Ríkar heimildir til takmarkana á umferð vegna loftgæða í nýjum reglugerðardrögum

Samgönguráðuneytið er búið að skilgreina í reglugerðardrögum hvaða aðgerðum sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að grípa til í því skyni að takmarka bílaumferð og tryggja loftgæði, á svokölluðum gráum dögum.

Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Auglýsing

Nagladekkjabann. Bann við akstri þungra ökutækja. Bann við umferð ökutækja með tilteknum endatölum eða endabókstöfum í skráningarmerki. Breyting á hámarkshraða. Takmörkun á umferð ökutækja sem knúin eru tilteknum mengandi orkugjöfum.

Þetta eru þau tímabundnu úrræði sem sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að beita á ákveðnum svæðum ef útlit er fyrir að loftmengun vegna bílaumferðar nái í heilsuspillandi hæðum og vægari úrræði eins og gatnahreinsun eða rykbinding dugi ekki, ef drög að reglugerð frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem nú er að finna í samráðsgátt stjórnvalda verða að veruleika. 

Lengi hefur verið von á þessari reglugerð, en með nýju umferðarlögunum sem tóku gildi í ársbyrjun 2020 er kveðið á um heimild til íþyngjandi aðgerða til þess að mæta mikilli loftmengun. 

Fram kemur í reglugerðardrögunum að til grundvallar banni eða takmörkunum skuli liggja fyrir mat viðkomandi heilbrigðisnefndar og rökstuðningur fyrir takmörkun umferðar vegna mengunar, sem á að vera studdur mæliniðurstöðum eða mengunarspám Umhverfisstofnunar eða heilbrigðiseftirlits viðkomandi sveitarfélags.

Mengun yfir skilgreindum mörkum þónokkra daga á ári

Loftmengun frá bílaumferð er sú mengun á Íslandi sem helst hefur áhrif á heilsu fólks, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni undanfarna áratugi með breyttri samsetningu bílaflotans og aukinni úrkomu, samkvæmt yfirlitsgrein um loftmengun á Íslandi sem birtist í Læknablaðinu árið 2019.  Helstu mengunarefni frá umferð eru svifryk og nituroxíð. Stór hluti svifryks kemur frá vegyfirborðinu og þar eru nagladekkin stór áhrifaþáttur.

Auglýsing

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var hér á landi benda til þess að draga þurfi verulega úr notkun nagladekkja, ætli stjórnvöld sér að ná því markmiði að árið 2029 verði enginn dagur þar sem svifryk af völdum bílaumferðar fari yfir skilgreind heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig væri hægt, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem Kjarninn fjallaði um í lok nóvember, að beita rót­tækum skamm­tíma­að­gerðum eins og að banna notkun um það helm­ings bíla­flot­ans (t.d. þeirra sem eru með númer sem endar á odda­tölu) á þeim dögum þar sem loft­gæði verða fyr­ir­sjá­an­lega slæm, eða bleyta götur og lækka umferð­ar­hraða. Einmitt svipuðum aðgerðum og opnað verður á með fyrirhugaðri reglugerð.

Samkvæmt reglugerðardrögunum skulu eftirfarandi mæligildi eða spágildi höfð til viðmiðunar við mat á því hvort loftmengun sé yfir heilsuverndarmörkum eða líkur á því að svo verði:

  • a) 50 µg/m3 að því er varðar sólarhringsmeðaltal á grófu svifryki (PM10)
  • b) 25 µg/m3 að því er varðar sólarhringsmeðaltal á fínu svifryki (PM2.5)
  • c) 200 µg/m3 að því er varðar klukkustundarmeðaltal niturdoxíðs (NO2)

Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar um loftgæði á Íslandi árið 2019 voru í heildina 36 dagar þar sem sólarhringsmeðaltal PM10, grófa svifryksins, fór yfir heilsuverndarmörkin. Mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu fóru sextán sinnum yfir sólarhringsmeðaltalið það ár og Umhverfisstofnun segir að í sex skipti hafi mátt rekja upprunann til umferðar, en þetta grófa svifryk getur átt sér ýmsan uppruna, jafnvel má rekja það sandstorma í Sahara-eyðimörkinni.

Á mælistöð við Strandgötu á Akureyri fór sólarhringsmengunin rúmlega tuttugu sinnum yfir heilsuverndarmörkin hvað gróft svifryk varðar, en uppruni svifryksins á Akureyri hefur þó ekki verið skráður. 

Helstu mögulegu uppsprettur eru þó taldar vegslit vegna nagladekkjanotkunar, hálkuvarnir með jarðefnum og mögulega sandfok frá opnum svæðum ofan af Glerárdal.

Fína svifrykið, PM2.5, fór einnig þónokkra daga yfir heilsuverndarmörkin sem skilgreind eru í reglugerðardrögunum, bæði við Grensásveg og einnig á mælistöð sem er við Húsdýragarðinn í Reykjavík, í hjarta Laugardalsins.

Köfnunarefnisdíoxíð, eða niturdíóxíð, fór níu sinnum yfir þau heilsuverndarmörk, sem skilgreind eru í reglugerðardrögunum, árið 2019. Í öll skiptin var það við Grensásveg.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent