„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir

Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

„Mér sýn­ist að það sé að mynd­ast þverpóli­tísk sátt um fjöl­miðla­frum­varpið sem er jákvætt,“ sagði Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra við RÚV á laug­ar­dag, en frum­varp hennar um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á Íslandi er nú til með­ferðar á Alþingi í þriðja sinn.

Frum­varpið er í grunn­inn með svip­uðu sniði og tvö fyrri frum­vörp sem Lilja lagði fram til þings­ins, eftir að þau höfðu verið sam­þykkt í rík­is­stjórn og þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna þriggja. Það felur í sér að einka­reknir fjöl­miðlar á Íslandi verði styrktir um tæpar 400 millj­ónir króna á ári úr rík­is­sjóði.

Styrkirnir til fjöl­miðla eiga að verða í formi end­ur­greiðslna vegna launa­kostn­aðar fjöl­miðla­fólks og útfærslan svipuð og í ein­skipt­is­styrkjum sem fjöl­miðlar fengu til þess að takast á við áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á síð­asta ári.

Í bæði fyrri skiptin sofn­uðu frum­vörp Lilju svefn­inum langa í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is, sem Páll Magn­ús­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins stýr­ir. Það hefur gerst vegna and­stöðu nokk­urra þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fá teikn virt­ust á lofti um að annað yrði uppi á ten­ingnum í þriðju til­raun.

Það vakti því tölu­verða athygli í síð­ustu viku þegar Páll sjálfur sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að Sjálf­stæð­is­menn myndu í „grófum drátt­um“ styðja fjöl­miðla­frum­varp Lilju. Þau orð lét Páll falla í sam­hengi við þá ákvörðun stjórn­enda Sýnar að frétta­tími Stöðvar 2 verði fram­vegis ein­ungis fyrir áskrifendur.

Auglýsing

Það taldi Páll, sem er bæði fyrr­ver­andi frétta­stjóri Stöðvar 2 og útvarps­stjóri RÚV, baga­legt fyrir lýð­ræðið í land­inu. Af orðum Páls mátti skilja að þessi stefnu­breyt­ing Sjálf­stæð­is­manna væri vegna orða mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um að sam­þykkt fjöl­miðla­frum­varps­ins yrði fyrsta skrefið að brott­hvarfi RÚV af aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Lilja hefur þó boðað lengi að stefna skuli að því að RÚV hverfi það­an.

Hvort sem það er ákvörðun Stöðvar 2 um að læsa fréttum eða ítrekun á fyr­ir­heitum Lilju um að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði sem veld­ur, þá virð­ist hreyf­ing vera að kom­ast á mál sem hefur til þessa verið skotið niður af þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, sem hafa haft aðrar hug­myndir um hvernig styðja megi við einka­rekna fjöl­miðla.

Stjórn BÍ: „Þurfum ekki að finna upp hjól­ið“

Stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands (BÍ) sendi frá sér ályktun vegna læstra frétta Stöðvar 2 á föstu­dag. Stjórnin sagði að ákvörðun stjórn­enda Sýnar væri „þungt áfall fyrir íslenska sam­fé­lags­um­ræðu og áfell­is­dómur yfir þeim rekstr­ar­skil­yrðum sem fyr­ir­tækjum hefur verið búin á þessum mark­aði frá því að frelsi á ljós­vaka­mark­aði varð að veru­leika um miðjan níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.“

Fyr­ir­ferð RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði er gagn­rýnd í álykt­un­inni, en þar segir einnig að á meðan að fjöl­miðlar reyni að fóta sig í breyttum veru­leika varð­andi tekju­öflun þurfi „hið opin­bera að koma að málum með sam­bæri­legum hætti og gert er í nágranna­löndum okk­ar.  Við þurfum ekki að finna upp hjól­ið, þraut­reyndar aðferðir í þeim efnum eru fyrir hend­i,“ sagði stjórn BÍ. 

Ísland eina nor­ræna ríkið sem ekki styrkir einka­rekna miðla

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Lilju um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla er dregið fram að Ísland er eina nor­ræna ríkið sem ekki veitir beina eða óbeina styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

„Í Finn­landi eru veittir styrkir til frétta­blaða sem gefin eru út á tungu­málum minni­hluta­hópa. Víð­tæk­ari fram­leiðslu- og dreif­ing­ar­styrkir eru veittir í Nor­egi og Sví­þjóð. Í Dan­mörku er ann­ars konar styrkja­kerfi þar sem stuðn­ingur er veittur til fram­leiðslu rit­stjórn­ar­efnis á prent­uðu formi fyrir smærri fjöl­miðla með útbreiðslu á lands­vísu auk þess sem net­miðlum er veittur stuðn­ing­ur. Í Dan­mörku er einnig veittur verk­efna­styrkur vegna stofn­unar nýrra fjöl­miðla og þró­unar þeirra miðla sem fyrir eru á mark­aðn­um,“ ­segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir enn fremur að á Norð­ur­lönd­unum hafi mikil umræða átt sér stað um að styrkja einka­rekna fjöl­miðla enn frekar til að þeir nái að fóta sig í heimi þar sem færri og færri kjósa að greiða fyrir fréttir og sam­fé­lags­miðlar hirða stóran hluta aug­lýs­inga­kök­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent