Arion banki færði niður eignir um 2,1 milljarð

Arion banki hefur þurft að færa niður virði eigna vegna gjaldþrots WOW air og Primera air, sem bæði voru lántakar hjá bankanum og eru nú bæði gjaldþrota.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Auglýsing

Arion banki færði niður eignir um 2,1 millj­arð króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2019. Sú nið­ur­færsla var, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­gjörs bank­ans, aðal­lega vegna WOW air og Tra­velCo, félags sem hýsir leif­arnar af starf­semi Pri­mera Air, en bæði félög­in, sem voru í miklum við­skiptum við Arion banka, eru farin í þrot.

­Arion banki eign­að­ist öll hluta­bréf í Tra­velCo í júní síð­ast­liðn­um. Fyr­ir­tækið var stofnað í kjöl­far falls Pri­mera Air og rekur ferða­­skrif­­stofur á Íslandi, í Dan­­mörku, Sví­­þjóð, Nor­egi og Finn­land­i. Arion ætlar sér að reyna að selja það sem allra fyrst. Starf­­semi Tra­velCo á Íslandi hefur farið fram undir merkjum ferða­­skrif­­stof­anna Heims­­ferða og Terra Nova.

Í fjár­festa­kynn­ing­unni segir að þótt ferða­mönnum muni fækka um tæp­lega fimmt­ung frá síð­asta ári þá hafi eyðsla á hvern ferða­mann auk­ist umtals­vert frá gjald­þroti WOW air í lok mars. Bank­inn telur nýj­ustu tölur úr ferða­þjón­ust­unni afar jákvæðar fyrir geir­ann og efna­hags­kerfið í heild. ­Ís­lenskt efna­hags­líf sé vel í stakk búið til að takast á við þá lend­ingu sem þú á sér stað í ljósi þess að eign­ar­staða gagn­vart útlöndum er jákvæð og skulda­staða kerf­is­ins í heild er sögu­lega lá, jafn hjá opin­bera geir­anum og einka­geir­an­um. 

Arð­semi eig­in­fjár slök

Arion banki hagn­að­ist um 2,1 millj­­arð króna á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Það er umtals­vert minni hagn­aður en á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var 3,1 millj­­arður króna. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins nemur hagn­aður bank­ans alls 3,1 millj­­arði króna en var fimm millj­­arðar króna á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri Arion banka sem birt var á fimmtu­dag. 

Auglýsing
Arð­semi eigin fjár Arion banka var áfram að vera slök á árs­fjórð­ungn­um, eða 4,3 pró­­sent. Hún var 5,9 pró­­sent á sama tíma­bili í fyrra en ein­ungis 2,1 pró­­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019. Helsta ástæðan fyrir slakri arð­­semi er Valitor, dótt­­ur­­fé­lag bank­ans sem er til sölu, en arð­­semi eigin frá væri 6,6 pró­­sent ef Valitor er und­an­skil­ið. Tap Valitor á fyrstu sex mán­uðum árs­ins var 2,8 millj­arðar króna. 

Eigið fé bank­ans var 195 millj­­arðar króna og eignir þess 1.233 millj­­arðar króna í lok árs­fjórð­ungs­ins. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið var því 22,8 pró­­sent í lok júní.

Mark­miðið tíu pró­sent arð­semi

Mark­mið Arion banka er að arð­semi eigin fjár verði tíu pró­sent. Til að ná því mark­miði hefur bank­inn verið að breyta fjár­mögnun sinni með umfangs­mik­illi útgáfu víkj­andi skulda­bréfa, lækkun hluta­fjár með end­ur­kaupum á bréfum hlut­hafa, útgreiðslu arðs, auk­inni áherslu á staf­ræna þjón­ustu og lækkun á rekstr­ar­kostn­aði, en mark­mið bank­ans er að kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans verði undir 50 pró­sent í nán­ustu fram­tíð. Það er nú 54,2 pró­sent. 

Þá vill bank­inn selja ýmsar eign­ir. Á meðal þeirra eru Valitor, Stakks­berg, sem heldur á kís­il­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, og áður­nefnt Tra­velCo. 

Bene­dikt Gísla­­son, banka­­stjóri Arion banka, sagði í til­kynn­ingu til Kaup­hallar að afkoman á árs­fjórð­ungnum hafi ekki verið nógu góð.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent