Þrettán sagt upp hjá Sýn – meðal annars á fréttastofu

Alls var þrettán manns sagt upp störfum hjá fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn í dag. Á meðal þeirra er dagskrárgerðarmaðurinn Hjörvar Hafliðason.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Þrettán manns var sagt upp störfum hjá fjöl­miðla-- og fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Sýn í dag, sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins. Á meðal þeirra eru dag­skrár­gerð­ar­mað­ur­inn Hjörvar Haf­liða­son, sem hefur starfað í sjón­varpi og útvarpi árum sam­an, og frétta­menn­irnir Kristín Ýr Gunn­ars­dóttir og Sig­hvatur Jóns­son, sem starfa á frétta­stofu Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar.

Boðað var til starfs­manna­fundar hjá Sýn klukkan 14 í dag og stendur hann nú yfir. 

Sýn varð til þegar Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, breytti nafni sínu á aðal­fundi sínum í mars í fyrra. Nokkrum mán­uðum áður, nánar til­tekið í des­em­ber 2017, höfðu Fjar­skipti sam­einað fjöl­miðla­starf­semi inn í rekstur félags­ins sem fól í sér meðal ann­ars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977. Miðl­ana höfðu Fjar­skipti keypt af 365 miðl­um. Nafna­breyt­ingin var fram­kvæmd svo að heitið væri meira lýsandi fyrir starf­semi hins sam­ein­aða félags.

Auglýsing

365 miðlar fengu greitt fyrir með 10,92 pró­sent hlut í Sýn, tæp­lega 1,6 millj­arði króna í reiðufé auk þess sem Sýn tók yfir 4,6 millj­arða króna af vaxta­ber­andi skuld­um. Eig­endur 365 miðla, sem eru félög tengd Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, seldu eign­ar­hlut­inn sinn í Sýn í októ­ber í fyrra á tvo millj­arða króna. Því má segja að þeir hafi fengið um 3,6 millj­arða króna í reiðufé út úr söl­unni auk þess sem Sýn tók yfir 4,6 millj­arða króna af skuldum 365 miðla. Sam­an­lagt er kaup­verðið sam­kvæmt því um 8,2 millj­arðar króna.

Í sátt sem Sýn gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna kaupana þá skuld­batt félagið sig til að halda áfram rekstri þeirra fjöl­miðla sem voru and­lag kaupanna næstu þrjú ár. Í því fólst meðal ann­ars áfram­hald­andi rekstur frétta­stofu Stöðvar 2 og Bylgj­unnar eða sam­bæri­legra frétta­stofa. Þessi skuld­bind­ing var þó ekki án fyr­ir­vara. Í sátt­inni segir að félagið geti „gert breyt­ingar á fram­boði frétta eða fram­leiðslu íslensks efnis vegna veru­legra utan­að­kom­andi nei­kvæðra breyt­inga á mark­aðs­að­stæð­u­m.“

Hagn­aður í fyrra langt undir vænt­ingum

Miklar svipt­ingar hafa verið hjá Sýn und­an­farin mis­­s­eri, en kaupin á fjöl­mið­l­unum hafa ekki skilað þeim árangri sem áætl­­­­­anir gerðu ráð fyr­­­ir. Hagn­aður félags­­­ins í fyrra var til að mynda 473 millj­­­ónir króna, sem var langt undir vænt­ing­­­um. Ekk­ert félag í Kaup­höll­inni lækk­­­aði meira í virði en Sýn á síð­­­asta ári, en virði bréfa þess fór niður um 38,3 pró­­­sent.

Þá misstu fjöl­miðlar Sýn rétt­inn af einni af sínum vin­­­sæl­­­ustu vörum, Enska bolt­an­um, í lok árs í fyrra og fær­­­ast sýn­ingar á honum yfir til Sím­ans frá og með því tíma­bili sem nú er nýhaf­ið.

Þrír stjórn­­­endur Sýnar hafa verið látnir fara á þessu ári. Í lok febr­­­ú­­­ar, rúmum tveimur mín­útum eftir að upp­­­­­gjör félags­­­ins vegna árs­ins 2018 var birt, barst til­­­kynn­ing um að Stefán Sig­­­urðs­­­son, for­­­stjóri félags­­­ins, hefði náð sam­komu­lagi um að hætta störf­­­um.

Í byrjun árs voru tveir aðrir rekn­ir, þar á meðal Björn Víglunds­­­son, sem var yfir miðlum félags­­­ins. Hans hlut­verk hafði sér­­­stak­­­lega verið að leiða sam­þætt­ingu fjöl­miðla­hluta Sýnar við aðrar ein­ingar Fjar­­­skipta og vinna að vöru­­­þró­un.

Í árs­­upp­­­gjör­inu kemur fram að áhrif starfs­loka stjórn­­enda hjá Sýn á fyrsta árs­fjórð­ungi hafi numið 137 millj­­ónum króna.

Birta upp­gjör síðar í mán­uð­inum

Sýn hefur ekki birt upp­gjör sitt vegna ann­ars árs­fjórð­ungs, en mun gera það 28. ágúst. Félagið skil­aði 670 millj­­ónum króna hagn­aði á fyrsta árs­fjórð­ungi, sem er hækkun um 619 millj­­ónir króna milli ára. Lyk­ilá­­stæða þess að Sýn skil­aði hagn­aði á árs­fjórð­ungnum er vegna þess að bók­­færður sölu­hagn­aður vegna sam­runa P/F Hey, dótt­­ur­­fé­lags Sýnar hf. í Fær­eyjum og Nema, dótt­­ur­­fé­lag Tjald­­urs, gekk í gegn á fjórð­ungnum og er 49,9 pró­­sent hlutur Sýnar hf. í nýju sam­ein­uðu félagi færður sam­­kvæmt hlut­­deild­­ar­að­­ferð og því ekki hluti af sam­­stæð­u­­reikn­ings­skilum Sýnar hf. frá byrjun þessa árs. Alls nemur bók­­færður sölu­hagn­aður vegna þessa 817 millj­­ónum króna. Án hans hefði verið tap á rekstri Sýnar á árs­fjórð­ungn­­um.

Tekjur Sýnar á tíma­bil­inu voru 4.975 millj­­ónir króna sem er lækkun um eitt pró­­sent frá sama tíma­bili í fyrra, þegar tekjur voru 5.030 millj­­ónir króna. Ef verð­­bólga er tekin inn í dæmið þá var sam­­drátt­­ur­inn í raun­­tekjum meiri en áður­­­nefnt eitt pró­­sent. Kostn­að­­ar­verð jókst að sama skapi og dróst fram­­legð saman um 118 millj­­ónir króna milli ára.

Tekjur Sýnar sam­an­standa úr nokkrum stoð­­um. Sú eina þeirra sem skil­aði meiri tekjum í ár en á sama árs­fjórð­ungi 2018 var sala á inter­­net­­þjón­­ustu. Tekjur vegna fjöl­mið­l­un­­ar, far­síma, fast­línu og vöru­­sölu dróg­ust allar sam­­an.

Von er á ítar­legri kynn­ingu á stefnu­mótun Sýnar í næsta upp­gjöri félags­ins. 

Heiðar ráð­inn for­stjóri í apríl

Í lok apríl var greint frá því að Heiðar Guð­jóns­­­son, hag­fræð­ingur og fjár­­­­­fest­ir, hefði verið ráð­inn for­­­stjóri Sýn­­­ar. Hann hætti á sama tíma sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður félags­­­ins, en Heiðar er einn stærsti hlut­hafi Sýnar með 6,4 pró­­­sent eign­­­ar­hlut. Heiðar hafði gegnt starfi for­­­stjóra tíma­bundið í nokkrar vikur áður en að hann var ráð­inn í starf­ið.

Nokkrum dögum síðar var greint frá því að Þór­hallur Gunn­­­ar­s­­­son, fyrr­ver­andi rit­­­stjóri Kast­­­ljóss, hefði verið ráð­inn sem fram­­­kvæmda­­­stjóra Miðla hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann tók við starf­inu 22. maí en undir sviðið heyra meðal ann­­­ars fjöl­mið­l­­­arnir Stöð 2, Stöð 2 sport og útvarps­­­­­stöðv­­­­­arnar Bylgj­an, FM957 og Xið977 auk Vís­­­is.

Á sama tíma var Signý Magn­ús­dóttir ráðin fjár­­­­­mála­­­stjóri Sýnar frá og með 1. júní síð­ast­liðn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent