Langt frá hjarðónæmi í marslok

Ekki er útlit fyrir því að hjarðónæmi náist í lok mars, líkt og stjórnvöld stefndu að í síðasta mánuði. Jafnvel þótt allir skammtarnir frá AstraZeneca fengjust á næstu vikum myndi enn vanta bóluefni fyrir 80 þúsund manns til að ná markmiðinu.

Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Upprunalegu vonir heilbrigðisráðuneytisins um að bólusetja flesta fyrir marslok virðast ekki ætla að ganga upp.
Auglýsing

Stjórn­völd, sem von­uð­ust áður til þess að ná hjarð­ó­næmi gegn COVID-19 hér­lendis fyrir marslok, hafa ein­ungis tryggt 13 pró­sent af bólu­efna­skömmt­unum sem þyrftu til að það næð­ist. Ísland væri enn langt frá því að ná hjarð­ó­næmi á fyrsta árs­fjórð­ungi þótt allir skammtar Oxfor­d-­bólu­efn­is­ins kæmu hingað til lands fyrir mars­lok.

225 þús­und bólu­settir til að ná hjarð­ó­næmi

Líkt og Kjarn­inn greindi frá til­kynnti heil­brigð­is­ráðu­neytið í byrjun des­em­ber að gera mætti ráð fyrir að bólu­setn­ingar hefð­ust um síð­ustu ára­mót. Í til­kynn­ing­unni kom einnig fram að ráðu­neytið von­að­ist til þess að mark­miðum bólu­setn­ingar yrði náð á fyrsta fjórð­ungi þessa árs, þ.e. að 75 pró­sent lands­manna sem fæddir eru eftir 2005 verði bólu­sett­ir. Til þess að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á landi þyrfti því að bólu­setja um 225 þús­und manns. 

Tæpum tveimur vikum seinna, þann 15. des­em­ber, birti svo ráðu­neytið fyrstu töl­urnar úr dreif­ing­ar­á­ætlun Pfiz­er. Sam­kvæmt henni var gert ráð fyrir bólu­efni fyrir tæp­lega 14 þús­und manns í jan­úar og febr­úar á þessu ári, þ.e. ein­ungis rúm sex pró­sent af magn­inu sem þarf til þess að ná hjarð­ó­næmi. Í til­kynn­ingu sinni sagði ráðu­neytið að hrá­efn­is­skortur ylli því að áætlun Pfizer hafi raskast, en ekki er vitað hvernig upp­haf­lega áætl­unin hljóm­að­i. 

Auglýsing

Á gaml­árs­dag barst svo enn önnur til­kynn­ing frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu þar sem því var haldið fram þar sem að minnsta kosti 50 þús­und skammtar myndu ber­ast til lands­ins frá Pfizer fyrir marslok, en þeir gætu dugað fyrir 25 þús­und manns. 

Á upp­lys­inga­fundi almanna­varna sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir svo að Ísland myndi fá 10 þús­und skammta frá bólu­efna­fram­leið­and­anum Moderna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, líkt og RÚV greindi frá. Með þessu væri hægt að bólu­setja fimm þús­und manns og því mætti gera ráð fyrir að 30 þús­und manns yrðu bólu­sett á fyrsta árs­fjórð­ung­i. Myndin sýnir hversu langt við erum frá því að ná hjarðónæmi á fyrsta ársfjórðungi, miðað við núverandi dreifingaráætlun.

Líkt og sést á mynd hér að ofan er fyr­ir­hug­aður fjöldi bólu­settra á fyrsta árs­fjórð­ungi langtum minni en yfir­völd von­uðu upp­haf­lega, en 30 þús­und eru ein­ungis 13 pró­sent af þeim fjölda sem þyrfti að vera bólu­settur til að hjarð­ó­næmi næð­ist hér á land­i.  

Oxfor­d-­bólu­efnið vænt­an­legt, en ekki nóg

Þessa stund­ina hefur Lyfja­stofnun ein­ungis sam­þykkt bólu­efni frá Pfizer og Moderna, en stjórn­völd búast þó við að afhend­ing þriðja bólu­efn­is­ins frá Astr­aZeneca, sem einnig er kallað Oxfor­d-­bólu­efn­ið, muni hefj­ast á þessum árs­fjórð­ungi. Lyfja­stofnun hefur hingað til fylgt Lyfja­stofnun Evr­ópu (EMA) eftir í leyf­is­veit­ingu, en líkt og mbl.is greindi frá í gær gæti sú stofnun veitt mark­aðs­leyfi fyrir Oxfor­d-­bólu­efn­inu þann 29. jan­ú­ar. 

Ísland hefur tryggt sér kaup á 230 þús­und skömmtum á bólu­efn­inu, sem myndu duga fyrir 115 þús­und manns. Ef allir þessir skammtar myndu ber­ast til lands­ins fyrir mars­lok væri þá hægt að bólu­setja 145 þús­und manns, að með­töldum bólu­setn­ing­unum frá Pfizer og Moderna. Því myndi enn vanta bólu­efni fyrir 80 þús­und manns til þess að hjarð­ó­næmi hér á landi á fyrsta árs­fjórð­ung­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent