Fjármagnstekjur áfram hærri á Seltjarnarnesi og í Garðabæ

Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman milli áranna 2017 og 2018. Það var í fyrsta sinn í nokkur ár sem slíkt gerist. Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar eru með mun hærri slíkar að meðaltali en aðrir íbúar stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Auglýsing

Með­al­tals­fjár­magnstekjur íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ eru umtals­vert hærri en í öðrum stærri sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þær eiga þó enn tölu­vert í land með að ná þeim hæðum sem þær náðu á árunum fyrir banka­hrun. 

Með­al­tals­fjár­magnstekjur voru 1.379 þús­und krónur á hvern íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi í fyrra en 1.104 þús­und krónur í Garða­bæ. Á sama tíma voru þær 541 þús­und krónur á hvern íbúa Reykja­vík­ur, 566 þús­und á íbúa í Kópa­vogi, 449 þús­und íbúa í Mos­fellsbæ og 448 þús­und í Hafn­ar­firð­i. 

Auglýsing
Alls er með­al­tal fjár­magnstekna á land­inu 511 þús­und krónur og því eru með­al­fjár­magnstekjur á íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi tæp­lega 170 pró­sent hærri en hjá meðal Íslend­ingn­um. 

Þessi munur á fjár­magnstekjum á íbúa er fjarri því að vera nýtil­kom­inn. Árið 2007, þegar banka­góð­ærið var í algleym­ingi, náði með­al­tal fjár­magnstekna á hvern íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi til að mynda 3.738 þús­und krónum og 3.165 þús­und krónum í Garða­bæ. Þá var heild­ar­með­al­talið 775 þús­und krónur og með­al­tal fjár­magnstekna á Sel­tjarn­ar­nesi því næstum fjór­falt hærra en hjá meðal Íslend­ingn­um. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands.

Fjár­magnstekjur dróg­ust saman milli ára

Fjár­magnstekjur eru þær tekjur sem ein­stak­lingar hafa af eignum sín­um. Þær eru til að mynda vext­ir, arð­ur, sölu­hagn­aður eða leigu­tekjur af lausafé og fast­eign­um. 

Ef ein­stak­lingur er með þorra tekna sinna í formi fjár­magnstekna þá borgar hann mun minna hlut­fall af tekjum sínum til rík­is­sjóðs en ef hann er með þær í formi launa­tekna.

Venju­legur launa­maður greiðir á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent af launum sínum í skatta að útsvari með­töldu. Fjár­magnstekj­ur­skattur er hins vegar 22 pró­sent og ekki þarf að greiða neitt útsvar. Þeir sem hafa ein­vörð­ungu fjár­magnstekjur greiða þar af leið­andi ekk­ert til rekst­urs þess sveit­ar­fé­lags sem þeir búa í af þeim tekj­um. Íbúar á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ greiða mun lægri útsvarspró­sentu en íbúar ann­arra stórra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í Reykja­vík er útsvarspró­sentan í hámarki, og þar nemur greiðsla hvers greið­anda 14,52 pró­sent af launum þeirra. Í Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og í Mos­fellsbæ er hún lítið eitt lægri, eða 14,48 pró­sent. Á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ er hún hins vegar 13,7 pró­sent. 

Alls námu fjár­magnstekjur Íslend­inga 123,5 millj­örðum króna á árinu 2018. 

Auglýsing
Þær dróg­ust saman 25,4 millj­arða króna milli ára eftir að hafa verið 148,9 millj­arðar króna árið 2017, þegar þær náðu sínum hæsta punkti eftir banka­hrun. Heild­ar­fjár­magnstekjur í fyrra voru þó þær næst hæstu síðan 2009. 

Elíta úr við­skipta­líf­inu

Ástæða þess að fjár­magnstekjur eru hærri á hvern íbúa Sel­tjarn­ar­ness og Garða­bæjar er meðal ann­ars sú að þar býr mikið af fólki sem á fjár­magns­eign­ir.

Í grein Magn­úsar Þórs Torfa­­­son­­­ar, lekt­ors í við­­­skipta­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, Þor­­­gerðar Ein­­­ar­s­dótt­­­ur, pró­­­fess­ors við stjórn­­­­­mála­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, Guð­­­bjargar Lindu Rafns­dótt­­­ur, pró­­­fess­ors við félags- og mann­vís­inda­­­deild Háskóla Íslands, og Mar­grétar Sig­rúnar Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, lekt­ors við við­­­skipta­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, í tíma­­­rit­inu Stjórn­­­­­mál og Stjórn­­­­­sýsla sum­arið 2017 var fjallað um elítur á Íslandi og inn­­­­­byrðis tengsl þeirra.

Nið­ur­staða hennar var að íslenskt sam­fé­lag væri lag­skipt og að það væri gjá milli elítu og almenn­ings. Flestir sem til­­heyrðu þess­­ari elítu búa, sam­kvæmt grein­inni, á Sel­tjarn­­ar­­nesi og í Garða­bæ. Þar búa 150 pró­­sent fleiri ein­stak­l­ingar í við­­skipta- og atvinnu­lífsel­ít­unni en vænta hefði mætti út frá íbú­a­­fjölda.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent