Stórfyrirtæki stöðva auglýsingakaup á Facebook og Instagram

Frá því um miðjan júní hefur hvert stórfyrirtækið á fætur öðru sett fram kröfur um að Facebook geri betur í aðgerðum sínum gegn hatursorðræðu. Fyrirtækin hyggjast ná sínu fram með því að auglýsa ekki á miðlum Facebook.

Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Auglýsing

Tugir stór­fyr­ir­tækja hafa ákveðið að stöðva aug­lýs­inga­kaup sín á Instagram og Face­book vegna þess hve illa Face­book tekur á hat­urs­orð­ræðu og dreif­ingu fals­frétta og mis­vísandi upp­lýs­inga á miðlum sín­um. Vegna þessa hefur hluta­bréfa­verð í Face­book tekið snarpa dýfu. Sam­kvæmt frétt The Business Insider var fyrsta stór­fyr­ir­tækið til að ríða á vaðið The North Face. Snið­ganga fyr­ir­tæk­is­ins var til­kynnt á Twitter síðu þess þann 19. júní og í kjöl­farið hafa tugir fyr­ir­tækja ákveðið að fara sömu leið. 

Auglýsing

Snið­gangan að mestu bundin við Banda­ríkja­markað

Her­ferð­inni var hrundið af stað um miðjan júní síð­ast­lið­inn, í kjöl­far dráps­ins á George Floyd, undir myllu­merk­inu #stophatefor­profit. Nú vilja for­svars­menn her­ferð­ar­innar færa út kví­arnar og ná til fyr­ir­tækja utan Banda­ríkj­anna, að því er fram kemur í frétt Reuters. Gangi það eftir er ljóst að her­ferðin mun hafa tölu­verð áhrif á tekjur Face­book til skamms tíma. 

Fyr­ir­tækið Unil­ver hefur til dæmis ákveðið að stöðva aug­lýs­inga­kaup fyrir Banda­ríkja­markað á Face­book út árið. Áætlað er að fyr­ir­tækið verji um 250 millj­ónum dala í aug­lýs­inga­kaup á Face­book en af þeirri upp­hæð fara um tíu pró­sent í að kaupa aug­lýs­ingar fyrir Banda­ríkja­mark­að. Það þykir því nokkuð aug­ljóst að slag­kraftur her­ferð­ar­innar muni aukast til muna nái hún til ann­arra landa.

Fjórð­ungur aug­lýs­inga­tekna kemur frá stór­fyr­ir­tækjum

Í frétt Reuters segir enn fremur að tekjur Face­book af aug­lýs­inga­sölu nemi um 70 millj­örðum dala á árs­grund­velli. Fjórð­ungur tekn­anna kemur frá stór­fyr­ir­tækjum en mik­ill meiri­hluti kemur frá smærri fyr­ir­tækj­um. Á þessu stigi máls­ins mun snið­ganga fyr­ir­tækj­anna ekki hafa mikil áhrif á tekjur Face­book, enda að mestu leyti bundin við aug­lýs­inga­kaup í júní og júlí á Banda­ríkja­mark­aði. Muni snið­gangan vaxa að umfangi getur hún þó farið að hafa tölu­verð áhrif á tekj­urn­ar. 

Umfjöllun um snið­göng­una og stefnu fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart hat­urs­orð­ræðu hefur engu að síður haft mikil áhrif á hluta­bréfa­verð Face­book en það féll um rúm átta pró­sent á föstu­dag.

Face­book vill reyna að gera betur

Þann sama dag til­kynnti Face­book að fyr­ir­tækið ætl­aði að taka hat­urs­orð­ræðu sem birt­ist á sam­fé­lags­miðlum félags­ins fast­ari tök­um. Það ætlar fyr­ir­tækið að gera með því að merkja færslur sem mögu­lega geta valdið skaða.

Þessar aðgerðir Face­book mæta hins vegar ekki kröfum hóps­ins sem stendur að baki Stop Hate for Profit. Hóp­ur­inn vill að not­endur sem sæta árásum og ofsóknum vegna kyn­þáttar síns geti notið meiri aðstoðar frá starfs­fólki Face­book og að upp­lýs­ingar um umfang hat­urs­orð­ræðu á Face­book verði aðgengi­legri. Þá hefur hóp­ur­inn kraf­ist þess að aug­lýsendur sem lenda í því að aug­lýs­ingar þeirra lenda við hlið efnis sem síðar er eytt eigi kost á því að fá aug­lýs­inga­kostnað sinn end­ur­greiddan frá Face­book.

Snið­ganga fyr­ir­tækj­anna er ekki bundið við sam­fé­lags­miðla Face­book. Til að mynda hefur Star­bucks hætt að aug­lýsa á fleiri sam­fé­lags­miðl­um, þar á meðal Twitt­er. Fjallað hefur verið um agð­erðir Twitter til að stemma stigu við dreif­ingu falskra upp­lýs­inga. Meðal ann­ars hafa Twitter færlsur Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, verið merktar af Twitt­er, vegna þess að í þeim mátti finna falsað myndefni en einnig vegna hót­ana um ofbeldi gegn mót­mæl­end­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent