Lög eitt og menning annað

Forseti ASÍ segir að barátta transfólks afhjúpi hið rótgróna kynjaða kerfi sem Íslendingar búi við og hversu kynjað tungumálið sé. Barátta transfólks og alls hinsegin fólks sé jafnframt nátengd annarri jafnréttisbaráttu.

gay-pride-52_15994998791_o.jpg
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að lög séu eitt og menn­ing ann­að. „Þó að fáir kippi sér upp við það þegar sam­starfs­fé­lagi mætir með maka af sama kyni í jóla­hlað­borðið þykir það enn tölu­vert mál í sam­fé­lag­inu að fara í kyn­leið­rétt­ingu og skipta um for­nafn. Bar­átta trans­fólks afhjúpar þannig hið rót­gróna kynj­aða kerfi sem við búum við, hversu kynjað tungu­málið okkar er og allar upp­lýs­ingar sem við veitum um okk­ur. Bar­átta trans­fólks og alls hinsegin fólks er nátengd annarri jafn­rétt­is­bar­átt­u.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu ASÍ í dag sem skrifuð er vegna Hinsegin daga sem standa nú yfir.

Drífa Snædal Mynd: ASÍÞá segir Drífa að rétt­inda­bar­átta hinsegin fólks sé þannig orðin órjúf­an­legur hluti af fram­sæknum bar­áttu­málum og að á þingi Alþjóða vinnu­mála­stofn­un­ar­innar í sumar hafi LGBT+ verið skil­greint í umræð­unni sem hópur sem á undir högg að sækja.

„Þetta var mjög áber­andi í umræðum um nýja sam­þykkt gegn ofbeldi og áreitni í vinnu­um­hverf­inu gagn­vart við­kvæmum hóp­um. Alþýðu­sam­bandið mun leggja áherslu á að þessi sam­þykkt verði full­gilt hér á landi og í því felist að hinsegin fólk sé skil­greint sem minni­hluta­hópur sem þurfi enn sem komið er að njóta verndar og athygli þegar gætt er jafn­ræðis á vinnu­mark­að­i,“ skrifar hún.

Auglýsing

Stutt síðan hommar og les­b­íur sættu aðkasti

Drífa segir að mann­rétt­inda­bar­átta hinsegin fólks sé ein árang­urs­rík­asta bar­átta sem háð hefur verið síð­ustu ára­tugi. Það sé ótrú­lega stutt síðan hommar og les­b­íur sættu aðkasti og jafn­vel úti­lokun í íslensku sam­fé­lagi. Góðu heilli hafi margt breyst síð­ustu tvo ára­tugi og ótal laga­leg og menn­ing­ar­leg skref verið stigin í átt til betri veg­ar. Reykja­vík Pride sé ein stærsta fjöl­skyldu­há­tíð lands­ins þar sem fjöl­breyti­leik­anum er fagnað og for­dómum úthýst.

Það sama gildi um vinnu­mark­að­inn. Á síð­asta ári hafi verið sam­þykkt lög sem fjalla sér­stak­lega um jafna með­ferð óháð kyn­hneigð, kyn­vit­und, kynein­kennum eða kyntján­ingu. „Það er sem sagt bannað að mis­muna fólki á vinnu­mark­aði sem er hinsegin – eðli­lega.“

Ekki í lagi að hinsegin fólk telji sig þurfa að leyna kyn­hneigð sinni

„Sem hags­muna­sam­tök vinn­andi fólks eru stétt­ar­fé­lög til­búin að taka upp hansk­ann fyrir félags­menn sem eru beittir órétti og heild­ar­sam­tök vinn­andi fólks á almennum vinnu­mark­aði styður heils­hugar hinsegin bar­áttu. Það er ekki í lagi að hinsegin fólk telji sig þurfa að leyna kyn­hneigð sinni eða kyn­vit­und fyrir vinnu­fé­lögum eins og vís­bend­ingar eru um. Það er því enn verk að vinna til að breyta hugs­ana­hætti og menn­ingu til hins betra. Mætum á Reykja­vík Pride, verum stolt af árangrinum en gerum get­ur!“ skrifar Drífa að lok­um.

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ skrif­ar: ­Gleði­lega hinsegin daga – Reykja­vík Pride! ­Mann­rétt­inda­bar­átta hinsegin fólks er ein...

Posted by Alþýðu­sam­band Íslands - ASÍ on Monday, Aug­ust 12, 2019


15 pró­sent hinsegin fólks segj­ast fá færri tæki­færi

Sam­kvæmt nýrri könn­un, sem deilt var á sam­fé­lags­miðlum og send á fyr­ir­tæki og við­skipta­vini Kaup­hall­ar­inn­ar, upp­lifir 15 pró­sent hinsegin fólks sig hafa færri tæki­færi á vinnu­mark­aði en aðr­ir. Gunn­laugur Bragi Björns­son, for­maður Hinsegin daga, seg­ist í sam­tali við RÚV í dag hafa áhyggjur af þessum nið­ur­stöðum en segir þær þó ekki koma á óvart.

Þá kemur fram í könn­un­inni að um 30 pró­sent hinsegin fólks hafi fengið nær­göngular spurn­ingar frá sam­starfs­fólki. „Og þarna erum við að sjá furðu­hátt hlut­fall sem fær ein­hvers konar óvið­eig­andi athuga­semdir eða mjög nær­göngular spurn­ingar varð­andi sitt einka­líf eða kyn­líf eða ann­að,“ segir Gunn­laugur Bragi. „Og svo er það þessi áhuga­verði vink­ill það er ýmist verið að hrósa hinseg­inn fólki fyrir að vera frekar venju­legt eða hrósa því fyrir að vera ekki nógu hinseg­in, ertu viss um að þú sért hommi? Þú hefur ekki einu sinni áhuga á Eurovision.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent