Segir að Sjálf­stæðis­menn muni í „gróf­um drátt­um“ styðja fjöl­miðlafrum­varpið

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar telur það vera áhyggjuefni að einungis ein frétta­stofa sé í op­inni dag­skrá. Sjálfstæðismenn muni styðja fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Páll Magn­ús­­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd­­ar, seg­ist eiga von á því að Sjálf­­stæð­is­­menn muni í „gróf­­um drátt­um styðja fjöl­miðla­frum­varp Lilju Al­freðs­dótt­ur sem hún seg­ir fyrsta skrefið að því að taka Rík­­is­út­­varpið af aug­lýs­inga­­mark­að­i“. Frá þessu greinir hann í sam­tali við mbl.is í dag.

Þá seg­ist hann enn fremur hafa áhyggj­ur af lýð­ræði á Íslandi í ljósi þess að Stöð 2 hef­ur ákveðið að læsa frétta­­tíma sín­­um. Fram kom í fjöl­miðlum í gær að frétta­­tími Stöðvar 2 yrði í lok­aðri dag­­skrá frá 18. jan­úar næst­kom­andi, en honum hefur í 34 ára verið sjón­­varpað í opinni dag­­skrá. Það þýðir að aðrir en áskrif­endur að Stöð 2 munu ekki lengur geta horft á frétta­­tím­ann.

Bendir Páll á að með þessu sé sam­keppni á sjón­­varps­frétta­­mark­aði í op­inni dag­­skrá eng­in. Það sé einnig hætt­u­­legt frétta­­stofu RÚV sem þurfi á sam­keppni að halda til að halda uppi gæðum þess frétta­efn­is sem hún fram­­leið­ir. Páll er fyrr­ver­andi frétta­­stjóri Stöðvar 2 og út­varps­­stjóri RÚV.

Auglýsing

Þrisvar verið afgreitt af rík­is­stjórn

Lilja D. Alfreðs­dótt­ir mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra hefur þrisvar kynnt frum­varp um stuðn­­ing við einka­rekna fjöl­miðla á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi og þar af leið­andi hefur það þrisvar verið afgreitt af rík­­is­­stjórn.

Til stóð að afgreiða frum­varpið í des­em­ber síð­ast­liðnum en af því varð ekki. Kjarn­inn greindi frá mál­inu á sínum tíma og hermdu heim­ildir hans að það væri vegna and­­stöðu innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem situr í rík­­is­­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra. Þing­­menn hans hafa lýst yfir mik­illi and­­stöðu við frum­varp­ið, þrátt fyrir að það hefði þegar verið afgreitt úr rík­­is­­stjórn og þing­­flokkum allra stjórn­­­ar­­flokk­anna. Brynjar Níels­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sagði meðal ann­­ars að frum­varpið væri and­vana fætt.

Frum­varpið hefur tekið tölu­verðum breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi síð­asta vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt í des­em­ber, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­­mynd sem upp­­haf­­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­­ur­greiða kostnað við rekstur rit­­stjórnar í sam­ræmi við end­­ur­greiðslur vegna fram­­leiðslu kvik­­mynda og hljóð­­rit­unar á tón­list.

Slæm tíð­indi fyr­ir lýð­ræðið

Páll segir í sam­tali við mbl.is að það sé við­tek­in skoðun Sjálf­­stæð­is­manna að taka beri Rík­­is­út­­varpið af aug­lýs­inga­­mark­aði og þannig að skapa vett­vang fyr­ir óbjag­aðan sam­keppn­is­mark­að.

„Brott­hvarf frétta Stöðvar 2 úr op­inni dag­­skrá eru slæm tíð­indi fyr­ir lýð­ræðið á Íslandi því þetta set­ur okk­ur 35 ár aft­ur í tím­ann. Eini opni frétta­­tím­inn verður á veg­um rík­­is­ins og það er eng­in sam­keppni. Eft­ir þessa aðgerð verðu bara einn leik­­ari á svið­inu. Þetta er líka hætt­u­­legt fyr­ir frétta­­stofu rík­­is­út­­varps­ins því ég held að þeir sem hafi verið lengi á þess­um vett­vangi séu sam­­mála um það að breyt­ing­in sem varð á frétta­­stofu Rík­­is­út­­varps­ins með til­­komu Stöð 2 hafi verið mik­il. Frétt­irn­ar bötn­uðu mjög mik­ið. Nú erum við aft­ur kom­inn á þann stað að ein frétta­­stofa er í op­inni dag­­skrá og það er áhyggju­efn­i,“ seg­ir hann við mbl.­is. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent