Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun

Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Auglýsing

Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið hefur birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda drög að breyt­ingum á lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun (ramma­á­ætl­un) sem taka á með­ferð vind­orku­kosta innan henn­ar. Lagt er til að sér­stak­lega verði kveðið á um vind­orku í lög­unum til að taka af allan vafa um að slíkir virkj­un­ar­kost­ir, sem eru 10 MW eða meira að upp­settu afli, heyri undir lög­in. Jafn­framt er lagt til að vind­orku­kostir sæti vegna sér­eðlis vind­orkunnar annarri máls­með­ferð en virkj­un­ar­kostir í vatns­afli og jarð­varma. Þannig er jafn­framt lögð til flokkun virkj­un­ar­kosta til vind­orku­nýt­ingar með til­liti til stað­setn­ingar í lands­lagi og nátt­úru Íslands og sé fyr­ir­hugað vind­orku­ver utan ákveð­inna svæða sæti það ekki tak­mörk­unum ramma­á­ætl­un­ar.



Mark­mið laga­breyt­ing­anna eru að gera leyf­is­veit­ing­ar­ferli vegna nýt­ingar vind­orku skil­virkara og að for­gangs­raða land­svæðum svo að ná megi fram jafn­vægi milli mik­il­vægra umhverf­is-, sam­fé­lags- og efna­hags­legra þátta.  

Auglýsing



Slíkt verði í meg­in­at­riðum gert með skýrri opin­berri stefnu­mörkun um nýt­ingu vind­orku og stað­setn­ingu vind­orku­vera með til­liti til flokk­unar lands . Gert er ráð fyrir að sú stefnu­mörkun komi til umfjöll­unar og sam­þykktar Alþingis sam­hliða frum­varp­inu en í formi til­lögu til þings­á­lykt­un­ar. „Með aðlögun gild­andi laga að vind­orku sem orku­kosts er reynt að stuðla að því að vind­orku­ver bygg­ist síður upp á við­kvæm­ustu svæðum lands­ins auk þess sem reynt hefur verið að koma til móts við hið sér­staka eðli vind­orkunnar með þeim hætti að aukin skil­virkni, ein­földun og fyr­ir­sjá­an­leiki verði í reglu­verki við und­ir­bún­ing slíkra verk­efna,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna sem nú hafa verið lögð fram til kynn­ing­ar. 



Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er kveðið á um að „setja þurfi lög um vind­orku­ver ásamt því að vinna með sveit­ar­fé­lögum leið­bein­ingar um skipu­lags­á­kvarð­anir og leyf­is­veit­ing­ar“. Í lok árs 2019 var skip­aður starfs­hópur þriggja ráðu­neyta til að vinna að til­lögum um hvernig best væri að haga mál­efnum vind­orku sem orku­nýt­ing­ar­kosts hér á landi og byggir frum­varpið á nið­ur­stöðum hans auk sjón­ar­miða ýmissa hag­að­ila.



Í skýrslu starfs­hóps­ins er lagt til að lands­svæði verði flokkuð í þrjá flokka með til­liti til hag­nýt­ingar vind­orku:



Flokkur 1. 

Mælt yrði fyrir um að ekki yrðu byggð vind­orku­ver á lands­svæðum í þessum flokki og að stjórn­völdum væri óheim­ilt að veita leyfi fyrir slíkum virkj­un­ar­kostum eða taka þá til með­ferð­ar.



Flokkur 2. 

Þar féllu undir svæði sem gætu í eðli sínu almennt verið við­kvæm fyrir upp­bygg­ingu vind­orku­vera eða annarri mann­virkja­gerð, en virkj­un­ar­kostir í vind­orku innan slíkra svæða gætu þó komið til greina að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­um, meg­in­reglum og við­miðum og að und­an­gengnu mati verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar.



Flokkur 3. 

Þar yrðu um að ræða land­svæði sem hvorki teld­ust falla í flokk 1 né í flokk 2. Ákvörð­un­ar­vald um fram­hald virkj­un­ar­kosta á svæði í flokki 3 yrði þá hjá sveit­ar­fé­lagi og öðrum stjórn­völdum að upp­fylltum almennum reglum og skipu­lags­gerð ein­stakra sveit­ar­fé­laga, lög­bundnu umhverf­is­mati o.s.frv.

Vindorkuver á suðurhluta Spánar. Víða í Evrópu er komin löng reynsla á nýtingu vindsins.  Mynd: EPA



Í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna kemur fram að nágranna­lönd okkar hafa farið ýmsar leiðir við með­höndlun vind­orku. Í meg­in­at­riðum hefur verið um tvær leiðir að ræða; ann­ars vegar hin svo­nefnda norska leið og hins vegar skoska leið­in.

Norska leiðin umdeild



Norska leiðin byggð­ist á grein­ingu og kort­lagn­ingu á stærstum hluta Nor­egs með til­liti til vind­orku­nýt­ing­ar. Áhersla var í fyrstu lögð á að greina þau lands­svæði sem úti­lokuð voru frá vind­orku­nýt­ingu. Síðan var unnið að því að greina þau lands­svæði sem hugs­an­lega gætu hentað fyrir slíka upp­bygg­ingu. Þau land­svæði voru að lokum skoðuð enn frekar með til­liti til þess hvaða svæði innan þeirra gætu hentað vel fyrir upp­bygg­ingu vind­orku­vera. Það vind­orku­kort sem varð til eftir þessa vinnu var í fram­hald­inu kynnt í Nor­egi og var ekki óum­deilt, sér­stak­lega meðal sveit­ar­fé­laga. Hafa norsk stjórn­völd því hafið end­ur­skoðun á aðferð­ar­fræð­inn­i. 

Flokkun skosku leið­ar­innar



Sú leið sem Skotar fóru byggð­ist á þeirri leið að flokka lands­svæði í þrjá flokka: 1) svæði þar sem vind­orku­ver eru ekki talin ásætt­an­leg, 2) svæði með veru­lega vernd eða sér­stöðu þar sem skoða þarf ein­stök til­vik með ítar­legum hætti áður en vind­orku­ver geta komið til álita og 3) svæði með mögu­leika á vind­orku­verum en þó alltaf háð mati með til­liti til skil­greindra við­miða.



Í skýrslu starfs­hóps­ins er lagt til að við breyt­ingar á lögum um ramma­á­ætl­un  verði í grund­vall­ar­at­riðum horft til skosku leið­ar­innar og hún aðlöguð að íslenskum aðstæð­um.

Tilraunarekstur vindmylla á Íslandi hefur reynst mjög vel. Mynd: EPA



Lög um ramma­á­ætlun áttu upp­haf­lega ein­göngu að ná til virkj­un­ar­kosta í vatns­afli og jarð­hita en við með­ferð frum­varps­ins á Alþingi var heiti lag­anna, gild­is­sviði og nokkrum greinum frum­varps­ins breytt þannig að þau yrðu ekki ein­ungis bundin við vatns­afl og jarð­hita. Hins vegar hafa komið fram sjón­ar­mið um að lögin gildi ekki um vind­orku og að fjalla þyrfti með skýr­ari hætti um þennan virkj­un­ar­kost í þeim.

Ramma­á­ætlun föst í þing­inu



Vind­orku­nýt­ing fellur að mati umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins und­ir  ramma­á­ætl­un. Verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar hefur á grund­velli lag­anna fjallað um tvo virkj­ana­kosti í vind­orku í þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar;  Búr­fellslund (200 MW) og Blöndu­lund (100 MW). Nið­ur­staða verk­efn­is­stjórnar var á þá leið að Búr­fellslundur færi í bið­flokk en Blöndu­lundur í orku­nýt­ing­ar­flokk. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem byggir á nið­ur­stöðum verk­efn­is­stjórnar í 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hefur hins vegar enn sem komið er ekki hlotið end­an­lega umfjöllun Alþing­is. Í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem nú er í vinnslu, hafa um 34 virkj­un­ar­kostir í vind­orku komið til með­ferðar hjá verk­efn­is­stjórn.

Óþrjót­andi auð­lind



Sér­staða vind­orkunnar sem virkj­un­ar­kosts er nokk­ur. Sem auð­lind er hann nokkurn veg­inn óþrjót­andi og að sama skapi ekki jafn stað­bund­inn og aðrir og hefð­bundn­ari virkj­ana­kost­ir. Þá krefj­ast vind­orku­ver almennt minni und­ir­bún­ings­tíma, mun fljót­legra er að reisa slík mann­virki, auk þess sem hægt er að reisa þau í skil­greindum áföngum í sam­ræmi við eft­ir­spurn.  



„Telja verður að vind­orku­ver geti í mörgum til­vikum haft í för með sér minna óaft­ur­kræft rask en hefð­bundn­ari orku­kost­ir, ef rétt er að stað­ið, enda er auð­veld­ara að fjar­lægja slík mann­virki að stærstum hluta ásamt flestum öðrum ummerkjum af virkj­un­ar­stað, sé tekin ákvörðun um að hætta starf­sem­i,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps­drag­anna. „Segja má því að nýt­ing vind­orku á til­teknu lands­svæði bindi ekki hendur fram­tíð­ar­kyn­slóða með jafn afger­andi hætti og oft er þegar um er að ræða nýt­ingu á hinum hefð­bundn­ari orku­kost­u­m.“

Ákjós­an­legt að nýta á Íslandi



 Hag­kvæmni vind­orku er að aukast hratt og áhugi á hag­nýt­ingu hennar fer vax­andi. Rekstur ein­stakra vind­orku­stöðva á Íslandi í til­rauna­skyni hefur verið umfram vænt­ingar og land- og veð­ur­fræði­legar aðstæður ákjós­an­legar til nýt­ingar vind­orku á Íslandi.



Þar sem virkj­un­ar­kostir í vind­orku eru ekki jafn bundnir við ákveðna stað­setn­ingu eins og hinir hefð­bundnu virkj­un­ar­kostir gefur það stjórn­völdum mik­il­vægt tæki­færi til að móta opin­bera stefnu um það hvar helst eigi að stað­setja slíka starf­semi og hvar ekki, til að reyna eins og kostur er að lág­marka nei­kvæð umhverf­is­leg áhrif af henni, segir í grein­ar­gerð­inni.

Hlut­verk verk­efn­is­stjórnar



 Verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar gerir til­lögu að flokkun fram­kom­inna virkj­un­ar­kosta hverju sinni í vernd­ar­flokk, bið­flokk og orku­nýt­ing­ar­flokk. Með laga­breyt­ing­unni yrði hlut­verk verk­efn­is­stjórnar hvað vind­orku­kosti varðar í fyrsta lagi að yfir­fara alla slíka virkj­un­ar­kosti  eftir að Orku­stofnun hefur farið yfir þá og greina lands­svæði sem áhugi er að reisa þá á. Ef stað­setn­ingin er innan svæða í flokki 1 þá vísar verk­efn­is­stjórn slíkum virkj­un­ar­kostum frá. Sé stað­setn­ingin hvorki á svæði í flokki 1 né í flokki 3, þá tekur verk­efn­is­stjórn slíka kosti til skoð­unar og mats út frá meg­in­reglum og við­miðum sem koma fram í þings­á­lyktun um stefnu stjórn­valda um nýt­ingu vind­orku. Telji verk­efn­is­stjórn hins vegar eftir skoðun sína að virkj­un­ar­kostur falli hvorki undir flokk 1 né flokk 2, þá til­kynnir hún ráð­herra um þá nið­ur­stöðu sína og gert er ráð fyrir að slíkir virkj­un­ar­kostir sæti ekki frek­ari máls­með­ferð samkvæmt lögum um ramma­á­ætlun og geti farið áfram í hefð­bundið leyf­is­veit­ing­ar­ferli.



Eins og verið hefur mun hlut­að­eig­andi virkj­ana­kostur þurfa að fara í gegnum hefð­bundna opin­bera leyf­is­veit­ing­ar­ferla og mæta þeim kröfum sem þar er að finna, t.d. í lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um, raf­orku­lög­um, skipu­lags­lögum og mann­virkja­lög­um. Hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lag þarf einnig að gera ráð fyrir slíkum virkj­un­ar­kosti og til­heyr­andi mann­virkjum í skipu­lagi sínu því frum­varpið gerir ekki ráð fyrir því að sveit­ar­fé­lögum beri sjálf­stæð skylda til að aðlaga skipu­lags­á­ætl­anir sínar að virkj­ana­kostum í vind­orku eins og gildir um hina hefð­bundnu orku­kosti, vatns­afl og jarð­hita, jafn­vel þó slík verk­efni hljóti fram­gang sam­kvæmt lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un. 



Frum­varps­drögin má nálg­ast hér og umsagn­ar­frestur er til 5. febr­ú­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent