Gert ráð fyrir allt að 115 metra háum turni í nýju hverfi í Kópavogi

Breytt deiliskipulag fyrir Glaðheimahverfið í Kópavogi gerir ráð fyrir því að allt að 115 metra hár turn rísi austan Reykjanesbrautar. Núgildandi skipulag sem er frá 2009 gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Húsið yrði langhæsta bygging landsins.

Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Gert er ráð fyrir að turninn verði 25 hæða hár, en núgildandi skipulag gerir ráð fyrir 32 hæða turni. Hér er hugmynd að því hvernig hann gæti litið út, samkvæmt deiliskipulagskynningunni.
Auglýsing

Kópa­vogs­bær hefur sett í kynn­ingu breyt­ingar á deiliskipu­lagi fyrir vest­ari hluta Glað­heima­hverf­is, sem er hverfi sem er í upp­bygg­ingu austan Reykja­nes­braut­ar, á milli Smára- og Linda­hverfa. Í nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir allt 115 metra háum turni sem myndi gnæfa yfir nær­liggj­andi byggð og láta turn­inn á Smára­torgi, sem er í dag hæsta bygg­ing lands­ins, virka lít­inn í sam­an­burði.

Sá turn er 77,6 metra hár og 20 hæð­ir, en turn­inn í Glað­heima­hverf­inu, sem mun standa tölu­vert hærra í lands­lag­inu, á sam­kvæmt skipu­lag­inu að verða 25 hæðir og allt að 114,9 metr­ar. Það er þó tölu­vert lægri turn en áætlað var að byggja í upp­hafi, en í núgild­andi skipu­lagi hverf­is­ins sem er frá 2009, er ráð­gert að byggja 32 hæða turn undir atvinnu­starf­semi og þjón­ust­u. 

Hér má sjá turninn á Smáratorgi í baksýn. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar

Auglýsing

Turn­inn verður að sjálf­sögðu lang­hæsta húsið í Glað­heima­hverf­inu, sem þó verður háreist, en áætlað er að íbúð­ar­hús­næði í hverf­inu verði á bil­inu 5-12 hæð­ir, en að atvinnu­hús­næði verði að mestu á 3-5 hæð­um. Fyrir utan auð­vitað turn­inn háa, sem mun sam­kvæmt skipu­lag­inu standa nyrst á upp­bygg­ing­ar­svæð­inu, næst Bæj­ar­lind og alveg upp við Reykja­nes­braut­ina.

Hugmynd um það hvernig turninn gæti litið út í borgarlandslaginu, sé úr norðaustri. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Íbúa­byggð bætt við í nýju skipu­lagi

Alls er áætlað að um 730 manns muni búa innan svæð­is­ins í fram­tíð­inni í 270 íbúð­um, en ekki er gert ráð fyrir íbúa­byggð í núgild­andi skipu­lagi, heldur ein­ungis atvinnu­hús­næði. Heild­ar­bygg­inga­magn á svæð­inu verður sam­kvæmt nýja skipu­lag­inu um 132.000 fer­metr­ar, en þar af er ráð­gert að um 40.000 fer­metrar verði í nið­ur­gröfnum bíla­kjöll­ur­um.

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs sam­þykkti að setja deiliskipu­lagið í kynn­ingu á fundi sínum 9. júní síð­ast­lið­inn, en áður hafi bæj­ar­ráð fjallað um málið 7. maí og skipu­lags­ráð bæj­ar­ins tekið skipu­lag hverf­is­ins fyrir þann 4. maí. Frestur til þess að gera athuga­semdir við skipu­lagið rennur út 19. ágúst.

Verk­fræði­stofan Mann­vit vann minn­is­blað þar sem umhverf­is­á­hrif af upp­bygg­ing­unni voru met­in, meðal ann­ars með hlið­sjón af skugga­varpi frá fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu. Þau áhrif voru metin nei­kvæð, en óveru­leg, en sam­kvæmt myndum sem Mann­vit dró upp af ætl­uðu skugga­varp mun skuggi frá turn­inum leggj­ast yfir allar akreinar Reykja­nes­brautar um hádeg­is­bil í mars­mán­uði.

Sam­kvæmt nýju skipu­lagi er gert ráð fyrir því að atvinnu­hús­næðið standi nær Reykja­nes­braut­inni, en að ofar í hæð­inni nær Linda­hverfi verði íbúa­byggð og grænn bæj­ar­garð­ur, auk leik­skóla. 

Nánar má kynna sér fyr­ir­hug­aðar deiliskipu­lags­breyt­ingar á vef Kópa­vogs­bæj­ar.

Gert er ráð fyrir grænu svæði í hverfinu og leikskóla í miðju þess. Mynd: Úr deiliskipulagskynningu Kópavogsbæjar.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent