Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum

Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal.
Auglýsing

„Þið trúið því ekki hversu margir hafa sent mér skila­boð um að þeir séu á sama máli og ég en vilji ekki segja sína skoðun opin­ber­lega því að þau séu hrædd við það og vilji ekki eiga á hættu að vera útskúf­að.“Þetta sagði Vig­dís Eva Stein­þórs­dótt­ir, full­trúi Sam­taka íbúa og hags­muna­að­ila í Mýr­dal, á fundi Land­verndar í dag þar sem fjallað var um áform­aða færslu á hring­veg­inum um Mýr­dal. Um 200 manns horfðu á beint streymi af fund­inum og upp­töku af honum má nálg­ast hér.Vig­dís er í hópi þeirra sem vilja bæta og færa til núver­andi veg um Gatna­brún norðan Reyn­is­fjalls í stað þess að leggja nýjan veg við eða yfir Dyr­hólaós og gera jarð­göng í gegnum Reyn­is­fjall – um svæði sem Vig­dís segir ein­stak­lega fal­legt og nátt­úruperlu í heild sinni. Fram­kvæmd­irnar myndu því fela í sér „mjög mik­inn fórn­ar­kostn­að“.

AuglýsingVega­gerðin hefur aug­lýst drög að til­lögu að mats­á­ætlun um færslu hring­veg­ar­ins í Mýr­dal. Í til­lög­unni eru taldir upp fjórir kostir sem eru til skoð­un­ar. Þrír þeirra fel­ast í færslu veg­ar­ins að sjónum en einn í upp­bygg­ingu  í núver­andi vegstæði með til­færslu að hluta. Veg­lína með­fram sjónum er þegar á aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps og á sam­göngu­á­ætlun sem sam­þykkt var á Alþingi í haust.

Vigdís Eva Steinþórsdóttir. Mynd: Úr einkasafni

 „Ég var komin með leið á að heyra talað um þessi göng eins og það væri þegar stað­fest að það ætti að verða af þeim,“ sagði Vig­dís, sem er upp­alin í Mýr­daln­um. Þess vegna tók hún sig til fyrr í mán­uð­inum og skrif­aði færslu inn í Face­book-hóp íbúa í þeirri von að koma af stað umræðu. Það gekk eftir og Vig­dís segir það hafa glatt sig að finna hversu margir væru á sama máli og hún.Ganga­leiðin hefur tekið völdin „Um­ræðan um veg­lín­una hefur verið frekar eins­leit – jafn­vel má segja að það hafi engin umræða verið und­an­far­ið,“ sagði Vig­dís. „Búið er að drepa niður allt tal í sam­fé­lag­inu um að laga núver­andi veg­línu. Það er búið að þagga niður í þeim hópi þannig að ganga­leiðin hefur tekið völd­in.“ Hún segir að fólk sem hafi lýst þeirri skoðun sinni að vilja ekki göng hafi orðið fyrir skít­kasti og jafn­vel ein­elti „og svo eru dæmi um það að fólk hafi flutt frá svæð­inu og að ástæð­una megi rekja til þessa máls“.Í sam­tölum við fólk síð­ustu daga hefur hún kom­ist að því að legið hafi við slags­málum milli fólks áður fyrr er þessi mál bar á góma. „Ég vona að allir séu búnir að læra af þessu svo að fólk geti stigið fram með sínar skoð­anir án ein­hvers ótta.“Margt sér­kenni­legt kom að hennar sögn upp á yfir­borðið er hún fór að grúska í vega­mál­unum í gegnum tíð­ina „og ég hef kom­ist að því að það hefur ekki verið farið vel með þetta mál“.Nefndi hún að árið 2010, þegar vinna við nýtt aðal­skipu­lag Mýr­dals­hrepps var í gangi, hafi umhverf­is­ráð­herra hafnað veg­línu með sjón­um. Það hafi hins vegar ekki stoppað sveit­ar­stjórn­ina, ekki frekar en allar þær nei­kvæðu umsagnir um málið sem bárust, m.a. frá Umhverf­is­stofn­un, Skipu­lags­stofnun og Vega­gerð­inni.

Umhverf­is­stofnun lagð­ist gegn veg­lín­unniÁrið 2013 halda svo skrítnir hlutir áfram að ger­ast að mati Vig­dís­ar. Til­laga að veglagn­ing­unni er aftur komin á borð umhverf­is­ráð­herra og sá sem emb­ætt­inu gegndi þá gaf grænt ljós, mörgum til mik­illar undr­un­ar. Þar með hafi verið gengið þvert á umsagnir helstu stofn­ana. Umhverf­is­stofnun hafi til að mynda vikið sér­stak­lega að sér­stöðu Dyr­hóla­óss í sinni umsögn um aðal­skipu­lags­til­lög­una og sagt að svæðið hefði mikið vernd­ar­gildi og lagð­ist stofn­unin gegn veg­lín­unni með sjón­um. Í umsögn Vega­gerð­ar­innar var m.a. vitnað í umsögn Umhverf­is­stofn­unar en einnig bent á að ekki væri nægj­an­lega rúmt og öruggt svæði fyrir vega­gerð í Vík­ur­fjöru.Veglínan, bleikur litur, meðfram sjónum eins og hún er á aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Mynd: Úr skýrslu VegagerðarinnarSkipu­lags­stofnun bár­ust á þessum tíma tugir athuga­semda við aðal­skipu­lags­til­lög­una og sagði að af þeim mætti ráða að ekki hafi verið fjallað á opin­skáan og sam­an­burð­ar­hæfan hátt um aðra mögu­leika á legu hring­veg­ar, þar með talið á end­ur­bætur á núver­andi leið.Veg­línan var sett inn á aðal­skipu­lag þegar það var sam­þykkt árið 2013.Fjár­magn var að sögn Vig­dísar tryggt fyrir end­ur­bótum á núver­andi  leið en enn og aftur ger­ist und­ar­legir hlutir því árið 2015 fari sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps „í bar­áttu“ gegn þeim áform­um. Hún hafi fengið þing­menn Suð­ur­lands með sér í lið sem hafi sent inn­an­rík­is­ráð­herra bréf þar sem sagði m.a. að meiri­hluti heima­manna væri á móti end­ur­bótum á veg­in­um. Þetta segir Vig­dís ekki rétt þar sem vilji heima­manna hafi aldrei verið kann­að­ur. Hið rétta sé að meiri­hluti sveit­ar­stjórnar hafi lagst gegn áformum um end­ur­bæt­ur.

Miklar fórnir„Út frá þessu öllu fæ ég þá nið­ur­stöðu að helsti kostur við göng og sjáv­ar­leið­ina er að taka brekk­urn­ar,“ sagði Vig­dís. „En viljum við fórna þessu öllu fyrir þriggja kíló­metra stytt­ingu og að losna við brekku sem mér skilst að sé hægt að koma í um sex pró­sent halla?“Nú er að mati Vig­dísar þörf á því að hugsa til fram­tíð­ar. Bættra sam­gangna sé þörf – um það séu allir sam­mála. „En það er árið 2021. Við ættum að vera búin að læra að lifa í sátt og sam­lyndi við nátt­úr­una.  Og við ættum að minna okkur á að hags­munir nátt­úr­unnar eru hags­munir mann­fólks­ins og því ættum við að geta fundið betri lausn­ir.“Vig­dís hvetur fólk til að segja sína skoðun á mál­inu. „Ég veit að það getur verið óþægi­legt að gera það opin­ber­lega en stundum þarf maður bara að gera eitt­hvað sem manni finnst óþægi­legt til að tala fyrir því sem maður trúir á.“

AuglýsingÞor­björg Sæv­ars­dótt­ir, verk­fræð­ingur hjá Vega­gerð­inni, sagði í sínu erindi á fund­inum að þegar val­kostir veg­ar­ins væru skoð­aðir væri gott að hafa í huga hver mark­mið fram­kvæmd­ar­innar væru: Að til staðar væri greið­fær vegur fyrir alla umferð allan árs­ins hring og að umferð­ar­ör­yggi yrði bætt. Benti hún á að umferð um hring­veg­inn á þessum slóðum hefði auk­ist mikið síð­ustu ár og ætti eftir að aukast enn­frekar heldur en hitt. Enn ætti eftir að útfæra alla val­kosti og yrði for­hönnun fram­kvæmd­ar­innar unnin sam­hliða umhverf­is­mats­ferl­inu sem nú væri farið í gang. Hún sagði Vega­gerð­ina fagna öllum ábend­ingum og umræðum og í vinn­unni framundan yrði haft að leið­ar­ljósi að aðal­val­kost­ur­inn yrði vel útfærður vega­tækni­lega séð, að hann félli að stefnu­mörkun sveit­ar­fé­lags­ins og sam­göngu­á­ætlun en yrði einnig val­inn út frá umhverf­is- og sam­fé­lags­sjón­ar­mið­um.

Valkostirnir sem settir eru fram af Vegagerðinni.

Fund­ar­menn beindu fjöl­mörgum spurn­ingum til Þor­bjargar og í einni var bent á að veg­ur­inn um Reyn­is­fjall væri í sömu hæð og veg­ur­inn í gegnum Kór­a­hverfið í Kópa­vogi og hvað gæti þá rétt­lætt að fara í stóra fram­kvæmd á þessum slóðum á meðan mun alvar­legri tak­mark­anir væru á sam­göngum víða ann­ars stað­ar.Þor­björg benti á að í næstu skrefum umhverf­is­mats­ins og for­hönn­unar fram­kvæmd­ar­innar yrði farið yfir veð­ur­farið á svæð­inu og ólíkir val­kostir bornir saman með það í huga. „Auð­vitað ætlum við að vinna  þetta eins vel og við get­um. Ætlum í ítar­legt mat á umhverf­is­á­hrif­um.“ Í því ferli kæmi til greina að bæta við ein­hverjum val­kost­um. „En við leggjum ekki fram val­kost nema að hann sé fýsi­leg­ur.“ Einn þeirra val­kosta sem Vega­gerðin hefur sett fram fer þvert yfir Dyr­hólaós í stað þess að liggja á bökkum hans líkt og lagt er til í tveimur öðrum val­kost­um. „Veg­tækni­lega séð er sú lína ansi góð,“ sagði Þor­björg. Spurð hvort farið yrði yfir ósinn á brú sagði hún það lík­legt til að halda vatns­streymi inn á svæð­ið.

40-50 ára gömul til­lagaGuðni Ein­ars­son, sem einnig er í Íbúa og hags­muna­sam­tökum í Mýr­dal, sagði vega­málin í sveit­inni sinni hafa verið sér hjart­leikin til margra ára. Hann er bóndi og land­eig­andi í Þór­is­holti og á því beina aðkomu að mál­inu.„Hér ræðum við um 40 til 50 ára gamlar hug­myndir sem voru raun­hæfar á þeim tíma en eru það svo sann­ar­lega ekki í dag,“ sagði Guðni á fundi Land­vern­ar. „Um er að ræða umdeilda fram­kvæmd sem valdið hefur miklum deilum í Mýr­dal.“ Sagði hann ákveð­inn hóp manna, sem berj­ist fyrir jarð­ganga­leið­inni, engu skeyta um nátt­úruperlurnar sem yrði fórnað undir nýja veg­inn.

Göng verða grafin norðarlega inn í Reynisfjall. Mynd: Wikipedia.„Og hver er svo þessi hræði­legi fjall­vegur um Reyn­is­fjall?“ spurði Guðni og benti svo á að í fyrsta lagi lægi hann ekki yfir Reyn­is­fjall, eins og oft heyrð­ist í umræð­unni, heldur fyrir fjall­ið. Ekki væri svo um raun­veru­legan fjall­veg að ræða þar sem hæsti punktur hans væri aðeins í 120 metrum yfir sjáv­ar­máli. Með því að gera end­ur­bætur á Gatna­brún og út úr þorp­inu eins og fram kæmi í val­kosti fjög­ur,, mætti ná fram öllum for­sendum um greið­færan lág­lendis­veg.Guðni líkt og Vig­dís benti á að þegar veg­línan „með gati í gegnum Reyn­is­fjall“ hafi verið sett á aðal­skipu­lag hafi henni verið „þröngvað í gegn með póli­tísku handafli“ – gegn því sem Umhverf­is­stofnun og Vega­gerðin höfðu ráð­lagt. Það hafi einnig gengið gegn hags­munum land­eig­enda og fjölda íbúa.„Því fögnum við því að gert verði fag­legt mat á umhverf­is­á­hrifum þess­arar veg­línu sam­an­borið við val­kost fjög­ur,“ sagði Guðni og bætti við: „En jafn­framt að fag­leg nið­ur­staða verði virt.“

Forn­ald­ar­hugs­un­ar­háttur

Guðni sagði að í því ástandi sem ríkti í efna­hags­málum í dag ætti það ekki að hafa farið fram­hjá neinum að Mýr­dæl­ingar byggi afkomu sína á ferða­mönnum sem komi þangað til að skoða sig um í fag­urri og síbreyti­legri nátt­úru. „Það lýsir mik­illi skamm­sýni og forn­ald­ar­hugs­un­ar­hætti að heima­menn vilji skaða okkar helstu mjólk­ur­kú, sem eru nátt­úruperlur okkar Mýr­dæl­inga.“Um tíu millj­arða króna einka­fram­kvæmd yrði að ræða með fylgj­andi gjald­töku næstu þrjá til fjóra ára­tug­ina – fram­kvæmd sem myndi hafa grafal­var­leg og óaft­ur­kræf umhverf­is­á­hrif. „Ég spyr því: Höfum við leyfi til að fara svona með okkar fal­lega Mýr­dal? Ég segi nei. Við verðum að láta í okkur heyra til að koma í veg fyrir þetta stór­slys.“

Dyrhólaós innan Dyrhólaeyjar. Mynd: Þórir KjartanssonTryggvi Fel­ix­son, for­maður stjórnar Land­vernd­ar, sagði að sú ákvörðun sem nú lægi fyrir um hring­veg­inn um Mýr­dal væri fyrst og fremst póli­tísk, ekki fag­leg. Vega­gerðin hafi sjálf árið 2008 sagt að ekki væri skyn­sam­legt að færa veg­inn að sjón­um.Ferlið væri komið af stað en enn væri um áform að ræða – engin end­an­leg ákvörðun um fram­kvæmd hefði verið tek­in. Að mati Land­verndar ætti aðal­kost­ur­inn hjá Vega­gerð­inni að vera að end­ur­bæta núver­andi veg og færa. Hvað nauð­syn fram­kvæmd­ar­innar varð­ar, að teknu til­liti til nátt­úru­vernd­ar­laga, segir mik­il­vægt að greina mun betur þann far­ar­tálma sem veg­ur­inn er sagður vera og slysa­tíðni á hon­um.„Við erum að leggja upp í veg­ferð sem getur verið bæði löng og ströng. En við verðum að taka því, því okkar hlut­verk er að tala fyrir nátt­úru­verð­mætum og umhverf­i.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent