Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd segja að gera megi ráð fyrir því að bólu­setn­ing gegn COVID-19 hefj­ist fljót­lega eftir ára­mót og að mark­miðum bólu­setn­ingar verði von­andi náð strax á fyrsta árs­fjórð­ungi, en mark­miðið er að ná hjarð­ó­næmi sem hindrar frek­ari útbreiðslu far­ald­ur­s.

„Til að ná hjarð­ó­næmi er gert ráð fyrir að bólu­setja þurfi a.m.k. helm­ing þjóð­ar­inn­ar. Hér er gert ráð fyrir að um 75% lands­manna verði bólu­sett­ir,“ segir í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu sem send var út skömmu fyrir hádegi.

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir hvatti lands­menn til raun­hæfrar bjart­sýni varð­andi tíma­setn­ingu bólu­setn­ingar við COVID-19 hér á landi á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í morgun og minnti á að mik­il­vægt væri að við­hafa áfram sótt­varnir sem stund­aðar hafa verið þar til stór hluti þjóð­ar­innar hefði verið bólu­sett­ur.

Þegar búið að tryggja bólu­efni fyrir 200.000 manns

Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins segir frá því að skrifað verði undir samn­ing um kaup Íslands á bólu­efni Pfizer í næstu viku og að það bólu­efni muni duga fyrir 85 þús­und ein­stak­linga. Einnig hafi Ísland þegar gert samn­ing um kaup á bólu­efni Astr­aZeneca, sem dugar fyrir 115 þús­und ein­stak­linga.

Auglýsing

Lyfja­stofnun Evr­ópu er með umsóknir þess­ara tveggja fram­leið­enda um skil­yrt mark­aðs­leyfi til með­ferðar þessa dag­ana. Von er á nið­ur­stöðu um bólu­efni Pfizer 29. des­em­ber og um bólu­efni Astr­aZeneca í jan­ú­ar. 

Þann 12. jan­úar fjallar Lyfja­stofnun Evr­ópu svo um mark­aðs­leyfi fyrir bólu­efnið frá Moderna, en fyrir liggja drög að samn­ingi Íslands um kaup að því bólu­efni og einnig bólu­efni sem John­son & John­son er að þróa og minni fregnir hafa borist af en hinum þrem­ur.

„Gera má ráð fyrir að fljót­lega eftir að mark­aðs­leyfi fæst fyrir bólu­efni frá fyr­ir­tæki sem Ísland er með beinan samn­ing við, verði fyrstu skammtar fluttir til lands­ins. Það er þó fyr­ir­séð að bólu­efni sem fá mark­aðs­leyfi verði deilt milli ríkja og komi því í tak­mörk­uðu magni til að byrja með, þ.e. að ekki komi allt það magn sem samið hefur verið um í einu lag­i,“ segir í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

Þar segir einnig að bólu­setja þurfi fólk tvisvar og að gert sé ráð fyrir að bólu­sett verði með tveggja til þriggja vikna milli­bili. Eftir það líði allt að mán­uður þar til við­kom­andi ein­stak­lingur sé kom­inn með mótefna­svar, en það geti verið mis­jafnt eftir bólu­efni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent