Langt frá hjarðónæmi í marslok

Ekki er útlit fyrir því að hjarðónæmi náist í lok mars, líkt og stjórnvöld stefndu að í síðasta mánuði. Jafnvel þótt allir skammtarnir frá AstraZeneca fengjust á næstu vikum myndi enn vanta bóluefni fyrir 80 þúsund manns til að ná markmiðinu.

Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Auglýsing

Stjórn­völd, sem von­uð­ust áður til þess að ná hjarð­ó­næmi gegn COVID-19 hér­lendis fyrir marslok, hafa ein­ungis tryggt 13 pró­sent af bólu­efna­skömmt­unum sem þyrftu til að það næð­ist. Ísland væri enn langt frá því að ná hjarð­ó­næmi á fyrsta árs­fjórð­ungi þótt allir skammtar Oxfor­d-­bólu­efn­is­ins kæmu hingað til lands fyrir mars­lok.

225 þús­und bólu­settir til að ná hjarð­ó­næmi

Líkt og Kjarn­inn greindi frá til­kynnti heil­brigð­is­ráðu­neytið í byrjun des­em­ber að gera mætti ráð fyrir að bólu­setn­ingar hefð­ust um síð­ustu ára­mót. Í til­kynn­ing­unni kom einnig fram að ráðu­neytið von­að­ist til þess að mark­miðum bólu­setn­ingar yrði náð á fyrsta fjórð­ungi þessa árs, þ.e. að 75 pró­sent lands­manna sem fæddir eru eftir 2005 verði bólu­sett­ir. Til þess að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á landi þyrfti því að bólu­setja um 225 þús­und manns. 

Tæpum tveimur vikum seinna, þann 15. des­em­ber, birti svo ráðu­neytið fyrstu töl­urnar úr dreif­ing­ar­á­ætlun Pfiz­er. Sam­kvæmt henni var gert ráð fyrir bólu­efni fyrir tæp­lega 14 þús­und manns í jan­úar og febr­úar á þessu ári, þ.e. ein­ungis rúm sex pró­sent af magn­inu sem þarf til þess að ná hjarð­ó­næmi. Í til­kynn­ingu sinni sagði ráðu­neytið að hrá­efn­is­skortur ylli því að áætlun Pfizer hafi raskast, en ekki er vitað hvernig upp­haf­lega áætl­unin hljóm­að­i. 

Auglýsing

Á gaml­árs­dag barst svo enn önnur til­kynn­ing frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu þar sem því var haldið fram þar sem að minnsta kosti 50 þús­und skammtar myndu ber­ast til lands­ins frá Pfizer fyrir marslok, en þeir gætu dugað fyrir 25 þús­und manns. 

Á upp­lys­inga­fundi almanna­varna sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir svo að Ísland myndi fá 10 þús­und skammta frá bólu­efna­fram­leið­and­anum Moderna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, líkt og RÚV greindi frá. Með þessu væri hægt að bólu­setja fimm þús­und manns og því mætti gera ráð fyrir að 30 þús­und manns yrðu bólu­sett á fyrsta árs­fjórð­ung­i. Myndin sýnir hversu langt við erum frá því að ná hjarðónæmi á fyrsta ársfjórðungi, miðað við núverandi dreifingaráætlun.

Líkt og sést á mynd hér að ofan er fyr­ir­hug­aður fjöldi bólu­settra á fyrsta árs­fjórð­ungi langtum minni en yfir­völd von­uðu upp­haf­lega, en 30 þús­und eru ein­ungis 13 pró­sent af þeim fjölda sem þyrfti að vera bólu­settur til að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á land­i.  

Oxfor­d-­bólu­efnið vænt­an­legt, en ekki nóg

Þessa stund­ina hefur Lyfja­stofnun ein­ungis sam­þykkt bólu­efni frá Pfizer og Moderna, en stjórn­völd búast þó við að afhend­ing þriðja bólu­efn­is­ins frá Astr­aZeneca, sem einnig er kallað Oxfor­d-­bólu­efn­ið, muni hefj­ast á þessum árs­fjórð­ungi. Lyfja­stofnun hefur hingað til fylgt Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA) eftir í leyf­is­veit­ingu, en líkt og mbl.is greindi frá í gær gæti sú stofnun veitt mark­aðs­leyfi fyrir Oxfor­d-­bólu­efn­inu þann 29. jan­ú­ar. 

Ísland hefur tryggt sér kaup á 230 þús­und skömmtum á bólu­efn­inu, sem myndu duga fyrir 115 þús­und manns. Ef allir þessir skammtar myndu ber­ast til lands­ins fyrir mars­lok væri þá hægt að bólu­setja 145 þús­und manns, að með­töldum bólu­setn­ing­unum frá Pfizer og Moderna. Því myndi enn vanta bólu­efni fyrir 80 þús­und manns til þess að hjarð­ó­næmi hér á landi á fyrsta árs­fjórð­ung­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent