Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík

Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.

Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
AuglýsingHvorki Mið­flokk­ur­inn né Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi ná inn manni í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt könn­unum sem Mask­ína gerði fyrir frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar. 

Mið­flokk­ur­inn fékk einn þing­mann kjör­inn í Reykja­vík 2017, Þor­stein Sæmunds­son sem datt inn sem upp­bót­ar­þing­maður í Reykja­vík suð­ur. Þá fékk flokk­ur­inn 7,6 pró­sent atkvæða í því kjör­dæmi og 7,0 pró­sent í Reykja­vík suð­ur. Sam­kvæmt könnun Mask­ínu fengi Mið­flokk­ur­inn 4,8 pró­sent í Reykja­vík suður nú og ein­ungis 3.6 pró­sent í Reykja­vík norð­ur. 

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, var ell­efti og síð­asti kjör­dæma­kjörni þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis suður í síð­ustu kosn­ingum þegar flokkur hennar fékk 8,2 pró­sent atkvæða í kjör­dæm­inu. Verr gekk í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu þar sem Fram­sókn fékk 5,3 pró­sent atkvæða og náði ekki inn manni. Miðað við stöðu mála sam­kvæmt könnun Mask­ínu er Lilja ansi langt frá því að ná inn á ný, þar sem fylgi Fram­sóknar í kjör­dæmi hennar hefur næstum helm­ing­ast og mælist 4,3 pró­sent.

Í Reykja­vík norð­ur, þar sem Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra ætlar að bjóða sig fram næst er fylgið aðeins skárra, eða 4,8 pró­sent, en þó ekki nægj­an­legt til að ná inn manni ef þetta yrði nið­ur­staða kosn­inga. 

Auglýsing
Gögnin sem nið­ur­stöð­urnar eru unnar úr koma úr tveimur könn­unum Mask­ínu, annarri sem gerð var í des­em­ber og hinni sem var gerð í jan­ú­ar. Fjöldi svar­enda í Reykja­vík suður í báðum könn­unum var 557, fjöldi svar­enda í Reykja­vík norður var 632. 

Sam­fylk­ing­in, Sós­í­alista­flokk­ur­inn og Við­reisn á sigl­ingu

Sá flokkur sem bætir mestu við sig í höf­uð­borg­inni sam­kvæmt könn­unum Mask­ínu er Sam­fylk­ing­in. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, þar sem Helga Vala Helga­dóttir er lík­lega að fara að leiða flokk­inn aft­ur, mælist fylgi hans nú 25,7 pró­sent. Það er meira en tvö­földun á fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar í kjör­dæm­inu frá síð­ustu kosn­ingum og myndi gera flokk­inn að langstærsta flokknum í því.

Sam­fylk­ingin bætir líka við sig í Reykja­víkur suður – fjórum pró­sentu­stigum – og myndi fá 17 pró­sent atkvæða. Hún yrði næst stærsti flokk­ur­inn í kjör­dæm­inu yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga og allar líkur yrðu þá á að þing­menn Sam­fylk­ingar í Reykja­vík yrðu fimm tals­ins, í stað tveggja eins og nú er. 

Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar. Nú verður stillt upp.Hinn stóri sig­ur­veg­ar­inn í höf­uð­borg­inni sam­kvæmt könn­unum Mask­ínu er Sós­í­alista­flokkur Íslands. Hann bauð ekki fram 2017, á enn eftir að kynna stefnu­skrá og fram­boðs­lista fyrir kom­andi kosn­ingar en mælist samt sem áður með 6,4 pró­sent fylgi í suður og 5,1 pró­sent í norð­ur. Í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum er flokk­ur­inn með meira fylgi en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins sam­kvæmt könn­unum Mask­ínu.

Við­reisn er einnig á ágætri sigl­ingu og bætir vel við fylgi sitt í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum frá síð­ustu kosn­ing­um. Sam­kvæmt könn­unum Mask­ínu fengi flokk­ur­inn 11,9 pró­sent atkvæða (3,5 pró­sentu­stigi meira en 2017) í norður og 14,6 pró­sent í suður (6,1 pró­sent meira en 2017).

Píratar mega líka vel við una. Þeir bæta við sig 2,4 pró­sentu­stigum í Reykja­vík suður og mæl­ast með 13,8 pró­sent fylgi og eru nán­ast á pari – lækka um 0,5 pró­sentu­stig niður í 13,1 pró­sent – í Reykja­vík norð­ur. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar og Vinstri græn í vanda

Fram­sókn er ekki eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem tapar fylgi í höf­uð­borg­inni. Það gera hinir tveir líka. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi halda stöðu sinni sem stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík suð­ur, þar sem Sig­ríður Á. And­er­sen leiddi lista flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um, ef kosið yrði í dag með 20,6 pró­sent fylgi en myndi tapa 2,2 pró­sentu­stigum frá 2017. Í hinu Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu, sem Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra leiddi síð­ast, tapar flokk­ur­inn hins vegar for­ystu­hlut­verki sínu til Sam­fylk­ing­ar­innar og mælist með 19,6 pró­sent fylgi, eða þremur pró­sentu­stigum minna en hann fékk upp úr kjör­köss­unum fyrir rúmum þremur árum. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vinstri græn tapa allra flokka mest í Reykja­vík rá síð­ustu kosn­ing­um. Í Reykja­vík norð­ur, kjör­dæmi Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, bíður flokk­ur­inn afhroð sam­kvæmt könnun Mask­ínu og tapar heilum níu pró­sentu­stig­um, fer úr 21,5 pró­sentum í 12,5 pró­sent. Kjör­dæma­kjörnum þing­mönnum hans þar myndi að öllum lík­indum fækka úr þremur í einn fyrir vik­ið. 

Í Reykja­vík suð­ur, þar sem búist er við því að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra leiði aftur í haust, fer fylgið úr 18,9 pró­sent í 12,8 pró­sent, og lækkar því um 6,1 pró­sentu­stig. Það myndi líka skila einum kjör­dæma­kjörnum þing­mann­i. 

Flokkur fólks­ins tapar líka fylgi í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og myndi fá ann­ars vegar 5,5 pró­sent í suður og hins vegar 3,7 pró­sent í norður ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Mask­ínu. Það myndi ekki duga til að ná inn þing­manni í kjör­dæm­un­um.

Minna rót í Krag­an­um, en samt hreyf­ingar

Mask­ína skoð­aði líka stöð­una í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Krag­anum svo­kall­aða, stærsta kjör­dæmi lands­ins sem samastendur af nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­vík­ur. Þar eru sveifl­urnar minni en í höf­uð­borg­inni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi tapa mestu – 3,9 pró­sentu­stigum – en áfram vera langstærsti flokkur kjör­dæm­is­ins, þar sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, leið­ir. Alls segj­ast 27 pró­sent aðspurðra ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn þar. Ekki er víst að það myndi hafa nein áhrif á þá fjóra þing­menn sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þegar með í kjör­dæm­inu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.Sá flokkur sem bætir mestu við sig í Krag­anum er Við­reisn, sem mælist nú með 15,2 pró­sent fylgi eða 5,7 pró­sent meira en haustið 2017. Það er jafn­mikið fylgi og Sam­fylk­ing­in, sem bætir við sig 3,1 pró­sentu­stigi, mælist með  og báðir flokkar myndi lík­ast til fá tvo kjör­dæma­kjörna þing­menn hvor, og tvö­falda þann fjölda sem þeir hafa nú. Píratar ættu að sigla lygnan sjó, bæta við sig einu pró­sentu­stigi og mæl­ast með 9,3 pró­sent fylgi. Það dugar til að halda eina þing­manni þeirra í Krag­an­um, en allar líkur eru á að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir leiði flokk­inn þar í haust. 

Fylgis­tap Vinstri grænna er mun minna í Suð­vest­ur­kjör­dæmi en í höf­uð­borg­inni og fylgið fer úr 13,6 pró­sentum í 12 pró­sent. Lík­lega myndi flokk­ur­inn þó tapa kjör­dæma­kjörnum þing­manni fyrir vik­ið. Það myndi Mið­flokk­ur­inn að öllum lík­indum gera líka þar sem fylgi hans fer úr 9,8 pró­sentum í síð­ustu kosn­ingum í 6,8 pró­sent. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem er með einn mann kjör­dæma­kjör­inn í Krag­anum nú, myndi ekki ná að end­ur­taka þann leik miðað við stöðu mála í könn­unum Mask­ínu, þar sem fylgi flokks­ins er nú að mæl­ast 6,6 pró­sent. 

Flokkur fólks­ins tapar einnig fylgi í Krag­anum og mælist með 4,7 pró­sent. Minnstur þeirra flokka sem mæl­ast var svo Sós­í­alista­flokk­ur­inn með 3,3 pró­sent fylgi.

Fjöldi svar­enda í könn­unum Mask­ínu í Suð­vest­ur­kjör­dæmi var 807.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent