Heiftin kom Birgittu á óvart

Fyrrverandi þingmaður og einn af stofnendum Pírata segist ekki hafa vitað af þessari reiði gagnvart sér sem opinberaðist á fundi Pírata um miðjan júlí og eftir hann.

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir
Auglýsing

„Það kom mér rosa­lega á óvart að upp­lifa þessa heift frá fyrrum starfs­fé­lögum mínum vegna þess að við áttum mjög fína tíma hjá vinnu­staða­sál­fræð­ingum á sínum tíma og ég vissi ekki að við­kom­andi væri með svona svaka­lega mikla reiði gagn­vart mér.“ Þetta segir Birgitta Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Pít­ara og einn stofn­enda flokks­ins, í ítar­legu við­tali við Mann­líf í dag.

Mikil átök voru innan Pírata í síð­asta mán­uði þegar Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu á fundi flokks­ins. Þar sótt­ist Birgitta eftir sæti í trún­að­ar­ráð­inu en henni var hafnað og voru það þing­menn flokks­ins sem voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun henn­ar.

Auglýsing

Ber ekki kala til neins

Helgi Hrafn sagð­ist á fund­inum meðal ann­ars ekki treysta henni til að halda trún­aði. Hann hefði alfarið verið ósam­mála því að henni hefði verið ýtt úr flokknum líkt og hún hefði haldið fram og bætti hann því við að hún ýtti frekar undir ósætti en að sætta hlut­ina.

„Ég fékk smá í mag­ann við að heyra það að Birgittu Jóns­dóttur hafi verið ýtt úr flokkn­um. Nei, Birgitta Jóns­dóttir fékk bara ekki að ráða til til­breyt­ing­ar. Og þegar Birgitta Jóns­dóttir fær ekki að ráða þá upp­lifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar því þannig,“ sagði Helgi Hrafn á fund­in­um.

Birgitta segir í Mann­lífi að hún hefði óskað þess að við­kom­andi hefði hringt í sig og beðið hana að hitta sig til þess að ræða hlut­ina. „Það er það sem mér finnst erfitt, ég skil ekki alveg hvað það er sem ég gerði þessu fólki. Eina skýr­ingin sem ég fékk var að ég hefði mik­inn sann­fær­ing­ar­kraft og einn þing­mað­ur­inn kvart­aði yfir því að ég not­aði hann á þing­menn­ina lík­a.“

Hún seg­ist enn fremur ekki bera kala til þessa fólks eða heift eða neitt í þá átt­ina.

Ósættið verður opin­bert

Fleiri en Helgi Hrafn tjáðu sig um Birgittu í kjöl­far fund­ar­ins. Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­maður Pírata, skrif­aði í stöðu­upp­færslu á Face­­book að hún væri enn að vinna sig úr þessu tíma­bili og að þessi ár hefðu verðið með þeim erf­ið­ustu í lífi henn­ar. 

Ásta Guð­rún deildi við­tali við Söru Elísu Þórð­ar­­dótt­ur, vara­þing­mann Pírata, með Face­book-­færslu sinni þar sem Sara sagði að Birgitta hefði beitt sam­starfs­fólk and­legu ofbeldi og tók hún undir lýs­ingar Helga Hrafns á sam­skipta­háttum henn­ar.

Birgitta segir í við­tal­inu að þetta hafi verið ákveðið áfall. „Það hefði verið í lagi ef þetta hefði bara verið þessi fund­ur, en þetta virð­ist ekk­ert ætla að hætta. Ég verð að vanda mig rosa­lega mikið að fara ekki í mann­eskj­urnar sem sögðu þetta, mér finnst bara asna­legt að vera í opin­berum rifr­ildum við fyrr­vern­andi sam­starfs­fólk. Auð­vitað gæti ég sagt alls konar hluti en ég bara sé ekki til­gang­inn með því. Ef fólk á eitt­hvað ósagt við mig þá er sím­inn minn alltaf opinn og ég er mjög aðgengi­leg mann­eskja.“

Hægt er að lesa ítar­legt við­tal Mann­lífs við Birgittu hér.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent