Samþykkt að kaupa eignir af stærsta eiganda HB Granda á 4,4 milljarða

Útgerðarfélag Reykjavíkur fær fulla greiðslu fyrir eignir sem það selur HB Granda en lofar að endurgreiða hana að hluta ef rekstraráætlanir standast ekki. Samþykkt að breyta nafni HB Granda í Brim.

HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
Auglýsing

Hlut­hafa­fundur í HB Granda, sem hófst klukkan 17 í dag, sam­þykkti með 88,85 pró­sent greiddra atkvæða þeirra sem fund­inn sátu að kaupa allt hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, af Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­vík­ur. Kaup­verðið er 34,9 millj­ónir dala, eða tæp­lega 4,4 millj­arðar króna. Kaup­verðið var greitt með útgáfu nýs hluta­fjár í HB Granda. 11,15 pró­sent fund­ar­manna greiddi atkvæði á móti til­lög­unn­i. 

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaupa­hallar Íslands. 

Kaupin voru umdeild enda er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur stærsti eig­andi HB Granda. Þá er Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, stærsti hlut­hafi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. 

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, sem er stór hlut­hafi í HB Granda, lagði fyrr í dag fram breyt­inga­til­lögu við fyr­ir­liggj­andi til­­lögu á hlut­hafa­fundi HB Granda. Til­­lagan fól í sér að gangi áætl­­­anir selj­anda eftir verður umsamið kaup­verð greitt að fullu en ella komi til lækk­­unar þess. „Til­lagan felur í sér að enda­legt kaup­verð verði tengt við afkomu næstu ára. Að öðru leyti telur sjóð­­ur­inn að sölu­­fé­lögin falli vel að rekstri HB Granda og að þau séu í sam­ræmi við yfir­­lýsta stefnu þess um efl­ingu sölu- og mark­aðs­­starfs. Þetta er nið­­ur­­staða sjóðs­ins eftir grein­ingu á fyr­ir­liggj­andi gögn­­um.“

Auglýsing
Svo virð­ist vera sem að þessi breyt­ing­ar­til­laga hafa verið tekin að ein­hverju leyti til greina, þó með þeim breyt­ingum að kaup­verðið verður allt greitt út strax en verði „sam­an­lagður rekstr­ar­ár­angur áranna 2019 og 2020, mælt í EBIT­DA, undir kynntri rekstr­ar­á­ætl­un, sem er sam­tals USD 9,2 m, skal selj­andi end­ur­greiða hluta kaup­verðs. Sú lækkun kaup­verðs yrði þá greidd með sömu skil­málum og giltu í við­skipt­un­um.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur fær því allt greitt strax í hlutafé en ef gengi hins keypta verður undir kynntri áætlun þá mun það skila hluta þess til baka. Félagið ábyrgist að hlutir verði til staðar til að efna þá leið­rétt­ingu ef með þarf.

Ein önnur til­laga var til umfjöll­unar á hlut­hafa­fund­in­um. Hún snérist um að breyta nafni HB Granda í Brim, en það nafn bar Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur áður en félagið keypti sig af krafti inn í HB Granda. Auk þess er Guð­mundur Krist­jáns­son iðu­lega kenndur við Brim. Sú til­laga var sam­þykkt með atkvæðum 90,95 pró­sent þeirra hlut­hafa sem sátu fund­inn.

Gildi sagði nei

Fjórir líf­eyr­is­­­­sjóð­ir: Líf­eyr­is­­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna, Líf­eyr­is­­­­sjóður starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LS­R), Gildi og líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn Birta áttu sam­tals 40,11 pró­­­­sent hlut í HB Granda fyrir við­skipt­in.

A og B-deild LSR var sam­an­lagt stærsti eig­and­inn í líf­eyr­is­­­sjóða­hópnum með alls 15,15 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. A-deildin á 11,37 pró­­­sent hlut en B-deildin 3,78 pró­­­sent.  

Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna átti 12,53 pró­­­sent hlut í HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur, sem er einnig stór hlut­hafi í HB Granda, til­­­­kynnti í fyrra­dag að sjóð­­­­ur­inn muni greiða atkvæði gegn kaup­unum á hlut­hafa­fundi sem fram fer í dag. Í til­­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­­ars fram að við­­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­­lega með minni til­­­­­­­­­kostn­að­i.  

Eftir við­skiptin mun hlutur Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda hækka úr 35,01 pró­­­­sent í 42,31 pró­­­­­sent í HB Granda. Við það verður eign­­­ar­hlutur Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­víkur stærri en sam­eig­in­­­legur eign­­­ar­hluti líf­eyr­is­­­sjóð­anna fjög­­­urra sem eiga stóran hlut í HB Granda. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent