Safna undirskriftum gegn orkupakka þrjú

Skorað er á forseta Íslands að vísa lögum um orkupakka þrjú til þjóðarinnar á heimasíðunni Synjun.is. Fólkið sem stendur að baki söfnuninni vill ekki koma fram undir nafni og segist ekki vilja gera söfnunina pólitíska.

raforka_18092753632_o.jpg
Auglýsing

Á heima­síð­unni Synj­un.is er staðið að und­ir­skrifta­söfnun til þess að skora á for­seta Íslands, Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, að vísa lögum um orku­pakka þrjú til þjóð­ar­inn­ar. Skorað er á alla Íslend­inga að skrifa undir söfn­un­ina. Hún snú­ist um að ann­að­hvort fari Íslend­ingar með for­ræði eigin mála eða að útlend­ingar ráði för­inni.

Fólkið sem stendur að söfn­un­inni vill ekki koma fram undir nafni en seg­ist vera úr öllum flokk­um. Þau vilja jafn­framt ekki gefa upp hversu margir hafi skrifað undir söfn­un­ina. Þetta kemur fram í fyr­ir­spurn Kjarn­ans til for­svars­manna síð­unn­ar. 

Auglýsing
Segja víg­lín­una skýra

Á vef­síð­unni er skorað á Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, að beita ­mál­skots­rétti sínum til þjóð­ar­innar og „synja stað­fest­ingar á hverjum þeim lögum sam­þykktum af Alþingi Íslend­inga sem fela í sér afsal á yfir­ráðum Íslend­inga yfir nátt­úru­auð­lindum okk­ar, svo sem orku vatns­afls­virkj­ana og jarð­hita­svæða, drykkj­ar­vatni og heitu vatni, og afsal á stjórn inn­viða tengdum þeim til erlendra aðila, hvort sem það eru ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, ríki eða ríkja­sam­bönd, og vísa þannig lögum til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“

Jafn­framt er skorað á alla íslenska rík­is­borg­ara að skrifa undir áskor­un­ina. „Víg­línan er skýr, þeir sem vilja að Íslend­ingar fari sjálfir með for­ræði eigin mála ann­ars vegar og hins vegar þeir sem óska sér að útlend­ingar ráði för­inni í íslenskum mál­efn­um,“ segir á heima­síð­unni.

Vilja ekki gera und­ir­skrifta­söfn­un­ina „póli­tíska“

Í svari við fyr­ir­spurn­inni segir að engar tölur yfir fjölda und­ir­skrifta verði birtar fyrr en nær dragi umræðum á Alþingi um orku­pakk­ann. Fólkið sem stendur að baki und­ir­skrift­ar­söfn­un­inni vill ekki koma undir nafni.

„Við sem stöndum að þessu komum úr öllum flokkum og tókum ákvörðun um að vera ekki að tróna okkur fram sem per­sónum í þessu verk­efni, enda er málið mun stærra en það og fyrir alla muni viljum við ekki að gera und­ir­skrifta­söfn­un­ina póli­tíska.“ 

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Gundi Jóns­son, sem skráður er fyrir léni heima­síð­unn­ar, að fleiri en hann standi að baki heima­síð­unni þó hann sé skráður fyrir lén­inu. Í bæk­ling sem dreift var með Morg­un­blað­inu í morgun er heima­síðan aug­lýst. Bæk­ling­ur­inn ber nafnið „Kjósum um orku­pakk­ann,“ og fylgdi með Morg­un­blað­inu. Í honum segir að með orku­pakk­anum muni virkj­unum fjölga og fólk er jafn­framt hvatt til að skora á Katrínu Jak­obs­dóttur að setja orku­pakk­ann í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Gundi segir að heima­síðan hafi fengið að fljóta með bæk­lingnum í kjöl­far þess að haft var sam­band við bak­hjarla heima­síð­unnar og þau beðin um að vera með. „Þetta er samt ekki tengt, það er engin teng­ing þarna á milli,“ segir hann. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent