Nagladekk virðast hafa langmest áhrif á svifryksmyndun

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að nagladekk séu lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin vakti athygli á niðurstöðunum á vef sínum í vikunni.

Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Auglýsing

Ef íslensk stjórn­völd ætla að ná því mark­miði að á árinu 2029 verði eng­inn dagur þar sem svifryk af völdum bíla­um­ferðar fer yfir skil­greind heilsu­vernd­ar­mörk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þarf að draga veru­lega úr notkun nagla­dekkja. Einnig þyrfti bílum að fækka um 15 pró­sent og þá gæti líka verið til bóta að að auka hörku stein­efnis í slit­lög­um. Auk þess­ara lang­tíma­að­gerða væri hægt að beita rót­tækum skamm­tíma­að­gerðum eins og að banna notkun um það helm­ings bíla­flot­ans (t.d. þeirra sem eru með númer sem endar á odda­tölu) á þeim dögum þar sem loft­gæði verða fyr­ir­sjá­an­lega slæm, eða bleyta götur og lækka umferð­ar­hraða.

Þetta kemur fram í nýlegri rann­sókn­ar­skýrslu sem Vega­gerðin vakti athygli á í vik­unni, en skýrslan var unnin með stuðn­ingi frá Rann­sókna­sjóði Vega­gerð­ar­inn­ar. Rann­sóknin var unnin af Brian C. Barr, meist­ara­nema við jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands, en verk­efna­stjóri var Hrund Ó. Andra­dótt­ir, pró­fessor við umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild HÍ.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar gefa til kynna að nagla­dekk séu lang veiga­mesti þátt­ur­inn í myndun svifryks frá umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en rann­sóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kaup­tún í Garðabæ frá októ­ber 2017 til apríl 2018.

Auglýsing

Aðrir áhrifa­valdar í myndun svifryks eru teg­und veg­yf­ir­borðs, umferð­ar­magn, umferð­ar­hraði og veg­þjón­usta, eins og söltun og skolun gatna. En nagla­dekkin eru lang veiga­mest, sem áður seg­ir.

Götu­þvottur virð­ist óskil­virk aðferð

Líkanið sem rann­sak­endur not­uðu, svo­kallað NORTRIP-lík­an, sem notað er til að spá fyrir um hlut svifryks í and­rúms­lofti vegna bíla­um­ferð­ar, gefur til kynna að hlutur þunga­um­ferðar í svifryk­s­myndun sé lít­ill og að götu­þvottur sé óskil­virk aðferð.

Í rann­sókn­ar­skýrsl­unni segir þó að nið­ur­staðan varð­andi götu­þvott­inn sé í ósam­ræmi við reynslu og rann­sóknir erlendis og þetta atriði þyrfti að skoða í frekara fram­hald­i. 

Þyrfti að draga mjög mikið úr nagla­dekkja­notkun

Lík­an­inu var beitt til þess að leggja mat á til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til þess að ná mark­miði stjórn­valda um að það verði engir „gráir dag­ar“ árið 2029, eða dagar þar sem svifrykið fer yfir heilsu­vernd­ar­mörk.

Ef gert er ráð fyrir að umferð verði áfram jafn mikil og hún er í dag gefur líkanið til kynna að draga þurfi úr hámarks nagla­dekkja­notkun á miðjum vetri úr 46 pró­sentum niður í 15 pró­sent. 

Skýrslu­höf­undar benda á að slík lækkun væri rót­tæk í sögu­legu sam­hengi, þar sem lægsta með­al­hlut­fall nagla­dekkja á göt­unni hafi mælst 23 pró­sent vet­urna 2011-2012 og 2013-2014 og hafði þá lækkað úr 42 pró­sent á ára­tug.

Í skýrsl­unni segir að það þurfi fjöl­þættar aðgerðir til að minnka svifryks­meng­un, bæði skamm­tíma aðgerðir til að bregð­ast við fyr­ir­sjá­an­legri mengun á svoköll­uðum gráum dögum og hins vegar lang­tíma aðgerðir til að draga úr allri umferð­ar­tengdri loft­meng­un, eins og rakið var í upp­hafi grein­ar­inn­ar.

Stofn­vegir voru þvegnir þrisvar í ár

Í umfjöllun um rann­sókn­ar­skýrsl­una á vef Vega­gerð­ar­innar segir að þeir stofn­vegir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Vega­gerðin er veg­hald­ari séu þvegnir reglu­lega. Þar er um að ræða götur á borð við Kringlu­mýr­ar­braut, Sæbraut, Miklu­braut, Hring­braut og Reykja­nes­braut.

Haft er eftir Bjarna Stef­áns­syni for­stöðu­manni umsjón­ar­deildar suð­ur­svæðis Vega­gerð­ar­innar að göt­urnar hafi verið þvegnar þrisvar í ár, í vor, sumar og haust. Þá sé Vega­gerðin í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg um að ryk­binda göt­urnar sér­stak­lega þegar stefnir í að svifryk verði yfir mörk­um. Reykja­vík­ur­borg hefur þá frum­kvæði og kallar út verk­taka þegar aðgerða er þörf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent