VR skipar nýja stjórnarmenn í Lífeyrissjóð verzlunarmanna

Guðrún Johnsen er á meðal þeirra þriggja sem skipuð hefur verið sem aðalmaður í stjórn Lífeyrissjóð verzlunarmanna. Hún verður líklegast næsti stjórnarformaður sjóðsins.

Guðrún Johnsen hefur verið skipuð í stjórn lífeyrissjóðs verzlunarmanna til bráðabirgða.
Guðrún Johnsen hefur verið skipuð í stjórn lífeyrissjóðs verzlunarmanna til bráðabirgða.
Auglýsing

Stjórn VR sam­þykkti í gær til­lögu um að skipa nýja stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna til bráða­birgða. Þá var einnig sam­þykkt að hefja þegar í stað fag­legt umsókn­ar­ferli fram­tíð­ar­stjórn­ar­manna félags­ins hjá líf­eyr­is­sjóðn­um.

Í frétt frá VR segir að til­lagan hafi veirð sam­þykkt með 14 atkvæðum gegn einu. Nýir aðal­menn VR í stjórn sjóðs­ins verða Guð­rún Johnsen, Bjarni Þór Sig­urðs­son, Helga Ing­ólfs­dóttir og Stefán Svein­björns­son. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Guð­rún verði næsti stjórn­ar­for­maður líf­eyr­is­sjóðs­ins. 

Auglýsing
Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­­ar­­manna er næst stærsti líf­eyr­is­­sjóður lands­ins. Heild­­ar­­eignir hans voru mentar á 713,5 millj­­arða króna um síð­­­ustu ára­­mót. Hann er mjög umsvifa­­mik­ill fjár­­­festir í íslensku við­­skipta­­lífi og á stóran hlut í flestum skráðum félögum hér­­­lend­­is. Verð­­mætasta hluta­bréfa­­eign sjóðs­ins er hluti í Mar­el. 

Sjóð­­ur­inn á einnig stóran hlut í félögum á borð við HB Granda, Reg­inn, Icelandair og Eim­­skip. Þá er Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna stærsti ein­staki hlut­haf­inn í Kviku banka með 9,49 pró­­sent hlut.

VR til­­­­­­­nefnir helm­ing stjórn­­­­­­­ar­­­­manna í Líf­eyr­is­­­sjóði verzl­un­­ar­­manna en sam­tök ýmissa atvinn­u­rek­enda hinn helm­ing­inn. Sem stendur er stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­mað­­­­ur­ sjóðs­ins, Ólafur Reimar Gunn­­­ar­s­­­son, úr röðum þeirra sem VR til­­­­­­­nefn­­­­ir. Hann er einn þeirra fjög­­urra sem VR hefur reynt að víkja úr stjórn líf­eyr­is­­sjóðs­ins.

Trún­að­ar­brestur vegna hækk­unar á vöxtum

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­­ar­­­­manna ­í júní síð­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­ur­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­­ar­­­­manna og var að auki sam­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­menn til­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­að­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­­­lækk­­­­­­­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­­­samn­ing­i. VR­ hefur lýst því yfir að þessi að­­­­gerð félags­­­­ins sé full­kom­­­­lega lög­­­­­­­leg.

Auglýsing
Ragnar Þór Ing­­­­ólfs­­­­son, for­­­­mað­­­­ur­ VR, sagði í stöð­u­­­­færslu á Face­­­­book á þeim tíma að það væri ekk­ert í lögum sem banni sér og stjórn­­ VR­­ að skipta út stjórn­­­­­­­ar­­­­­mönnum í líf­eyr­is­­­­­­sjóð­­­­um. Hann benti á að stjórn­­­­­­­ar­­­­­menn í líf­eyr­is­sjóðnum væru ekki kosnir á aðal­­­­­fundi heldur skip­aður af þeim aðilum sem að sjóðnum standa. „Ég treysti því fólki, sem full­­­­trú­a­ráðið valdi, full­kom­­­­lega til að taka mál­efna­­­­lega og sjálf­­­­stæða afstöðu í þeim málum sem kunna að koma á borð stjórn­­­­­­­ar­innar fram að þeim tíma.“

Hann sagði jafn­­­framt lík­­­­­­­lega væri það eina ­leiðin til raun­veru­­­­­legra breyt­inga að sjóð­­­­­fé­lagar líf­eyr­is­­­­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinn­u­lífið og verka­lýðs­hreyf­­­­ing­una sem hann sagði að væri í ákveð­inn­i ­mót­­­­sögn við sjálfa sig sem fjár­­­­­­­magns­eig­anda.

FME gerir athuga­semdir

Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að Fjár­mála­eft­ir­litið teldi aft­­ur­köllun á til­­­nefn­ingu stjórn­­­ar­­manna sjóða vega að sjálf­­stæði stjórna þeirra. Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið beindi því með dreifi­bréfi til stjórna líf­eyr­is­­­sjóða að taka sam­­­þykktir sínar til skoð­unar með það að leið­­­ar­­­ljósi að skýra hvort og þá við hvaða aðstæður sé mög­u­­­legt að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna sem kjörn­ir/til­­­nefndir hafa ver­ið.

Auk þess kom fram í til­­­kynn­ing­u frá Fjár­­­mála­efn­ir­lit­inu í byrjun júlí að sam­­­kvæmt lögum um skyld­u­­­trygg­ingu líf­eyr­is­rétt­inda og starf­­­semi líf­eyr­is­­­sjóða skuli meðal ann­­­ars kveða á um hvernig vali stjórn­­­­­ar­­­manna líf­eyr­is­­­sjóðs­ins og kjör­­­tíma­bili þeirra skuli hátt­að. Hins vegar væri ekki frekar kveðið á um hvernig að til­­­­­nefn­ingu eða kjöri skuli staðið eða hvort aft­­­ur­köllun sé heim­il.

Enn fremur taldi Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið að val stjórn­­­­­ar­­­manna færi eftir ákvæðum í sam­­­þykktum líf­eyr­is­­­sjóða sem væru þó „al­­­mennt hljóðar um hvort og þá við hvaða aðstæður umboð stjórn­­­­­ar­­­manna verði aft­­­ur­­­kall­að. Óskýrar sam­­­þykktir hvað þetta varðar gera ferli við val og mög­u­­­lega aft­­­ur­köllun á umboði stjórn­­­­­ar­­­manna ógagn­­­sætt.“

VR sætti sig ekki við þetta heldur stendi Fjár­mála­eft­ir­lit­inu í lok júlí síð­ast­lið­ins fyrir að við­ur­kenna ekki lög­­­­mæti ákvörð­unar full­­­trú­a­ráðs VR um að aft­­­ur­­­kalla umboð stjórn­­­­­ar­­­manna í Líf­eyr­is­­­sjóði verzl­un­­­ar­­­manna.

Fyrr­ver­andi vara­for­maður stjórnar Arion banka

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að vilji sé til þess á meðal for­svars­manna VR að Guð­rún John­sen verði næsti stjórn­ar­for­maður Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Hún var um ára­bil vara­for­maður stjórnar Arion banka en var láti hætta í stjórn hans síðla árs 2017. 

Hún greiddi meðal ann­ars atkvæði í stjórn­inni gegn umdeildri sölu á hlut bank­ans í Bakka­vör í nóv­em­ber 2015 og lagði það síðan til á fundi stjórnar Arion banka 14. nóv­em­ber 2018 að ­gerð yrði könnun á sölu­­ferli eign­­ar­hlut­­ar­ins. Sú til­­laga var felld. Í minni­blaði sem Banka­sýsla rík­is­ins skrif­aði Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þeirrar sölu, sem stofn­unin mat að rík­is­sjóður hafi tapað 2,6 millj­örðum króna á, kom fram að degi eftir að Guð­rún lagði fram til­lög­una hafi henni verið tjáð að „breyt­ingar væru fyr­ir­hug­að­ar á stjórn bank­ans og [henn­­ar] að­komu væri ekki óskað“. 

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hefur sagt að salan á Bakka­vör gæti verið eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar og kallað efftir því að opin­ber rann­sókn fari fram á því hvort að líf­eyr­is­sjóð­irnir sem áttu hlut í fyr­ir­tæk­inu hafi verið blekkt­ir. 

Hægt er að lesa ítar­lega úttekt Kjarn­ans á bar­átt­unni um Bakka­vör hér.

Fréttin verður upp­færð.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent