Ríkar heimildir til takmarkana á umferð vegna loftgæða í nýjum reglugerðardrögum

Samgönguráðuneytið er búið að skilgreina í reglugerðardrögum hvaða aðgerðum sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að grípa til í því skyni að takmarka bílaumferð og tryggja loftgæði, á svokölluðum gráum dögum.

Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Auglýsing

Nagla­dekkja­bann. Bann við akstri þungra öku­tækja. Bann við umferð öku­tækja með til­teknum enda­tölum eða enda­bók­stöfum í skrán­ing­ar­merki. Breyt­ing á hámarks­hraða. Tak­mörkun á umferð öku­tækja sem knúin eru til­teknum meng­andi orku­gjöf­um.

Þetta eru þau tíma­bundnu úrræði sem sveit­ar­fé­lögum eða Vega­gerð­inni verður heim­ilt að beita á ákveðnum svæðum ef útlit er fyrir að loft­mengun vegna bíla­um­ferðar nái í heilsu­spill­andi hæðum og væg­ari úrræði eins og gatna­hreinsun eða ryk­bind­ing dugi ekki, ef drög að reglu­gerð frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu sem nú er að finna í sam­ráðs­gátt stjórn­valda verða að veru­leika. 

Lengi hefur verið von á þess­ari reglu­gerð, en með nýju umferð­ar­lög­unum sem tóku gildi í árs­byrjun 2020 er kveðið á um heim­ild til íþyngj­andi aðgerða til þess að mæta mik­illi loft­meng­un. 

Fram kemur í reglu­gerð­ar­drög­unum að til grund­vallar banni eða tak­mörk­unum skuli liggja fyrir mat við­kom­andi heil­brigð­is­nefndar og rök­stuðn­ingur fyrir tak­mörkun umferðar vegna meng­un­ar, sem á að vera studdur mæli­nið­ur­stöðum eða meng­un­ar­spám Umhverf­is­stofn­unar eða heil­brigð­is­eft­ir­lits við­kom­andi sveit­ar­fé­lags.

Mengun yfir skil­greindum mörkum þónokkra daga á ári

Loft­mengun frá bíla­um­ferð er sú mengun á Íslandi sem helst hefur áhrif á heilsu fólks, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni und­an­farna ára­tugi með breyttri sam­setn­ingu bíla­flot­ans og auk­inni úrkomu, sam­kvæmt yfir­lits­grein um loft­mengun á Íslandi sem birt­ist í Lækna­blað­inu árið 2019.  Helstu meng­un­ar­efni frá umferð eru svifryk og nit­uroxíð. Stór hluti svifryks kemur frá veg­yf­ir­borð­inu og þar eru nagla­dekkin stór áhrifa­þátt­ur.

Auglýsing

Nið­ur­stöður nýlegrar rann­sóknar sem fram­kvæmd var hér á landi benda til þess að draga þurfi veru­lega úr notkun nagla­dekkja, ætli stjórn­völd sér að ná því mark­miði að árið 2029 verði eng­inn dagur þar sem svifryk af völdum bíla­um­ferðar fari yfir skil­greind heilsu­vernd­ar­mörk á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.

Einnig væri hægt, sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn fjall­aði um í lok nóv­em­ber, að beita rót­tækum skamm­­tíma­að­­gerðum eins og að banna notkun um það helm­ings bíla­­flot­ans (t.d. þeirra sem eru með númer sem endar á odda­­tölu) á þeim dögum þar sem loft­­gæði verða fyr­ir­­sjá­an­­lega slæm, eða bleyta götur og lækka umferð­­ar­hraða. Einmitt svip­uðum aðgerðum og opnað verður á með fyr­ir­hug­aðri reglu­gerð.

Sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum skulu eft­ir­far­andi mæligildi eða spá­gildi höfð til við­mið­unar við mat á því hvort loft­mengun sé yfir heilsu­vernd­ar­mörkum eða líkur á því að svo verði:

  • a) 50 µg/m3 að því er varðar sól­ar­hrings­með­al­tal á grófu svifryki (PM10)
  • b) 25 µg/m3 að því er varðar sól­ar­hrings­með­al­tal á fínu svifryki (PM2.5)
  • c) 200 µg/m3 að því er varðar klukku­stund­ar­með­al­tal nit­ur­doxíðs (NO2)

Sam­kvæmt skýrslu Um­hverf­is­stofn­unar um loft­gæði á Íslandi árið 2019 voru í heild­ina 36 dagar þar sem sól­ar­hrings­með­al­tal PM10, grófa svifryks­ins, fór yfir heilsu­vernd­ar­mörk­in. Mæli­stöðvar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fóru sextán sinnum yfir sól­ar­hrings­með­al­talið það ár og Umhverf­is­stofnun segir að í sex skipti hafi mátt rekja upp­runann til umferð­ar, en þetta grófa svifryk getur átt sér ýmsan upp­runa, jafn­vel má rekja það sand­storma í Sahara-eyði­mörk­inni.

Á mæli­stöð við Strand­götu á Akur­eyri fór sól­ar­hrings­meng­unin rúm­lega tutt­ugu sinnum yfir heilsu­vernd­ar­mörkin hvað gróft svifryk varð­ar, en upp­runi svifryks­ins á Akur­eyri hefur þó ekki verið skráð­ur. 

Helstu mögu­legu upp­sprettur eru þó taldar veg­slit vegna nagla­dekkja­notk­un­ar, hálku­varnir með jarð­efnum og mögu­lega sand­fok frá opnum svæðum ofan af Gler­ár­dal.

Fína svifryk­ið, PM2.5, fór einnig þónokkra daga yfir heilsu­vernd­ar­mörkin sem skil­greind eru í reglu­gerð­ar­drög­un­um, bæði við Grens­ás­veg og einnig á mæli­stöð sem er við Hús­dýra­garð­inn í Reykja­vík, í hjarta Laug­ar­dals­ins.

Köfn­un­ar­efn­is­dí­oxíð, eða nit­urdíóxíð, fór níu sinnum yfir þau heilsu­vernd­ar­mörk, sem skil­greind eru í reglu­gerð­ar­drög­un­um, árið 2019. Í öll skiptin var það við Grens­ás­veg.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent