Langt frá hjarðónæmi í marslok

Ekki er útlit fyrir því að hjarðónæmi náist í lok mars, líkt og stjórnvöld stefndu að í síðasta mánuði. Jafnvel þótt allir skammtarnir frá AstraZeneca fengjust á næstu vikum myndi enn vanta bóluefni fyrir 80 þúsund manns til að ná markmiðinu.

Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Auglýsing

Stjórn­völd, sem von­uð­ust áður til þess að ná hjarð­ó­næmi gegn COVID-19 hér­lendis fyrir marslok, hafa ein­ungis tryggt 13 pró­sent af bólu­efna­skömmt­unum sem þyrftu til að það næð­ist. Ísland væri enn langt frá því að ná hjarð­ó­næmi á fyrsta árs­fjórð­ungi þótt allir skammtar Oxfor­d-­bólu­efn­is­ins kæmu hingað til lands fyrir mars­lok.

225 þús­und bólu­settir til að ná hjarð­ó­næmi

Líkt og Kjarn­inn greindi frá til­kynnti heil­brigð­is­ráðu­neytið í byrjun des­em­ber að gera mætti ráð fyrir að bólu­setn­ingar hefð­ust um síð­ustu ára­mót. Í til­kynn­ing­unni kom einnig fram að ráðu­neytið von­að­ist til þess að mark­miðum bólu­setn­ingar yrði náð á fyrsta fjórð­ungi þessa árs, þ.e. að 75 pró­sent lands­manna sem fæddir eru eftir 2005 verði bólu­sett­ir. Til þess að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á landi þyrfti því að bólu­setja um 225 þús­und manns. 

Tæpum tveimur vikum seinna, þann 15. des­em­ber, birti svo ráðu­neytið fyrstu töl­urnar úr dreif­ing­ar­á­ætlun Pfiz­er. Sam­kvæmt henni var gert ráð fyrir bólu­efni fyrir tæp­lega 14 þús­und manns í jan­úar og febr­úar á þessu ári, þ.e. ein­ungis rúm sex pró­sent af magn­inu sem þarf til þess að ná hjarð­ó­næmi. Í til­kynn­ingu sinni sagði ráðu­neytið að hrá­efn­is­skortur ylli því að áætlun Pfizer hafi raskast, en ekki er vitað hvernig upp­haf­lega áætl­unin hljóm­að­i. 

Auglýsing

Á gaml­árs­dag barst svo enn önnur til­kynn­ing frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu þar sem því var haldið fram þar sem að minnsta kosti 50 þús­und skammtar myndu ber­ast til lands­ins frá Pfizer fyrir marslok, en þeir gætu dugað fyrir 25 þús­und manns. 

Á upp­lys­inga­fundi almanna­varna sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir svo að Ísland myndi fá 10 þús­und skammta frá bólu­efna­fram­leið­and­anum Moderna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, líkt og RÚV greindi frá. Með þessu væri hægt að bólu­setja fimm þús­und manns og því mætti gera ráð fyrir að 30 þús­und manns yrðu bólu­sett á fyrsta árs­fjórð­ung­i. Myndin sýnir hversu langt við erum frá því að ná hjarðónæmi á fyrsta ársfjórðungi, miðað við núverandi dreifingaráætlun.

Líkt og sést á mynd hér að ofan er fyr­ir­hug­aður fjöldi bólu­settra á fyrsta árs­fjórð­ungi langtum minni en yfir­völd von­uðu upp­haf­lega, en 30 þús­und eru ein­ungis 13 pró­sent af þeim fjölda sem þyrfti að vera bólu­settur til að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á land­i.  

Oxfor­d-­bólu­efnið vænt­an­legt, en ekki nóg

Þessa stund­ina hefur Lyfja­stofnun ein­ungis sam­þykkt bólu­efni frá Pfizer og Moderna, en stjórn­völd búast þó við að afhend­ing þriðja bólu­efn­is­ins frá Astr­aZeneca, sem einnig er kallað Oxfor­d-­bólu­efn­ið, muni hefj­ast á þessum árs­fjórð­ungi. Lyfja­stofnun hefur hingað til fylgt Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA) eftir í leyf­is­veit­ingu, en líkt og mbl.is greindi frá í gær gæti sú stofnun veitt mark­aðs­leyfi fyrir Oxfor­d-­bólu­efn­inu þann 29. jan­ú­ar. 

Ísland hefur tryggt sér kaup á 230 þús­und skömmtum á bólu­efn­inu, sem myndu duga fyrir 115 þús­und manns. Ef allir þessir skammtar myndu ber­ast til lands­ins fyrir mars­lok væri þá hægt að bólu­setja 145 þús­und manns, að með­töldum bólu­setn­ing­unum frá Pfizer og Moderna. Því myndi enn vanta bólu­efni fyrir 80 þús­und manns til þess að hjarð­ó­næmi hér á landi á fyrsta árs­fjórð­ung­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent