Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir

Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddu mál­efni náms­manna í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þing­mað­ur­inn spurði ráð­herra hvort ekki væri kom­inn tími til „að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat“. Katrín svar­aði og sagði meðal ann­ars að rík­is­stjórnin hefði verið að vinna að fjöl­mörgum málum einmitt til að koma til móts við þennan hóp.

Guð­mundur Ingi hóf mál sitt á því að benda á að 72 pró­sent stúd­enta ynnu til að stunda nám. „Það sem er kannski merki­leg­ast er að það kemur fram hjá stúd­entum að frá 1. jan­úar 2010 hafa stúd­ent­ar, með lögum um atvinnu­leys­is­bóta­rétt, greitt 4 millj­arða í atvinnu­leys­is­trygg­inga­gjöld án nokk­urs bóta­rétt­ar, 4 millj­arðar er nið­ur­staða útreikn­inga og þess vegna gera stúd­entar skýrar kröfur um sann­gjörn og við­un­andi kjör hjá Mennta­sjóði náms­manna og rétt til atvinnu­leys­is­bóta til jafns við aðra vinn­andi lands­menn.“

Sagði þing­mað­ur­inn að í gegnum kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefðu aðgerðir stjórn­valda ekki verið mið­aðar við þann stóra hóp sem stúd­entar mynda og gætu ekki talist hald­bærar lausnir til lengri tíma. „Þannig eru þeir látnir standa eftir á sama tíma og unnið er hörðum höndum við að mæta efna­hags­legum áhrifum far­ald­urs­ins á öðrum sviðum sam­fé­lags­ins. Lang­tíma­lausnir í átt að fjár­hags­legu öryggi fyrir alla stúd­enta­hópa eru nauð­syn­legar og stúd­enta­ráð áréttar kröfu sína um rétt stúd­enta til atvinnu­leys­is­bóta og hækkun grunn­fram­færslu hjá Mennta­sjóði náms­manna. Póli­tískur vilji verður að vera til staðar til að tryggja náms­mönnum fjár­hags­legt örygg­i.“

Auglýsing

Guð­mundur Ingi spurði hvort stúd­entar ættu ekki betra skil­ið. „Er þetta ekki COVID-­mál? Eru þeir ekki að missa vinn­unni út af COVID? Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat? Það hlýtur að vera til­gang­ur­inn. Ef við ætlum að hjálpa ein­hverjum vegna COVID hljótum við að reyna að hjálpa öll­um, er það ekki?“ spurði hann.

Guðmundur Ingi Kristinsson Mynd: Bára Huld Beck

Fjöl­mörg mál koma einmitt til móts við þennan hóp

Katrín svar­aði og sagð­ist vilja minna á að mál­efni náms­manna hefðu verið í for­grunni hjá rík­is­stjórn­inni. „Bæði með því að styðja mun betur við háskóla­stigið en áður var gert með auknum fram­lögum til háskóla­náms og rann­sókna og vís­inda og með því að grípa til sér­stakra COVID-tengdra aðgerða síð­asta sumar sem ég hlýt líka að minna hv. þing­mann á. Þær mið­uðu ann­ars vegar að því að tryggja stúd­entum sum­ar­störf við hæfi í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lögin og hins vegar var nýsköp­un­ar­sjóður náms­manna stór­efld­ur. Þegar gripið var til þeirrar aðgerðar mátti sjá alveg gríð­ar­legan áhuga hjá stúd­entum að nýta sér það að ráð­ast í verk­efni tengd námi sínu á laun­um,“ sagði hún.

Þá benti hún á að Mennta­sjóður náms­manna væri sann­ar­lega ekki COVID-tengt úrræði heldur hluti af stefnu­mörkun rík­is­stjórn­ar­innar til að koma betur til móts við náms­menn í þessu landi.

„Það frum­varp var sam­þykkt hér á Alþingi á síð­asta þingi og snýst um það að hluti af fram­færslu náms­manna er núna styrkur en ekki lán. Það stenst því auð­vitað enga skoðun þegar hér er talað um að stúd­entar hafi verið skildir eft­ir. Það er sann­ar­lega ekki svo. Fjöl­mörg mál sem rík­is­stjórnin hefur verið að vinna að koma einmitt til móts við þennan hóp. Þá er ég ekki að tala um almennar aðgerðir sem gagn­ast ungu fólki, til að mynda ungu fólki með börn sem hefur fengið að njóta hærri barna­bóta, skatta­lækk­anir sem gagn­ast fyrst og fremst hinum tekju­lægri og svo fram­veg­is. Vissu­lega hafa stúd­entar verið hluti af stóru mynd­inni. Það er auð­vitað svo að fleiri sækja nú nám en nokkru sinni fyrr sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá háskóla­stig­inu sem bendir til þess að margir hafi ákveðið að ráð­ast í nám á þessum skrýtnu tímum sem við lif­um, kannski einmitt vegna atvinnu­á­stands­ins,“ sagði hún.

Ákveð­inn hópur sem fellur milli skips og bryggju

Guð­mundur Ingi kom aftur í pontu og sagð­ist vilja benda á að náms­menn segð­ust hafa greitt 4 millj­arða í Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð en ekk­ert fengið af því til baka.

„Það er lág­markið að þeir fái eitt­hvað af þeim fjár­munum til baka. Og af hverju eiga þeir sem eru að vinna með námi og leggja eig­in­lega á sig tvö­falda vinnu, ekki að fá það? Það er ákveð­inn hópur sem dettur á milli skips og bryggju og sumir sem eru að detta út af atvinnu­leys­is­bótum núna hafa reynt að fá alla þá vinnu sem býðst. Ég veit um einn sem datt út af atvinnu­leys­is­bótum nú um ára­mót­in. Hann var búinn að gera allt sem hann gat til að fá vinnu, var kom­inn í ferða­manna­bis­ness við að keyra rút­ur, en datt út af þeim núna um ára­mót­in, veit ekki hvort hann á fyrir leigu eða neinu. Honum er sagt að fá félags­bætur en hann fær þær ekki ef mak­inn er með ein­hverjar tekj­ur. Hann er bara í víta­hring. Við hljótum að þurfa að grípa þetta fólk líka. Við getum ekki bara sagt: Étið bara það sem úti frýs vegna þess að við ætlum ekk­ert að gera fyrir ykk­ur. Það gengur ekki upp. Þau borga eig­in­lega ekki húsaleigu og fæða ekki börnin sín,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Vilja tryggja náms­mönnum fram­færslu

Katrín svar­aði í annað sinn og rifj­aði það upp að það hefði verið ákvörðun rík­is­stjórnar Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­innar að breyta bóta­rétti náms­manna vegna reynsl­unnar eftir hrun. Ákveðið hefði verið að reyna að tryggja náms­mönnum fram­færslu að sumri til og ein­beita sér að því að bæta stuðn­ings­kerfi náms­manna þá í gegnum Lána­sjóð íslenskra náms­manna, nú í gegnum Mennta­sjóð náms­manna.

„Þar hafa í raun og veru verið sömu sjón­ar­mið og rík­is­stjórnin hefur haft til grund­vall­ar, það er að segja við eigum að reyna að tryggja náms­mönnum að sjálf­sögðu fram­færslu – alveg eins og við eigum að tryggja öllum fram­færslu. Það gerum við í gegnum öfl­ugt stuðn­ings­kerfi Mennta­sjóðs­ins og það að tryggja það að náms­menn hafi að ein­hverjum störfum að ganga á sumrin eins og við sann­ar­lega gerðum í sumar og ég held að við höfum séð að það skil­aði sér ekki bara í störfum heldur líka í auk­inni þekk­ingu og ég nefni þar aftur Nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna sem er besta tækið sem við eigum til að efla þekk­ingu og tryggja fram­færslu náms­manna,“ sagði hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent