60 manns vilja verða næsti forsetaritari Íslands

Á meðal þeirra sem vilja verða næsti forsetaritari er fyrrverandi þingmaður, aðstoðarmaður forstjóra Landsspítalans og upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

Alls sóttu 60 manns um emb­ætti for­seta­rit­ara sem nýverið var aug­lýst til umsókn­ar. Örn­ólfur Thors­son, sem starfað hefur hjá for­seta­emb­ætt­inu frá árinu 1999 og verið for­seta­rit­ari frá árinu 2005, greindi frá því seint á síð­asta ári að hann myndi hverfa til ann­arra starfa. Hann lýkur störfum 1. mars næst­kom­andi en verður nýjum for­seta­rit­ara innan handar til 1. ágúst. 

Þegar starfið var aug­lýst kom fram að for­­seta­­rit­­ari stýri emb­ætti for­­seta Íslands und­ir yf­ir­­stjórn for­­seta. Fel­ur það meðal ann­­ars í sér stjórn fjár­­­mála, mannauðs og dag­­leg­um störf­um á skrif­­stofu for­­seta og Bessa­­stöð­um. Þá ann­­ast for­­seta­­rit­­ari sam­­skipti við Alþingi, ráðu­neyti, fjöl­miðla og send­i­herra er­­lendra ríkja.

Auglýsing
Á meðal umsækj­enda er fyrr­ver­andi þing­mað­ur­inn Guð­friður Lilja Grét­ars­dótt­ir, Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður for­stjóra Lands­spít­al­ans, Urður Gunn­ars­dótt­ir, sem starfar á lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu ÖSE og er fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, og Krist­ján Guy Burgess, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra. Þá er Rósa Guð­rún Erlings­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, á meðal umsækj­enda. 

Eft­ir­talin sóttu um emb­ætti for­seta­rit­ara:

 • Agnar Kof­oed-Han­sen ráð­gjafi
 • Andrés Pét­urs­son, stjórn­andi Nordplus
 • Anna Sig­rún Bald­urs­dótt­ir, aðstoð­ar­maður for­stjóra
 • Auð­björg Ólafs­dótt­ir, yfir­maður sam­skipta
 • Auður Ólína Svav­ars­dóttir deild­ar­stjóri
 • Ásgeir Sig­fús­son fram­kvæmda­stjóri
 • Ásgeir B. Torfa­son rekstr­ar­hag­fræð­ingur
 • Ásta Sól Krist­jáns­dóttir umsjón­ar­maður
 • Ásta Magn­ús­dóttir lög­fræð­ingur
 • Berg­dís Ell­erts­dóttir sendi­herra
 • Birgir Hrafn Búa­son yfir­lög­fræð­ingur
 • Birna Lár­us­dóttir upp­lýs­inga­full­trúi
 • Björg Erlings­dóttir sveit­ar­stjóri
 • Dag­finnur Svein­björns­son stjórn­mála­hag­fræð­ingur
 • Davíð Stef­áns­son stjórn­sýslu­fræð­ingur
 • Davíð Freyr Þór­unn­ar­son menn­ing­ar­stjóri
 • Finnur Þ. Gunn­þórs­son hag­fræð­ingur
 • Gísli Ólafs­son tækni­stjóri
 • Gísli Tryggva­son lög­maður
 • Glúmur Bald­vins­son leið­sögu­maður
 • Guð­fríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, starf­andi yfir­maður sam­vinnu­sviðs mann­rétt­inda­stofn­ana Evr­ópu­ráðs­ins
 • Guð­jón Rún­ars­son lög­maður
 • Guðný Kára­dóttir verk­efna­stjóri
 • Guð­rún Björk Bjarna­dóttir fram­kvæmda­stjóri
 • Guð­rún E. Sig­urð­ar­dóttir mennta­skóla­kenn­ari
 • Gunnar Þór Pét­urs­son pró­fessor
 • Gunnar Þorri Þor­leifs­son kenn­ari
 • Hanna Guð­finna Bene­dikts­dóttir fram­kvæmda­stjóri
 • Hans F. H. Guð­munds­son full­trúi
 • Hildur Hörn Daða­dóttir fram­kvæmda­stjóri
 • Hreinn Páls­son sendi­full­trúi
 • Ingi­björg Ólafs­dóttir fram­kvæmda­stjóri
 • Jóhann Bene­dikts­son mark­aðs­stjóri
 • Jóhanna Bryn­dís Bjarna­dóttir deild­ar­stjóri
 • Jör­undur Krist­jáns­son for­stöðu­maður
 • Krist­ján Guy Burgess stjórn­mála­fræð­ingur
 • Lilja Sig­rún Sig­mars­dóttir við­skipta­stjóri
 • Magnús K. Hann­es­son sendi­full­trúi
 • Mar­grét Hall­gríms­dóttir þjóð­minja­vörður
 • Mar­grét Hauks­dóttir for­stjóri
 • Matth­ías Ólafs­son mark­aðs­stjóri
 • Mon­ika Waleszczynska við­skipta­stjóri
 • Nína Björk Jóns­dóttir sendi­full­trúi
 • Pétur G. Thor­steins­son vara­prótókoll­stjóri
 • Rósa Guð­rún Erlings­dóttir sér­fræð­ingur
 • Sal­vör Sig­ríður Jóns­dóttir mót­töku­rit­ari
 • Sif Gunn­ars­dóttir skrif­stofu­stjóri
 • Sig­ríður Helga Sverr­is­dóttir kenn­ari
 • Sig­rún Lilja Guð­bjarts­dóttir fram­kvæmda­stjóri
 • Sig­urður Nor­dal, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands
 • Sig­ur­jón Sig­ur­jóns­son verk­efna­stjóri
 • Sig­ur­jóna Sverr­is­dóttir fram­kvæmda­stjóri
 • Sól­veig Kr. Berg­mann sam­skipta­stjóri
 • Stefán Vil­bergs­son verk­efn­is­stjóri
 • Steinar Almars­son leið­sögu­maður
 • Urður Gunn­ars­dóttir stjórn­mála­fræð­ingur
 • Valdi­mar Björns­son fjár­mála­stjóri
 • Þor­geir Páls­son sveit­ar­stjóri
 • Þor­valdur Víð­is­son bisk­ups­rit­ari
 • Þóra Ing­ólfs­dóttir for­stöðu­maður

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent