Fjármagnstekjur áfram hærri á Seltjarnarnesi og í Garðabæ

Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman milli áranna 2017 og 2018. Það var í fyrsta sinn í nokkur ár sem slíkt gerist. Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar eru með mun hærri slíkar að meðaltali en aðrir íbúar stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Auglýsing

Með­al­tals­fjár­magnstekjur íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ eru umtals­vert hærri en í öðrum stærri sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þær eiga þó enn tölu­vert í land með að ná þeim hæðum sem þær náðu á árunum fyrir banka­hrun. 

Með­al­tals­fjár­magnstekjur voru 1.379 þús­und krónur á hvern íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi í fyrra en 1.104 þús­und krónur í Garða­bæ. Á sama tíma voru þær 541 þús­und krónur á hvern íbúa Reykja­vík­ur, 566 þús­und á íbúa í Kópa­vogi, 449 þús­und íbúa í Mos­fellsbæ og 448 þús­und í Hafn­ar­firð­i. 

Auglýsing
Alls er með­al­tal fjár­magnstekna á land­inu 511 þús­und krónur og því eru með­al­fjár­magnstekjur á íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi tæp­lega 170 pró­sent hærri en hjá meðal Íslend­ingn­um. 

Þessi munur á fjár­magnstekjum á íbúa er fjarri því að vera nýtil­kom­inn. Árið 2007, þegar banka­góð­ærið var í algleym­ingi, náði með­al­tal fjár­magnstekna á hvern íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi til að mynda 3.738 þús­und krónum og 3.165 þús­und krónum í Garða­bæ. Þá var heild­ar­með­al­talið 775 þús­und krónur og með­al­tal fjár­magnstekna á Sel­tjarn­ar­nesi því næstum fjór­falt hærra en hjá meðal Íslend­ingn­um. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands.

Fjár­magnstekjur dróg­ust saman milli ára

Fjár­magnstekjur eru þær tekjur sem ein­stak­lingar hafa af eignum sín­um. Þær eru til að mynda vext­ir, arð­ur, sölu­hagn­aður eða leigu­tekjur af lausafé og fast­eign­um. 

Ef ein­stak­lingur er með þorra tekna sinna í formi fjár­magnstekna þá borgar hann mun minna hlut­fall af tekjum sínum til rík­is­sjóðs en ef hann er með þær í formi launa­tekna.

Venju­legur launa­maður greiðir á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent af launum sínum í skatta að útsvari með­töldu. Fjár­magnstekj­ur­skattur er hins vegar 22 pró­sent og ekki þarf að greiða neitt útsvar. Þeir sem hafa ein­vörð­ungu fjár­magnstekjur greiða þar af leið­andi ekk­ert til rekst­urs þess sveit­ar­fé­lags sem þeir búa í af þeim tekj­um. Íbúar á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ greiða mun lægri útsvarspró­sentu en íbúar ann­arra stórra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í Reykja­vík er útsvarspró­sentan í hámarki, og þar nemur greiðsla hvers greið­anda 14,52 pró­sent af launum þeirra. Í Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og í Mos­fellsbæ er hún lítið eitt lægri, eða 14,48 pró­sent. Á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ er hún hins vegar 13,7 pró­sent. 

Alls námu fjár­magnstekjur Íslend­inga 123,5 millj­örðum króna á árinu 2018. 

Auglýsing
Þær dróg­ust saman 25,4 millj­arða króna milli ára eftir að hafa verið 148,9 millj­arðar króna árið 2017, þegar þær náðu sínum hæsta punkti eftir banka­hrun. Heild­ar­fjár­magnstekjur í fyrra voru þó þær næst hæstu síðan 2009. 

Elíta úr við­skipta­líf­inu

Ástæða þess að fjár­magnstekjur eru hærri á hvern íbúa Sel­tjarn­ar­ness og Garða­bæjar er meðal ann­ars sú að þar býr mikið af fólki sem á fjár­magns­eign­ir.

Í grein Magn­úsar Þórs Torfa­­­son­­­ar, lekt­ors í við­­­skipta­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, Þor­­­gerðar Ein­­­ar­s­dótt­­­ur, pró­­­fess­ors við stjórn­­­­­mála­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, Guð­­­bjargar Lindu Rafns­dótt­­­ur, pró­­­fess­ors við félags- og mann­vís­inda­­­deild Háskóla Íslands, og Mar­grétar Sig­rúnar Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, lekt­ors við við­­­skipta­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, í tíma­­­rit­inu Stjórn­­­­­mál og Stjórn­­­­­sýsla sum­arið 2017 var fjallað um elítur á Íslandi og inn­­­­­byrðis tengsl þeirra.

Nið­ur­staða hennar var að íslenskt sam­fé­lag væri lag­skipt og að það væri gjá milli elítu og almenn­ings. Flestir sem til­­heyrðu þess­­ari elítu búa, sam­kvæmt grein­inni, á Sel­tjarn­­ar­­nesi og í Garða­bæ. Þar búa 150 pró­­sent fleiri ein­stak­l­ingar í við­­skipta- og atvinnu­lífsel­ít­unni en vænta hefði mætti út frá íbú­a­­fjölda.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent