Ríkar heimildir til takmarkana á umferð vegna loftgæða í nýjum reglugerðardrögum

Samgönguráðuneytið er búið að skilgreina í reglugerðardrögum hvaða aðgerðum sveitarfélögum eða Vegagerðinni verður heimilt að grípa til í því skyni að takmarka bílaumferð og tryggja loftgæði, á svokölluðum gráum dögum.

Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Bílar bruna um Borgartún. Ef til vill, einn daginn, einungis þeir sem hafa bílnúmer sem enda á oddatölu?
Auglýsing

Nagla­dekkja­bann. Bann við akstri þungra öku­tækja. Bann við umferð öku­tækja með til­teknum enda­tölum eða enda­bók­stöfum í skrán­ing­ar­merki. Breyt­ing á hámarks­hraða. Tak­mörkun á umferð öku­tækja sem knúin eru til­teknum meng­andi orku­gjöf­um.

Þetta eru þau tíma­bundnu úrræði sem sveit­ar­fé­lögum eða Vega­gerð­inni verður heim­ilt að beita á ákveðnum svæðum ef útlit er fyrir að loft­mengun vegna bíla­um­ferðar nái í heilsu­spill­andi hæðum og væg­ari úrræði eins og gatna­hreinsun eða ryk­bind­ing dugi ekki, ef drög að reglu­gerð frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu sem nú er að finna í sam­ráðs­gátt stjórn­valda verða að veru­leika. 

Lengi hefur verið von á þess­ari reglu­gerð, en með nýju umferð­ar­lög­unum sem tóku gildi í árs­byrjun 2020 er kveðið á um heim­ild til íþyngj­andi aðgerða til þess að mæta mik­illi loft­meng­un. 

Fram kemur í reglu­gerð­ar­drög­unum að til grund­vallar banni eða tak­mörk­unum skuli liggja fyrir mat við­kom­andi heil­brigð­is­nefndar og rök­stuðn­ingur fyrir tak­mörkun umferðar vegna meng­un­ar, sem á að vera studdur mæli­nið­ur­stöðum eða meng­un­ar­spám Umhverf­is­stofn­unar eða heil­brigð­is­eft­ir­lits við­kom­andi sveit­ar­fé­lags.

Mengun yfir skil­greindum mörkum þónokkra daga á ári

Loft­mengun frá bíla­um­ferð er sú mengun á Íslandi sem helst hefur áhrif á heilsu fólks, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni und­an­farna ára­tugi með breyttri sam­setn­ingu bíla­flot­ans og auk­inni úrkomu, sam­kvæmt yfir­lits­grein um loft­mengun á Íslandi sem birt­ist í Lækna­blað­inu árið 2019.  Helstu meng­un­ar­efni frá umferð eru svifryk og nit­uroxíð. Stór hluti svifryks kemur frá veg­yf­ir­borð­inu og þar eru nagla­dekkin stór áhrifa­þátt­ur.

Auglýsing

Nið­ur­stöður nýlegrar rann­sóknar sem fram­kvæmd var hér á landi benda til þess að draga þurfi veru­lega úr notkun nagla­dekkja, ætli stjórn­völd sér að ná því mark­miði að árið 2029 verði eng­inn dagur þar sem svifryk af völdum bíla­um­ferðar fari yfir skil­greind heilsu­vernd­ar­mörk á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.

Einnig væri hægt, sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn fjall­aði um í lok nóv­em­ber, að beita rót­tækum skamm­­tíma­að­­gerðum eins og að banna notkun um það helm­ings bíla­­flot­ans (t.d. þeirra sem eru með númer sem endar á odda­­tölu) á þeim dögum þar sem loft­­gæði verða fyr­ir­­sjá­an­­lega slæm, eða bleyta götur og lækka umferð­­ar­hraða. Einmitt svip­uðum aðgerðum og opnað verður á með fyr­ir­hug­aðri reglu­gerð.

Sam­kvæmt reglu­gerð­ar­drög­unum skulu eft­ir­far­andi mæligildi eða spá­gildi höfð til við­mið­unar við mat á því hvort loft­mengun sé yfir heilsu­vernd­ar­mörkum eða líkur á því að svo verði:

  • a) 50 µg/m3 að því er varðar sól­ar­hrings­með­al­tal á grófu svifryki (PM10)
  • b) 25 µg/m3 að því er varðar sól­ar­hrings­með­al­tal á fínu svifryki (PM2.5)
  • c) 200 µg/m3 að því er varðar klukku­stund­ar­með­al­tal nit­ur­doxíðs (NO2)

Sam­kvæmt skýrslu Um­hverf­is­stofn­unar um loft­gæði á Íslandi árið 2019 voru í heild­ina 36 dagar þar sem sól­ar­hrings­með­al­tal PM10, grófa svifryks­ins, fór yfir heilsu­vernd­ar­mörk­in. Mæli­stöðvar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fóru sextán sinnum yfir sól­ar­hrings­með­al­talið það ár og Umhverf­is­stofnun segir að í sex skipti hafi mátt rekja upp­runann til umferð­ar, en þetta grófa svifryk getur átt sér ýmsan upp­runa, jafn­vel má rekja það sand­storma í Sahara-eyði­mörk­inni.

Á mæli­stöð við Strand­götu á Akur­eyri fór sól­ar­hrings­meng­unin rúm­lega tutt­ugu sinnum yfir heilsu­vernd­ar­mörkin hvað gróft svifryk varð­ar, en upp­runi svifryks­ins á Akur­eyri hefur þó ekki verið skráð­ur. 

Helstu mögu­legu upp­sprettur eru þó taldar veg­slit vegna nagla­dekkja­notk­un­ar, hálku­varnir með jarð­efnum og mögu­lega sand­fok frá opnum svæðum ofan af Gler­ár­dal.

Fína svifryk­ið, PM2.5, fór einnig þónokkra daga yfir heilsu­vernd­ar­mörkin sem skil­greind eru í reglu­gerð­ar­drög­un­um, bæði við Grens­ás­veg og einnig á mæli­stöð sem er við Hús­dýra­garð­inn í Reykja­vík, í hjarta Laug­ar­dals­ins.

Köfn­un­ar­efn­is­dí­oxíð, eða nit­urdíóxíð, fór níu sinnum yfir þau heilsu­vernd­ar­mörk, sem skil­greind eru í reglu­gerð­ar­drög­un­um, árið 2019. Í öll skiptin var það við Grens­ás­veg.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent