Í undirbúningi að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði

Mennta- og menningarmálaráðherra skoðar leiðir til að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Nýr þjónustusamningur við RÚV tekur gildi um áramót og mælt verður fyrir frumvarpi um styrki til einkarekinna fjölmiðla í haust.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í viðtali við RÚV.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í viðtali við RÚV.
Auglýsing

Lilja D. Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, segir að í und­ir­bún­ingi sé að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­mark­aði en að rík­is­miðl­inum verði bætt upp það tekju­tap með greiðslum úr rík­is­sjóði. Ráðu­neyti hennar er einnig að skoða leiðir til að jafna stöðu ís­­lenskra og er­­lendra fjöl­miðla á aug­lýs­inga­­mark­aði. Íslenskir fjöl­miðlar greiði til að mynda virð­is­auka­skatt af aug­lýs­inga­sölu sem erlendir aðilar á þeim mark­aði, sem taka sífellt til sín stærri sneið hans, gera ekki. Við það verði inn­lendir fjöl­miðlar og rík­is­sjóður af tekj­um. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í morg­un. 

Þar segir Lilja einnig að fyr­ir­hugað fjöl­miðla­frum­varp henn­ar, sem kemur á end­ur­greiðslum úr rík­is­sjóði til einka­rek­inna fjöl­miðla, geti leitt til veru­legra breyt­inga á íslenskum fjöl­miðla­mark­að­i. 

Lilja tel­ur fyr­ir­hugað fjöl­miðla­frum­varp geta leitt til veru­­legra breyt­inga á ís­­lensk­um fjöl­miðla­mark­aði. Veik staða einka­rek­inna fjöl­miðla sé áhyggju­efni.

Mælt fyrir frum­varpi í haust

Lilja mun mæla fyrir frum­varpi sínu um end­ur­greiðslur á kostn­aði til einka­rek­inna fjöl­miðla á kom­andi haust­þingi. Frum­varpið hefur þegar verið skráð og verið tekið til umfjöll­unar í rík­is­stjórn. 

Mark­miðið með frum­varp­inu er að efla hlut­verk rík­­­is­ins, þegar kemur að fjöl­miðlaum­hverf­inu, og styrkja rekstr­­­ar­um­hverf­ið, en í frum­varp­inu felst meðal ann­­­ars að stíga fyrstu skrefin í átt að því sem þekkst hefur á Norð­­­ur­lönd­unum um ára­bil. Í frum­varp­inu er lagt til að stuðn­­­ingur rík­­­is­ins við einka­rekna fjöl­miðla verði tví­­­þætt­­­ur. Ann­­­ars vegar stuðn­­­ing í formi end­­­ur­greiðslu á allt að 25 pró­­­sent af til­­­­­teknum hluta kostn­aðar af rit­­­stjórn­­­­­ar­­­störf­um, en að hámarki er hann 50 millj­­­ónir króna á fjöl­mið­il. Hins vegar talað um stuðn­­­ing sem nemi allt að 5,15 pró­­­sent af launum starfs­­­fólks á rit­­­stjórn sem  fellur undir lægra skatt­­­þrep tekju­skatts­­­stofna. 

Auglýsing
Árlegur kostn­aður er met­inn 520 millj­­­ón­ir, en fyrri hug­­­myndir gerðu ráð fyrir 350 millj­­­ón­­­um. Breyt­ingar á hlut­verki eða tekju­­­stofnum RÚV eru ekki hluti af frum­varp­inu en í grein­­ar­­gerð­inni segir að stefnt sé að því að skoða tekju­­upp­­­bygg­ingu RÚV fyrir árs­­lok 2019. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill breyt­ingar

Í mars síð­­ast­liðnum sagð­i Lilja í sjón­­­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut að það væri stjórn­­­­­­­ar­­­­meiri­hluti fyrir frum­varp­inu þrátt fyrir að það hefði verið gagn­rýnt úr ýmsum átt­um, meðal ann­­­­ars af hluta þing­­­­manna Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks. Frétta­­blaðið greinir hins vegar frá því í lok júní að ­þing­­flokkur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins leggi mikla á­herslu á að frum­varpið taki veru­­legum breyt­ingum áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Þær breyt­ingar snú­ast aðal­lega um stöðu RÚV á sam­keppn­is­mark­að­i.  

Þjón­ustu­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið, sem skil­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vinna við nýjan samn­ing sé þegar hafin en sá mun taka gildi í byrjun næsta árs. 

Á meðal þess sem er undir í þeirri vinnu er hvernig starf­semi RÚV verður fjár­mögnuð og hvort að RÚV verði áfram heim­ilt að sækja sér tekjur á sam­keppn­is­mark­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent