Samþykkt að kaupa eignir af stærsta eiganda HB Granda á 4,4 milljarða

Útgerðarfélag Reykjavíkur fær fulla greiðslu fyrir eignir sem það selur HB Granda en lofar að endurgreiða hana að hluta ef rekstraráætlanir standast ekki. Samþykkt að breyta nafni HB Granda í Brim.

HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
Auglýsing

Hlut­hafa­fundur í HB Granda, sem hófst klukkan 17 í dag, sam­þykkti með 88,85 pró­sent greiddra atkvæða þeirra sem fund­inn sátu að kaupa allt hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, af Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­vík­ur. Kaup­verðið er 34,9 millj­ónir dala, eða tæp­lega 4,4 millj­arðar króna. Kaup­verðið var greitt með útgáfu nýs hluta­fjár í HB Granda. 11,15 pró­sent fund­ar­manna greiddi atkvæði á móti til­lög­unn­i. 

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaupa­hallar Íslands. 

Kaupin voru umdeild enda er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur stærsti eig­andi HB Granda. Þá er Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, stærsti hlut­hafi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. 

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, sem er stór hlut­hafi í HB Granda, lagði fyrr í dag fram breyt­inga­til­lögu við fyr­ir­liggj­andi til­­lögu á hlut­hafa­fundi HB Granda. Til­­lagan fól í sér að gangi áætl­­­anir selj­anda eftir verður umsamið kaup­verð greitt að fullu en ella komi til lækk­­unar þess. „Til­lagan felur í sér að enda­legt kaup­verð verði tengt við afkomu næstu ára. Að öðru leyti telur sjóð­­ur­inn að sölu­­fé­lögin falli vel að rekstri HB Granda og að þau séu í sam­ræmi við yfir­­lýsta stefnu þess um efl­ingu sölu- og mark­aðs­­starfs. Þetta er nið­­ur­­staða sjóðs­ins eftir grein­ingu á fyr­ir­liggj­andi gögn­­um.“

Auglýsing
Svo virð­ist vera sem að þessi breyt­ing­ar­til­laga hafa verið tekin að ein­hverju leyti til greina, þó með þeim breyt­ingum að kaup­verðið verður allt greitt út strax en verði „sam­an­lagður rekstr­ar­ár­angur áranna 2019 og 2020, mælt í EBIT­DA, undir kynntri rekstr­ar­á­ætl­un, sem er sam­tals USD 9,2 m, skal selj­andi end­ur­greiða hluta kaup­verðs. Sú lækkun kaup­verðs yrði þá greidd með sömu skil­málum og giltu í við­skipt­un­um.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur fær því allt greitt strax í hlutafé en ef gengi hins keypta verður undir kynntri áætlun þá mun það skila hluta þess til baka. Félagið ábyrgist að hlutir verði til staðar til að efna þá leið­rétt­ingu ef með þarf.

Ein önnur til­laga var til umfjöll­unar á hlut­hafa­fund­in­um. Hún snérist um að breyta nafni HB Granda í Brim, en það nafn bar Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur áður en félagið keypti sig af krafti inn í HB Granda. Auk þess er Guð­mundur Krist­jáns­son iðu­lega kenndur við Brim. Sú til­laga var sam­þykkt með atkvæðum 90,95 pró­sent þeirra hlut­hafa sem sátu fund­inn.

Gildi sagði nei

Fjórir líf­eyr­is­­­­sjóð­ir: Líf­eyr­is­­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna, Líf­eyr­is­­­­sjóður starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LS­R), Gildi og líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn Birta áttu sam­tals 40,11 pró­­­­sent hlut í HB Granda fyrir við­skipt­in.

A og B-deild LSR var sam­an­lagt stærsti eig­and­inn í líf­eyr­is­­­sjóða­hópnum með alls 15,15 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. A-deildin á 11,37 pró­­­sent hlut en B-deildin 3,78 pró­­­sent.  

Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna átti 12,53 pró­­­sent hlut í HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur, sem er einnig stór hlut­hafi í HB Granda, til­­­­kynnti í fyrra­dag að sjóð­­­­ur­inn muni greiða atkvæði gegn kaup­unum á hlut­hafa­fundi sem fram fer í dag. Í til­­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­­ars fram að við­­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­­lega með minni til­­­­­­­­­kostn­að­i.  

Eftir við­skiptin mun hlutur Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda hækka úr 35,01 pró­­­­sent í 42,31 pró­­­­­sent í HB Granda. Við það verður eign­­­ar­hlutur Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­víkur stærri en sam­eig­in­­­legur eign­­­ar­hluti líf­eyr­is­­­sjóð­anna fjög­­­urra sem eiga stóran hlut í HB Granda. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent