Lífeyrissjóður verzlunarmanna vill breytingu á kaupverði á sölufélögum

Einn stærsti eigandi HB Granda vill að endanlegt kaupverð á sölufélögum sem félagið vill kaupa af Útgerðarfélagi Reykjavíkur verði tengt við afkomu næstu ára.

HB Grandi
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna vill að end­an­legt kaup­verð HB Granda á öllu hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur verði tengt við afkomu næstu ára. Sam­kvæmt til­lögu sem stjórn HB Granda hefur sam­þykkt, og kosið verður um á hlut­hafa­fundi í dag, átti kaup­verðið að vera 4,4 millj­arðar króna. 

­Út­gerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur er stærsti hlut­hafi HB Granda og for­­stjóri HB Granda, Guð­­mundur Krist­jáns­­son, er stærsti hlut­hafi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur. 

Í til­kynn­ingu frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna segir að hann muni leggja fram breyt­inga­til­lögu við fyr­ir­liggj­andi til­lögu á hlut­hafa­fundi HB Granda síðar í dag. Til­lagan felur í sér að gangi áætl­anir selj­anda eftir verður umsamið kaup­verð greitt að fullu en ella kemur til lækk­unar þess. „Til­lagan felur í sér að enda­legt kaup­verð verði tengt við afkomu næstu ára. Að öðru leyti telur sjóð­ur­inn að sölu­fé­lögin falli vel að rekstri HB Granda og að þau séu í sam­ræmi við yfir­lýsta stefnu þess um efl­ingu sölu- og mark­aðs­starfs. Þetta er nið­ur­staða sjóðs­ins eftir grein­ingu á fyr­ir­liggj­andi gögn­um.“

Gildi segir nei

Gildi líf­eyr­is­­sjóð­­ur, sem er einnig stór hlut­hafi í HB Granda, til­­­kynnti í fyrra­dag að sjóð­­­ur­inn muni greiða atkvæði gegn kaup­unum á hlut­hafa­fundi sem fram fer í dag. Í til­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­ars fram að við­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­lega með minni til­­­­­­­kostn­að­i.  

Auglýsing
Davíð Rúd­­­­­ólfs­­­son, for­­­stöð­u­­­maður eigna­­­stýr­ingar og stað­­­geng­ill for­­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­­sjóðs, sagði í sam­tali við Kjarn­ann á þriðju­dag að „um­fangs­­­mikil og ítrekuð við­­­skipti stærsta hlut­hafa HB Granda við félagið eru óheppi­­­leg að okkar mati. Slíkt er for­­­dæma­­­laust á inn­­­­­lendum hluta­bréfa­­­mark­að­i.“

Fjórir líf­eyr­is­­­sjóð­ir: Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­ar­­manna, Líf­eyr­is­­­sjóður starfs­­­manna rík­­­is­ins (LS­R), Gildi og líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Birta eiga sam­tals 40,11 pró­­­sent hlut í HB Granda.

A og B-deild LSR eru sam­an­lagt stærsti eig­and­inn í líf­eyr­is­­sjóða­hópnum með alls 15,15 pró­­sent eign­­ar­hlut. A-deildin á 11,37 pró­­sent hlut en B-deildin 3,78 pró­­sent. Í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um afstöðu sjóðs­ins til kaupanna á sölu­­fé­lög­unum kom fram að málið væri enn í skoð­un. 

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna á 12,53 pró­­sent hlut í HB Granda. Nú liggur fyrir afstaða hans til kaupanna.

Verður greitt með nýju hlutafé

Ætlað kaup­verð á sölu­­fé­lög­unum er, líkt og áður sagði, 4,4 millj­­­arðar króna og lagt hefur verið til að kaup­verðið verði greitt með 7,3 pró­­­­sent aukn­ingu á hlutafé HB Granda. Verði kaupin sam­­­­þykkt mun hlutur Útgerð­­­­ar­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda hækka úr 35,01 pró­­­sent í 42,31 pró­­­­sent í HB Granda. Við það verður eign­­ar­hlutur Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur stærri en sam­eig­in­­legur eign­­ar­hluti líf­eyr­is­­sjóð­anna fjög­­urra sem eiga stóran hlut í HB Granda. 

Fyrir hlut­hafa­fund­inum á morgun liggur einnig fyrir breyt­ing­­ar­til­laga um að breyta nafni HB Granda í Brim, sem er það nafn sem Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur bar árum saman og Guð­­mundur Krist­jáns­­son er oft­­ast kenndur við.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent