Það helsta hingað til: Frumvarp um ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla

Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Þar á meðal er fjölmiðlafrumvarpið, sem verður líklegast lagt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamót.

Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti fjölmiðlafrumvarpið 31. janúar 2019.
Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti fjölmiðlafrumvarpið 31. janúar 2019.
Auglýsing

Hvað?

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, kynnti þann 31. janúar drög að frum­varpi um breyt­ingar á fjöl­miðla­lög­um.

Meg­in­efni frum­varps­ins snýst um að veita stjórn­völdum heim­ild til að styðja við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla í formi end­ur­greiðslu á allt að 25 pró­sent af til­teknum hluta ­rit­stjórn­ar­kostn­að einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyrir styrknum verða að við­tak­endur upp­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ingi. 

Lagt er til að lögin taki gildi 1. jan­úar 2020 og end­ur­greiðslur mið­ist við síð­ast­liðið ár.

Gert er ráð fyrir end­ur­greiðslu­hæfur kostn­aður verði bund­inn við beinan launa­kostnað blaða- og frétta­manna, rit­stjóra og aðstoð­ar­rit­stjóra, mynda­töku­manna, ljós­mynd­ara og próf­arka­les­ara auk verk­taka­greiðslna fyrir sömu störf, í frum­varps­drög­un­um. 

Auglýsing
Hlut­fall end­ur­greiðslu verði að hámarki vera 25 pró­sent af kostn­aði við fram­an­greint, þó ekki hærri en 50 millj­ón­ir til hvers umsækj­anda vegna síð­ast­lið­ins árs. Jafn­framt kemur fram í frum­varps­drög­unum að heim­ild sé til að veita stað­bundnum fjöl­miðlum við­bótar end­ur­greiðslu.

Í frum­varps­drög­unum segir að lagt er til fram­lag ­rík­is­ins nemi 300 til 400 millj­ónum á ári. Um þau er hægt að lesa hér.

Af hverju?

Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur kúvenst vegna tækni- og upp­lýs­inga­bylt­ing­ar­innar sem hefur ger­breytt neyt­enda­hegðun og gengið nán­ast frá hefð­bundnum tekju­mód­elum fjöl­miðla. Fyrir vikið vilja færri greið fyrir fréttir og frétta­vinnslu og hefur gert það að verkum að nýjar teg­undir miðla, sér­­stak­­lega sam­­fé­lags­mið­l­­ar, eru farnir að taka til sín sífellt stærri sneið af tekjum sem áður runnu til íslenskra miðla.

Í skýrslu nefndar um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hér á landi, sem skipuð var í lok árs 2016 kom fram að rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla sé svo erf­iður að það gefi stjórn­völdum til­efni til að stuðla að bættu rekstr­ar­um­hverfi þeirra.

Það rekstrarumhverfi sem íslenskum einkareknum fjölmiðlum er sniðið er auk þess í andstöðu við það sem tíðkast víðast hvar í Evrópu. Þannig eru beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla á öllum Norðurlöndunum, í Frakklandi, Lúxemborg, Lettlandi og Ítalíu.

Á hinum Norðurlöndunum, sem eru þau samfélög sem Ísland ber sig mest saman við, má rekja rekstrarstuðning hins opinbera til einkarekinna fjölmiðla aftur til ársins 1990. Í Noregi og Svíþjóð hefur stuðningurinn verið aukinn umtalsvert undanfarin misseri. Dönsk stjórnvöld kynntu einnig aðgerðir til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla í fyrra, sem fólust meðal annars í því að draga saman umfang DR, danska ríkissjónvarpsins.

Auglýsing
Undirliggjandi er að tryggja að gagnrýnin umræða, aðhald, fjölbreyttar skoðanir og sjónarmið, menningarleg fjölbreytni, rannsóknarblaðamennska séu grundvöllur hvers lýðræðisríkis. Til þess að ná því markmiði þurfa fjölmiðlar að vera fjölbreyttir og í eigu ólíkra aðila.

Gagnrýnendur þess að ríkið styrki einkarekna fjölmiðla halda því fram að slíkir styrkir geti grafið undan sjálfstæði fjölmiðlanna. Að þeir muni ekki bíta hendina sem fóðrar þá og þar af leiðandi muni þeir ekki sinna aðhaldshlutverki sínu nægilega vel.

Hver var niðurstaðan?

Frumvarpið var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í janúar og fjölmargar athugasemdir bárust við það, meðal annars frá flest öllum fjölmiðlum landsins. Margar voru jákvæðar en athygli vakti að tvö af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum landsins, Torg sem gefur út Fréttablaðið, og Árvakur sem gefur m.a. út Morgunblaðið, gerðu miklar athugasemdir við að stærri fjölmiðlar fengu ekki meira og vildu að minni miðlar fengu ekkert.

Lilja sagði í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í mars síðastliðnum að það væri stjórnarmeirihluti fyrir frumvarpinu þrátt fyrir að það hefði verið gagnrýnt úr ýmsum áttum, meðal annars af hluta þingmanna Sjálfstæðisflokks.


Samkvæmt upplýsingum Kjarnans stóð til að leggja frumvarpið fram í ríkisstjórn í þessari viku en ákveðið var að bíða með það fram að næsta ríkisstjórnarfundi, sem verður haldinn 26. apríl. Mikið samráð hefur verið á milli fulltrúa allra ríkisstjórnarflokkanna þriggja til að tryggja samstöðu um frumvarpið svo hægt verði að leggja það fram á þingi á allra næstu vikum. Heimildir Kjarnans herma að það muni taka einhverjum breytingum frá því sem kynnt var í samráðsgátt en þær séu ekki þess eðlis að grunnur aðgerðanna raskist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar