Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd segja að gera megi ráð fyrir því að bólu­setn­ing gegn COVID-19 hefj­ist fljót­lega eftir ára­mót og að mark­miðum bólu­setn­ingar verði von­andi náð strax á fyrsta árs­fjórð­ungi, en mark­miðið er að ná hjarð­ó­næmi sem hindrar frek­ari útbreiðslu far­ald­ur­s.

„Til að ná hjarð­ó­næmi er gert ráð fyrir að bólu­setja þurfi a.m.k. helm­ing þjóð­ar­inn­ar. Hér er gert ráð fyrir að um 75% lands­manna verði bólu­sett­ir,“ segir í til­kynn­ingu frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu sem send var út skömmu fyrir hádegi.

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir hvatti lands­menn til raun­hæfrar bjart­sýni varð­andi tíma­setn­ingu bólu­setn­ingar við COVID-19 hér á landi á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í morgun og minnti á að mik­il­vægt væri að við­hafa áfram sótt­varnir sem stund­aðar hafa verið þar til stór hluti þjóð­ar­innar hefði verið bólu­sett­ur.

Þegar búið að tryggja bólu­efni fyrir 200.000 manns

Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins segir frá því að skrifað verði undir samn­ing um kaup Íslands á bólu­efni Pfizer í næstu viku og að það bólu­efni muni duga fyrir 85 þús­und ein­stak­linga. Einnig hafi Ísland þegar gert samn­ing um kaup á bólu­efni Astr­aZeneca, sem dugar fyrir 115 þús­und ein­stak­linga.

Auglýsing

Lyfja­stofnun Evr­ópu er með umsóknir þess­ara tveggja fram­leið­enda um skil­yrt mark­aðs­leyfi til með­ferðar þessa dag­ana. Von er á nið­ur­stöðu um bólu­efni Pfizer 29. des­em­ber og um bólu­efni Astr­aZeneca í jan­ú­ar. 

Þann 12. jan­úar fjallar Lyfja­stofnun Evr­ópu svo um mark­aðs­leyfi fyrir bólu­efnið frá Moderna, en fyrir liggja drög að samn­ingi Íslands um kaup að því bólu­efni og einnig bólu­efni sem John­son & John­son er að þróa og minni fregnir hafa borist af en hinum þrem­ur.

„Gera má ráð fyrir að fljót­lega eftir að mark­aðs­leyfi fæst fyrir bólu­efni frá fyr­ir­tæki sem Ísland er með beinan samn­ing við, verði fyrstu skammtar fluttir til lands­ins. Það er þó fyr­ir­séð að bólu­efni sem fá mark­aðs­leyfi verði deilt milli ríkja og komi því í tak­mörk­uðu magni til að byrja með, þ.e. að ekki komi allt það magn sem samið hefur verið um í einu lag­i,“ segir í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

Þar segir einnig að bólu­setja þurfi fólk tvisvar og að gert sé ráð fyrir að bólu­sett verði með tveggja til þriggja vikna milli­bili. Eftir það líði allt að mán­uður þar til við­kom­andi ein­stak­lingur sé kom­inn með mótefna­svar, en það geti verið mis­jafnt eftir bólu­efni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent