150 milljóna króna starfslok bankastjóra vegna samnings frá 2017

Höskuldur H. Ólafsson fær greiddan uppsagnarfrest og samningsbundnar greiðslur eftir að hafa látið af störfum hjá Arion banka. Greiðslurnar eru í samræmi við samning sem gerður var við hann 2017 til að tryggja starfskrafta hans fram aðskráningu á markað.

Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka þar til í apríl 2019.
Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka þar til í apríl 2019.
Auglýsing

150 millj­óna króna starfs­lok Hösk­uldar H. Ólafs­sonar hjá Arion banka sam­an­stóðu ann­ars vegar af upp­sagn­ar­fresti og hins vegar samn­ingi um starfs­lok. Ekki var um ein­greiðslu að ræða þrátt fyrir að kostn­að­ur­inn hafi allur verið gjald­færður á öðrum árs­fjórð­ungi heldur greiðslu sem greið­ist út eins og laun yfir tíma. 

­Starfs­lokin voru í fullu sam­ræmi við samn­ing sem gerður var við Hösk­uld árið 2017. Þetta kemur fram í svari Har­aldar Guðna Eiðs­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Arion banka, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um greiðsl­una. 

Ekki fæst upp­gefið hversu stór hluti upp­hæð­ar­innar er vegna upp­sagn­ar­frests og hversu stór hluti hennar er vegna ann­arra samn­ings­bund­inna greiðslna. 

Breyt­ing gerð á ráðn­ing­ar­samn­ingi 2017

Breyt­ing var gerð á ráðn­ing­ar­samn­ingi Hösk­uldar um mitt ár 2017 þegar skrán­ing Arion banka á markað á Íslandi og í Sví­þjóð var í und­ir­bún­ingi. Breyt­ingin var gerð í kjöl­far þess að Mon­ica Caneman ákvað að hætta sem stjórn­ar­for­maður Arion banka í maí 2017. 

Auglýsing
„Markmiðið var að tryggja að bank­inn nyti starfs­krafta Hösk­uldar fram að hluta­fjár­út­boði og skrán­ingu og í fram­haldi af henni. Fyrir lá að það hefði ein­fald­lega skaðað og tafið útboðs- og skrán­ing­ar­ferli bank­ans ef manna­breyt­ingar yrðu bæði á stöðu stjórn­ar­for­manns og banka­stjóra svo skömmu fyrir fyr­ir­hug­aða skrán­ingu. Miklir hags­munir voru í húfi og mat sú stjórn sem þá sat það afar mik­il­vægt að tryggja nauð­syn­legan stöð­ug­leika með því að gera breyt­ingar á ráðn­ing­ar­samn­ingi banka­stjóra,“ segir í svari Har­aldar Guðna.

Starfs­lok Hösk­uldar séu í fullu sam­ræmi við þennan samn­ing sem hafi sam­an­staðið að upp­sagn­ar­fresti ann­ars vegar og samn­ingi um starfs­lok hins veg­ar. „Segja má að kjörin séu vissu­lega óvenju­leg en aðstæður voru óvenju­legar í ljósi skrán­ingar bank­ans á markað og mik­il­vægi þessi að stöð­ug­leiki ríkti í þessum æðstu stjórn­un­ar­stöðum bank­ans á þeim tíma.“

Skrán­ing Arion banka á markað frestað­ist á end­anum og frumút­boð á hluta­bréfum í bank­anum fór ekki fram fyrr en í maí 2018. Við­skipti með bréf bank­ans hófust svo í Kaup­höll­unum á Íslandi og í Sví­þjóð 15. júní sama ár. Hösk­uldur hætti störfum hjá Arion banka í lok apríl síð­ast­lið­ins. Hann hefur þver­tekið fyrir það opin­ber­lega að hafa verið rek­inn heldur hafi hann sagt starfi sínu lausu. 

Auglýsing
Benedikt Gísla­son, sem setið hafði í stjórn Arion banka, var ráð­inn nýr banka­stjóri í sum­ar.

Tvö­föld árs­laun

Í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka, sem birtur var síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, kom fram að bók­færður kostn­aður bank­ans vegna upp­sagnar Hösk­uldar næmi 150 millj­ónum króna á öðrum árs­fjórð­ungi. Sá kostn­aður inni­heldur greiðslur vegna upp­sagn­ar­frests, launa­tengdra gjalda og samn­ings­bund­inna greiðslna. 

Hösk­­uldur hafði fengið alls 67,5 millj­­ónir króna í laun á árinu 2018 og 7,2 millj­­ónir króna í árang­­urstengdar greiðsl­­ur. Sú greiðsla sem Arion gjald­færði á síð­asta árs­fjórð­ungi vegna starfs­loka Hösk­­uldar er því tvö­­­föld heild­­ar­ár­s­­laun hans á síð­­asta heila árinu sem hann starf­aði sem banka­­stjóri Arion banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent