Öllu flugi til og frá Hong Kong frestað

Þúsundir mótmælenda flykktust á alþjóðaflugvöllinn í Hong Kong og er öll starfsemi vallarins í lamasessi. Kínversk stjórnvöld saka suma af róttækari mótmælendunum um að vera hryðjuverkamenn.

Frá mótmælunum í Hong Kong í júní 2019.
Frá mótmælunum í Hong Kong í júní 2019.
Auglýsing

Öllu flugi til og frá Hong Kong hefur nú verið frestað eftir að þús­undir mót­mæl­enda flykkt­ust á flug­völl Hong Kong. Vegir sem liggja að flug­vell­inum eru tepptir og öll bíla­stæði full, sam­kvæmt þar­lendum yfir­völd­um. 

Þetta er tíunda vikan sem mót­mælin standa yfir. Kín­versk stjórn­völd hafa sagt suma af rót­tæk­ari mót­mæl­end­unum vera hryðju­verka­menn. Þau saka mót­mæl­endur um að beita lög­reglu­menn ofbeldi og koma óstöð­ug­leika á sam­fé­lagið í Hong Kong. Sumir mót­mæl­endur hafa til að mynda hent bens­ín­sprengjum að lög­reglu og beint ley­sigeisla að augum lög­reglu­manna.

Auglýsing
Mótmælendur hafa margir hverjir sakað lög­reglu um að beita ofbeldi. Lög­reglan í Hong Kong hefur skotið táragasi í lok­aða bið­stöð fyrir neð­an­jarða­lest, beitt kylfum og skotið gúmmí­kúlum á mót­mæl­end­ur. Hún hefur enn sem komið er ekki beitt sér gegn mót­mæl­end­unum á flug­vell­in­um. 

Stór alþjóða­flug­völlur

Meira en 160 flugum hefur verið frestað frá Hong Kong. Flug sem eru nú þegar á leið til Hong Kong hafa fengið leyfi til að lenda en síð­ari flugum verið frestað. Árið 2018 fóru 75 millj­ónir far­þega um alþjóða­flug­völl­inn í Hong Kong frá meira en 120 flug­fé­lög­um. Alls voru um 428.000 flug skráð til og frá vell­in­um.

Mót­mælin hófust snemma í júní og flykkt­ust hund­ruð þús­unda íbúa á götur Hong Kong. Síðar í mán­uð­inum voru mót­mæl­end­urnir um tvær millj­ónir. Ástæða mót­­mæl­anna var upp­haf­lega laga­­setn­ing sem að sögn mót­­mæl­enda hefði getað auð­veldað fram­­sal á almennum borg­­urum Hong Kong til Kína og myndi gera kín­verskum stjórn­­völdum létt fyrir að rétta yfir fólki á meg­in­landi Kína í stað fyrir í Hong Kong.

Allt hófst með einum manni

Málið á upp­­haf sitt að rekja til máls í Taiwan árið 2018, þar sem maður að nafni Chan Tong-Kai var sak­aður um að hafa myrt kær­­ustu sína, að því er kemur fram í fréttSouth China Morn­ing Post. Chan flúði til Hong Kong og var hand­­tek­inn í kjöl­far­ið. Ekki var þó hægt að senda hann til Taiwan þar sem ekki ríkir samn­ingur á milli ríkj­anna um flutn­ing fanga.

Því brugð­ust yfir­­völd Hong Kong við með því að leggja fram laga­­setn­ingu sem leyfir stjórn­­völdum Hong Kong að flytja fanga til ann­­arra ríka, þó að ekki liggi fyrir samn­ingur um flutn­ing fanga.

Mót­­mæl­endur ótt­­ast að mynd­ist laga­­leg glufa þegar fangar séu fluttir til Taiwan, vegna þess að Kína gerir til­­­kall til eyj­­ar­inn­­ar. Málið er svo umdeilt að til lík­­am­­legra átaka kom í lög­­gjaf­­ar­ráði Hong Kong.

Hinum umdeildu fram­salslögum í Hong Kong var síðar frestað í kjöl­far mót­mæl­anna. Carrie Lam, leið­­togi yfir­­­valda í Hong Kong, hefur beðist afsök­unar á ástand­inu en margir mót­­mæl­endur eru enn ósátt­ir, enda hafa lögin ekki verið for­m­­lega dregin til baka. Ýmsir gagn­rýnendur vilja að hún segi af sér.

Regn­hlífa­­mót­­mælin skýrt í minni

Nú eru liðin 5 ár frá Regn­hlífa­­mót­­mæl­unum 2014. Þau mót­­mæli hófust vegna áhyggja af því að kín­versk stjórn­­völd hefðu of mikil áhrif á hver gæti boðið sig fram til kosn­­inga í Hong Kong.

Mót­­mæl­endur flykkt­ust í þús­undum talið á götur Hong Kong og kröfð­ust sjálf­ræðis og höfn­uðu afskiptum kín­verskra stjórn­­­valda.

Hægt er að fylgj­­ast með fram­­gangi mála núver­andi mót­­mæla á Twitter undir merk­inu #Extra­dition­Bill

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent