Lög eitt og menning annað

Forseti ASÍ segir að barátta transfólks afhjúpi hið rótgróna kynjaða kerfi sem Íslendingar búi við og hversu kynjað tungumálið sé. Barátta transfólks og alls hinsegin fólks sé jafnframt nátengd annarri jafnréttisbaráttu.

gay-pride-52_15994998791_o.jpg
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að lög séu eitt og menn­ing ann­að. „Þó að fáir kippi sér upp við það þegar sam­starfs­fé­lagi mætir með maka af sama kyni í jóla­hlað­borðið þykir það enn tölu­vert mál í sam­fé­lag­inu að fara í kyn­leið­rétt­ingu og skipta um for­nafn. Bar­átta trans­fólks afhjúpar þannig hið rót­gróna kynj­aða kerfi sem við búum við, hversu kynjað tungu­málið okkar er og allar upp­lýs­ingar sem við veitum um okk­ur. Bar­átta trans­fólks og alls hinsegin fólks er nátengd annarri jafn­rétt­is­bar­átt­u.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu ASÍ í dag sem skrifuð er vegna Hinsegin daga sem standa nú yfir.

Drífa Snædal Mynd: ASÍÞá segir Drífa að rétt­inda­bar­átta hinsegin fólks sé þannig orðin órjúf­an­legur hluti af fram­sæknum bar­áttu­málum og að á þingi Alþjóða vinnu­mála­stofn­un­ar­innar í sumar hafi LGBT+ verið skil­greint í umræð­unni sem hópur sem á undir högg að sækja.

„Þetta var mjög áber­andi í umræðum um nýja sam­þykkt gegn ofbeldi og áreitni í vinnu­um­hverf­inu gagn­vart við­kvæmum hóp­um. Alþýðu­sam­bandið mun leggja áherslu á að þessi sam­þykkt verði full­gilt hér á landi og í því felist að hinsegin fólk sé skil­greint sem minni­hluta­hópur sem þurfi enn sem komið er að njóta verndar og athygli þegar gætt er jafn­ræðis á vinnu­mark­að­i,“ skrifar hún.

Auglýsing

Stutt síðan hommar og les­b­íur sættu aðkasti

Drífa segir að mann­rétt­inda­bar­átta hinsegin fólks sé ein árang­urs­rík­asta bar­átta sem háð hefur verið síð­ustu ára­tugi. Það sé ótrú­lega stutt síðan hommar og les­b­íur sættu aðkasti og jafn­vel úti­lokun í íslensku sam­fé­lagi. Góðu heilli hafi margt breyst síð­ustu tvo ára­tugi og ótal laga­leg og menn­ing­ar­leg skref verið stigin í átt til betri veg­ar. Reykja­vík Pride sé ein stærsta fjöl­skyldu­há­tíð lands­ins þar sem fjöl­breyti­leik­anum er fagnað og for­dómum úthýst.

Það sama gildi um vinnu­mark­að­inn. Á síð­asta ári hafi verið sam­þykkt lög sem fjalla sér­stak­lega um jafna með­ferð óháð kyn­hneigð, kyn­vit­und, kynein­kennum eða kyntján­ingu. „Það er sem sagt bannað að mis­muna fólki á vinnu­mark­aði sem er hinsegin – eðli­lega.“

Ekki í lagi að hinsegin fólk telji sig þurfa að leyna kyn­hneigð sinni

„Sem hags­muna­sam­tök vinn­andi fólks eru stétt­ar­fé­lög til­búin að taka upp hansk­ann fyrir félags­menn sem eru beittir órétti og heild­ar­sam­tök vinn­andi fólks á almennum vinnu­mark­aði styður heils­hugar hinsegin bar­áttu. Það er ekki í lagi að hinsegin fólk telji sig þurfa að leyna kyn­hneigð sinni eða kyn­vit­und fyrir vinnu­fé­lögum eins og vís­bend­ingar eru um. Það er því enn verk að vinna til að breyta hugs­ana­hætti og menn­ingu til hins betra. Mætum á Reykja­vík Pride, verum stolt af árangrinum en gerum get­ur!“ skrifar Drífa að lok­um.

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ skrif­ar: ­Gleði­lega hinsegin daga – Reykja­vík Pride! ­Mann­rétt­inda­bar­átta hinsegin fólks er ein...

Posted by Alþýðu­sam­band Íslands - ASÍ on Monday, Aug­ust 12, 2019


15 pró­sent hinsegin fólks segj­ast fá færri tæki­færi

Sam­kvæmt nýrri könn­un, sem deilt var á sam­fé­lags­miðlum og send á fyr­ir­tæki og við­skipta­vini Kaup­hall­ar­inn­ar, upp­lifir 15 pró­sent hinsegin fólks sig hafa færri tæki­færi á vinnu­mark­aði en aðr­ir. Gunn­laugur Bragi Björns­son, for­maður Hinsegin daga, seg­ist í sam­tali við RÚV í dag hafa áhyggjur af þessum nið­ur­stöðum en segir þær þó ekki koma á óvart.

Þá kemur fram í könn­un­inni að um 30 pró­sent hinsegin fólks hafi fengið nær­göngular spurn­ingar frá sam­starfs­fólki. „Og þarna erum við að sjá furðu­hátt hlut­fall sem fær ein­hvers konar óvið­eig­andi athuga­semdir eða mjög nær­göngular spurn­ingar varð­andi sitt einka­líf eða kyn­líf eða ann­að,“ segir Gunn­laugur Bragi. „Og svo er það þessi áhuga­verði vink­ill það er ýmist verið að hrósa hinseg­inn fólki fyrir að vera frekar venju­legt eða hrósa því fyrir að vera ekki nógu hinseg­in, ertu viss um að þú sért hommi? Þú hefur ekki einu sinni áhuga á Eurovision.“

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent