150 milljóna króna starfslok bankastjóra vegna samnings frá 2017

Höskuldur H. Ólafsson fær greiddan uppsagnarfrest og samningsbundnar greiðslur eftir að hafa látið af störfum hjá Arion banka. Greiðslurnar eru í samræmi við samning sem gerður var við hann 2017 til að tryggja starfskrafta hans fram aðskráningu á markað.

Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka þar til í apríl 2019.
Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka þar til í apríl 2019.
Auglýsing

150 millj­óna króna starfs­lok Hösk­uldar H. Ólafs­sonar hjá Arion banka sam­an­stóðu ann­ars vegar af upp­sagn­ar­fresti og hins vegar samn­ingi um starfs­lok. Ekki var um ein­greiðslu að ræða þrátt fyrir að kostn­að­ur­inn hafi allur verið gjald­færður á öðrum árs­fjórð­ungi heldur greiðslu sem greið­ist út eins og laun yfir tíma. 

­Starfs­lokin voru í fullu sam­ræmi við samn­ing sem gerður var við Hösk­uld árið 2017. Þetta kemur fram í svari Har­aldar Guðna Eiðs­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Arion banka, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um greiðsl­una. 

Ekki fæst upp­gefið hversu stór hluti upp­hæð­ar­innar er vegna upp­sagn­ar­frests og hversu stór hluti hennar er vegna ann­arra samn­ings­bund­inna greiðslna. 

Breyt­ing gerð á ráðn­ing­ar­samn­ingi 2017

Breyt­ing var gerð á ráðn­ing­ar­samn­ingi Hösk­uldar um mitt ár 2017 þegar skrán­ing Arion banka á markað á Íslandi og í Sví­þjóð var í und­ir­bún­ingi. Breyt­ingin var gerð í kjöl­far þess að Mon­ica Caneman ákvað að hætta sem stjórn­ar­for­maður Arion banka í maí 2017. 

Auglýsing
„Markmiðið var að tryggja að bank­inn nyti starfs­krafta Hösk­uldar fram að hluta­fjár­út­boði og skrán­ingu og í fram­haldi af henni. Fyrir lá að það hefði ein­fald­lega skaðað og tafið útboðs- og skrán­ing­ar­ferli bank­ans ef manna­breyt­ingar yrðu bæði á stöðu stjórn­ar­for­manns og banka­stjóra svo skömmu fyrir fyr­ir­hug­aða skrán­ingu. Miklir hags­munir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mik­il­vægt að tryggja nauð­syn­legan stöð­ug­leika með því að gera breyt­ingar á ráðn­ing­ar­samn­ingi banka­stjóra,“ segir í svari Har­aldar Guðna.

Starfs­lok Hösk­uldar séu í fullu sam­ræmi við þennan samn­ing sem hafi sam­an­staðið að upp­sagn­ar­fresti ann­ars vegar og samn­ingi um starfs­lok hins veg­ar. „Segja má að kjörin séu vissu­lega óvenju­leg en aðstæður voru óvenju­legar í ljósi skrán­ingar bank­ans á markað og mik­il­vægi þessi að stöð­ug­leiki ríkti í þessum æðstu stjórn­un­ar­stöðum bank­ans á þeim tíma.“

Skrán­ing Arion banka á markað frestað­ist á end­anum og frumút­boð á hluta­bréfum í bank­anum fór ekki fram fyrr en í maí 2018. Við­skipti með bréf bank­ans hófust svo í Kaup­höll­unum á Íslandi og í Sví­þjóð 15. júní sama ár. Hösk­uldur hætti störfum hjá Arion banka í lok apríl síð­ast­lið­ins. Hann hefur þver­tekið fyrir það opin­ber­lega að hafa verið rek­inn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. 

Auglýsing
Benedikt Gísla­son, sem setið hafði í stjórn Arion banka, var ráð­inn nýr banka­stjóri í sum­ar.

Tvö­föld árs­laun

Í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka, sem birtur var síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, kom fram að bók­færður kostn­aður bank­ans vegna upp­sagnar Hösk­uldar næmi 150 millj­ónum króna á öðrum árs­fjórð­ungi. Sá kostn­aður inni­heldur greiðslur vegna upp­sagn­ar­frests, launa­tengdra gjalda og samn­ings­bund­inna greiðslna. 

Hösk­­uldur hafði fengið alls 67,5 millj­­ónir króna í laun á árinu 2018 og 7,2 millj­­ónir króna í árang­­urstengdar greiðsl­­ur. Sú greiðsla sem Arion gjald­færði á síð­asta árs­fjórð­ungi vegna starfs­loka Hösk­­uldar er því tvö­­­föld heild­­ar­ár­s­­laun hans á síð­­asta heila árinu sem hann starf­aði sem banka­­stjóri Arion banka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent