Samþykkt að kaupa eignir af stærsta eiganda HB Granda á 4,4 milljarða

Útgerðarfélag Reykjavíkur fær fulla greiðslu fyrir eignir sem það selur HB Granda en lofar að endurgreiða hana að hluta ef rekstraráætlanir standast ekki. Samþykkt að breyta nafni HB Granda í Brim.

HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
Auglýsing

Hluthafafundur í HB Granda, sem hófst klukkan 17 í dag, samþykkti með 88,85 prósent greiddra atkvæða þeirra sem fundinn sátu að kaupa allt hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi, af Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur. Kaupverðið er 34,9 milljónir dala, eða tæplega 4,4 milljarðar króna. Kaupverðið var greitt með útgáfu nýs hlutafjár í HB Granda. 11,15 prósent fundarmanna greiddi atkvæði á móti tillögunni. 

Frá þessu er greint í tilkynningu til Kaupahallar Íslands. 

Kaupin voru umdeild enda er Útgerðarfélag Reykjavíkur stærsti eigandi HB Granda. Þá er Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, stærsti hluthafi Útgerðarfélags Reykjavíkur. 

Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem er stór hluthafi í HB Granda, lagði fyrr í dag fram breyt­inga­til­lögu við fyr­ir­liggj­andi til­lögu á hlut­hafa­fundi HB Granda. Til­lagan fól í sér að gangi áætl­anir selj­anda eftir verður umsamið kaup­verð greitt að fullu en ella komi til lækk­unar þess. „Til­lagan felur í sér að endalegt kaup­verð verði tengt við afkomu næstu ára. Að öðru leyti telur sjóð­ur­inn að sölu­fé­lögin falli vel að rekstri HB Granda og að þau séu í sam­ræmi við yfir­lýsta stefnu þess um efl­ingu sölu- og mark­aðs­starfs. Þetta er nið­ur­staða sjóðs­ins eftir grein­ingu á fyr­ir­liggj­andi gögn­um.“

Auglýsing
Svo virðist vera sem að þessi breytingartillaga hafa verið tekin að einhverju leyti til greina, þó með þeim breytingum að kaupverðið verður allt greitt út strax en verði „samanlagður rekstrarárangur áranna 2019 og 2020, mælt í EBITDA, undir kynntri rekstraráætlun, sem er samtals USD 9,2 m, skal seljandi endurgreiða hluta kaupverðs. Sú lækkun kaupverðs yrði þá greidd með sömu skilmálum og giltu í viðskiptunum.

Útgerðarfélag Reykjavíkur fær því allt greitt strax í hlutafé en ef gengi hins keypta verður undir kynntri áætlun þá mun það skila hluta þess til baka. Félagið ábyrgist að hlutir verði til staðar til að efna þá leiðréttingu ef með þarf.

Ein önnur tillaga var til umfjöllunar á hluthafafundinum. Hún snérist um að breyta nafni HB Granda í Brim, en það nafn bar Útgerðarfélag Reykjavíkur áður en félagið keypti sig af krafti inn í HB Granda. Auk þess er Guðmundur Kristjánsson iðulega kenndur við Brim. Sú tillaga var samþykkt með atkvæðum 90,95 prósent þeirra hluthafa sem sátu fundinn.

Gildi sagði nei

Fjórir líf­eyr­is­­­sjóð­ir: Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­ar­­manna, Líf­eyr­is­­­sjóður starfs­­­manna rík­­­is­ins (LS­R), Gildi og líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Birta áttu sam­tals 40,11 pró­­­sent hlut í HB Granda fyrir viðskiptin.

A og B-deild LSR var sam­an­lagt stærsti eig­and­inn í líf­eyr­is­­sjóða­hópnum með alls 15,15 pró­­sent eign­­ar­hlut. A-deildin á 11,37 pró­­sent hlut en B-deildin 3,78 pró­­sent.  

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna átti 12,53 pró­­sent hlut í HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­­sjóð­­ur, sem er einnig stór hlut­hafi í HB Granda, til­­­kynnti í fyrra­dag að sjóð­­­ur­inn muni greiða atkvæði gegn kaup­unum á hlut­hafa­fundi sem fram fer í dag. Í til­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­ars fram að við­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­lega með minni til­­­­­­­kostn­að­i.  

Eftir viðskiptin mun hlutur Útgerð­­­­ar­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda hækka úr 35,01 pró­­­sent í 42,31 pró­­­­sent í HB Granda. Við það verður eign­­ar­hlutur Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur stærri en sam­eig­in­­legur eign­­ar­hluti líf­eyr­is­­sjóð­anna fjög­­urra sem eiga stóran hlut í HB Granda. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent