Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót

Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.

03122020_blmf_3.jpg
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hvetur til raun­hæfrar bjart­sýni hvað varðar tíma­setn­ingu bólu­setn­ingar við COVID-19 hér á land­i. 

Hann segir að Lyfja­stofnun Evr­ópu eigi enn eftir að gefa út sam­þykkt sína á bólu­efni Pfiz­er/BioNTech þannig að það geta farið í almenna notk­un. Búist sé við því að það ger­ist í lok árs og ef nið­ur­staðan verður jákvæð væri hægt að hefja bólu­setn­ingar fljót­lega eftir ára­mót. „Auð­vitað verða það ánægju­legar fréttir ef svo verður en ég held að það sé ekki hægt að ganga út frá því sem vísu á þess­ari stundu. Hvað varðar önnur bólu­efni sem við höfum rétt á að fá þá mun taka lengri tíma að fá úttekt og nið­ur­stöðu lyfja­stofn­unar Evr­ópu og þá enn lengri tíma að fá bólu­efni hingað til lands.“

Þórólfur segir því mik­il­vægt að við­hafa áfram þær sótt­varnir sem stund­aðar hafa verið hér­lendis í far­aldr­inum þar til að stór hluti þjóð­ar­innar hefur verið bólu­sett­ur. „Ég vil einnig minna á að áhrif bólu­setn­ingar hjá ein­stak­lingum sjást ekki fyrr en um einum mán­uði eftir að fyrsti skammtur hefur verið gef­inn. Pössum okkur þannig á því að láta ekki jákvæðar fréttir af bólu­efnum leiða til þess að við hættum að passa okkur í sótt­vörn­um, því það mun ein­ungis leiða til upp­sveiflu í far­aldr­inum aft­ur. Höldum út, stöndum saman og pössum upp á grund­vall­ar­at­riði sótt­varna.“

Auglýsing

Þetta kom fram í máli Þór­ólfs á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag. 

Sagði raun­hæft að bólu­setja í jan­úar

Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­unar Íslands, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær­kvöldi að raun­hæft væri að hefja bólu­setn­ingar hér­lendis í jan­ú­ar. „Það er mjög raun­hæft að það verði í jan­ú­ar. En það er ekki auð­velt um það að segja. Við komum ekki að inn­kaupum að bólu­efn­inu eða flutn­ingnum til lands­ins,“ sagði Rúna. Gert væri ráð fyrir að bólu­efnið sem Ísland er búið að semja um aðgengi að komi hingað til lands í einu lagi.

Greint var frá því í gær að lyfja­eft­ir­lit Bret­lands hefði lagt blessun sína yfir bólu­efni Pfiz­er/BioNTech og að dreif­ing á því gæti haf­ist þar í landi strax í næstu viku. Bretar hafa þegar pantað um 40 millj­ónir skammta af bólu­efni sem duga til að bólu­setja um 20 milljón manns. 

Þórólfur sagði á fund­inum í dag að það væri mjög áhuga­vert að Bretar hefðu farið sjálfir af stað í þessa veg­ferð og að það væri ábyrgð­ar­hluti að segja að bólu­efnið væri virkt og öruggt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent