Nýir stjórnarmenn kjörnir hjá Arion en bónusbanni hafnað

Fyrrverandi bankastjóri Arion banka fékk tvöföld árslaun sín greidd frá bankanum við starfslok, eða 150 milljónir króna. Hluthafi lagði til bónusbann og nýja leið til að ráða stjórnendur með það að markmiði að lækka launakostnað. Tillögu hans var hafnað.

Arion banki
Auglýsing

Paul Ric­hard Horner og Gunnar Sturlu­son voru kjörnir í stjórn Arion banka á hlut­hafa­fundi sem hald­inn var í gær. Alls sótt­ust þrír eftir tveimur stjórn­ar­sæt­um, en þriðji fram­bjóð­and­inn var Már Wolf­gang Mixa. Til­nefn­ing­ar­nefnd bank­ans hafði mælt með Gunn­ari og Horn­er. 

Þá var Júl­íus Þor­finns­son, fram­kvæmda­stjóri Stoða, kjör­inn í til­nefn­ing­ar­nefnd Arion banka á fund­in­um. Stoðir er stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í Arion banka með tæp­lega fimm pró­sent eign­ar­hlut. 

Fyrir utan kosn­ingu í þessar þrjár stöður var eitt mál á dag­skrá hlut­hafa­fund­ar­ins: til­laga frá Rún­ari Ein­ars­syni, hlut­hafa í bank­an­um, sem lagði til að hætt yrði að gera kaupauka­samn­inga, fram­virka hluta­fjár­samn­inga við æðstu stjórn­endur og að öll önnur bónus­kerfi bank­ans yrðu afnum­in. 

Rúnar lagði einnig til að öll störf bank­ans þar sem laun væru yfir ein milljón króna á mán­uði aug­lýst og umsækj­endur látnir setja fram launa­kröfur í lokað umslag. Hæfn­is­nefnd yrði svo látin fara yfir umsóknir og sá umsækj­andi sem upp­fyllti allar kröfur sem farið væru fram á í umsókn og jafn­framt óskaði eftir lægstu laun­unum yrði ráð­inn í starf­ið. „Báðar þessar hug­myndir ganga út á að lækka kostnað bank­ans og auka þar með hagnað hlut­hafa þannig að hægt verði að greiða hærri arð­greiðsl­ur,“ sagði í til­lögu Rún­ar­s. 

Auglýsing
Hluthafafundur hafn­aði til­lögu Rún­ar­s. 

Banka­stjór­inn fékk tvö­föld árs­laun við starfs­lok

Launa­kostn­aður Arion banka hefur verið í sviðs­ljós­inu eftir að bank­inn birti hálfs­árs­upp­gjör sitt á fimmtu­dag. Í því kom meðal ann­ars fram að kostn­aður bank­ans vegna upp­sagnar Hösk­uldar H. Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra, næmi 150 millj­ónum króna á öðrum árs­fjórð­ungi 2019. 

Ekki er til­greint í reikn­ingnum hvað felist í greiðsl­unni en Hösk­uldur sagði það opin­ber­lega að hann hefði ekki verið rek­inn, heldur hafi hann hætt af sjálfs­dáð­um. Sjald­gæft er að upp­sagn­ar­frestir séu greiddir við slíkar aðstæður á almennum vinnu­mark­aði.

Hösk­uldur hafði fengið alls 67,5 millj­ónir króna í laun á árinu 2018 og 7,2 millj­ónir króna í árang­urstengdar greiðsl­ur. Sú greiðsla sem Arion innti af hendi til Hösk­uldar vegna starfs­loka hans á öðrum árs­fjórð­ungi er því tvö­föld heild­ar­árs­laun hans á síð­asta heila árinu sem hann starf­aði sem banka­stjóri Arion banka.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent