Nagladekk virðast hafa langmest áhrif á svifryksmyndun

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að nagladekk séu lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin vakti athygli á niðurstöðunum á vef sínum í vikunni.

Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Auglýsing

Ef íslensk stjórn­völd ætla að ná því mark­miði að á árinu 2029 verði eng­inn dagur þar sem svifryk af völdum bíla­um­ferðar fer yfir skil­greind heilsu­vernd­ar­mörk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þarf að draga veru­lega úr notkun nagla­dekkja. Einnig þyrfti bílum að fækka um 15 pró­sent og þá gæti líka verið til bóta að að auka hörku stein­efnis í slit­lög­um. Auk þess­ara lang­tíma­að­gerða væri hægt að beita rót­tækum skamm­tíma­að­gerðum eins og að banna notkun um það helm­ings bíla­flot­ans (t.d. þeirra sem eru með númer sem endar á odda­tölu) á þeim dögum þar sem loft­gæði verða fyr­ir­sjá­an­lega slæm, eða bleyta götur og lækka umferð­ar­hraða.

Þetta kemur fram í nýlegri rann­sókn­ar­skýrslu sem Vega­gerðin vakti athygli á í vik­unni, en skýrslan var unnin með stuðn­ingi frá Rann­sókna­sjóði Vega­gerð­ar­inn­ar. Rann­sóknin var unnin af Brian C. Barr, meist­ara­nema við jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands, en verk­efna­stjóri var Hrund Ó. Andra­dótt­ir, pró­fessor við umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild HÍ.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar gefa til kynna að nagla­dekk séu lang veiga­mesti þátt­ur­inn í myndun svifryks frá umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en rann­sóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kaup­tún í Garðabæ frá októ­ber 2017 til apríl 2018.

Auglýsing

Aðrir áhrifa­valdar í myndun svifryks eru teg­und veg­yf­ir­borðs, umferð­ar­magn, umferð­ar­hraði og veg­þjón­usta, eins og söltun og skolun gatna. En nagla­dekkin eru lang veiga­mest, sem áður seg­ir.

Götu­þvottur virð­ist óskil­virk aðferð

Líkanið sem rann­sak­endur not­uðu, svo­kallað NORTRIP-lík­an, sem notað er til að spá fyrir um hlut svifryks í and­rúms­lofti vegna bíla­um­ferð­ar, gefur til kynna að hlutur þunga­um­ferðar í svifryk­s­myndun sé lít­ill og að götu­þvottur sé óskil­virk aðferð.

Í rann­sókn­ar­skýrsl­unni segir þó að nið­ur­staðan varð­andi götu­þvott­inn sé í ósam­ræmi við reynslu og rann­sóknir erlendis og þetta atriði þyrfti að skoða í frekara fram­hald­i. 

Þyrfti að draga mjög mikið úr nagla­dekkja­notkun

Lík­an­inu var beitt til þess að leggja mat á til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til þess að ná mark­miði stjórn­valda um að það verði engir „gráir dag­ar“ árið 2029, eða dagar þar sem svifrykið fer yfir heilsu­vernd­ar­mörk.

Ef gert er ráð fyrir að umferð verði áfram jafn mikil og hún er í dag gefur líkanið til kynna að draga þurfi úr hámarks nagla­dekkja­notkun á miðjum vetri úr 46 pró­sentum niður í 15 pró­sent. 

Skýrslu­höf­undar benda á að slík lækkun væri rót­tæk í sögu­legu sam­hengi, þar sem lægsta með­al­hlut­fall nagla­dekkja á göt­unni hafi mælst 23 pró­sent vet­urna 2011-2012 og 2013-2014 og hafði þá lækkað úr 42 pró­sent á ára­tug.

Í skýrsl­unni segir að það þurfi fjöl­þættar aðgerðir til að minnka svifryks­meng­un, bæði skamm­tíma aðgerðir til að bregð­ast við fyr­ir­sjá­an­legri mengun á svoköll­uðum gráum dögum og hins vegar lang­tíma aðgerðir til að draga úr allri umferð­ar­tengdri loft­meng­un, eins og rakið var í upp­hafi grein­ar­inn­ar.

Stofn­vegir voru þvegnir þrisvar í ár

Í umfjöllun um rann­sókn­ar­skýrsl­una á vef Vega­gerð­ar­innar segir að þeir stofn­vegir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Vega­gerðin er veg­hald­ari séu þvegnir reglu­lega. Þar er um að ræða götur á borð við Kringlu­mýr­ar­braut, Sæbraut, Miklu­braut, Hring­braut og Reykja­nes­braut.

Haft er eftir Bjarna Stef­áns­syni for­stöðu­manni umsjón­ar­deildar suð­ur­svæðis Vega­gerð­ar­innar að göt­urnar hafi verið þvegnar þrisvar í ár, í vor, sumar og haust. Þá sé Vega­gerðin í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg um að ryk­binda göt­urnar sér­stak­lega þegar stefnir í að svifryk verði yfir mörk­um. Reykja­vík­ur­borg hefur þá frum­kvæði og kallar út verk­taka þegar aðgerða er þörf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent