Öllu flugi til og frá Hong Kong frestað

Þúsundir mótmælenda flykktust á alþjóðaflugvöllinn í Hong Kong og er öll starfsemi vallarins í lamasessi. Kínversk stjórnvöld saka suma af róttækari mótmælendunum um að vera hryðjuverkamenn.

Frá mótmælunum í Hong Kong í júní 2019.
Frá mótmælunum í Hong Kong í júní 2019.
Auglýsing

Öllu flugi til og frá Hong Kong hefur nú verið frestað eftir að þús­undir mót­mæl­enda flykkt­ust á flug­völl Hong Kong. Vegir sem liggja að flug­vell­inum eru tepptir og öll bíla­stæði full, sam­kvæmt þar­lendum yfir­völd­um. 

Þetta er tíunda vikan sem mót­mælin standa yfir. Kín­versk stjórn­völd hafa sagt suma af rót­tæk­ari mót­mæl­end­unum vera hryðju­verka­menn. Þau saka mót­mæl­endur um að beita lög­reglu­menn ofbeldi og koma óstöð­ug­leika á sam­fé­lagið í Hong Kong. Sumir mót­mæl­endur hafa til að mynda hent bens­ín­sprengjum að lög­reglu og beint ley­sigeisla að augum lög­reglu­manna.

Auglýsing
Mótmælendur hafa margir hverjir sakað lög­reglu um að beita ofbeldi. Lög­reglan í Hong Kong hefur skotið táragasi í lok­aða bið­stöð fyrir neð­an­jarða­lest, beitt kylfum og skotið gúmmí­kúlum á mót­mæl­end­ur. Hún hefur enn sem komið er ekki beitt sér gegn mót­mæl­end­unum á flug­vell­in­um. 

Stór alþjóða­flug­völlur

Meira en 160 flugum hefur verið frestað frá Hong Kong. Flug sem eru nú þegar á leið til Hong Kong hafa fengið leyfi til að lenda en síð­ari flugum verið frestað. Árið 2018 fóru 75 millj­ónir far­þega um alþjóða­flug­völl­inn í Hong Kong frá meira en 120 flug­fé­lög­um. Alls voru um 428.000 flug skráð til og frá vell­in­um.

Mót­mælin hófust snemma í júní og flykkt­ust hund­ruð þús­unda íbúa á götur Hong Kong. Síðar í mán­uð­inum voru mót­mæl­end­urnir um tvær millj­ónir. Ástæða mót­­mæl­anna var upp­haf­lega laga­­setn­ing sem að sögn mót­­mæl­enda hefði getað auð­veldað fram­­sal á almennum borg­­urum Hong Kong til Kína og myndi gera kín­verskum stjórn­­völdum létt fyrir að rétta yfir fólki á meg­in­landi Kína í stað fyrir í Hong Kong.

Allt hófst með einum manni

Málið á upp­­haf sitt að rekja til máls í Taiwan árið 2018, þar sem maður að nafni Chan Tong-Kai var sak­aður um að hafa myrt kær­­ustu sína, að því er kemur fram í fréttSouth China Morn­ing Post. Chan flúði til Hong Kong og var hand­­tek­inn í kjöl­far­ið. Ekki var þó hægt að senda hann til Taiwan þar sem ekki ríkir samn­ingur á milli ríkj­anna um flutn­ing fanga.

Því brugð­ust yfir­­völd Hong Kong við með því að leggja fram laga­­setn­ingu sem leyfir stjórn­­völdum Hong Kong að flytja fanga til ann­­arra ríka, þó að ekki liggi fyrir samn­ingur um flutn­ing fanga.

Mót­­mæl­endur ótt­­ast að mynd­ist laga­­leg glufa þegar fangar séu fluttir til Taiwan, vegna þess að Kína gerir til­­­kall til eyj­­ar­inn­­ar. Málið er svo umdeilt að til lík­­am­­legra átaka kom í lög­­gjaf­­ar­ráði Hong Kong.

Hinum umdeildu fram­salslögum í Hong Kong var síðar frestað í kjöl­far mót­mæl­anna. Carrie Lam, leið­­togi yfir­­­valda í Hong Kong, hefur beðist afsök­unar á ástand­inu en margir mót­­mæl­endur eru enn ósátt­ir, enda hafa lögin ekki verið for­m­­lega dregin til baka. Ýmsir gagn­rýnendur vilja að hún segi af sér.

Regn­hlífa­­mót­­mælin skýrt í minni

Nú eru liðin 5 ár frá Regn­hlífa­­mót­­mæl­unum 2014. Þau mót­­mæli hófust vegna áhyggja af því að kín­versk stjórn­­völd hefðu of mikil áhrif á hver gæti boðið sig fram til kosn­­inga í Hong Kong.

Mót­­mæl­endur flykkt­ust í þús­undum talið á götur Hong Kong og kröfð­ust sjálf­ræðis og höfn­uðu afskiptum kín­verskra stjórn­­­valda.

Hægt er að fylgj­­ast með fram­­gangi mála núver­andi mót­­mæla á Twitter undir merk­inu #Extra­dition­Bill

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent