ari hluta Glað­heima­hverf­is, sem er hverfi sem er í upp­bygg­ingu austan Reykja­nes­braut­ar, á milli Smára- og Linda­hverfa. Í nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir allt 115 metra háum turni sem myndi gnæfa yfir nær­liggj­andi byggð og láta turn­inn á Smára­torgi, sem er í dag hæsta bygg­ing lands­ins, virka lít­inn í sam­an­burði.

Sá turn er 77,6 metra hár og 20 hæð­ir, en turn­inn í Glað­heima­hverf­inu, sem mun standa tölu­vert hærra í lands­lag­inu, á sam­kvæmt skipu­lag­inu að verða 25 hæðir og allt að 114,9 metr­ar. Það er þó tölu­vert lægri turn en áætlað var að byggja í upp­hafi, en í núgild­andi skipu­lagi hverf­is­ins sem er frá 2009, er ráð­gert að byggja 32 hæða turn undir atvinnu­starf­semi og þjón­ust­u. 

Hér má sjá turninn á Smáratorgi í baksýn. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar

Auglýsing

Turn­inn verður að sjálf­sögðu lang­hæsta húsið í Glað­heima­hverf­inu, sem þó verður háreist, en áætlað er að íbúð­ar­hús­næði í hverf­inu verði á bil­inu 5-12 hæð­ir, en að atvinnu­hús­næði verði að mestu á 3-5 hæð­um. Fyrir utan auð­vitað turn­inn háa, sem mun sam­kvæmt skipu­lag­inu standa nyrst á upp­bygg­ing­ar­svæð­inu, næst Bæj­ar­lind og alveg upp við Reykja­nes­braut­ina.

Hugmynd um það hvernig turninn gæti litið út í borgarlandslaginu, sé úr norðaustri. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Íbúa­byggð bætt við í nýju skipu­lagi

Alls er áætlað að um 730 manns muni búa innan svæð­is­ins í fram­tíð­inni í 270 íbúð­um, en ekki er gert ráð fyrir íbúa­byggð í núgild­andi skipu­lagi, heldur ein­ungis atvinnu­hús­næði. Heild­ar­bygg­inga­magn á svæð­inu verður sam­kvæmt nýja skipu­lag­inu um 132.000 fer­metr­ar, en þar af er ráð­gert að um 40.000 fer­metrar verði í nið­ur­gröfnum bíla­kjöll­ur­um.

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs sam­þykkti að setja deiliskipu­lagið í kynn­ingu á fundi sínum 9. júní síð­ast­lið­inn, en áður hafi bæj­ar­ráð fjallað um málið 7. maí og skipu­lags­ráð bæj­ar­ins tekið skipu­lag hverf­is­ins fyrir þann 4. maí. Frestur til þess að gera athuga­semdir við skipu­lagið rennur út 19. ágúst.

Verk­fræði­stofan Mann­vit vann minn­is­blað þar sem umhverf­is­á­hrif af upp­bygg­ing­unni voru met­in, meðal ann­ars með hlið­sjón af skugga­varpi frá fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu. Þau áhrif voru metin nei­kvæð, en óveru­leg, en sam­kvæmt myndum sem Mann­vit dró upp af ætl­uðu skugga­varp mun skuggi frá turn­inum leggj­ast yfir allar akreinar Reykja­nes­brautar um hádeg­is­bil í mars­mán­uði.

Sam­kvæmt nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir því að atvinnu­hús­næðið standi nær Reykja­nes­braut­inni, en að ofar í hæð­inni nær Linda­hverfi verði íbúa­byggð og grænn bæj­ar­garð­ur, auk leik­skóla. 

Nánar má kynna sér fyr­ir­hug­aðar deiliskipu­lags­breyt­ingar á vef Kópa­vogs­bæj­ar.

Gert er ráð fyrir grænu svæði í hverfinu og leikskóla í miðju þess. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent