Hundruð þúsunda mótmæla í Hong Kong

Mótmælendur hafa flykkst á götur Hong Kong síðustu daga til að mótmæla nýrri lagasetningu sem gæti leyft yfirvöldum Hong Kong að framselja fanga til Kína.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong 2014
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong 2014
Auglýsing

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong í dag. Mótmælin hafa staðið yfir í þó nokkra daga og standa yfir enn. Mótmælin náðu hámarki sunnudaginn síðastliðinn þegar hundruðir þúsunda íbúa flykktust á götur Hong Kong.

Ástæða mótmælanna er ný lagasetning sem að sögn mótmælenda auðveldar framsal á almennum borgurum Hong Kong til Kína og auðveldi þar af leiðir kínverskum stjórnvöldum að rétta yfir fólki á meginlandi Kína í stað fyrir í Hong Kong.

Auglýsing
Amnesty International hefur gagnrýnt framkomu lögreglu sem beitt hafa táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur. Mótmælendur hafa þeytt grjóti í lögreglu og kveikt elda til að sýna óánægju sína.


Utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, hefur blandað sér í málið og þrýsti á yfirvöld Hong Kong að hlusta á mótmælendur.

Allt hófst með einum manni

Málið á upphaf sitt að rekja til máls í Taiwan árið 2018, þar sem maður að nafni Chan Tong-Kai var sakaður um að hafa myrt kærustu sína, að því er kemur fram í frétt South China Morning Post. Chan flúði til Hong Kong og var handtekinn í kjölfarið. Ekki var þó hægt að senda hann til Taiwan þar sem ekki ríkir samningur á milli ríkjanna um flutning fanga.

Því brugðust yfirvöld Hong Kong við með því að leggja fram lagasetningu sem leyfir stjórnvöldum Hong Kong að flytja fanga til annarra ríka, þó að ekki liggi fyrir samningur um flutning fanga.

Mótmælendur óttast að myndist lagaleg glufa þegar fangar séu fluttir til Taiwan, vegna þess að Kína gerir tilkall til eyjarinnar. Málið er svo umdeilt að til líkamlegra átaka kom í löggjafarráði Hong Kong.

Ekki allir á einu máli um lagasetninguna

Carrie Lam, leiðtogi yfirvalda í Hong Kong, sagði að mótmælin vera skipulagðar óeirðir. Enn fremur hafa háttsettir embættismenn sagt að yfirvöld Hong Kong muni hafa lokaúrslit um hvort og þá hvenær fangar verði framseldir. Þá verði ekki hægt að framselja pólitíska fanga.

Regnhlífamótmælin skýrt í minni

Nú eru liðin 5 ár frá Regnhlífamótmælunum 2014. Þau mótmæli hófust vegna áhyggja af því að kínversk stjórnvöld hefðu of mikil áhrif á hver gæti boðið sig fram til kosninga í Hong Kong.

Mótmælendur flykktust líkt og nú í þúsundum talið á götur Hong Kong og kröfðust sjálfræðis og höfnuðu afskiptum kínverskra stjórnvalda.

Hægt er að fylgjast með framgangi mála núverandi mótmæla á Twitter undir merkinu #ExtraditionBill

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent