Lífeyrissjóður verzlunarmanna vill breytingu á kaupverði á sölufélögum

Einn stærsti eigandi HB Granda vill að endanlegt kaupverð á sölufélögum sem félagið vill kaupa af Útgerðarfélagi Reykjavíkur verði tengt við afkomu næstu ára.

HB Grandi
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna vill að end­an­legt kaup­verð HB Granda á öllu hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur verði tengt við afkomu næstu ára. Sam­kvæmt til­lögu sem stjórn HB Granda hefur sam­þykkt, og kosið verður um á hlut­hafa­fundi í dag, átti kaup­verðið að vera 4,4 millj­arðar króna. 

­Út­gerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur er stærsti hlut­hafi HB Granda og for­­stjóri HB Granda, Guð­­mundur Krist­jáns­­son, er stærsti hlut­hafi Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur. 

Í til­kynn­ingu frá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna segir að hann muni leggja fram breyt­inga­til­lögu við fyr­ir­liggj­andi til­lögu á hlut­hafa­fundi HB Granda síðar í dag. Til­lagan felur í sér að gangi áætl­anir selj­anda eftir verður umsamið kaup­verð greitt að fullu en ella kemur til lækk­unar þess. „Til­lagan felur í sér að enda­legt kaup­verð verði tengt við afkomu næstu ára. Að öðru leyti telur sjóð­ur­inn að sölu­fé­lögin falli vel að rekstri HB Granda og að þau séu í sam­ræmi við yfir­lýsta stefnu þess um efl­ingu sölu- og mark­aðs­starfs. Þetta er nið­ur­staða sjóðs­ins eftir grein­ingu á fyr­ir­liggj­andi gögn­um.“

Gildi segir nei

Gildi líf­eyr­is­­sjóð­­ur, sem er einnig stór hlut­hafi í HB Granda, til­­­kynnti í fyrra­dag að sjóð­­­ur­inn muni greiða atkvæði gegn kaup­unum á hlut­hafa­fundi sem fram fer í dag. Í til­­­kynn­ingu vegna þess kom meðal ann­­­ars fram að við­­­skipti við tengda aðila yrðu að vera hafin yfir allan vafa. Þær fyr­ir­ætl­­­­­anir sem fyrir liggi séu ekki trú­verð­ugar og sjóð­­­ur­inn telji að ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu mark­mið­um, mög­u­­­­lega með minni til­­­­­­­kostn­að­i.  

Auglýsing
Davíð Rúd­­­­­ólfs­­­son, for­­­stöð­u­­­maður eigna­­­stýr­ingar og stað­­­geng­ill for­­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­­sjóðs, sagði í sam­tali við Kjarn­ann á þriðju­dag að „um­fangs­­­mikil og ítrekuð við­­­skipti stærsta hlut­hafa HB Granda við félagið eru óheppi­­­leg að okkar mati. Slíkt er for­­­dæma­­­laust á inn­­­­­lendum hluta­bréfa­­­mark­að­i.“

Fjórir líf­eyr­is­­­sjóð­ir: Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­­ar­­manna, Líf­eyr­is­­­sjóður starfs­­­manna rík­­­is­ins (LS­R), Gildi og líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn Birta eiga sam­tals 40,11 pró­­­sent hlut í HB Granda.

A og B-deild LSR eru sam­an­lagt stærsti eig­and­inn í líf­eyr­is­­sjóða­hópnum með alls 15,15 pró­­sent eign­­ar­hlut. A-deildin á 11,37 pró­­sent hlut en B-deildin 3,78 pró­­sent. Í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um afstöðu sjóðs­ins til kaupanna á sölu­­fé­lög­unum kom fram að málið væri enn í skoð­un. 

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna á 12,53 pró­­sent hlut í HB Granda. Nú liggur fyrir afstaða hans til kaupanna.

Verður greitt með nýju hlutafé

Ætlað kaup­verð á sölu­­fé­lög­unum er, líkt og áður sagði, 4,4 millj­­­arðar króna og lagt hefur verið til að kaup­verðið verði greitt með 7,3 pró­­­­sent aukn­ingu á hlutafé HB Granda. Verði kaupin sam­­­­þykkt mun hlutur Útgerð­­­­ar­­­­fé­lags Reykja­víkur í HB Granda hækka úr 35,01 pró­­­sent í 42,31 pró­­­­sent í HB Granda. Við það verður eign­­ar­hlutur Útgerð­­ar­­fé­lags Reykja­víkur stærri en sam­eig­in­­legur eign­­ar­hluti líf­eyr­is­­sjóð­anna fjög­­urra sem eiga stóran hlut í HB Granda. 

Fyrir hlut­hafa­fund­inum á morgun liggur einnig fyrir breyt­ing­­ar­til­laga um að breyta nafni HB Granda í Brim, sem er það nafn sem Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur bar árum saman og Guð­­mundur Krist­jáns­­son er oft­­ast kenndur við.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent