Heiftin kom Birgittu á óvart

Fyrrverandi þingmaður og einn af stofnendum Pírata segist ekki hafa vitað af þessari reiði gagnvart sér sem opinberaðist á fundi Pírata um miðjan júlí og eftir hann.

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir
Auglýsing

„Það kom mér rosa­lega á óvart að upp­lifa þessa heift frá fyrrum starfs­fé­lögum mínum vegna þess að við áttum mjög fína tíma hjá vinnu­staða­sál­fræð­ingum á sínum tíma og ég vissi ekki að við­kom­andi væri með svona svaka­lega mikla reiði gagn­vart mér.“ Þetta segir Birgitta Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Pít­ara og einn stofn­enda flokks­ins, í ítar­legu við­tali við Mann­líf í dag.

Mikil átök voru innan Pírata í síð­asta mán­uði þegar Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu á fundi flokks­ins. Þar sótt­ist Birgitta eftir sæti í trún­að­ar­ráð­inu en henni var hafnað og voru það þing­menn flokks­ins sem voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun henn­ar.

Auglýsing

Ber ekki kala til neins

Helgi Hrafn sagð­ist á fund­inum meðal ann­ars ekki treysta henni til að halda trún­aði. Hann hefði alfarið verið ósam­mála því að henni hefði verið ýtt úr flokknum líkt og hún hefði haldið fram og bætti hann því við að hún ýtti frekar undir ósætti en að sætta hlut­ina.

„Ég fékk smá í mag­ann við að heyra það að Birgittu Jóns­dóttur hafi verið ýtt úr flokkn­um. Nei, Birgitta Jóns­dóttir fékk bara ekki að ráða til til­breyt­ing­ar. Og þegar Birgitta Jóns­dóttir fær ekki að ráða þá upp­lifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar því þannig,“ sagði Helgi Hrafn á fund­in­um.

Birgitta segir í Mann­lífi að hún hefði óskað þess að við­kom­andi hefði hringt í sig og beðið hana að hitta sig til þess að ræða hlut­ina. „Það er það sem mér finnst erfitt, ég skil ekki alveg hvað það er sem ég gerði þessu fólki. Eina skýr­ingin sem ég fékk var að ég hefði mik­inn sann­fær­ing­ar­kraft og einn þing­mað­ur­inn kvart­aði yfir því að ég not­aði hann á þing­menn­ina lík­a.“

Hún seg­ist enn fremur ekki bera kala til þessa fólks eða heift eða neitt í þá átt­ina.

Ósættið verður opin­bert

Fleiri en Helgi Hrafn tjáðu sig um Birgittu í kjöl­far fund­ar­ins. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­maður Pírata, skrif­aði í stöðu­upp­færslu á Face­­book að hún væri enn að vinna sig úr þessu tíma­bili og að þessi ár hefðu verðið með þeim erf­ið­ustu í lífi henn­ar. 

Ásta Guð­rún deildi við­tali við Söru Elísu Þórð­ar­­dótt­ur, vara­þing­mann Pírata, með Face­book-­færslu sinni þar sem Sara sagði að Birgitta hefði beitt sam­starfs­fólk and­legu ofbeldi og tók hún undir lýs­ingar Helga Hrafns á sam­skipta­háttum henn­ar.

Birgitta segir í við­tal­inu að þetta hafi verið ákveðið áfall. „Það hefði verið í lagi ef þetta hefði bara verið þessi fund­ur, en þetta virð­ist ekk­ert ætla að hætta. Ég verð að vanda mig rosa­lega mikið að fara ekki í mann­eskj­urnar sem sögðu þetta, mér finnst bara asna­legt að vera í opin­berum rifr­ildum við fyrr­vern­andi sam­starfs­fólk. Auð­vitað gæti ég sagt alls konar hluti en ég bara sé ekki til­gang­inn með því. Ef fólk á eitt­hvað ósagt við mig þá er sím­inn minn alltaf opinn og ég er mjög aðgengi­leg mann­eskja.“

Hægt er að lesa ítar­legt við­tal Mann­lífs við Birgittu hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent