Borgarlína, efling strætó og virkra ferðamáta fækki eknum kílómetrum um 90 milljónir

Í aðgerðaáætlun stjórnvalda eru margvíslegar aðgerðir sem miða að því að draga úr bílaumferð. Ábatinn af aðgerðunum er margvíslegur líkt og Hagfræðistofnun bendir á í nýrri skýrslu, hávaði minnkar ásamt loftmengun og slysum fækkar.

Fólksbílar óku um 3,3 milljarða kílómetra á íslenskum vegum árið 2020.
Fólksbílar óku um 3,3 milljarða kílómetra á íslenskum vegum árið 2020.
Auglýsing

Eknir kíló­metrar á Íslandi verða rúm­lega 90 millj­ónum færri árið 2030 en ella vegna aðgerða stjórn­valda í lofts­lags­málum sam­kvæmt útreikn­ingum Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands. Ábat­inn af minni akstri er marg­vís­legur en Hag­fræði­stofnun gerir grein fyrir ábat­anum í nýrri skýrslu stofn­un­ar­innar sem nefn­ist Áhrif aðgerða í lofts­lags­­málum – Kostn­að­­ar- og ábata­­mat

Vegna aðgerða til að efla göngur og hjól­reiða verða eknir kíló­metrar 65 millj­ónum færri en ella árið 2030 sam­kvæmt áætlun stofn­un­ar­inn­ar. „Miðað við þessar for­sendur verður kostn­aður af loft­mengun sam­tals um 188 millj­ónum króna minni árið 2030 en ef stjórn­völd ýta ekki undir göngur og hjól­reiðar með aðgerðum sín­um,“ segir í skýrsl­unni.

82 pró­sent svifryks vegna bíla­um­ferðar

„Ef að líkum lætur verða end­ur­bætur á almenn­ings­sam­göngum síðan til þess að akstur fólks­bíla dregst enn meira sam­an, eða um 26 millj­ónir km til við­bótar árið 2030. Kostn­aður af loft­mengun verður þess vegna rúm­lega 75 millj­ónum krónum minni en ella árið 2030,“ segir enn fremur í skýrsl­unni. Kostn­aður vegna meng­unar dregst því saman um sam­tals rúm­lega 260 millj­ónir króna árið 2030 vegna aðgerða sem efla almenn­ings­sam­göngur og styðja við göngur og hjól­reið­ar.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að mengun frá bíla­um­ferð sé ekki ein­ungis bundin við útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. „Helstu birt­ing­ar­myndir eru svifryk (PM2,5/P­M10), óson (O3) og köfn­un­ar­efn­ist­ví­oxíð (NO2). Í kostn­að­ar­mat­inu sem hér er gert er ein­blínt á mengun af þessum þrem efn­um, þó að bílar gefi frá sér miklu fleiri efni sem valda skaða,“ segir í skýrsl­unni en á það er bent að sam­göngur sé helsta upp­spretta loft­meng­unar hér á landi. Til dæmis má rekja 82 pró­sent svifryks í and­rúms­lofti til bíla­um­ferð­ar, sam­kvæmt rann­sókn verk­fræði­stof­unnar Eflu sem vísað er í í skýrsl­unni. Tæp­lega helm­ingur svifryks er til­kom­inn vegna slits á göt­um, 31 pró­sent er úr sóti frá bílum og 1,6 pró­sent úr bremsu­bún­aði þeirra.

Raf­bílar ekki hljóð­lát­ari en bens­ín- og dísil­bílar

Mengun frá bíla­um­ferð er ekki bara bundin við loft­mengun og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, henni fylgir einnig hljóð­meng­un. „Raunar er bíla­um­ferð helsti valdur hljóð­meng­un­ar. Hljóð­mengun getur truflað svefn og hún veldur iðu­lega lækkun á fast­eigna­verð­i,“ segir í skýrsl­unni.

Í útreikn­ingum Hag­fræði­stofn­unar er stuðst við kostn­að­ar­mat CE Delft á hljóð­meng­un. Sam­kvæmt því er jað­ar­kostn­aður af hljóð­mengun á hvern ekinn kíló­metra tal­inn nema 2,1 krónu að jafn­aði. „Ætla má, sam­kvæmt umferð­ar­spá Orku­stofn­un­ar, að fólks­bílar hafi ekið rúm­lega 3.300 millj­ónir kíló­metra á íslenskum vegum árið 2020. Miðað við þessar for­sendur kost­aði hávaði af umferð um 6,9 millj­arða króna það ár. Kostn­að­ur­inn eykst með vax­andi umferð. Ef ekki verður gripið til aðgerða er áætlað að hann fari í 7,4 millj­arða árið 2030, á sama verð­lagi. En aðgerðir í lofts­lags­málum draga úr hávaða. Þær verða til þess að fleiri ganga, hjóla og nota almenn­ings­sam­göng­ur. Árið 2030 minnkar kostn­aður af hljóð­mengun um 190 millj­ónir króna af þessum sök­um,“ segir um mat Hag­fræði­stofn­un­ar.

Bent er á það að raf­bíla­væð­ing hefur lítil sem engin áhrif á hljóð­meng­un, ekki nema þegar ekið er hægt. Þannig hafi mælst þriggja til fjög­urra desí­bela minni hávaði frá raf­bíl sem ekið var á 15 kíló­metra hraða heldur en frá bíl sem brennir jarð­efna­elds­neyti. Þegar hrað­inn eykst minnkar mun­ur­inn og þegar ekið er á 30 til 90 kíló­metra hraða er mun­ur­inn hverf­andi. „Á 50 km/klst er hávaði frá raf­magns­bílum jafn­vel 1-2 dB meiri en frá bens­ín- og dísil­bíl­u­m,“ segir í skýrsl­unni. Á þessu er talin vera ein­föld skýr­ing, raf­magns­bílar eru almennt þyngri en bens­ín- og dísil­bílar og þyngdin getur magnað upp veg­hljóð en mestur hávað­inn kemur frá vél og dekkj­um.

Kostn­aður vegna umferð­ar­slysa lækki um hálfan millj­arð

Einnig er fjallað um þann sam­fé­lags­lega kostnað sem hlýst af umferð­ar­slysum í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar en sam­bandið milli umferð­ar­magns og slysa­tíðni er flók­ið. „Þegar umferð minnkar dregst þessi kostn­aður sam­an, en aftur á móti má gera ráð fyrir að slysum á hvern ekinn kíló­metra fjölgi. Sam­bandið milli slysa­kostn­aðar og ekinnar vega­lengdar er því ekki full­kom­lega línu­legt. Töfum fækkar í umferð þegar hún minnk­ar. Hraði eykst og um leið eykst hætta á alvar­legum slys­um.“

Við grein­ingu Hag­fræði­stofn­unar var stuðst við með­alslysa­tíðni, kostn­að­ar­tölur úr eldri skýrslu stofn­un­ar­innar og tölur um hvernig slys skipt­ast eftir alvar­leika. Þannig var kostn­aður við umferð­ar­slys met­inn vera um 5,8 millj­ónir króna fyrir hverja milljón ekna kíló­metra. Bent er á það í skýrsl­unni að tölur um jað­ar­slysa­kostnað voru ekki til taks og því er stuðst við með­al­kostnað í útreikn­ing­un­um.

Þar af leið­andi gerir Hag­fræði­stofnun ráð fyrir að kostn­aður vegna bílslysa verði 376 millj­ónum króna minni árið 2030 vegna þeirra aðgerða sem ætlað er að stuðla að auknum göngum og hjól­reið­um. Því til við­bótar er gert ráð fyrir að kostn­aður vegna bílslysa verði 149 millj­ónum króna minni árið 2030 vegna aðgerða sem stuðla að bættum almenn­ings­sam­göng­um.

„Sam­tals verða aðgerð­ir, sem stuðla að göngum og hjól­reiðum og efla almenn­ings­sam­göng­ur, til þess að slysa­kostn­aður minnkar um 525 millj­ónir króna árið 2030, ef spá um sam­drátt í akstri einka­bíla stenst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent