Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Já, það er stjórn­ar­meiri­hluti fyrir því,“ segir Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þegar hún er spurð hvort að hún sé örugg um stuðn­ing við frum­varp sitt um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Frum­varpið hefur verið gagn­rýnt út ýmsum átt­um, meðal ann­ars af hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Lilja segir að þing­menn hafi alltaf skoð­anir á frum­vörpum sem komi fram og að hún geti vel tekið slíkri gagn­rýni. Mark­miðið sé hins vegar að efla sjálf­stæða fjöl­miðla og hún minnir á að hún hafi sagt að það þurfi að taka fleiri skref til þess að gera það eftir þetta.„Ég von­ast til að fá fleiri með í þeirri veg­ferð.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Lilju í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld klukkan 21. Þar ræðir Lilja meðal ann­ars einnig aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í mál­efnum kenn­ara, við­brögð við dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og stöðu mála í efna­hags­líf­inu.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:Aðspurð um hvenær megi eiga von á því að frum­varpið um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla, sem birt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í upp­hafi árs, verði lagt fram á þingi segir Lilja að verið sé að fara yfir þær athuga­semdir sem borist hafa.

Vinnan sé vanda­verk vegna þess að þetta sé í fyrsta sinn sem verið sé að kynna aðgerðir til að styðja við einka­rekna fjöl­miðla. „Í þar síð­ustu viku átti ég fund með danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­an­um, henni Mette Bock. Þar er umhverfið þannig að rík­is­fjöl­mið­ill­inn er til að mynda ekki á aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Auglýsing
Ríkið greiðir líka meira með sínum rík­is­fjöl­miðli. Það er ekki virð­is­auka­skattur á prent- og star­fræna miðla. Þeir eru með þetta stuðn­ings­kerfi sem ég var að kynna. Þannig að ég lít á það sem við erum að gera núna sem fyrsta áfang­ann. Það kom svo skýrt fram þegar ég og Mette áttum okkar fund að áherslan sem þeir leggja á mik­il­vægi þess að það sé eðli­leg sam­keppni og eðli­legt starfs­um­hverfi fjöl­miðla, það snýr að þessum áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir. Allt þetta magn af upp­lýs­ing­um, og eru þær réttar og vand­aður frétta­flutn­ing­ur. Það var mjög skemmti­legt að ræða við hana um þessi mál.“

Átti morg­un­verð­ar­fund með Mette Bock, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur. Til umræðu var meðal ann­ars staða einka­rek­inna...

Posted by Lilja Alfreðs­dóttir / Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. on Fri­day, March 8, 2019


Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent