Þórólfur: „Greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög á“

Sóttvarnarlæknir segir að almenningur verði að taka sig taki og herða á persónulegum sóttvörnum. Hann segir ekki tímabært að ákveða hvenær næst verður slakað á fjöldatakmörkunum eða hvenær opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Umfangs­mikil smitrakn­ing hefur átt sér stað síð­ustu daga vegna hóp­sýk­ingar sem upp kom fyrir um viku. Á fimmta hund­rað manns er í sótt­kví vegna fjög­urra smita sem greinst hafa síð­ustu daga.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að hóp­sýk­ing­in, þó að hún virð­ist lít­il. Sé vís­bend­ing um að ástandið geti farið úr bönd­unum mjög hratt. Hann sagði nauð­syn­legt að læra af þess­ari reynslu og að skoða mögu­lega að setja fólk sem er að koma til lands­ins frá háá­hættu­svæðum í sótt­kví frekar en landamæra­skim­un. Þá sé mögu­legt að Íslend­ingar verði frekar settir í sótt­kví við kom­una til lands­ins en útlend­ingar þar sem þeir eiga hér miklu víð­tækara tengsla­net.„Við erum aðeins í öðrum leik núna en við vor­um,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, um það sem er að ger­ast hér núna sam­an­borið við mars og apr­íl. Hann sagði að almenn­ingur væri ekki eins mót­tæki­legur fyrir umræð­unni um smit­varnir nú og hætt­unni sem er til stað­ar. „Við verðum að standa öll saman í því. Það var auð­veld­ara í byrjun mars að koma með þessi skila­boð.“

Auglýsing


Hann brýndi fyrir fólki að ástandið yrði svona næstu mán­uði – hætta á hóp­sýk­ingu yrði fyrir hendi áfram.Frá upp­hafi landamæra­skimunar þann 15. júní hafa rúm­lega 17 þús­und manns komið til lands­ins og um 12 þús­und verið skimaðir fyrir veirunni. Aðeins fjögur virk smit hafi greinst en nítján hafa greinst með gam­alt smit „og við höfum engar áhyggjur af“.Sagði hann ánægju­legt að svo fáir hefðu greinst með veiruna.Hins vegar væri hóp­sýk­ingin sem kom upp hér á landi á dög­unum annað mál. Hann sagði mik­il­vægt að allir átt­uðu sig á því að ekk­ert í fari stúlkunnar sem kom hingað til lands með veiruna án þess að hafa hug­mynd um það, gefur til­efni til að ásaka hana.Um 600 sýni hafa verið rann­sökuð í tengslum við hópsmit­ið. Fjórir hafa greinst með veiruna og yfir fjögur hund­ruð farið í sótt­kví. „Þetta dæmi sýnir að veiran er langt á frá horfin úr okkar lífi þó að lítið hafi borið á henni und­an­far­ið,“ sagði Þórólfur og benti á að mest hætta sé á því að hún dreif­ist inn­an­lands með Íslend­ing­um.Hann sagði hópsmitið „engan heim­sendi“ enda varað við því lengi að til slíks gæti kom­ið. „En það er full ástæða til að skerpa á nokkrum hlut­u­m,“ sagði hann ákveð­inn. Íslend­ingar verði að sýna sér­staka gát við kom­una til lands­ins, jafn­vel þótt að nei­kvæð nið­ur­staða fáist úr landamæra­skim­un. Þeir ættu að fara var­lega í tvær vikur eftir kom­una til  lands­ins, forð­ast mann­marga staði, virða tveggja metra regl­una og ástunda per­sónu­legar sótt­varnir á borð við hand­þvott.Sótt­varna­læknir segir að til skoð­unar sé hvort að setja eigi fólk sem er að koma frá háá­hættu­svæðum í nokkra daga sótt­kví við kom­una til lands­ins, líkt og áður var gert. Skoða þurfi hóp­sýk­ing­una sem upp er komin betur áður en ákvörðun um það verður tek­in.

Þríeykið Víðir, Þórólfur og Alma voru nokkuð ákveðin á fundi dagsins og margítrekuðu mikilvægi sýkingavarna. Mynd: LögreglanHann segir ekki síður mik­il­vægt að allir lands­menn séu á varð­berg­i.  „Það er greini­legt að menn hafa slakað mjög, mjög á. Það er ekki gott og er áhyggju­efni. Það eru kjörað­stæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn í svona partí.“Í ljósi þess­ara atburða sagði hann ekki hægt að segja til um hvenær fjölda­tak­mark­anir verða auknar úr 500 í 2.000 manns eins og hann hafði boðað að yrði gert um miðjan júlí. Þá sé ekki heldur fyr­ir­séð hvenær hægt verði að rýmka afgreiðslu­tíma skemmti­staða en þeim ber nú að loka kl. 23. Einnig benti hann á að ekki verði á næst­unni hægt að taka meira en 2.000 sýni úr komu­far­þeg­um.

Hér geta komið upp alvar­legar hóp­sýk­ingarÁstæðan er sú, að sögn Þór­ólfs, að „við getum fengið hér alvar­legar hóp­sýk­ing­ar. Von­andi þurfum við ekki að stíga skref til baka og herða en það verður að koma í ljós. [...] Þó að bakslag hafi komið í far­ald­ur­inn held ég að við þurfum ekki að örvænta – með sam­hentu átaki og við­brögðum ráðum við við þetta. Það yrði tölu­vert áfall ef við þyrftum að herða [regl­ur] eftir allar þær fórnir sem við höfum þurft að færa á und­an­förnum mán­uð­u­m.“Íslensk yfir­völd hafa farið hraðar í aflétt­ingu ýmissa tak­mark­ana en mörg önnur lönd. „Það er hugs­an­legt að það komi í bakið á okk­ur. Ef upp koma fleiri hóp­sýk­ingar verður að bakka.“Alma Möller land­læknir tók undir var­úð­ar­orð Þór­ólfs um að það þurfi að skerpa á upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings. „COVID-19 hefur marg­sannað hversu lúmskur hann er. [...] Nei­kvætt próf er ekki óyggj­and­i.“

Tveggja metra reglanSagði hún heil­brigð­is­yf­ir­völd telja óþarft, eins og sakir standi, að fólk í áhættu­hópum fari í vernd­ar­sótt­kví. Hins vegar þurfi það fólk að fara sér­stak­lega var­lega og huga að per­sónu­legu hrein­læti, tveggja metra regl­unni og að forð­ast mann­marga staði. Það sama eigi við um aðstand­endur þessa fólks.Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, var líkt og Alma og Þórólfur mjög ákveð­inn er hann ræddi um sótt­varn­irn­ar. Sagði hann m.a. að fólk yrði að virða það að það væri 500 manna sam­komu­bann í land­inu og að ef fólk væri að skipu­leggja við­burði fyrir fleiri og ekki væri hægt að koma upp hólfa­skipt­ingu sem úti­lok­aði blöndun hópa, þyrfti að skipu­leggja við­burð­inn með öðrum hætti.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent