Stórfyrirtæki stöðva auglýsingakaup á Facebook og Instagram

Frá því um miðjan júní hefur hvert stórfyrirtækið á fætur öðru sett fram kröfur um að Facebook geri betur í aðgerðum sínum gegn hatursorðræðu. Fyrirtækin hyggjast ná sínu fram með því að auglýsa ekki á miðlum Facebook.

Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Auglýsing

Tugir stór­fyr­ir­tækja hafa ákveðið að stöðva aug­lýs­inga­kaup sín á Instagram og Face­book vegna þess hve illa Face­book tekur á hat­urs­orð­ræðu og dreif­ingu fals­frétta og mis­vísandi upp­lýs­inga á miðlum sín­um. Vegna þessa hefur hluta­bréfa­verð í Face­book tekið snarpa dýfu. Sam­kvæmt frétt The Business Insider var fyrsta stór­fyr­ir­tækið til að ríða á vaðið The North Face. Snið­ganga fyr­ir­tæk­is­ins var til­kynnt á Twitter síðu þess þann 19. júní og í kjöl­farið hafa tugir fyr­ir­tækja ákveðið að fara sömu leið. 

Auglýsing

Snið­gangan að mestu bundin við Banda­ríkja­markað

Her­ferð­inni var hrundið af stað um miðjan júní síð­ast­lið­inn, í kjöl­far dráps­ins á George Floyd, undir myllu­merk­inu #stophatefor­profit. Nú vilja for­svars­menn her­ferð­ar­innar færa út kví­arnar og ná til fyr­ir­tækja utan Banda­ríkj­anna, að því er fram kemur í frétt Reuters. Gangi það eftir er ljóst að her­ferðin mun hafa tölu­verð áhrif á tekjur Face­book til skamms tíma. 

Fyr­ir­tækið Unil­ver hefur til dæmis ákveðið að stöðva aug­lýs­inga­kaup fyrir Banda­ríkja­markað á Face­book út árið. Áætlað er að fyr­ir­tækið verji um 250 millj­ónum dala í aug­lýs­inga­kaup á Face­book en af þeirri upp­hæð fara um tíu pró­sent í að kaupa aug­lýs­ingar fyrir Banda­ríkja­mark­að. Það þykir því nokkuð aug­ljóst að slag­kraftur her­ferð­ar­innar muni aukast til muna nái hún til ann­arra landa.

Fjórð­ungur aug­lýs­inga­tekna kemur frá stór­fyr­ir­tækjum

Í frétt Reuters segir enn fremur að tekjur Face­book af aug­lýs­inga­sölu nemi um 70 millj­örðum dala á árs­grund­velli. Fjórð­ungur tekn­anna kemur frá stór­fyr­ir­tækjum en mik­ill meiri­hluti kemur frá smærri fyr­ir­tækj­um. Á þessu stigi máls­ins mun snið­ganga fyr­ir­tækj­anna ekki hafa mikil áhrif á tekjur Face­book, enda að mestu leyti bundin við aug­lýs­inga­kaup í júní og júlí á Banda­ríkja­mark­aði. Muni snið­gangan vaxa að umfangi getur hún þó farið að hafa tölu­verð áhrif á tekj­urn­ar. 

Umfjöllun um snið­göng­una og stefnu fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart hat­urs­orð­ræðu hefur engu að síður haft mikil áhrif á hluta­bréfa­verð Face­book en það féll um rúm átta pró­sent á föstu­dag.

Face­book vill reyna að gera betur

Þann sama dag til­kynnti Face­book að fyr­ir­tækið ætl­aði að taka hat­urs­orð­ræðu sem birt­ist á sam­fé­lags­miðlum félags­ins fast­ari tök­um. Það ætlar fyr­ir­tækið að gera með því að merkja færslur sem mögu­lega geta valdið skaða.

Þessar aðgerðir Face­book mæta hins vegar ekki kröfum hóps­ins sem stendur að baki Stop Hate for Profit. Hóp­ur­inn vill að not­endur sem sæta árásum og ofsóknum vegna kyn­þáttar síns geti notið meiri aðstoðar frá starfs­fólki Face­book og að upp­lýs­ingar um umfang hat­urs­orð­ræðu á Face­book verði aðgengi­legri. Þá hefur hóp­ur­inn kraf­ist þess að aug­lýsendur sem lenda í því að aug­lýs­ingar þeirra lenda við hlið efnis sem síðar er eytt eigi kost á því að fá aug­lýs­inga­kostnað sinn end­ur­greiddan frá Face­book.

Snið­ganga fyr­ir­tækj­anna er ekki bundið við sam­fé­lags­miðla Face­book. Til að mynda hefur Star­bucks hætt að aug­lýsa á fleiri sam­fé­lags­miðl­um, þar á meðal Twitt­er. Fjallað hefur verið um agð­erðir Twitter til að stemma stigu við dreif­ingu falskra upp­lýs­inga. Meðal ann­ars hafa Twitter færlsur Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, verið merktar af Twitt­er, vegna þess að í þeim mátti finna falsað myndefni en einnig vegna hót­ana um ofbeldi gegn mót­mæl­end­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent