Nagladekk virðast hafa langmest áhrif á svifryksmyndun

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að nagladekk séu lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin vakti athygli á niðurstöðunum á vef sínum í vikunni.

Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kauptún í Garðabæ.
Auglýsing

Ef íslensk stjórn­völd ætla að ná því mark­miði að á árinu 2029 verði eng­inn dagur þar sem svifryk af völdum bíla­um­ferðar fer yfir skil­greind heilsu­vernd­ar­mörk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þarf að draga veru­lega úr notkun nagla­dekkja. Einnig þyrfti bílum að fækka um 15 pró­sent og þá gæti líka verið til bóta að að auka hörku stein­efnis í slit­lög­um. Auk þess­ara lang­tíma­að­gerða væri hægt að beita rót­tækum skamm­tíma­að­gerðum eins og að banna notkun um það helm­ings bíla­flot­ans (t.d. þeirra sem eru með númer sem endar á odda­tölu) á þeim dögum þar sem loft­gæði verða fyr­ir­sjá­an­lega slæm, eða bleyta götur og lækka umferð­ar­hraða.

Þetta kemur fram í nýlegri rann­sókn­ar­skýrslu sem Vega­gerðin vakti athygli á í vik­unni, en skýrslan var unnin með stuðn­ingi frá Rann­sókna­sjóði Vega­gerð­ar­inn­ar. Rann­sóknin var unnin af Brian C. Barr, meist­ara­nema við jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands, en verk­efna­stjóri var Hrund Ó. Andra­dótt­ir, pró­fessor við umhverf­is- og bygg­ing­ar­verk­fræði­deild HÍ.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar gefa til kynna að nagla­dekk séu lang veiga­mesti þátt­ur­inn í myndun svifryks frá umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en rann­sóknin byggir á gögnum sem safnað var við Kaup­tún í Garðabæ frá októ­ber 2017 til apríl 2018.

Auglýsing

Aðrir áhrifa­valdar í myndun svifryks eru teg­und veg­yf­ir­borðs, umferð­ar­magn, umferð­ar­hraði og veg­þjón­usta, eins og söltun og skolun gatna. En nagla­dekkin eru lang veiga­mest, sem áður seg­ir.

Götu­þvottur virð­ist óskil­virk aðferð

Líkanið sem rann­sak­endur not­uðu, svo­kallað NORTRIP-lík­an, sem notað er til að spá fyrir um hlut svifryks í and­rúms­lofti vegna bíla­um­ferð­ar, gefur til kynna að hlutur þunga­um­ferðar í svifryk­s­myndun sé lít­ill og að götu­þvottur sé óskil­virk aðferð.

Í rann­sókn­ar­skýrsl­unni segir þó að nið­ur­staðan varð­andi götu­þvott­inn sé í ósam­ræmi við reynslu og rann­sóknir erlendis og þetta atriði þyrfti að skoða í frekara fram­hald­i. 

Þyrfti að draga mjög mikið úr nagla­dekkja­notkun

Lík­an­inu var beitt til þess að leggja mat á til hvaða aðgerða væri hægt að grípa til þess að ná mark­miði stjórn­valda um að það verði engir „gráir dag­ar“ árið 2029, eða dagar þar sem svifrykið fer yfir heilsu­vernd­ar­mörk.

Ef gert er ráð fyrir að umferð verði áfram jafn mikil og hún er í dag gefur líkanið til kynna að draga þurfi úr hámarks nagla­dekkja­notkun á miðjum vetri úr 46 pró­sentum niður í 15 pró­sent. 

Skýrslu­höf­undar benda á að slík lækkun væri rót­tæk í sögu­legu sam­hengi, þar sem lægsta með­al­hlut­fall nagla­dekkja á göt­unni hafi mælst 23 pró­sent vet­urna 2011-2012 og 2013-2014 og hafði þá lækkað úr 42 pró­sent á ára­tug.

Í skýrsl­unni segir að það þurfi fjöl­þættar aðgerðir til að minnka svifryks­meng­un, bæði skamm­tíma aðgerðir til að bregð­ast við fyr­ir­sjá­an­legri mengun á svoköll­uðum gráum dögum og hins vegar lang­tíma aðgerðir til að draga úr allri umferð­ar­tengdri loft­meng­un, eins og rakið var í upp­hafi grein­ar­inn­ar.

Stofn­vegir voru þvegnir þrisvar í ár

Í umfjöllun um rann­sókn­ar­skýrsl­una á vef Vega­gerð­ar­innar segir að þeir stofn­vegir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Vega­gerðin er veg­hald­ari séu þvegnir reglu­lega. Þar er um að ræða götur á borð við Kringlu­mýr­ar­braut, Sæbraut, Miklu­braut, Hring­braut og Reykja­nes­braut.

Haft er eftir Bjarna Stef­áns­syni for­stöðu­manni umsjón­ar­deildar suð­ur­svæðis Vega­gerð­ar­innar að göt­urnar hafi verið þvegnar þrisvar í ár, í vor, sumar og haust. Þá sé Vega­gerðin í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg um að ryk­binda göt­urnar sér­stak­lega þegar stefnir í að svifryk verði yfir mörk­um. Reykja­vík­ur­borg hefur þá frum­kvæði og kallar út verk­taka þegar aðgerða er þörf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent