Langt frá hjarðónæmi í marslok

Ekki er útlit fyrir því að hjarðónæmi náist í lok mars, líkt og stjórnvöld stefndu að í síðasta mánuði. Jafnvel þótt allir skammtarnir frá AstraZeneca fengjust á næstu vikum myndi enn vanta bóluefni fyrir 80 þúsund manns til að ná markmiðinu.

Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Auglýsing

Stjórn­völd, sem von­uð­ust áður til þess að ná hjarð­ó­næmi gegn COVID-19 hér­lendis fyrir marslok, hafa ein­ungis tryggt 13 pró­sent af bólu­efna­skömmt­unum sem þyrftu til að það næð­ist. Ísland væri enn langt frá því að ná hjarð­ó­næmi á fyrsta árs­fjórð­ungi þótt allir skammtar Oxfor­d-­bólu­efn­is­ins kæmu hingað til lands fyrir mars­lok.

225 þús­und bólu­settir til að ná hjarð­ó­næmi

Líkt og Kjarn­inn greindi frá til­kynnti heil­brigð­is­ráðu­neytið í byrjun des­em­ber að gera mætti ráð fyrir að bólu­setn­ingar hefð­ust um síð­ustu ára­mót. Í til­kynn­ing­unni kom einnig fram að ráðu­neytið von­að­ist til þess að mark­miðum bólu­setn­ingar yrði náð á fyrsta fjórð­ungi þessa árs, þ.e. að 75 pró­sent lands­manna sem fæddir eru eftir 2005 verði bólu­sett­ir. Til þess að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á landi þyrfti því að bólu­setja um 225 þús­und manns. 

Tæpum tveimur vikum seinna, þann 15. des­em­ber, birti svo ráðu­neytið fyrstu töl­urnar úr dreif­ing­ar­á­ætlun Pfiz­er. Sam­kvæmt henni var gert ráð fyrir bólu­efni fyrir tæp­lega 14 þús­und manns í jan­úar og febr­úar á þessu ári, þ.e. ein­ungis rúm sex pró­sent af magn­inu sem þarf til þess að ná hjarð­ó­næmi. Í til­kynn­ingu sinni sagði ráðu­neytið að hrá­efn­is­skortur ylli því að áætlun Pfizer hafi raskast, en ekki er vitað hvernig upp­haf­lega áætl­unin hljóm­að­i. 

Auglýsing

Á gaml­árs­dag barst svo enn önnur til­kynn­ing frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu þar sem því var haldið fram þar sem að minnsta kosti 50 þús­und skammtar myndu ber­ast til lands­ins frá Pfizer fyrir marslok, en þeir gætu dugað fyrir 25 þús­und manns. 

Á upp­lys­inga­fundi almanna­varna sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir svo að Ísland myndi fá 10 þús­und skammta frá bólu­efna­fram­leið­and­anum Moderna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, líkt og RÚV greindi frá. Með þessu væri hægt að bólu­setja fimm þús­und manns og því mætti gera ráð fyrir að 30 þús­und manns yrðu bólu­sett á fyrsta árs­fjórð­ung­i. Myndin sýnir hversu langt við erum frá því að ná hjarðónæmi á fyrsta ársfjórðungi, miðað við núverandi dreifingaráætlun.

Líkt og sést á mynd hér að ofan er fyr­ir­hug­aður fjöldi bólu­settra á fyrsta árs­fjórð­ungi langtum minni en yfir­völd von­uðu upp­haf­lega, en 30 þús­und eru ein­ungis 13 pró­sent af þeim fjölda sem þyrfti að vera bólu­settur til að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á land­i.  

Oxfor­d-­bólu­efnið vænt­an­legt, en ekki nóg

Þessa stund­ina hefur Lyfja­stofnun ein­ungis sam­þykkt bólu­efni frá Pfizer og Moderna, en stjórn­völd búast þó við að afhend­ing þriðja bólu­efn­is­ins frá Astr­aZeneca, sem einnig er kallað Oxfor­d-­bólu­efn­ið, muni hefj­ast á þessum árs­fjórð­ungi. Lyfja­stofnun hefur hingað til fylgt Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA) eftir í leyf­is­veit­ingu, en líkt og mbl.is greindi frá í gær gæti sú stofnun veitt mark­aðs­leyfi fyrir Oxfor­d-­bólu­efn­inu þann 29. jan­ú­ar. 

Ísland hefur tryggt sér kaup á 230 þús­und skömmtum á bólu­efn­inu, sem myndu duga fyrir 115 þús­und manns. Ef allir þessir skammtar myndu ber­ast til lands­ins fyrir mars­lok væri þá hægt að bólu­setja 145 þús­und manns, að með­töldum bólu­setn­ing­unum frá Pfizer og Moderna. Því myndi enn vanta bólu­efni fyrir 80 þús­und manns til þess að hjarð­ó­næmi hér á landi á fyrsta árs­fjórð­ung­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent