„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir

Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

„Mér sýn­ist að það sé að mynd­ast þverpóli­tísk sátt um fjöl­miðla­frum­varpið sem er jákvætt,“ sagði Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra við RÚV á laug­ar­dag, en frum­varp hennar um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi er nú til með­ferðar á Alþingi í þriðja sinn.

Frum­varpið er í grunn­inn með svip­uðu sniði og tvö fyrri frum­vörp sem Lilja lagði fram til þings­ins, eftir að þau höfðu verið sam­þykkt í rík­is­stjórn og þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna þriggja. Það felur í sér að einka­reknir fjöl­miðlar á Íslandi verði styrktir um tæpar 400 millj­ónir króna á ári úr rík­is­sjóði.

Styrkirnir til fjöl­miðla eiga að verða í formi end­ur­greiðslna vegna launa­kostn­aðar fjöl­miðla­fólks og útfærslan svipuð og í ein­skipt­is­styrkjum sem fjöl­miðlar fengu til þess að takast á við áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á síð­asta ári.

Í bæði fyrri skiptin sofn­uðu frum­vörp Lilju svefn­inum langa í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is, sem Páll Magn­ús­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins stýr­ir. Það hefur gerst vegna and­stöðu nokk­urra þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fá teikn virt­ust á lofti um að annað yrði uppi á ten­ingnum í þriðju til­raun.

Það vakti því tölu­verða athygli í síð­ustu viku þegar Páll sjálfur sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að Sjálf­stæð­is­menn myndu í „grófum drátt­um“ styðja fjöl­miðla­frum­varp Lilju. Þau orð lét Páll falla í sam­hengi við þá ákvörðun stjórn­enda Sýnar að frétta­tími Stöðvar 2 verði fram­vegis ein­ungis fyrir áskrifendur.

Auglýsing

Það taldi Páll, sem er bæði fyrr­ver­andi frétta­stjóri Stöðvar 2 og útvarps­stjóri RÚV, baga­legt fyrir lýð­ræðið í land­inu. Af orðum Páls mátti skilja að þessi stefnu­breyt­ing Sjálf­stæð­is­manna væri vegna orða mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um að sam­þykkt fjöl­miðla­frum­varps­ins yrði fyrsta skrefið að brott­hvarfi RÚV af aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Lilja hefur þó boðað lengi að stefna skuli að því að RÚV hverfi það­an.

Hvort sem það er ákvörðun Stöðvar 2 um að læsa fréttum eða ítrekun á fyr­ir­heitum Lilju um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði sem veld­ur, þá virð­ist hreyf­ing vera að kom­ast á mál sem hefur til þessa verið skotið niður af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, sem hafa haft aðrar hug­myndir um hvernig styðja megi við einka­rekna fjöl­miðla.

Stjórn BÍ: „Þurfum ekki að finna upp hjól­ið“

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ) sendi frá sér ályktun vegna læstra frétta Stöðvar 2 á föstu­dag. Stjórnin sagði að ákvörðun stjórn­enda Sýnar væri „þungt áfall fyrir íslenska sam­fé­lags­um­ræðu og áfell­is­dómur yfir þeim rekstr­ar­skil­yrðum sem fyr­ir­tækjum hefur verið búin á þessum mark­aði frá því að frelsi á ljós­vaka­mark­aði varð að veru­leika um miðjan níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.“

Fyr­ir­ferð RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði er gagn­rýnd í álykt­un­inni, en þar segir einnig að á meðan að fjöl­miðlar reyni að fóta sig í breyttum veru­leika varð­andi tekju­öflun þurfi „hið opin­bera að koma að málum með sam­bæri­legum hætti og gert er í nágranna­löndum okk­ar.  Við þurfum ekki að finna upp hjól­ið, þraut­reyndar aðferðir í þeim efnum eru fyrir hend­i,“ sagði stjórn BÍ. 

Ísland eina nor­ræna ríkið sem ekki styrkir einka­rekna miðla

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Lilju um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla er dregið fram að Ísland er eina nor­ræna ríkið sem ekki veitir beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

„Í Finn­landi eru veittir styrkir til frétta­blaða sem gefin eru út á tungu­málum minni­hluta­hópa. Víð­tæk­ari fram­leiðslu- og dreif­ing­ar­styrkir eru veittir í Nor­egi og Sví­þjóð. Í Dan­mörku er ann­ars konar styrkja­kerfi þar sem stuðn­ingur er veittur til fram­leiðslu rit­stjórn­ar­efnis á prent­uðu formi fyrir smærri fjöl­miðla með útbreiðslu á lands­vísu auk þess sem net­miðlum er veittur stuðn­ing­ur. Í Dan­mörku er einnig veittur verk­efna­styrkur vegna stofn­unar nýrra fjöl­miðla og þró­unar þeirra miðla sem fyrir eru á mark­aðn­um,“ ­segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að á Norð­ur­lönd­unum hafi mikil umræða átt sér stað um að styrkja einka­rekna fjöl­miðla enn frekar til að þeir nái að fóta sig í heimi þar sem færri og færri kjósa að greiða fyrir fréttir og sam­fé­lags­miðlar hirða stóran hluta aug­lýs­inga­kök­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent