Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn

Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur ákveðið að heim­ila veiðar á allt að 61 þús­und tonni af loðnu á fisk­veiði­ár­inu 2020/2021. Það er aukn­ing um 39.200 tonn frá fyrri ráð­gjöf Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar en nýja reglu­gerðin um útgef­inn kvóta, sem Krist­ján Þór hefur und­ir­rit­að, er einnig í sam­ræmi við ráð­gjöf stofn­un­ar­inn­ar: Hún var end­ur­skoðuð eftir mæl­ingar á loðnu­stofn­inum í síð­ustu viku. 

Á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun gerði Krist­ján Þór einnig grein fyrir því að rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, Árni Frið­riks­son, hafi farið af stað til frek­ari mæl­inga síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Í dag fara svo þrjú skip frá útgerðum loðnu­skipa til loðnu­leitar og því munu sam­tals fjögur skip sinna mæl­ing­unum næstu daga.  Auk þess eru tvö loðnu­skip til við­bótar til­búin að koma að verk­efn­inu ef þörf verður á.

Auglýsing
Kristján Þór segir í til­kynn­ingu frá ráðu­neyti hans að það sé ánægju­legt að tek­ist hafi að afstýra loðnu­bresti þriðja árið í röð. „Þetta er vissu­lega ekki mikið magn en sú stað­reynd að íslensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leitin heldur áfram af fullum þunga og í dag bæt­ast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyrir við­spyrnu efna­hags­lífs­ins að loðnu­ver­tíðin verði eins öflug og kostur er.“

Eng­inn loðnu­kvóti hefur verið gef­inn út í tvö ár. Til að átta sig á virði loðnu­veiða er vert að benda á að loðna var flutt út á erlenda mark­aði fyrir 18 millj­arða króna árið 2017, 18,3 millj­arða króna árið 2016 og heila 29 millj­arða króna árið 2015. 

Í skýrslu sem var unnin um stöðu, áhrif og afleið­ingar loðn­u­brests 2019 fyrir Vest­­manna­eyj­­ar, og birt var snemma árs í fyrra, kom fram að loðnu­brestur hefði þar bein áhrif á 350 starfs­­menn og ígildi 60 árs­verka. Tap­aðar launa­­tekjur í Vest­­manna­eyjum væru að minnsta kosti 1.000 millj­­ónir króna. Tekju­tap útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja væri um 7.600 millj­­ónir króna og ann­­arra fyr­ir­tækja um 900 millj­­ón­­ir. Vest­­manna­eyja­­bær og Vest­­manna­eyja­höfn yrðu af um 160 millj­­ónum sökum þessa, sam­­kvæmt skýrslu­nni, sem var unnin fyrir bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent