Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Já, það er stjórn­ar­meiri­hluti fyrir því,“ segir Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þegar hún er spurð hvort að hún sé örugg um stuðn­ing við frum­varp sitt um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Frum­varpið hefur verið gagn­rýnt út ýmsum átt­um, meðal ann­ars af hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Lilja segir að þing­menn hafi alltaf skoð­anir á frum­vörpum sem komi fram og að hún geti vel tekið slíkri gagn­rýni. Mark­miðið sé hins vegar að efla sjálf­stæða fjöl­miðla og hún minnir á að hún hafi sagt að það þurfi að taka fleiri skref til þess að gera það eftir þetta.„Ég von­ast til að fá fleiri með í þeirri veg­ferð.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Lilju í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld klukkan 21. Þar ræðir Lilja meðal ann­ars einnig aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í mál­efnum kenn­ara, við­brögð við dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og stöðu mála í efna­hags­líf­inu.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:Aðspurð um hvenær megi eiga von á því að frum­varpið um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla, sem birt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í upp­hafi árs, verði lagt fram á þingi segir Lilja að verið sé að fara yfir þær athuga­semdir sem borist hafa.

Vinnan sé vanda­verk vegna þess að þetta sé í fyrsta sinn sem verið sé að kynna aðgerðir til að styðja við einka­rekna fjöl­miðla. „Í þar síð­ustu viku átti ég fund með danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­an­um, henni Mette Bock. Þar er umhverfið þannig að rík­is­fjöl­mið­ill­inn er til að mynda ekki á aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Auglýsing
Ríkið greiðir líka meira með sínum rík­is­fjöl­miðli. Það er ekki virð­is­auka­skattur á prent- og star­fræna miðla. Þeir eru með þetta stuðn­ings­kerfi sem ég var að kynna. Þannig að ég lít á það sem við erum að gera núna sem fyrsta áfang­ann. Það kom svo skýrt fram þegar ég og Mette áttum okkar fund að áherslan sem þeir leggja á mik­il­vægi þess að það sé eðli­leg sam­keppni og eðli­legt starfs­um­hverfi fjöl­miðla, það snýr að þessum áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir. Allt þetta magn af upp­lýs­ing­um, og eru þær réttar og vand­aður frétta­flutn­ing­ur. Það var mjög skemmti­legt að ræða við hana um þessi mál.“

Átti morg­un­verð­ar­fund með Mette Bock, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur. Til umræðu var meðal ann­ars staða einka­rek­inna...

Posted by Lilja Alfreðs­dóttir / Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. on Fri­day, March 8, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent