Kínverskt herlið flykkist að landamærum Hong Kong

Fjöldi hermanna hefur safnast saman í Shenzhen, borg sem liggur að landamærum Hong Kong. Brynvarðir bílar og hertrukkar eru einnig til reiðu búnir. Gervihnattarmyndir sýna herliðið saman komið á gríðarstórum íþróttavelli í borginni.

Kínverski herinn
Auglýsing

Kín­verski her­inn hefur safnað liði í Shenzhen, borg sem liggur að landa­mærum Hong Kong. Fjöl­margir bryn­varðir bílar, trukkar og önnur far­ar­tæki kín­verska hers­ins hafa haldið til Shenzhen á síð­ustu dög­um. Þetta kemur fram á vef Alþýðu­blaðs­ins, kín­versks rík­is­mið­ils.

Sam­kvæmt frétt­inni er um „vopn­aða lög­reglu“ að ræða sem er sér­hæfð í því að kljást við „upp­reisn­ir, óeirð­ir, alvar­leg ofbeld­is­full og ólög­leg atvik, hryðju­verka­árásir og önnur félags­leg atvik er varða örygg­i,“ að því er segir í frétt­inni.

Auglýsing
Kínversk stjórn­­völd hafa einmitt kallað suma af rót­tæk­­ari mót­­mæl­end­unum í Hong Kong vera hryðju­verka­menn. Mót­mælin í Hong Kong hafa staðið í um 10 vikur og hægt er að lesa nánar um þau hér

Mót­mælin stig­mögn­uð­ust í vik­unni þegar þús­undir mót­mæl­enda flykkt­ust á Alþjóða­flug­­völl­inn Hong Kong. Vegir sem liggja að flug­­vell­inum voru tepptir og öll bíla­­stæði full, sam­­kvæmt þar­­lendum yfir­­völd­­um.  Öllu flugi til og frá Hong Kong var frestað í kjöl­farið en hefur nú haf­ist á ný. Til harðra átaka kom á milli mót­mæl­enda og lög­reglu sem beitti kylfum og pip­ar­spreyi á mót­mæl­end­ur.

Fylgj­ast grannt með þróun mála í Hong Kong

Á vef­svæði kín­verska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að kín­verski Alþýðu­her­inn sé til­bú­inn að hjálpa Hong Kong með örygg­is­gæslu, leit­ist yfir­völd í Hong Kong eftir því.  Á vefnum segir að varn­ar­mála­ráðu­neytið fylgist grannt með þróun mála í Hong Kong og vísar til kín­verskra laga að Alþýðu­her­inn hafi rétt á að setja niður her­lið í Hong Kong, kjósi yfir­völd í Hong Kong það. 

Nýjar gervi­hnatt­ar­myndir sýna einnig kín­verskt her­lið í Shenzhen. Svo virð­ist sem her­liðið haf­ist við á risa­vöxnum íþrótta­velli í borg­inni. Mynd­irnar sýna meira en hund­rað far­ar­tæki á vell­in­um. 

AFP frétta­stofan birti á Twitter mynd­band sem sýnir kín­verska her­liðið á íþrótta­leik­vang­inum í Shenzhen. Mynd­bandið má horfa á hér fyrir ofan.Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, segir að kín­verskum stjórn­völdum beri að koma fram við Hong Kong á mann­úð­legan hátt, ellegar að stefna frí­versl­un­ar­samn­ingi við Banda­ríkin í hættu. Banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neytið hefur jafn­framt lýst yfir miklum áhyggjum á ferðum kín­verska hers­ins í átt að landa­mær­un­um. 

Don­ald Trump segir í stöðu­upp­færslu á Twitter að leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna hafi upp­lýs­ingar um kín­verska her­inn á landa­mærum Hong Kong. Hann sagði að allir ættu að vera rólegir og örugg­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeim fjölgar á Íslandi sem búa við þröngan húsakost
Ef litið er á tekjufimmtunga varð mesta breytingin á milli 2016 og 2018 hjá þeim sem eru í lægsta tekjubilinu, en árið 2016 bjuggu 14,3 prósent einstaklingar á heimili við þröngbýli en 30,2 prósent árið 2018.
Kjarninn 16. desember 2019
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent