Ljóti lúxusturninn

Á Carlsberg-svæðinu í Kaupmannahöfn stendur ný 100 metra há bygging. Átti að verða sú flottasta í borginni en þykir forljót. Illa gengur að selja fokdýrar íbúðirnar og það sem verra er, klæðingin á húsinu skapar stórhættu.

Fyrsti turninn sem hefur verið fullkláraður á Carlsberg-svæðinu er kenndur við eðlisfræðinginn Niels Bohr.
Fyrsti turninn sem hefur verið fullkláraður á Carlsberg-svæðinu er kenndur við eðlisfræðinginn Niels Bohr.
Auglýsing

Síðan danskt efna­hags­líf fór að taka við sér í kjöl­far krepp­unnar eftir banka­hrunið 2008 hefur mikið verið byggt í Kaup­manna­höfn. Ekki veitir af því mik­ill skortur er á íbúð­ar­hús­næði í borg­inni. Það er reyndar ekki nýtil­komið ástand, hefur verið við­var­andi í ára­tugi. Einkum skortir litlar og með­al­stórar íbúðir sem ungt og efna­m­inna fólk ræður við að kaupa, eða leigja. 



Borg­ar­stjór­arnir (þeir eru sjö í Kaup­manna­höfn) tala iðu­lega um að þennan vanda þurfi að leysa, en orðum þurfa að fylgja athafn­ir. Í les­enda­bréfum og aðsendum greinum í dönskum fjöl­miðlum má iðu­lega lesa að í þeim efnum skorti nokkuð á. 

Auglýsing



Á allra síð­ustu árum hefur mikið verið byggt á svæðum þar sem áður var ýmis konar iðn­að­ar- og verk­smiðju­starf­semi. Við strönd­ina á Ama­ger hefur á fáum árum orðið til nýtt hverfi, sömu sögu er að segja um Norð­ur­höfn­ina þar sem Tuborg og fleiri stór­fyr­ir­tæki voru áður. Á Íslands­bryggju og í Suð­ur­höfn­inni hefur á síð­ustu árum verið mikið byggt og þar eru þús­undir nýrra íbúða. Sama gildir um vest­ur­hluta Ama­ger, þar hefur sprottið upp nýtt hverfi, blokkir og rað­hús. 



Þessi svæði eiga það nær öll sam­eig­in­legt að íbúð­irnar eru ekki það sem kalla má „ódýr­ar“. 



Carls­berg-­svæðið



Eitt nýju bygg­ing­ar­svæð­anna er Carls­berg-hverfið svo­nefnda í suð­vest­ur­hluta Kaup­manna­hafn­ar. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða svæðið þar sem Carls­berg verk­smiðj­urnar voru frá stofnun fyr­ir­tæk­is­ins árið 1847 til árs­ins 2008 þegar fram­leiðslan var flutt til Freder­icia á Jót­landi. Mörg önnur fyr­ir­tæki voru á þessu svæði sem er sam­tals 33 hekt­arar á stærð en þau hafa öll flutt á brott eða hætt starf­semi.



Í mynd­band­inu hér að neðan má sjá fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu á svæð­inu.





Níu turnar



Meðal þeirra bygg­inga sem gert hefur verið ráð fyrir á Carls­berg-­svæð­inu eru níu turn­ar, mis­há­ir. Sá hæsti verður 120 metrar á hæð en þeir lægstu 50 metr­ar. Þessum turn­bygg­ingum verð­ur, ef áætl­anir standast, lokið árið 2024. Turn­arnir eiga allir að bera nöfn og sömu­leiðis er ætl­unin að vegg­klæðn­ingar þeirra verði í mis­mun­andi lit­um. Einn verði gul­ur, annar grá­leitur og svo fram­veg­is.



Bohrs-­turn­inn



Fyrstur þess­ara níu turna sem fyr­ir­hug­aðir eru á Carls­berg-reitn­um, og sá eini sem er full­klár­að­ur, ber nafn hins þekkta eðl­is­fræð­ings Niels Bohr. Bohrs-­turn­inn. Bygg­ingu hans var lokið árið 2017. Hann er 100 metrar á hæð, 29 hæð­ir. Á nokkrum neðstu hæð­unum eru, eða verða, fyr­ir­tæki og enn­fremur skóli, en á þeim efri íbúð­ir, 88 tals­ins.



Í dönskum fjöl­miðlum var all­mikið fjallað um þessar fyr­ir­hug­uðu turn­bygg­ingar og Carls­berg-reit­inn. Þarna yrði allt gert með vönd­uðum hætti, turn­arnir yrðu þeir glæsi­leg­ustu, og hæstu, sem sést hefðu í Kaup­manna­höfn. Paste­ur­s-­turn­inn sem á að vera full­gerður árið 2022 verður þeirra hæst­ur, mun skaga 120 metra upp í loft­ið. Þegar íbúð­irnar í Bohrs-­turn­inum voru aug­lýstar var full­yrt að annar eins lúxus hefði aldrei sést í Kaup­manna­höfn. 



Verðið var hins vegar ekki við alþýðu hæfi, eins og stundum er sagt, ódýr­ustu íbúð­irnar kosta 6,6 millj­ónir króna (136 millj­ónir íslenskar) en þær dýr­ustu 14 millj­ónir (290 millj­ónir íslenskar). Þetta eru miklir pen­ingar og hafi þeir sem stóðu að bygg­ing­unni ímyndað sér að sleg­ist yrði um íbúð­irnar hafa þeir ugg­laust orðið fyrir von­brigð­um. Salan var strax frá upp­hafi mjög treg og þegar þetta er skrif­að, þremur árum eftir að húsið var full­gert, eru enn margar íbúðir óseld­ar. 



Meðal ljót­ustu bygg­inga í Kaup­manna­höfn



Þeir sem fjalla um bygg­inga­list í dönskum fjöl­miðlum hafa ekki sparað stóru orðin varð­andi Bohrs-­turn­inn. Þeir eru  sam­mála um að bygg­ingin sé að flestu leyti mis­heppn­uð. Þetta sé fer­kant­aður risa­kassi sem skagi upp í loft­ið, hlið­arnar stein­dauðir flet­ir, sem ekki minnsta til­raun sé gerð til að brjóta upp. Allar íbúð­irnar hafi glugga í tvær átt­ir, fyrir horn, þannig að hvergi sé gegn­umbirta. Þetta sé mik­ill galli. „Auð­vitað skiptir það ekki máli fyrir aðra en þá sem búa í hús­inu hvort inni sé bjart eða ekki en mjög margir borg­ar­búar hafa þennan 100 metra háa kassa fyrir aug­un­um, og sú sjón er ekki fög­ur,“ sagði blaða­maður Politi­ken í umfjöllum sinni og blaða­maður Berl­ingske tal­aði á sömu nót­u­m. 



Útveggja­plöt­urnar



Um aldaraðir var múr­steinn aðal bygg­ing­ar­efni danskrar húsa­gerð­ar, þeir upp­götv­uðu aldrei dásemdir báru­járns­ins! Á síð­ari árum hafa komið á mark­að­inn ýmis efni sem notuð eru til vegg­klæðn­inga þótt múr­steinn­inn standi alltaf fyrir sínu. Í dag eru for­steyptar veggja­ein­ingar algengar með ein­angrun að utan og svo eins konar vind- og regnkápu yst. 



Ein gerð þess­ara klæðn­inga eru svo­nefndar MGO-­plöt­ur. Þegar þær komu á mark­að­inn í Dan­mörku árið 2010 þóttu þær hafa ýmsa kosti, þær voru ódýrar og léttar og þess vegna auð­veldar í með­för­um. Plöt­urn­ar, sem fram­leiddar eru í Kína, er hægt að fá í ýmsum lit­um, þykktir og stærðir mis­mun­andi, allt eftir óskum kaup­and­ans. Og þær brenna ekki. En það fylgdi bögg­ull skamm­rifi. 

Raka­drægar

Bohrs-turninn í öllu sínu veldi. Mynd: Wikipedia

Eins og áður sagði komu MGO-­plöt­urnar á mark­að­inn í Dan­mörku árið 2010. Og urðu strax vin­sælar til útveggja­klæðn­inga. Árið 2013 fór fólk að veita því athygli að engu var lík­ara en plöt­urnar „grétu“ eftir úrkomu­tíð. Það er að segja raki perl­aði á plöt­un­um. Nú fóru í hönd miklar rann­sókn­ir. Og nið­ur­staðan var ekki bein­línis jákvæð. Í ljós kom að MGO-­plöt­urn­ar, sem inni­halda mikið salt­efni, eru mjög raka­drægar sem ekki getur talist heppi­legt í löndum þar sem úrkomu gæt­ir. Sökum þess að þær soga í sig rak­ann ger­ist tvennt: bak við plöt­urnar mynd­ast auð­veld­lega mygla og í öðru lagi lin­ast plöt­urnar og missa styrk sinn og geta þess vegna auð­veld­lega moln­að. 



Eftir að þessar nið­ur­stöður lágu fyrir árið 2015 var notkun MGO-platn­anna, sem utan­húss­klæðn­ing­ar, að mestu hætt í Dan­mörku en þá höfðu þús­undir húsa þegar verið klædd með þessum plöt­um. Mörg mál vegna notk­unar MGO hafa ratað fyrir dóm­stóla, þar sem deilt hefur verið um ábyrgð.



Klæðn­ingin á Bohrs-­turn­in­um   



Fyrir skömmu fóru ein­hverjir að veita því athygli að rifur voru komnar í klæðn­ing­una á Bohrs-­turn­in­um. Skömmu síðar fund­ust smá bútar úr klæðn­ing­unni á gang­stétt skammt frá turn­in­um. Þá var farið að rann­saka málið og í ljós kom að víða á turn­inum eru rifur í klæðn­ing­unni. Fyr­ir­tækið sem sá um útveggja­klæðn­ing­una neitar því að not­aðar hafi verið MGO-­plötur en ekki hefur þegar þetta er ritað feng­ist úr því skorið hvaða efni er í útveggja­klæðn­ing­unn­i. 

Auglýsing



Örygg­is­ráð­staf­anir



Nokk­urt svæði umhverfis Bohrs-­turn­inn hefur nú verið girt af og íbúar turns­ins og þeir sem þar vinna og stunda nám hvattir til að gæta ítr­ustu var­úð­ar. Sér­fræð­ingur sem dag­blaðið Berl­ingske ræddi við sagði að það þyrfti ekki flókna útreikn­inga til að finna út hvað ger­ast myndi ef bútur á stærð við far­síma kæmi fljúg­andi úr 50 -60 metra hæð í höfuð manns sem stæði á gang­stétt við turn­inn. 



Fram­haldið



Eig­endur turns­ins hafa lýst því yfir að þeir muni leita réttar síns varð­andi klæðn­ing­una. Hvort endir­inn verði sá að fjar­lægja þurfi útveggja­klæðn­ing­una af þessu hund­rað metra háa húsi er á þess­ari stundu óljóst.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar