Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Já, það er stjórn­ar­meiri­hluti fyrir því,“ segir Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þegar hún er spurð hvort að hún sé örugg um stuðn­ing við frum­varp sitt um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Frum­varpið hefur verið gagn­rýnt út ýmsum átt­um, meðal ann­ars af hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Lilja segir að þing­menn hafi alltaf skoð­anir á frum­vörpum sem komi fram og að hún geti vel tekið slíkri gagn­rýni. Mark­miðið sé hins vegar að efla sjálf­stæða fjöl­miðla og hún minnir á að hún hafi sagt að það þurfi að taka fleiri skref til þess að gera það eftir þetta.„Ég von­ast til að fá fleiri með í þeirri veg­ferð.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Lilju í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld klukkan 21. Þar ræðir Lilja meðal ann­ars einnig aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í mál­efnum kenn­ara, við­brögð við dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og stöðu mála í efna­hags­líf­inu.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:Aðspurð um hvenær megi eiga von á því að frum­varpið um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla, sem birt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í upp­hafi árs, verði lagt fram á þingi segir Lilja að verið sé að fara yfir þær athuga­semdir sem borist hafa.

Vinnan sé vanda­verk vegna þess að þetta sé í fyrsta sinn sem verið sé að kynna aðgerðir til að styðja við einka­rekna fjöl­miðla. „Í þar síð­ustu viku átti ég fund með danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­an­um, henni Mette Bock. Þar er umhverfið þannig að rík­is­fjöl­mið­ill­inn er til að mynda ekki á aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Auglýsing
Ríkið greiðir líka meira með sínum rík­is­fjöl­miðli. Það er ekki virð­is­auka­skattur á prent- og star­fræna miðla. Þeir eru með þetta stuðn­ings­kerfi sem ég var að kynna. Þannig að ég lít á það sem við erum að gera núna sem fyrsta áfang­ann. Það kom svo skýrt fram þegar ég og Mette áttum okkar fund að áherslan sem þeir leggja á mik­il­vægi þess að það sé eðli­leg sam­keppni og eðli­legt starfs­um­hverfi fjöl­miðla, það snýr að þessum áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir. Allt þetta magn af upp­lýs­ing­um, og eru þær réttar og vand­aður frétta­flutn­ing­ur. Það var mjög skemmti­legt að ræða við hana um þessi mál.“

Átti morg­un­verð­ar­fund með Mette Bock, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur. Til umræðu var meðal ann­ars staða einka­rek­inna...

Posted by Lilja Alfreðs­dóttir / Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. on Fri­day, March 8, 2019


Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent