Þórólfur: „Greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög á“

Sóttvarnarlæknir segir að almenningur verði að taka sig taki og herða á persónulegum sóttvörnum. Hann segir ekki tímabært að ákveða hvenær næst verður slakað á fjöldatakmörkunum eða hvenær opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Umfangs­mikil smitrakn­ing hefur átt sér stað síð­ustu daga vegna hóp­sýk­ingar sem upp kom fyrir um viku. Á fimmta hund­rað manns er í sótt­kví vegna fjög­urra smita sem greinst hafa síð­ustu daga.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að hóp­sýk­ing­in, þó að hún virð­ist lít­il. Sé vís­bend­ing um að ástandið geti farið úr bönd­unum mjög hratt. Hann sagði nauð­syn­legt að læra af þess­ari reynslu og að skoða mögu­lega að setja fólk sem er að koma til lands­ins frá háá­hættu­svæðum í sótt­kví frekar en landamæra­skim­un. Þá sé mögu­legt að Íslend­ingar verði frekar settir í sótt­kví við kom­una til lands­ins en útlend­ingar þar sem þeir eiga hér miklu víð­tækara tengsla­net.„Við erum aðeins í öðrum leik núna en við vor­um,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, um það sem er að ger­ast hér núna sam­an­borið við mars og apr­íl. Hann sagði að almenn­ingur væri ekki eins mót­tæki­legur fyrir umræð­unni um smit­varnir nú og hætt­unni sem er til stað­ar. „Við verðum að standa öll saman í því. Það var auð­veld­ara í byrjun mars að koma með þessi skila­boð.“

Auglýsing


Hann brýndi fyrir fólki að ástandið yrði svona næstu mán­uði – hætta á hóp­sýk­ingu yrði fyrir hendi áfram.Frá upp­hafi landamæra­skimunar þann 15. júní hafa rúm­lega 17 þús­und manns komið til lands­ins og um 12 þús­und verið skimaðir fyrir veirunni. Aðeins fjögur virk smit hafi greinst en nítján hafa greinst með gam­alt smit „og við höfum engar áhyggjur af“.Sagði hann ánægju­legt að svo fáir hefðu greinst með veiruna.Hins vegar væri hóp­sýk­ingin sem kom upp hér á landi á dög­unum annað mál. Hann sagði mik­il­vægt að allir átt­uðu sig á því að ekk­ert í fari stúlkunnar sem kom hingað til lands með veiruna án þess að hafa hug­mynd um það, gefur til­efni til að ásaka hana.Um 600 sýni hafa verið rann­sökuð í tengslum við hópsmit­ið. Fjórir hafa greinst með veiruna og yfir fjögur hund­ruð farið í sótt­kví. „Þetta dæmi sýnir að veiran er langt á frá horfin úr okkar lífi þó að lítið hafi borið á henni und­an­far­ið,“ sagði Þórólfur og benti á að mest hætta sé á því að hún dreif­ist inn­an­lands með Íslend­ing­um.Hann sagði hópsmitið „engan heim­sendi“ enda varað við því lengi að til slíks gæti kom­ið. „En það er full ástæða til að skerpa á nokkrum hlut­u­m,“ sagði hann ákveð­inn. Íslend­ingar verði að sýna sér­staka gát við kom­una til lands­ins, jafn­vel þótt að nei­kvæð nið­ur­staða fáist úr landamæra­skim­un. Þeir ættu að fara var­lega í tvær vikur eftir kom­una til  lands­ins, forð­ast mann­marga staði, virða tveggja metra regl­una og ástunda per­sónu­legar sótt­varnir á borð við hand­þvott.Sótt­varna­læknir segir að til skoð­unar sé hvort að setja eigi fólk sem er að koma frá háá­hættu­svæðum í nokkra daga sótt­kví við kom­una til lands­ins, líkt og áður var gert. Skoða þurfi hóp­sýk­ing­una sem upp er komin betur áður en ákvörðun um það verður tek­in.

Þríeykið Víðir, Þórólfur og Alma voru nokkuð ákveðin á fundi dagsins og margítrekuðu mikilvægi sýkingavarna. Mynd: LögreglanHann segir ekki síður mik­il­vægt að allir lands­menn séu á varð­berg­i.  „Það er greini­legt að menn hafa slakað mjög, mjög á. Það er ekki gott og er áhyggju­efni. Það eru kjörað­stæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn í svona partí.“Í ljósi þess­ara atburða sagði hann ekki hægt að segja til um hvenær fjölda­tak­mark­anir verða auknar úr 500 í 2.000 manns eins og hann hafði boðað að yrði gert um miðjan júlí. Þá sé ekki heldur fyr­ir­séð hvenær hægt verði að rýmka afgreiðslu­tíma skemmti­staða en þeim ber nú að loka kl. 23. Einnig benti hann á að ekki verði á næst­unni hægt að taka meira en 2.000 sýni úr komu­far­þeg­um.

Hér geta komið upp alvar­legar hóp­sýk­ingarÁstæðan er sú, að sögn Þór­ólfs, að „við getum fengið hér alvar­legar hóp­sýk­ing­ar. Von­andi þurfum við ekki að stíga skref til baka og herða en það verður að koma í ljós. [...] Þó að bakslag hafi komið í far­ald­ur­inn held ég að við þurfum ekki að örvænta – með sam­hentu átaki og við­brögðum ráðum við við þetta. Það yrði tölu­vert áfall ef við þyrftum að herða [regl­ur] eftir allar þær fórnir sem við höfum þurft að færa á und­an­förnum mán­uð­u­m.“Íslensk yfir­völd hafa farið hraðar í aflétt­ingu ýmissa tak­mark­ana en mörg önnur lönd. „Það er hugs­an­legt að það komi í bakið á okk­ur. Ef upp koma fleiri hóp­sýk­ingar verður að bakka.“Alma Möller land­læknir tók undir var­úð­ar­orð Þór­ólfs um að það þurfi að skerpa á upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings. „COVID-19 hefur marg­sannað hversu lúmskur hann er. [...] Nei­kvætt próf er ekki óyggj­and­i.“

Tveggja metra reglanSagði hún heil­brigð­is­yf­ir­völd telja óþarft, eins og sakir standi, að fólk í áhættu­hópum fari í vernd­ar­sótt­kví. Hins vegar þurfi það fólk að fara sér­stak­lega var­lega og huga að per­sónu­legu hrein­læti, tveggja metra regl­unni og að forð­ast mann­marga staði. Það sama eigi við um aðstand­endur þessa fólks.Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, var líkt og Alma og Þórólfur mjög ákveð­inn er hann ræddi um sótt­varn­irn­ar. Sagði hann m.a. að fólk yrði að virða það að það væri 500 manna sam­komu­bann í land­inu og að ef fólk væri að skipu­leggja við­burði fyrir fleiri og ekki væri hægt að koma upp hólfa­skipt­ingu sem úti­lok­aði blöndun hópa, þyrfti að skipu­leggja við­burð­inn með öðrum hætti.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent