Kínverskt herlið flykkist að landamærum Hong Kong

Fjöldi hermanna hefur safnast saman í Shenzhen, borg sem liggur að landamærum Hong Kong. Brynvarðir bílar og hertrukkar eru einnig til reiðu búnir. Gervihnattarmyndir sýna herliðið saman komið á gríðarstórum íþróttavelli í borginni.

Kínverski herinn
Auglýsing

Kín­verski her­inn hefur safnað liði í Shenzhen, borg sem liggur að landa­mærum Hong Kong. Fjöl­margir bryn­varðir bílar, trukkar og önnur far­ar­tæki kín­verska hers­ins hafa haldið til Shenzhen á síð­ustu dög­um. Þetta kemur fram á vef Alþýðu­blaðs­ins, kín­versks rík­is­mið­ils.

Sam­kvæmt frétt­inni er um „vopn­aða lög­reglu“ að ræða sem er sér­hæfð í því að kljást við „upp­reisn­ir, óeirð­ir, alvar­leg ofbeld­is­full og ólög­leg atvik, hryðju­verka­árásir og önnur félags­leg atvik er varða örygg­i,“ að því er segir í frétt­inni.

Auglýsing
Kínversk stjórn­­völd hafa einmitt kallað suma af rót­tæk­­ari mót­­mæl­end­unum í Hong Kong vera hryðju­verka­menn. Mót­mælin í Hong Kong hafa staðið í um 10 vikur og hægt er að lesa nánar um þau hér

Mót­mælin stig­mögn­uð­ust í vik­unni þegar þús­undir mót­mæl­enda flykkt­ust á Alþjóða­flug­­völl­inn Hong Kong. Vegir sem liggja að flug­­vell­inum voru tepptir og öll bíla­­stæði full, sam­­kvæmt þar­­lendum yfir­­völd­­um.  Öllu flugi til og frá Hong Kong var frestað í kjöl­farið en hefur nú haf­ist á ný. Til harðra átaka kom á milli mót­mæl­enda og lög­reglu sem beitti kylfum og pip­ar­spreyi á mót­mæl­end­ur.

Fylgj­ast grannt með þróun mála í Hong Kong

Á vef­svæði kín­verska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að kín­verski Alþýðu­her­inn sé til­bú­inn að hjálpa Hong Kong með örygg­is­gæslu, leit­ist yfir­völd í Hong Kong eftir því.  Á vefnum segir að varn­ar­mála­ráðu­neytið fylgist grannt með þróun mála í Hong Kong og vísar til kín­verskra laga að Alþýðu­her­inn hafi rétt á að setja niður her­lið í Hong Kong, kjósi yfir­völd í Hong Kong það. 

Nýjar gervi­hnatt­ar­myndir sýna einnig kín­verskt her­lið í Shenzhen. Svo virð­ist sem her­liðið haf­ist við á risa­vöxnum íþrótta­velli í borg­inni. Mynd­irnar sýna meira en hund­rað far­ar­tæki á vell­in­um. 

AFP frétta­stofan birti á Twitter mynd­band sem sýnir kín­verska her­liðið á íþrótta­leik­vang­inum í Shenzhen. Mynd­bandið má horfa á hér fyrir ofan.Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, segir að kín­verskum stjórn­völdum beri að koma fram við Hong Kong á mann­úð­legan hátt, ellegar að stefna frí­versl­un­ar­samn­ingi við Banda­ríkin í hættu. Banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neytið hefur jafn­framt lýst yfir miklum áhyggjum á ferðum kín­verska hers­ins í átt að landa­mær­un­um. 

Don­ald Trump segir í stöðu­upp­færslu á Twitter að leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna hafi upp­lýs­ingar um kín­verska her­inn á landa­mærum Hong Kong. Hann sagði að allir ættu að vera rólegir og örugg­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent