Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir

Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddu mál­efni náms­manna í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þing­mað­ur­inn spurði ráð­herra hvort ekki væri kom­inn tími til „að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat“. Katrín svar­aði og sagði meðal ann­ars að rík­is­stjórnin hefði verið að vinna að fjöl­mörgum málum einmitt til að koma til móts við þennan hóp.

Guð­mundur Ingi hóf mál sitt á því að benda á að 72 pró­sent stúd­enta ynnu til að stunda nám. „Það sem er kannski merki­leg­ast er að það kemur fram hjá stúd­entum að frá 1. jan­úar 2010 hafa stúd­ent­ar, með lögum um atvinnu­leys­is­bóta­rétt, greitt 4 millj­arða í atvinnu­leys­is­trygg­inga­gjöld án nokk­urs bóta­rétt­ar, 4 millj­arðar er nið­ur­staða útreikn­inga og þess vegna gera stúd­entar skýrar kröfur um sann­gjörn og við­un­andi kjör hjá Mennta­sjóði náms­manna og rétt til atvinnu­leys­is­bóta til jafns við aðra vinn­andi lands­menn.“

Sagði þing­mað­ur­inn að í gegnum kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefðu aðgerðir stjórn­valda ekki verið mið­aðar við þann stóra hóp sem stúd­entar mynda og gætu ekki talist hald­bærar lausnir til lengri tíma. „Þannig eru þeir látnir standa eftir á sama tíma og unnið er hörðum höndum við að mæta efna­hags­legum áhrifum far­ald­urs­ins á öðrum sviðum sam­fé­lags­ins. Lang­tíma­lausnir í átt að fjár­hags­legu öryggi fyrir alla stúd­enta­hópa eru nauð­syn­legar og stúd­enta­ráð áréttar kröfu sína um rétt stúd­enta til atvinnu­leys­is­bóta og hækkun grunn­fram­færslu hjá Mennta­sjóði náms­manna. Póli­tískur vilji verður að vera til staðar til að tryggja náms­mönnum fjár­hags­legt örygg­i.“

Auglýsing

Guð­mundur Ingi spurði hvort stúd­entar ættu ekki betra skil­ið. „Er þetta ekki COVID-­mál? Eru þeir ekki að missa vinn­unni út af COVID? Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat? Það hlýtur að vera til­gang­ur­inn. Ef við ætlum að hjálpa ein­hverjum vegna COVID hljótum við að reyna að hjálpa öll­um, er það ekki?“ spurði hann.

Guðmundur Ingi Kristinsson Mynd: Bára Huld Beck

Fjöl­mörg mál koma einmitt til móts við þennan hóp

Katrín svar­aði og sagð­ist vilja minna á að mál­efni náms­manna hefðu verið í for­grunni hjá rík­is­stjórn­inni. „Bæði með því að styðja mun betur við háskóla­stigið en áður var gert með auknum fram­lögum til háskóla­náms og rann­sókna og vís­inda og með því að grípa til sér­stakra COVID-tengdra aðgerða síð­asta sumar sem ég hlýt líka að minna hv. þing­mann á. Þær mið­uðu ann­ars vegar að því að tryggja stúd­entum sum­ar­störf við hæfi í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lögin og hins vegar var nýsköp­un­ar­sjóður náms­manna stór­efld­ur. Þegar gripið var til þeirrar aðgerðar mátti sjá alveg gríð­ar­legan áhuga hjá stúd­entum að nýta sér það að ráð­ast í verk­efni tengd námi sínu á laun­um,“ sagði hún.

Þá benti hún á að Mennta­sjóður náms­manna væri sann­ar­lega ekki COVID-tengt úrræði heldur hluti af stefnu­mörkun rík­is­stjórn­ar­innar til að koma betur til móts við náms­menn í þessu landi.

„Það frum­varp var sam­þykkt hér á Alþingi á síð­asta þingi og snýst um það að hluti af fram­færslu náms­manna er núna styrkur en ekki lán. Það stenst því auð­vitað enga skoðun þegar hér er talað um að stúd­entar hafi verið skildir eft­ir. Það er sann­ar­lega ekki svo. Fjöl­mörg mál sem rík­is­stjórnin hefur verið að vinna að koma einmitt til móts við þennan hóp. Þá er ég ekki að tala um almennar aðgerðir sem gagn­ast ungu fólki, til að mynda ungu fólki með börn sem hefur fengið að njóta hærri barna­bóta, skatta­lækk­anir sem gagn­ast fyrst og fremst hinum tekju­lægri og svo fram­veg­is. Vissu­lega hafa stúd­entar verið hluti af stóru mynd­inni. Það er auð­vitað svo að fleiri sækja nú nám en nokkru sinni fyrr sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá háskóla­stig­inu sem bendir til þess að margir hafi ákveðið að ráð­ast í nám á þessum skrýtnu tímum sem við lif­um, kannski einmitt vegna atvinnu­á­stands­ins,“ sagði hún.

Ákveð­inn hópur sem fellur milli skips og bryggju

Guð­mundur Ingi kom aftur í pontu og sagð­ist vilja benda á að náms­menn segð­ust hafa greitt 4 millj­arða í Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð en ekk­ert fengið af því til baka.

„Það er lág­markið að þeir fái eitt­hvað af þeim fjár­munum til baka. Og af hverju eiga þeir sem eru að vinna með námi og leggja eig­in­lega á sig tvö­falda vinnu, ekki að fá það? Það er ákveð­inn hópur sem dettur á milli skips og bryggju og sumir sem eru að detta út af atvinnu­leys­is­bótum núna hafa reynt að fá alla þá vinnu sem býðst. Ég veit um einn sem datt út af atvinnu­leys­is­bótum nú um ára­mót­in. Hann var búinn að gera allt sem hann gat til að fá vinnu, var kom­inn í ferða­manna­bis­ness við að keyra rút­ur, en datt út af þeim núna um ára­mót­in, veit ekki hvort hann á fyrir leigu eða neinu. Honum er sagt að fá félags­bætur en hann fær þær ekki ef mak­inn er með ein­hverjar tekj­ur. Hann er bara í víta­hring. Við hljótum að þurfa að grípa þetta fólk líka. Við getum ekki bara sagt: Étið bara það sem úti frýs vegna þess að við ætlum ekk­ert að gera fyrir ykk­ur. Það gengur ekki upp. Þau borga eig­in­lega ekki húsaleigu og fæða ekki börnin sín,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Vilja tryggja náms­mönnum fram­færslu

Katrín svar­aði í annað sinn og rifj­aði það upp að það hefði verið ákvörðun rík­is­stjórnar Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­innar að breyta bóta­rétti náms­manna vegna reynsl­unnar eftir hrun. Ákveðið hefði verið að reyna að tryggja náms­mönnum fram­færslu að sumri til og ein­beita sér að því að bæta stuðn­ings­kerfi náms­manna þá í gegnum Lána­sjóð íslenskra náms­manna, nú í gegnum Mennta­sjóð náms­manna.

„Þar hafa í raun og veru verið sömu sjón­ar­mið og rík­is­stjórnin hefur haft til grund­vall­ar, það er að segja við eigum að reyna að tryggja náms­mönnum að sjálf­sögðu fram­færslu – alveg eins og við eigum að tryggja öllum fram­færslu. Það gerum við í gegnum öfl­ugt stuðn­ings­kerfi Mennta­sjóðs­ins og það að tryggja það að náms­menn hafi að ein­hverjum störfum að ganga á sumrin eins og við sann­ar­lega gerðum í sumar og ég held að við höfum séð að það skil­aði sér ekki bara í störfum heldur líka í auk­inni þekk­ingu og ég nefni þar aftur Nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna sem er besta tækið sem við eigum til að efla þekk­ingu og tryggja fram­færslu náms­manna,“ sagði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent