Fjármagnstekjur áfram hærri á Seltjarnarnesi og í Garðabæ

Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman milli áranna 2017 og 2018. Það var í fyrsta sinn í nokkur ár sem slíkt gerist. Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar eru með mun hærri slíkar að meðaltali en aðrir íbúar stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Auglýsing

Með­al­tals­fjár­magnstekjur íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ eru umtals­vert hærri en í öðrum stærri sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þær eiga þó enn tölu­vert í land með að ná þeim hæðum sem þær náðu á árunum fyrir banka­hrun. 

Með­al­tals­fjár­magnstekjur voru 1.379 þús­und krónur á hvern íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi í fyrra en 1.104 þús­und krónur í Garða­bæ. Á sama tíma voru þær 541 þús­und krónur á hvern íbúa Reykja­vík­ur, 566 þús­und á íbúa í Kópa­vogi, 449 þús­und íbúa í Mos­fellsbæ og 448 þús­und í Hafn­ar­firð­i. 

Auglýsing
Alls er með­al­tal fjár­magnstekna á land­inu 511 þús­und krónur og því eru með­al­fjár­magnstekjur á íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi tæp­lega 170 pró­sent hærri en hjá meðal Íslend­ingn­um. 

Þessi munur á fjár­magnstekjum á íbúa er fjarri því að vera nýtil­kom­inn. Árið 2007, þegar banka­góð­ærið var í algleym­ingi, náði með­al­tal fjár­magnstekna á hvern íbúa á Sel­tjarn­ar­nesi til að mynda 3.738 þús­und krónum og 3.165 þús­und krónum í Garða­bæ. Þá var heild­ar­með­al­talið 775 þús­und krónur og með­al­tal fjár­magnstekna á Sel­tjarn­ar­nesi því næstum fjór­falt hærra en hjá meðal Íslend­ingn­um. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands.

Fjár­magnstekjur dróg­ust saman milli ára

Fjár­magnstekjur eru þær tekjur sem ein­stak­lingar hafa af eignum sín­um. Þær eru til að mynda vext­ir, arð­ur, sölu­hagn­aður eða leigu­tekjur af lausafé og fast­eign­um. 

Ef ein­stak­lingur er með þorra tekna sinna í formi fjár­magnstekna þá borgar hann mun minna hlut­fall af tekjum sínum til rík­is­sjóðs en ef hann er með þær í formi launa­tekna.

Venju­legur launa­maður greiðir á bil­inu 36,94 til 46,24 pró­sent af launum sínum í skatta að útsvari með­töldu. Fjár­magnstekj­ur­skattur er hins vegar 22 pró­sent og ekki þarf að greiða neitt útsvar. Þeir sem hafa ein­vörð­ungu fjár­magnstekjur greiða þar af leið­andi ekk­ert til rekst­urs þess sveit­ar­fé­lags sem þeir búa í af þeim tekj­um. Íbúar á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ greiða mun lægri útsvarspró­sentu en íbúar ann­arra stórra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í Reykja­vík er útsvarspró­sentan í hámarki, og þar nemur greiðsla hvers greið­anda 14,52 pró­sent af launum þeirra. Í Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og í Mos­fellsbæ er hún lítið eitt lægri, eða 14,48 pró­sent. Á Sel­tjarn­ar­nesi og í Garðabæ er hún hins vegar 13,7 pró­sent. 

Alls námu fjár­magnstekjur Íslend­inga 123,5 millj­örðum króna á árinu 2018. 

Auglýsing
Þær dróg­ust saman 25,4 millj­arða króna milli ára eftir að hafa verið 148,9 millj­arðar króna árið 2017, þegar þær náðu sínum hæsta punkti eftir banka­hrun. Heild­ar­fjár­magnstekjur í fyrra voru þó þær næst hæstu síðan 2009. 

Elíta úr við­skipta­líf­inu

Ástæða þess að fjár­magnstekjur eru hærri á hvern íbúa Sel­tjarn­ar­ness og Garða­bæjar er meðal ann­ars sú að þar býr mikið af fólki sem á fjár­magns­eign­ir.

Í grein Magn­úsar Þórs Torfa­­­son­­­ar, lekt­ors í við­­­skipta­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, Þor­­­gerðar Ein­­­ar­s­dótt­­­ur, pró­­­fess­ors við stjórn­­­­­mála­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, Guð­­­bjargar Lindu Rafns­dótt­­­ur, pró­­­fess­ors við félags- og mann­vís­inda­­­deild Háskóla Íslands, og Mar­grétar Sig­rúnar Sig­­­urð­­­ar­dótt­­­ur, lekt­ors við við­­­skipta­fræð­i­­­deild Háskóla Íslands, í tíma­­­rit­inu Stjórn­­­­­mál og Stjórn­­­­­sýsla sum­arið 2017 var fjallað um elítur á Íslandi og inn­­­­­byrðis tengsl þeirra.

Nið­ur­staða hennar var að íslenskt sam­fé­lag væri lag­skipt og að það væri gjá milli elítu og almenn­ings. Flestir sem til­­heyrðu þess­­ari elítu búa, sam­kvæmt grein­inni, á Sel­tjarn­­ar­­nesi og í Garða­bæ. Þar búa 150 pró­­sent fleiri ein­stak­l­ingar í við­­skipta- og atvinnu­lífsel­ít­unni en vænta hefði mætti út frá íbú­a­­fjölda.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent