Hvaða lausafjárskortur?

Dr. Ólafur Margeirsson skrifar um lausafjárstöðu bankanna í Vísbendingu.

Ólafur Margeirsson
Ólafur Margeirsson
Auglýsing

„Það hefur borið nokkuð á umræðu um lausa­fjár­stöðu bank­anna. Í þess­ari umræðu er ýjað að því að lausa­fjár­staða bank­anna hindri þá frá því að geta búið til þau lán – og þar með pen­inga – sem þeir ann­ars gætu búið til og er vitnað til, að því er virð­ist, óút­kom­innar skýrslu Lands­bank­ans þar sem seg­ir: „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lána­vöxt og arð­greiðslur en eig­in­fjár­kröf­ur.““ Þetta skrifar Dr. Ólafur Mar­geirs­son, doktor í hag­fræði, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar.

Hann segir að hér sé rétt að staldra við. Í fyrsta lagi þurfi bankar ekki lausafé til þess að búa til lán. Því ætti lausafé ekki að vera tak­mark­andi þáttur við myndun láns­ins sjálfs. Í öðru lagi sýni opin­berar skýrslur að nægt lausafé sé innan bank­anna. Og í þriðja lagi séu engin merki sýni­leg á mark­aði sem sýna að nokkur laus­fjár­skortur sé til stað­ar.

Auglýsing

Útlána­myndun banka er ekki háð lausa­fjár­stöðu þeirra

Ólafur telur það vera algengan mis­skiln­ing að bankar séu milli­göngu­að­ilar milli þeirra sem spara og þeirra sem taka lán. Eng­inn banki sé háður því að nokkur maður leggi sparnað sinn inn í þann banka í formi inn­láns þegar kemur að útlána­á­kvörð­unum bank­ans. Helstu seðla­bankar heims­ins hafi stað­fest þetta sem og Alþjóða­greiðslu­bank­inn í Sviss.

„Þegar banki veitir lán skrifar hann niður á sinn efna­hags­reikn­ing að hann skuldi lán­tak­anum and­virði láns­ins. Á sama tíma er ritað niður að lán­tak­inn skuldi bank­anum and­virði láns­ins. Skuld bank­ans til lán­tak­ans er inn­lán lán­tak­ans í bank­anum sem bank­inn leyfir lán­tak­anum að nota til að greiða fyrir vörur og þjón­ustu, þökk sé aðild bank­ans að greiðslu­kerfi lands­ins sem Seðla­banki Íslands rekur og gert er upp með inni­stæðum banka hjá Seðla­bank­anum sjálf­um,“ skrifar Ólaf­ur.

Hann segir að laus­fjár­kröfur séu venju­lega upp­fylltar með téðum inni­stæðum banka hjá Seðla­bank­an­um. Þessar inni­stæður séu aldrei lán­aðar út til almennra lán­taka, enda sé það bók­staf­lega ekki hægt, heldur séu þær not­aðar til þess að tryggja skil­virkni greiðslu­kerf­is­ins og getu bank­anna sjálfra til þess að standa að baki sínum eigin skuld­bind­ingum í íslenskri krónu. Um þetta snú­ist lausa­fjár­kröfur Seðla­bank­ans.

„Eftir að banki hefur búið til útlán og inn­lán við sína útlána­starf­semi getur það komið upp að hann þurfi á auknum inni­stæðum hjá Seðla­bank­anum að halda til að upp­fylla lausa­fjár­kröfur Seðla­bank­ans. Hann hefur þrjár leiðir til þess.

Fyrst getur hann reynt að fá almenn­ing til að selja sér lausa­fé, þ.e. „leggja fé inn í bank­ann“, sem bank­inn kaupir með því að skrifa niður á sinn efna­hags­reikn­ing að hann skuldi inn­lána­eig­and­anum and­virði inn­láns­ins. Þetta er ódýrasta leið­in, enda eru inn­lán oft með 0% vexti, og hluti af full­kom­lega eðli­legri sam­keppni milli banka,“ skrifar hann.

Seðlabanki Íslands Mynd: Birgir Þór

Ólafur segir enn fremur að næstó­dýrasta leiðin sþe að fá lánuð inn­lán ann­arra banka hjá Seðla­banka Íslands á því sem er kallað milli­banka­mark­að­ur. Sé mikil lausa­fjár­þurrð geti það skeð að verð­lagn­ing, þ.e. vext­ir, á milli­banka­mark­aði hækki mjög m.v. stýri­vexti. Þá sé mikil velta á milli­banka­mark­aði merki um lausa­fjár­þurrð.

Dýr­ast sé að fá lánað hjá Seðla­banka Íslands en þegar Seðla­banki Íslands lánar banka sé það gert á nákvæm­lega sama hátt og þegar banki lánar almennum lán­taka: Ritað er niður á efna­hags­reikn­ing Seðla­bank­ans að hann skuldi bank­anum and­virði láns­ins í formi inn­láns hjá Seðla­bank­anum meðan Seðla­bank­inn eign­ast skuld bank­ans við Seðla­bank­ann.

Ólafur bendir á að það góða sé að hægt er að sjá það í opin­berum gögnum hvort bank­arnir hafi þörf á þess­ari fjár­mögn­un.

Hægt er að ger­­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til hluta grein­­­­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda á föst­u­­­­dög­­­um.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent