Ríkar heimildir til takmarkana á umferð vegna loftgæða í nýjum reglugerðardrögum

Samgönguráðuneytið er búið að skilgreina í reglugerðardrögum hvaða aðgerðum sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að grípa til í því skyni að takmarka bílaumferð og tryggja loftgæði, á svokölluðum gráum dögum.

Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Auglýsing

Nagla­dekkja­bann. Bann við akstri þungra öku­tækja. Bann við umferð öku­tækja með til­teknum enda­tölum eða enda­bók­stöfum í skrán­ing­ar­merki. Breyt­ing á hámarks­hraða. Tak­mörkun á umferð öku­tækja sem knúin eru til­teknum meng­andi orku­gjöf­um.

Þetta eru þau tíma­bundnu úrræði sem sveit­ar­fé­lögum eða Vega­gerð­inni verður heim­ilt að beita á ákveðnum svæðum ef útlit er fyrir að loft­mengun vegna bíla­um­ferðar nái í heilsu­spill­andi hæðum og væg­ari úrræði eins og gatna­hreinsun eða ryk­bind­ing dugi ekki, ef drög að reglu­gerð frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu sem nú er að finna í sam­ráðs­gátt stjórn­valda verða að veru­leika. 

Lengi hefur verið von á þess­ari reglu­gerð, en með nýju umferð­ar­lög­unum sem tóku gildi í árs­byrjun 2020 er kveðið á um heim­ild til íþyngj­andi aðgerða til þess að mæta mik­illi loft­meng­un. 

Fram kemur í reglu­gerð­ar­drög­unum að til grund­vallar banni eða tak­mörk­unum skuli liggja fyrir mat við­kom­andi heil­brigð­is­nefndar og rök­stuðn­ingur fyrir tak­mörkun umferðar vegna meng­un­ar, sem á að vera studdur mæli­nið­ur­stöðum eða meng­un­ar­spám Umhverf­is­stofn­unar eða heil­brigð­is­eft­ir­lits við­kom­andi sveit­ar­fé­lags.

Mengun yfir skil­greindum mörkum þónokkra daga á ári

Loft­mengun frá bíla­um­ferð er sú mengun á Íslandi sem helst hefur áhrif á heilsu fólks, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni und­an­farna ára­tugi með breyttri sam­setn­ingu bíla­flot­ans og auk­inni úrkomu, sam­kvæmt yfir­lits­grein um loft­mengun á Íslandi sem birt­ist í Lækna­blað­inu árið 2019.  Helstu meng­un­ar­efni frá umferð eru svifryk og nit­uroxíð. Stór hluti svifryks kemur frá veg­yf­ir­borð­inu og þar eru nagla­dekkin stór áhrifa­þátt­ur.

Auglýsing

Nið­ur­stöður nýlegrar rann­sóknar sem fram­kvæmd var hér á landi benda til þess að draga þurfi veru­lega úr notkun nagla­dekkja, ætli stjórn­völd sér að ná því mark­miði að árið 2029 verði eng­inn dagur þar sem svifryk af völdum bíla­um­ferðar fari yfir skil­greind heilsu­vernd­ar­mörk á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.

Einnig væri hægt, sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn fjall­aði um í lok nóv­em­ber, að beita rót­tækum skamm­­tíma­að­­gerðum eins og að banna notkun um það helm­ings bíla­­flot­ans (t.d. þeirra sem eru með númer sem endar á odda­­tölu) á þeim dögum þar sem loft­­gæði verða fyr­ir­­sjá­an­­lega slæm, eða bleyta götur og lækka umferð­­ar­hraða. Einmitt svip­uðum aðgerðum og opnað verður á með fyr­ir­hug­aðri reglu­gerð.

Sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum skulu eft­ir­far­andi mæligildi eða spá­gildi höfð til við­mið­unar við mat á því hvort loft­mengun sé yfir heilsu­vernd­ar­mörkum eða líkur á því að svo verði:

  • a) 50 µg/m3 að því er varðar sól­ar­hrings­með­al­tal á grófu svifryki (PM10)
  • b) 25 µg/m3 að því er varðar sól­ar­hrings­með­al­tal á fínu svifryki (PM2.5)
  • c) 200 µg/m3 að því er varðar klukku­stund­ar­með­al­tal nit­ur­doxíðs (NO2)

Sam­kvæmt skýrslu Um­hverf­is­stofn­unar um loft­gæði á Íslandi árið 2019 voru í heild­ina 36 dagar þar sem sól­ar­hrings­með­al­tal PM10, grófa svifryks­ins, fór yfir heilsu­vernd­ar­mörk­in. Mæli­stöðvar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fóru sextán sinnum yfir sól­ar­hrings­með­al­talið það ár og Umhverf­is­stofnun segir að í sex skipti hafi mátt rekja upp­runann til umferð­ar, en þetta grófa svifryk getur átt sér ýmsan upp­runa, jafn­vel má rekja það sand­storma í Sahara-eyði­mörk­inni.

Á mæli­stöð við Strand­götu á Akur­eyri fór sól­ar­hrings­meng­unin rúm­lega tutt­ugu sinnum yfir heilsu­vernd­ar­mörkin hvað gróft svifryk varð­ar, en upp­runi svifryks­ins á Akur­eyri hefur þó ekki verið skráð­ur. 

Helstu mögu­legu upp­sprettur eru þó taldar veg­slit vegna nagla­dekkja­notk­un­ar, hálku­varnir með jarð­efnum og mögu­lega sand­fok frá opnum svæðum ofan af Gler­ár­dal.

Fína svifryk­ið, PM2.5, fór einnig þónokkra daga yfir heilsu­vernd­ar­mörkin sem skil­greind eru í reglu­gerð­ar­drög­un­um, bæði við Grens­ás­veg og einnig á mæli­stöð sem er við Hús­dýra­garð­inn í Reykja­vík, í hjarta Laug­ar­dals­ins.

Köfn­un­ar­efn­is­dí­oxíð, eða nit­urdíóxíð, fór níu sinnum yfir þau heilsu­vernd­ar­mörk, sem skil­greind eru í reglu­gerð­ar­drög­un­um, árið 2019. Í öll skiptin var það við Grens­ás­veg.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent