Í undirbúningi að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði

Mennta- og menningarmálaráðherra skoðar leiðir til að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Nýr þjónustusamningur við RÚV tekur gildi um áramót og mælt verður fyrir frumvarpi um styrki til einkarekinna fjölmiðla í haust.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í viðtali við RÚV.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í viðtali við RÚV.
Auglýsing

Lilja D. Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, segir að í und­ir­bún­ingi sé að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði en að rík­is­miðl­inum verði bætt upp það tekju­tap með greiðslum úr rík­is­sjóði. Ráðu­neyti hennar er einnig að skoða leiðir til að jafna stöðu ís­­lenskra og er­­lendra fjöl­miðla á aug­lýs­inga­­mark­aði. Íslenskir fjöl­miðlar greiði til að mynda virð­is­auka­skatt af aug­lýs­inga­sölu sem erlendir aðilar á þeim mark­aði, sem taka sífellt til sín stærri sneið hans, gera ekki. Við það verði inn­lendir fjöl­miðlar og rík­is­sjóður af tekj­um. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í morg­un. 

Þar segir Lilja einnig að fyr­ir­hugað fjöl­miðla­frum­varp henn­ar, sem kemur á end­ur­greiðslum úr rík­is­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla, geti leitt til veru­legra breyt­inga á íslenskum fjöl­miðla­mark­að­i. 

Lilja tel­ur fyr­ir­hugað fjöl­miðla­frum­varp geta leitt til veru­­legra breyt­inga á ís­­lensk­um fjöl­miðla­mark­aði. Veik staða einka­rek­inna fjöl­miðla sé áhyggju­efni.

Mælt fyrir frum­varpi í haust

Lilja mun mæla fyrir frum­varpi sínu um end­ur­greiðslur á kostn­aði til einka­rek­inna fjöl­miðla á kom­andi haust­þingi. Frum­varpið hefur þegar verið skráð og verið tekið til umfjöll­unar í rík­is­stjórn. 

Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­ingur rík­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­þætt­­­ur. Ann­­­ars vegar stuðn­­­ing í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta kostn­aðar af rit­­­stjórn­­­­­ar­­­störf­um, en að hámarki er hann 50 millj­­­ónir króna á fjöl­mið­il. Hins vegar talað um stuðn­­­ing sem nemi allt að 5,15 pró­­­sent af launum starfs­­­fólks á rit­­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­­þrep tekju­skatts­­­stofna. 

Auglýsing
Árlegur kostn­aður er met­inn 520 millj­­­ón­ir, en fyrri hug­­­myndir gerðu ráð fyrir 350 millj­­­ón­­­um. Breyt­ingar á hlut­verki eða tekju­­­stofnum RÚV eru ekki hluti af frum­varp­inu en í grein­­ar­­gerð­inni segir að stefnt sé að því að skoða tekju­­upp­­­bygg­ingu RÚV fyrir árs­­lok 2019. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill breyt­ingar

Í mars síð­­ast­liðnum sagð­i Lilja í sjón­­­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut að það væri stjórn­­­­­­­ar­­­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­­­ars af hluta þing­­­­manna Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks. Frétta­­blaðið greinir hins vegar frá því í lok júní að ­þing­­flokkur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins leggi mikla á­herslu á að frum­varpið taki veru­­legum breyt­ingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þær breyt­ingar snú­ast aðal­lega um stöðu RÚV á sam­keppn­is­mark­að­i.  

Þjón­ustu­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið, sem skil­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vinna við nýjan samn­ing sé þegar hafin en sá mun taka gildi í byrjun næsta árs. 

Á meðal þess sem er undir í þeirri vinnu er hvernig starf­semi RÚV verður fjár­mögnuð og hvort að RÚV verði áfram heim­ilt að sækja sér tekjur á sam­keppn­is­mark­aði.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent