Segir að Sjálf­stæðis­menn muni í „gróf­um drátt­um“ styðja fjöl­miðlafrum­varpið

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar telur það vera áhyggjuefni að einungis ein frétta­stofa sé í op­inni dag­skrá. Sjálfstæðismenn muni styðja fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Páll Magn­ús­­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd­­ar, seg­ist eiga von á því að Sjálf­­stæð­is­­menn muni í „gróf­­um drátt­um styðja fjöl­miðla­frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur sem hún seg­ir fyrsta skrefið að því að taka Rík­­is­út­­varpið af aug­lýs­inga­­mark­að­i“. Frá þessu greinir hann í sam­tali við mbl.is í dag.

Þá seg­ist hann enn fremur hafa áhyggj­ur af lýð­ræði á Íslandi í ljósi þess að Stöð 2 hef­ur ákveðið að læsa frétta­­tíma sín­­um. Fram kom í fjöl­miðlum í gær að frétta­­tími Stöðvar 2 yrði í lok­aðri dag­­skrá frá 18. jan­úar næst­kom­andi, en honum hefur í 34 ára verið sjón­­varpað í opinni dag­­skrá. Það þýðir að aðrir en áskrif­endur að Stöð 2 munu ekki lengur geta horft á frétta­­tím­ann.

Bendir Páll á að með þessu sé sam­keppni á sjón­­varps­frétta­­mark­aði í op­inni dag­­skrá eng­in. Það sé einnig hætt­u­­legt frétta­­stofu RÚV sem þurfi á sam­keppni að halda til að halda uppi gæðum þess frétta­efn­is sem hún fram­­leið­ir. Páll er fyrr­ver­andi frétta­­stjóri Stöðvar 2 og út­varps­­stjóri RÚV.

Auglýsing

Þrisvar verið afgreitt af rík­is­stjórn

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra hefur þrisvar kynnt frum­varp um stuðn­­ing við einka­rekna fjöl­miðla á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi og þar af leið­andi hefur það þrisvar verið afgreitt af rík­­is­­stjórn.

Til stóð að afgreiða frum­varpið í des­em­ber síð­ast­liðnum en af því varð ekki. Kjarn­inn greindi frá mál­inu á sínum tíma og hermdu heim­ildir hans að það væri vegna and­­stöðu innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem situr í rík­­is­­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra. Þing­­menn hans hafa lýst yfir mik­illi and­­stöðu við frum­varp­ið, þrátt fyrir að það hefði þegar verið afgreitt úr rík­­is­­stjórn og þing­­flokkum allra stjórn­­­ar­­flokk­anna. Brynjar Níels­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sagði meðal ann­­ars að frum­varpið væri and­vana fætt.

Frum­varpið hefur tekið tölu­verðum breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi síð­asta vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt í des­em­ber, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­­mynd sem upp­­haf­­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­­ur­greiða kostnað við rekstur rit­­stjórnar í sam­ræmi við end­­ur­greiðslur vegna fram­­leiðslu kvik­­mynda og hljóð­­rit­unar á tón­list.

Slæm tíð­indi fyr­ir lýð­ræðið

Páll segir í sam­tali við mbl.is að það sé við­tek­in skoðun Sjálf­­stæð­is­manna að taka beri Rík­­is­út­­varpið af aug­lýs­inga­­mark­aði og þannig að skapa vett­vang fyr­ir óbjag­aðan sam­keppn­is­mark­að.

„Brott­hvarf frétta Stöðvar 2 úr op­inni dag­­skrá eru slæm tíð­indi fyr­ir lýð­ræðið á Íslandi því þetta set­ur okk­ur 35 ár aft­ur í tím­ann. Eini opni frétta­­tím­inn verður á veg­um rík­­is­ins og það er eng­in sam­keppni. Eft­ir þessa aðgerð verðu bara einn leik­­ari á svið­inu. Þetta er líka hætt­u­­legt fyr­ir frétta­­stofu rík­­is­út­­varps­ins því ég held að þeir sem hafi verið lengi á þess­um vett­vangi séu sam­­mála um það að breyt­ing­in sem varð á frétta­­stofu Rík­­is­út­­varps­ins með til­­komu Stöð 2 hafi verið mik­il. Frétt­irn­ar bötn­uðu mjög mik­ið. Nú erum við aft­ur kom­inn á þann stað að ein frétta­­stofa er í op­inni dag­­skrá og það er áhyggju­efn­i,“ seg­ir hann við mbl.­is. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent