Arion banki færði niður eignir um 2,1 milljarð

Arion banki hefur þurft að færa niður virði eigna vegna gjaldþrots WOW air og Primera air, sem bæði voru lántakar hjá bankanum og eru nú bæði gjaldþrota.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Auglýsing

Arion banki færði niður eignir um 2,1 millj­arð króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2019. Sú nið­ur­færsla var, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu vegna nýjasta upp­gjörs bank­ans, aðal­lega vegna WOW air og Tra­velCo, félags sem hýsir leif­arnar af starf­semi Pri­mera Air, en bæði félög­in, sem voru í miklum við­skiptum við Arion banka, eru farin í þrot.

­Arion banki eign­að­ist öll hluta­bréf í Tra­velCo í júní síð­ast­liðn­um. Fyr­ir­tækið var stofnað í kjöl­far falls Pri­mera Air og rekur ferða­­skrif­­stofur á Íslandi, í Dan­­mörku, Sví­­þjóð, Nor­egi og Finn­land­i. Arion ætlar sér að reyna að selja það sem allra fyrst. Starf­­semi Tra­velCo á Íslandi hefur farið fram undir merkjum ferða­­skrif­­stof­anna Heims­­ferða og Terra Nova.

Í fjár­festa­kynn­ing­unni segir að þótt ferða­mönnum muni fækka um tæp­lega fimmt­ung frá síð­asta ári þá hafi eyðsla á hvern ferða­mann auk­ist umtals­vert frá gjald­þroti WOW air í lok mars. Bank­inn telur nýj­ustu tölur úr ferða­þjón­ust­unni afar jákvæðar fyrir geir­ann og efna­hags­kerfið í heild. ­Ís­lenskt efna­hags­líf sé vel í stakk búið til að takast á við þá lend­ingu sem þú á sér stað í ljósi þess að eign­ar­staða gagn­vart útlöndum er jákvæð og skulda­staða kerf­is­ins í heild er sögu­lega lá, jafn hjá opin­bera geir­anum og einka­geir­an­um. 

Arð­semi eig­in­fjár slök

Arion banki hagn­að­ist um 2,1 millj­­arð króna á öðrum árs­fjórð­ungi árs­ins 2019. Það er umtals­vert minni hagn­aður en á sama tíma­bili í fyrra þegar hann var 3,1 millj­­arður króna. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins nemur hagn­aður bank­ans alls 3,1 millj­­arði króna en var fimm millj­­arðar króna á sama tíma­bili í fyrra. Þetta kemur fram í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri Arion banka sem birt var á fimmtu­dag. 

Auglýsing
Arð­semi eigin fjár Arion banka var áfram að vera slök á árs­fjórð­ungn­um, eða 4,3 pró­­sent. Hún var 5,9 pró­­sent á sama tíma­bili í fyrra en ein­ungis 2,1 pró­­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2019. Helsta ástæðan fyrir slakri arð­­semi er Valitor, dótt­­ur­­fé­lag bank­ans sem er til sölu, en arð­­semi eigin frá væri 6,6 pró­­sent ef Valitor er und­an­skil­ið. Tap Valitor á fyrstu sex mán­uðum árs­ins var 2,8 millj­arðar króna. 

Eigið fé bank­ans var 195 millj­­arðar króna og eignir þess 1.233 millj­­arðar króna í lok árs­fjórð­ungs­ins. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið var því 22,8 pró­­sent í lok júní.

Mark­miðið tíu pró­sent arð­semi

Mark­mið Arion banka er að arð­semi eigin fjár verði tíu pró­sent. Til að ná því mark­miði hefur bank­inn verið að breyta fjár­mögnun sinni með umfangs­mik­illi útgáfu víkj­andi skulda­bréfa, lækkun hluta­fjár með end­ur­kaupum á bréfum hlut­hafa, útgreiðslu arðs, auk­inni áherslu á staf­ræna þjón­ustu og lækkun á rekstr­ar­kostn­aði, en mark­mið bank­ans er að kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans verði undir 50 pró­sent í nán­ustu fram­tíð. Það er nú 54,2 pró­sent. 

Þá vill bank­inn selja ýmsar eign­ir. Á meðal þeirra eru Valitor, Stakks­berg, sem heldur á kís­il­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, og áður­nefnt Tra­velCo. 

Bene­dikt Gísla­­son, banka­­stjóri Arion banka, sagði í til­kynn­ingu til Kaup­hallar að afkoman á árs­fjórð­ungnum hafi ekki verið nógu góð.



Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent