Þórólfur: „Greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög á“

Sóttvarnarlæknir segir að almenningur verði að taka sig taki og herða á persónulegum sóttvörnum. Hann segir ekki tímabært að ákveða hvenær næst verður slakað á fjöldatakmörkunum eða hvenær opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Umfangs­mikil smitrakn­ing hefur átt sér stað síð­ustu daga vegna hóp­sýk­ingar sem upp kom fyrir um viku. Á fimmta hund­rað manns er í sótt­kví vegna fjög­urra smita sem greinst hafa síð­ustu daga.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að hóp­sýk­ing­in, þó að hún virð­ist lít­il. Sé vís­bend­ing um að ástandið geti farið úr bönd­unum mjög hratt. Hann sagði nauð­syn­legt að læra af þess­ari reynslu og að skoða mögu­lega að setja fólk sem er að koma til lands­ins frá háá­hættu­svæðum í sótt­kví frekar en landamæra­skim­un. Þá sé mögu­legt að Íslend­ingar verði frekar settir í sótt­kví við kom­una til lands­ins en útlend­ingar þar sem þeir eiga hér miklu víð­tækara tengsla­net.„Við erum aðeins í öðrum leik núna en við vor­um,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, um það sem er að ger­ast hér núna sam­an­borið við mars og apr­íl. Hann sagði að almenn­ingur væri ekki eins mót­tæki­legur fyrir umræð­unni um smit­varnir nú og hætt­unni sem er til stað­ar. „Við verðum að standa öll saman í því. Það var auð­veld­ara í byrjun mars að koma með þessi skila­boð.“

Auglýsing


Hann brýndi fyrir fólki að ástandið yrði svona næstu mán­uði – hætta á hóp­sýk­ingu yrði fyrir hendi áfram.Frá upp­hafi landamæra­skimunar þann 15. júní hafa rúm­lega 17 þús­und manns komið til lands­ins og um 12 þús­und verið skimaðir fyrir veirunni. Aðeins fjögur virk smit hafi greinst en nítján hafa greinst með gam­alt smit „og við höfum engar áhyggjur af“.Sagði hann ánægju­legt að svo fáir hefðu greinst með veiruna.Hins vegar væri hóp­sýk­ingin sem kom upp hér á landi á dög­unum annað mál. Hann sagði mik­il­vægt að allir átt­uðu sig á því að ekk­ert í fari stúlkunnar sem kom hingað til lands með veiruna án þess að hafa hug­mynd um það, gefur til­efni til að ásaka hana.Um 600 sýni hafa verið rann­sökuð í tengslum við hópsmit­ið. Fjórir hafa greinst með veiruna og yfir fjögur hund­ruð farið í sótt­kví. „Þetta dæmi sýnir að veiran er langt á frá horfin úr okkar lífi þó að lítið hafi borið á henni und­an­far­ið,“ sagði Þórólfur og benti á að mest hætta sé á því að hún dreif­ist inn­an­lands með Íslend­ing­um.Hann sagði hópsmitið „engan heim­sendi“ enda varað við því lengi að til slíks gæti kom­ið. „En það er full ástæða til að skerpa á nokkrum hlut­u­m,“ sagði hann ákveð­inn. Íslend­ingar verði að sýna sér­staka gát við kom­una til lands­ins, jafn­vel þótt að nei­kvæð nið­ur­staða fáist úr landamæra­skim­un. Þeir ættu að fara var­lega í tvær vikur eftir kom­una til  lands­ins, forð­ast mann­marga staði, virða tveggja metra regl­una og ástunda per­sónu­legar sótt­varnir á borð við hand­þvott.Sótt­varna­læknir segir að til skoð­unar sé hvort að setja eigi fólk sem er að koma frá háá­hættu­svæðum í nokkra daga sótt­kví við kom­una til lands­ins, líkt og áður var gert. Skoða þurfi hóp­sýk­ing­una sem upp er komin betur áður en ákvörðun um það verður tek­in.

Þríeykið Víðir, Þórólfur og Alma voru nokkuð ákveðin á fundi dagsins og margítrekuðu mikilvægi sýkingavarna. Mynd: LögreglanHann segir ekki síður mik­il­vægt að allir lands­menn séu á varð­berg­i.  „Það er greini­legt að menn hafa slakað mjög, mjög á. Það er ekki gott og er áhyggju­efni. Það eru kjörað­stæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn í svona partí.“Í ljósi þess­ara atburða sagði hann ekki hægt að segja til um hvenær fjölda­tak­mark­anir verða auknar úr 500 í 2.000 manns eins og hann hafði boðað að yrði gert um miðjan júlí. Þá sé ekki heldur fyr­ir­séð hvenær hægt verði að rýmka afgreiðslu­tíma skemmti­staða en þeim ber nú að loka kl. 23. Einnig benti hann á að ekki verði á næst­unni hægt að taka meira en 2.000 sýni úr komu­far­þeg­um.

Hér geta komið upp alvar­legar hóp­sýk­ingarÁstæðan er sú, að sögn Þór­ólfs, að „við getum fengið hér alvar­legar hóp­sýk­ing­ar. Von­andi þurfum við ekki að stíga skref til baka og herða en það verður að koma í ljós. [...] Þó að bakslag hafi komið í far­ald­ur­inn held ég að við þurfum ekki að örvænta – með sam­hentu átaki og við­brögðum ráðum við við þetta. Það yrði tölu­vert áfall ef við þyrftum að herða [regl­ur] eftir allar þær fórnir sem við höfum þurft að færa á und­an­förnum mán­uð­u­m.“Íslensk yfir­völd hafa farið hraðar í aflétt­ingu ýmissa tak­mark­ana en mörg önnur lönd. „Það er hugs­an­legt að það komi í bakið á okk­ur. Ef upp koma fleiri hóp­sýk­ingar verður að bakka.“Alma Möller land­læknir tók undir var­úð­ar­orð Þór­ólfs um að það þurfi að skerpa á upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings. „COVID-19 hefur marg­sannað hversu lúmskur hann er. [...] Nei­kvætt próf er ekki óyggj­and­i.“

Tveggja metra reglanSagði hún heil­brigð­is­yf­ir­völd telja óþarft, eins og sakir standi, að fólk í áhættu­hópum fari í vernd­ar­sótt­kví. Hins vegar þurfi það fólk að fara sér­stak­lega var­lega og huga að per­sónu­legu hrein­læti, tveggja metra regl­unni og að forð­ast mann­marga staði. Það sama eigi við um aðstand­endur þessa fólks.Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, var líkt og Alma og Þórólfur mjög ákveð­inn er hann ræddi um sótt­varn­irn­ar. Sagði hann m.a. að fólk yrði að virða það að það væri 500 manna sam­komu­bann í land­inu og að ef fólk væri að skipu­leggja við­burði fyrir fleiri og ekki væri hægt að koma upp hólfa­skipt­ingu sem úti­lok­aði blöndun hópa, þyrfti að skipu­leggja við­burð­inn með öðrum hætti.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent