„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir

Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

„Mér sýn­ist að það sé að mynd­ast þverpóli­tísk sátt um fjöl­miðla­frum­varpið sem er jákvætt,“ sagði Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra við RÚV á laug­ar­dag, en frum­varp hennar um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi er nú til með­ferðar á Alþingi í þriðja sinn.

Frum­varpið er í grunn­inn með svip­uðu sniði og tvö fyrri frum­vörp sem Lilja lagði fram til þings­ins, eftir að þau höfðu verið sam­þykkt í rík­is­stjórn og þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna þriggja. Það felur í sér að einka­reknir fjöl­miðlar á Íslandi verði styrktir um tæpar 400 millj­ónir króna á ári úr rík­is­sjóði.

Styrkirnir til fjöl­miðla eiga að verða í formi end­ur­greiðslna vegna launa­kostn­aðar fjöl­miðla­fólks og útfærslan svipuð og í ein­skipt­is­styrkjum sem fjöl­miðlar fengu til þess að takast á við áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á síð­asta ári.

Í bæði fyrri skiptin sofn­uðu frum­vörp Lilju svefn­inum langa í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is, sem Páll Magn­ús­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins stýr­ir. Það hefur gerst vegna and­stöðu nokk­urra þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fá teikn virt­ust á lofti um að annað yrði uppi á ten­ingnum í þriðju til­raun.

Það vakti því tölu­verða athygli í síð­ustu viku þegar Páll sjálfur sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að Sjálf­stæð­is­menn myndu í „grófum drátt­um“ styðja fjöl­miðla­frum­varp Lilju. Þau orð lét Páll falla í sam­hengi við þá ákvörðun stjórn­enda Sýnar að frétta­tími Stöðvar 2 verði fram­vegis ein­ungis fyrir áskrifendur.

Auglýsing

Það taldi Páll, sem er bæði fyrr­ver­andi frétta­stjóri Stöðvar 2 og útvarps­stjóri RÚV, baga­legt fyrir lýð­ræðið í land­inu. Af orðum Páls mátti skilja að þessi stefnu­breyt­ing Sjálf­stæð­is­manna væri vegna orða mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um að sam­þykkt fjöl­miðla­frum­varps­ins yrði fyrsta skrefið að brott­hvarfi RÚV af aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Lilja hefur þó boðað lengi að stefna skuli að því að RÚV hverfi það­an.

Hvort sem það er ákvörðun Stöðvar 2 um að læsa fréttum eða ítrekun á fyr­ir­heitum Lilju um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði sem veld­ur, þá virð­ist hreyf­ing vera að kom­ast á mál sem hefur til þessa verið skotið niður af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, sem hafa haft aðrar hug­myndir um hvernig styðja megi við einka­rekna fjöl­miðla.

Stjórn BÍ: „Þurfum ekki að finna upp hjól­ið“

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ) sendi frá sér ályktun vegna læstra frétta Stöðvar 2 á föstu­dag. Stjórnin sagði að ákvörðun stjórn­enda Sýnar væri „þungt áfall fyrir íslenska sam­fé­lags­um­ræðu og áfell­is­dómur yfir þeim rekstr­ar­skil­yrðum sem fyr­ir­tækjum hefur verið búin á þessum mark­aði frá því að frelsi á ljós­vaka­mark­aði varð að veru­leika um miðjan níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.“

Fyr­ir­ferð RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði er gagn­rýnd í álykt­un­inni, en þar segir einnig að á meðan að fjöl­miðlar reyni að fóta sig í breyttum veru­leika varð­andi tekju­öflun þurfi „hið opin­bera að koma að málum með sam­bæri­legum hætti og gert er í nágranna­löndum okk­ar.  Við þurfum ekki að finna upp hjól­ið, þraut­reyndar aðferðir í þeim efnum eru fyrir hend­i,“ sagði stjórn BÍ. 

Ísland eina nor­ræna ríkið sem ekki styrkir einka­rekna miðla

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Lilju um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla er dregið fram að Ísland er eina nor­ræna ríkið sem ekki veitir beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

„Í Finn­landi eru veittir styrkir til frétta­blaða sem gefin eru út á tungu­málum minni­hluta­hópa. Víð­tæk­ari fram­leiðslu- og dreif­ing­ar­styrkir eru veittir í Nor­egi og Sví­þjóð. Í Dan­mörku er ann­ars konar styrkja­kerfi þar sem stuðn­ingur er veittur til fram­leiðslu rit­stjórn­ar­efnis á prent­uðu formi fyrir smærri fjöl­miðla með útbreiðslu á lands­vísu auk þess sem net­miðlum er veittur stuðn­ing­ur. Í Dan­mörku er einnig veittur verk­efna­styrkur vegna stofn­unar nýrra fjöl­miðla og þró­unar þeirra miðla sem fyrir eru á mark­aðn­um,“ ­segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að á Norð­ur­lönd­unum hafi mikil umræða átt sér stað um að styrkja einka­rekna fjöl­miðla enn frekar til að þeir nái að fóta sig í heimi þar sem færri og færri kjósa að greiða fyrir fréttir og sam­fé­lags­miðlar hirða stóran hluta aug­lýs­inga­kök­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent