Samþykkt að kaupa eignir af stærsta eiganda HB Granda á 4,4 milljarða

Útgerðarfélag Reykjavíkur fær fulla greiðslu fyrir eignir sem það selur HB Granda en lofar að endurgreiða hana að hluta ef rekstraráætlanir standast ekki. Samþykkt að breyta nafni HB Granda í Brim.

HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
HB Grandi er á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins.
Auglýsing

Hlut­hafa­fundur í HB Granda, sem hófst klukkan 17 í dag, sam­þykkti með 88,85 pró­sent greiddra atkvæða þeirra sem fund­inn sátu að kaupa allt hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, af Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­vík­ur. Kaup­verðið er 34,9 millj­ónir dala, eða tæp­lega 4,4 millj­arðar króna. Kaup­verðið var greitt með útgáfu nýs hluta­fjár í HB Granda. 11,15 pró­sent fund­ar­manna greiddi atkvæði á móti til­lög­unn­i. 

Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaupa­hallar Íslands. 

Kaupin voru umdeild enda er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur stærsti eig­andi HB Granda. Þá er Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda, stærsti hlut­hafi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur. 

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, sem er stór hlut­hafi í HB Granda, lagði fyrr í dag fram breyt­inga­til­lögu við fyr­ir­liggj­andi til­­lögu á hlut­hafa­fundi HB Granda. Til­­lagan fól í sér að gangi áætl­­­anir selj­anda eftir verður umsamið kaup­verð greitt að fullu en ella komi til lækk­­unar þess. „Til­lagan felur í sér að enda­legt kaup­verð verði tengt við afkomu næstu ára. Að öðru leyti telur sjóð­­ur­inn að sölu­­fé­lögin falli vel að rekstri HB Granda og að þau séu í sam­ræmi við yfir­­lýsta stefnu þess um efl­ingu sölu- og mark­aðs­­starfs. Þetta er nið­­ur­­staða sjóðs­ins eftir grein­ingu á fyr­ir­liggj­andi gögn­­um.“

Auglýsing
Svo virð­ist vera sem að þessi breyt­ing­ar­til­laga hafa verið tekin að ein­hverju leyti til greina, þó með þeim breyt­ingum að kaup­verðið verður allt greitt út strax en verði „sam­an­lagður rekstr­ar­ár­angur áranna 2019 og 2020, mælt í EBIT­DA, undir kynntri rekstr­ar­á­ætl­un, sem er sam­tals USD 9,2 m, skal selj­andi end­ur­greiða hluta kaup­verðs. Sú lækkun kaup­verðs yrði þá greidd með sömu skil­málum og giltu í við­skipt­un­um.

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur fær því allt greitt strax í hlutafé en ef gengi hins keypta verður undir kynntri áætlun þá mun það skila hluta þess til baka. Félagið ábyrgist að hlutir verði til staðar til að efna þá leið­rétt­ingu ef með þarf.

Ein önnur til­laga var til umfjöll­unar á hlut­hafa­fund­in­um. Hún snérist um að breyta nafni HB Granda í Brim, en það nafn bar Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur áður en félagið keypti sig af krafti inn í HB Granda. Auk þess er Guð­mundur Krist­jáns­son iðu­lega kenndur við Brim. Sú til­laga var sam­þykkt með atkvæðum 90,95 pró­sent þeirra hlut­hafa sem sátu fund­inn.

Gildi sagði nei

Fjórir líf­eyr­is­­­­sjóð­ir: Líf­eyr­is­­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna, Líf­eyr­is­­­­sjóður starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LS­R), Gildi og líf­eyr­is­­­­sjóð­­­­ur­inn Birta áttu sam­tals 40,11 pró­­­­sent hlut í HB Granda fyrir við­skipt­in.

A og B-deild LSR var sam­an­lagt stærsti eig­and­inn í líf­eyr­is­­­sjóða­hópnum með alls 15,15 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. A-deildin á 11,37 pró­­­sent hlut en B-deildin 3,78 pró­­­sent.  

Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­­ar­­­manna átti 12,53 pró­­­sent hlut í HB Granda. 

Gildi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur, sem er einnig stór hlut­hafi í HB Granda, til­­­­kynnti í fyrra­dag að sjóð­­­­ur­inn muni greiða atkvæði gegn kaup­unum á hlut­hafa­fundi sem fram fer í dag. Í til­­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­­ars fram að við­­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­­lega með minni til­­­­­­­­­kostn­að­i.  

Eftir við­skiptin mun hlutur Útgerð­­­­­ar­­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda hækka úr 35,01 pró­­­­sent í 42,31 pró­­­­­sent í HB Granda. Við það verður eign­­­ar­hlutur Útgerð­­­ar­­­fé­lags Reykja­víkur stærri en sam­eig­in­­­legur eign­­­ar­hluti líf­eyr­is­­­sjóð­anna fjög­­­urra sem eiga stóran hlut í HB Granda. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent