Kínverskt herlið flykkist að landamærum Hong Kong

Fjöldi hermanna hefur safnast saman í Shenzhen, borg sem liggur að landamærum Hong Kong. Brynvarðir bílar og hertrukkar eru einnig til reiðu búnir. Gervihnattarmyndir sýna herliðið saman komið á gríðarstórum íþróttavelli í borginni.

Kínverski herinn
Auglýsing

Kín­verski her­inn hefur safnað liði í Shenzhen, borg sem liggur að landa­mærum Hong Kong. Fjöl­margir bryn­varðir bílar, trukkar og önnur far­ar­tæki kín­verska hers­ins hafa haldið til Shenzhen á síð­ustu dög­um. Þetta kemur fram á vef Alþýðu­blaðs­ins, kín­versks rík­is­mið­ils.

Sam­kvæmt frétt­inni er um „vopn­aða lög­reglu“ að ræða sem er sér­hæfð í því að kljást við „upp­reisn­ir, óeirð­ir, alvar­leg ofbeld­is­full og ólög­leg atvik, hryðju­verka­árásir og önnur félags­leg atvik er varða örygg­i,“ að því er segir í frétt­inni.

Auglýsing
Kínversk stjórn­­völd hafa einmitt kallað suma af rót­tæk­­ari mót­­mæl­end­unum í Hong Kong vera hryðju­verka­menn. Mót­mælin í Hong Kong hafa staðið í um 10 vikur og hægt er að lesa nánar um þau hér

Mót­mælin stig­mögn­uð­ust í vik­unni þegar þús­undir mót­mæl­enda flykkt­ust á Alþjóða­flug­­völl­inn Hong Kong. Vegir sem liggja að flug­­vell­inum voru tepptir og öll bíla­­stæði full, sam­­kvæmt þar­­lendum yfir­­völd­­um.  Öllu flugi til og frá Hong Kong var frestað í kjöl­farið en hefur nú haf­ist á ný. Til harðra átaka kom á milli mót­mæl­enda og lög­reglu sem beitti kylfum og pip­ar­spreyi á mót­mæl­end­ur.

Fylgj­ast grannt með þróun mála í Hong Kong

Á vef­svæði kín­verska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að kín­verski Alþýðu­her­inn sé til­bú­inn að hjálpa Hong Kong með örygg­is­gæslu, leit­ist yfir­völd í Hong Kong eftir því.  Á vefnum segir að varn­ar­mála­ráðu­neytið fylgist grannt með þróun mála í Hong Kong og vísar til kín­verskra laga að Alþýðu­her­inn hafi rétt á að setja niður her­lið í Hong Kong, kjósi yfir­völd í Hong Kong það. 

Nýjar gervi­hnatt­ar­myndir sýna einnig kín­verskt her­lið í Shenzhen. Svo virð­ist sem her­liðið haf­ist við á risa­vöxnum íþrótta­velli í borg­inni. Mynd­irnar sýna meira en hund­rað far­ar­tæki á vell­in­um. 

AFP frétta­stofan birti á Twitter mynd­band sem sýnir kín­verska her­liðið á íþrótta­leik­vang­inum í Shenzhen. Mynd­bandið má horfa á hér fyrir ofan.Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, segir að kín­verskum stjórn­völdum beri að koma fram við Hong Kong á mann­úð­legan hátt, ellegar að stefna frí­versl­un­ar­samn­ingi við Banda­ríkin í hættu. Banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neytið hefur jafn­framt lýst yfir miklum áhyggjum á ferðum kín­verska hers­ins í átt að landa­mær­un­um. 

Don­ald Trump segir í stöðu­upp­færslu á Twitter að leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna hafi upp­lýs­ingar um kín­verska her­inn á landa­mærum Hong Kong. Hann sagði að allir ættu að vera rólegir og örugg­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent