Segir stjórnarmeirihluta fyrir fjölmiðlafrumvarpi

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að frumvarp hennar um stuðning við einkarekna fjölmiðla sé einungis fyrsta skrefið sem þurfi að stíga í þeirri vegferð.

Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

„Já, það er stjórn­ar­meiri­hluti fyrir því,“ segir Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þegar hún er spurð hvort að hún sé örugg um stuðn­ing við frum­varp sitt um styrki til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Frum­varpið hefur verið gagn­rýnt út ýmsum átt­um, meðal ann­ars af hluta þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Lilja segir að þing­menn hafi alltaf skoð­anir á frum­vörpum sem komi fram og að hún geti vel tekið slíkri gagn­rýni. Mark­miðið sé hins vegar að efla sjálf­stæða fjöl­miðla og hún minnir á að hún hafi sagt að það þurfi að taka fleiri skref til þess að gera það eftir þetta.„Ég von­ast til að fá fleiri með í þeirri veg­ferð.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Lilju í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld klukkan 21. Þar ræðir Lilja meðal ann­ars einnig aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í mál­efnum kenn­ara, við­brögð við dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og stöðu mála í efna­hags­líf­inu.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:Aðspurð um hvenær megi eiga von á því að frum­varpið um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla, sem birt var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í upp­hafi árs, verði lagt fram á þingi segir Lilja að verið sé að fara yfir þær athuga­semdir sem borist hafa.

Vinnan sé vanda­verk vegna þess að þetta sé í fyrsta sinn sem verið sé að kynna aðgerðir til að styðja við einka­rekna fjöl­miðla. „Í þar síð­ustu viku átti ég fund með danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­an­um, henni Mette Bock. Þar er umhverfið þannig að rík­is­fjöl­mið­ill­inn er til að mynda ekki á aug­lýs­inga­mark­að­i. 

Auglýsing
Ríkið greiðir líka meira með sínum rík­is­fjöl­miðli. Það er ekki virð­is­auka­skattur á prent- og star­fræna miðla. Þeir eru með þetta stuðn­ings­kerfi sem ég var að kynna. Þannig að ég lít á það sem við erum að gera núna sem fyrsta áfang­ann. Það kom svo skýrt fram þegar ég og Mette áttum okkar fund að áherslan sem þeir leggja á mik­il­vægi þess að það sé eðli­leg sam­keppni og eðli­legt starfs­um­hverfi fjöl­miðla, það snýr að þessum áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir. Allt þetta magn af upp­lýs­ing­um, og eru þær réttar og vand­aður frétta­flutn­ing­ur. Það var mjög skemmti­legt að ræða við hana um þessi mál.“

Átti morg­un­verð­ar­fund með Mette Bock, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur. Til umræðu var meðal ann­ars staða einka­rek­inna...

Posted by Lilja Alfreðs­dóttir / Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. on Fri­day, March 8, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent