Öllu flugi til og frá Hong Kong frestað

Þúsundir mótmælenda flykktust á alþjóðaflugvöllinn í Hong Kong og er öll starfsemi vallarins í lamasessi. Kínversk stjórnvöld saka suma af róttækari mótmælendunum um að vera hryðjuverkamenn.

Frá mótmælunum í Hong Kong í júní 2019.
Frá mótmælunum í Hong Kong í júní 2019.
Auglýsing

Öllu flugi til og frá Hong Kong hefur nú verið frestað eftir að þús­undir mót­mæl­enda flykkt­ust á flug­völl Hong Kong. Vegir sem liggja að flug­vell­inum eru tepptir og öll bíla­stæði full, sam­kvæmt þar­lendum yfir­völd­um. 

Þetta er tíunda vikan sem mót­mælin standa yfir. Kín­versk stjórn­völd hafa sagt suma af rót­tæk­ari mót­mæl­end­unum vera hryðju­verka­menn. Þau saka mót­mæl­endur um að beita lög­reglu­menn ofbeldi og koma óstöð­ug­leika á sam­fé­lagið í Hong Kong. Sumir mót­mæl­endur hafa til að mynda hent bens­ín­sprengjum að lög­reglu og beint ley­sigeisla að augum lög­reglu­manna.

Auglýsing
Mótmælendur hafa margir hverjir sakað lög­reglu um að beita ofbeldi. Lög­reglan í Hong Kong hefur skotið táragasi í lok­aða bið­stöð fyrir neð­an­jarða­lest, beitt kylfum og skotið gúmmí­kúlum á mót­mæl­end­ur. Hún hefur enn sem komið er ekki beitt sér gegn mót­mæl­end­unum á flug­vell­in­um. 

Stór alþjóða­flug­völlur

Meira en 160 flugum hefur verið frestað frá Hong Kong. Flug sem eru nú þegar á leið til Hong Kong hafa fengið leyfi til að lenda en síð­ari flugum verið frestað. Árið 2018 fóru 75 millj­ónir far­þega um alþjóða­flug­völl­inn í Hong Kong frá meira en 120 flug­fé­lög­um. Alls voru um 428.000 flug skráð til og frá vell­in­um.

Mót­mælin hófust snemma í júní og flykkt­ust hund­ruð þús­unda íbúa á götur Hong Kong. Síðar í mán­uð­inum voru mót­mæl­end­urnir um tvær millj­ónir. Ástæða mót­­mæl­anna var upp­haf­lega laga­­setn­ing sem að sögn mót­­mæl­enda hefði getað auð­veldað fram­­sal á almennum borg­­urum Hong Kong til Kína og myndi gera kín­verskum stjórn­­völdum létt fyrir að rétta yfir fólki á meg­in­landi Kína í stað fyrir í Hong Kong.

Allt hófst með einum manni

Málið á upp­­haf sitt að rekja til máls í Taiwan árið 2018, þar sem maður að nafni Chan Tong-Kai var sak­aður um að hafa myrt kær­­ustu sína, að því er kemur fram í fréttSouth China Morn­ing Post. Chan flúði til Hong Kong og var hand­­tek­inn í kjöl­far­ið. Ekki var þó hægt að senda hann til Taiwan þar sem ekki ríkir samn­ingur á milli ríkj­anna um flutn­ing fanga.

Því brugð­ust yfir­­völd Hong Kong við með því að leggja fram laga­­setn­ingu sem leyfir stjórn­­völdum Hong Kong að flytja fanga til ann­­arra ríka, þó að ekki liggi fyrir samn­ingur um flutn­ing fanga.

Mót­­mæl­endur ótt­­ast að mynd­ist laga­­leg glufa þegar fangar séu fluttir til Taiwan, vegna þess að Kína gerir til­­­kall til eyj­­ar­inn­­ar. Málið er svo umdeilt að til lík­­am­­legra átaka kom í lög­­gjaf­­ar­ráði Hong Kong.

Hinum umdeildu fram­salslögum í Hong Kong var síðar frestað í kjöl­far mót­mæl­anna. Carrie Lam, leið­­togi yfir­­­valda í Hong Kong, hefur beðist afsök­unar á ástand­inu en margir mót­­mæl­endur eru enn ósátt­ir, enda hafa lögin ekki verið for­m­­lega dregin til baka. Ýmsir gagn­rýnendur vilja að hún segi af sér.

Regn­hlífa­­mót­­mælin skýrt í minni

Nú eru liðin 5 ár frá Regn­hlífa­­mót­­mæl­unum 2014. Þau mót­­mæli hófust vegna áhyggja af því að kín­versk stjórn­­völd hefðu of mikil áhrif á hver gæti boðið sig fram til kosn­­inga í Hong Kong.

Mót­­mæl­endur flykkt­ust í þús­undum talið á götur Hong Kong og kröfð­ust sjálf­ræðis og höfn­uðu afskiptum kín­verskra stjórn­­­valda.

Hægt er að fylgj­­ast með fram­­gangi mála núver­andi mót­­mæla á Twitter undir merk­inu #Extra­dition­Bill

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent