Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn

Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að heimila veiðar á allt að 61 þúsund tonni af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Það er aukning um 39.200 tonn frá fyrri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar en nýja reglugerðin um útgefinn kvóta, sem Kristján Þór hefur undirritað, er einnig í samræmi við ráðgjöf stofnunarinnar: Hún var endurskoðuð eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku. 

Á ríkisstjórnarfundi í morgun gerði Kristján Þór einnig grein fyrir því að rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, hafi farið af stað til frekari mælinga síðastliðinn sunnudag. Í dag fara svo þrjú skip frá útgerðum loðnuskipa til loðnuleitar og því munu samtals fjögur skip sinna mælingunum næstu daga.  Auk þess eru tvö loðnuskip til viðbótar tilbúin að koma að verkefninu ef þörf verður á.

Auglýsing
Kristján Þór segir í tilkynningu frá ráðuneyti hans að það sé ánægjulegt að tekist hafi að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. „Þetta er vissulega ekki mikið magn en sú staðreynd að íslensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leitin heldur áfram af fullum þunga og í dag bætast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur er.“

Enginn loðnukvóti hefur verið gefinn út í tvö ár. Til að átta sig á virði loðnuveiða er vert að benda á að loðna var flutt út á erlenda markaði fyrir 18 milljarða króna árið 2017, 18,3 milljarða króna árið 2016 og heila 29 milljarða króna árið 2015. 

Í skýrslu sem var unnin um stöðu, áhrif og afleið­ingar loðnu­brests 2019 fyrir Vest­manna­eyj­ar, og birt var snemma árs í fyrra, kom fram að loðnubrestur hefði þar bein áhrif á 350 starfs­menn og ígildi 60 árs­verka. Tap­aðar launa­tekjur í Vest­manna­eyjum væru að minnsta kosti 1.000 millj­ónir króna. Tekju­tap útgerð­ar­fyr­ir­tækja væri um 7.600 millj­ónir króna og ann­arra fyr­ir­tækja um 900 millj­ón­ir. Vest­manna­eyja­bær og Vest­manna­eyja­höfn yrðu af um 160 millj­ónum sökum þessa, sam­kvæmt skýrslu­nni, sem var unnin fyrir bæjarstjórn Vestmannaeyja.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent