Heiftin kom Birgittu á óvart

Fyrrverandi þingmaður og einn af stofnendum Pírata segist ekki hafa vitað af þessari reiði gagnvart sér sem opinberaðist á fundi Pírata um miðjan júlí og eftir hann.

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir
Auglýsing

„Það kom mér rosa­lega á óvart að upp­lifa þessa heift frá fyrrum starfs­fé­lögum mínum vegna þess að við áttum mjög fína tíma hjá vinnu­staða­sál­fræð­ingum á sínum tíma og ég vissi ekki að við­kom­andi væri með svona svaka­lega mikla reiði gagn­vart mér.“ Þetta segir Birgitta Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Pít­ara og einn stofn­enda flokks­ins, í ítar­legu við­tali við Mann­líf í dag.

Mikil átök voru innan Pírata í síð­asta mán­uði þegar Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu á fundi flokks­ins. Þar sótt­ist Birgitta eftir sæti í trún­að­ar­ráð­inu en henni var hafnað og voru það þing­menn flokks­ins sem voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun henn­ar.

Auglýsing

Ber ekki kala til neins

Helgi Hrafn sagð­ist á fund­inum meðal ann­ars ekki treysta henni til að halda trún­aði. Hann hefði alfarið verið ósam­mála því að henni hefði verið ýtt úr flokknum líkt og hún hefði haldið fram og bætti hann því við að hún ýtti frekar undir ósætti en að sætta hlut­ina.

„Ég fékk smá í mag­ann við að heyra það að Birgittu Jóns­dóttur hafi verið ýtt úr flokkn­um. Nei, Birgitta Jóns­dóttir fékk bara ekki að ráða til til­breyt­ing­ar. Og þegar Birgitta Jóns­dóttir fær ekki að ráða þá upp­lifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar því þannig,“ sagði Helgi Hrafn á fund­in­um.

Birgitta segir í Mann­lífi að hún hefði óskað þess að við­kom­andi hefði hringt í sig og beðið hana að hitta sig til þess að ræða hlut­ina. „Það er það sem mér finnst erfitt, ég skil ekki alveg hvað það er sem ég gerði þessu fólki. Eina skýr­ingin sem ég fékk var að ég hefði mik­inn sann­fær­ing­ar­kraft og einn þing­mað­ur­inn kvart­aði yfir því að ég not­aði hann á þing­menn­ina lík­a.“

Hún seg­ist enn fremur ekki bera kala til þessa fólks eða heift eða neitt í þá átt­ina.

Ósættið verður opin­bert

Fleiri en Helgi Hrafn tjáðu sig um Birgittu í kjöl­far fund­ar­ins. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­maður Pírata, skrif­aði í stöðu­upp­færslu á Face­­book að hún væri enn að vinna sig úr þessu tíma­bili og að þessi ár hefðu verðið með þeim erf­ið­ustu í lífi henn­ar. 

Ásta Guð­rún deildi við­tali við Söru Elísu Þórð­ar­­dótt­ur, vara­þing­mann Pírata, með Face­book-­færslu sinni þar sem Sara sagði að Birgitta hefði beitt sam­starfs­fólk and­legu ofbeldi og tók hún undir lýs­ingar Helga Hrafns á sam­skipta­háttum henn­ar.

Birgitta segir í við­tal­inu að þetta hafi verið ákveðið áfall. „Það hefði verið í lagi ef þetta hefði bara verið þessi fund­ur, en þetta virð­ist ekk­ert ætla að hætta. Ég verð að vanda mig rosa­lega mikið að fara ekki í mann­eskj­urnar sem sögðu þetta, mér finnst bara asna­legt að vera í opin­berum rifr­ildum við fyrr­vern­andi sam­starfs­fólk. Auð­vitað gæti ég sagt alls konar hluti en ég bara sé ekki til­gang­inn með því. Ef fólk á eitt­hvað ósagt við mig þá er sím­inn minn alltaf opinn og ég er mjög aðgengi­leg mann­eskja.“

Hægt er að lesa ítar­legt við­tal Mann­lífs við Birgittu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent