Stuðningur við kaup á rafmagnsbílum þjóðhagslega óhagkvæmur

Engin aðgerð í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er eins þjóðhagslega óhagkvæm og stuðningur hins opinbera við rafbílakaup einstaklinga að mati Hagfræðistofnunar. Hagkvæmustu aðgerðirnar eru skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis.

Að hámarki er hægt að fá 1.320 þúsund króna afslátt af virðisaukaskatti við kaup á nýjum rafbíl.
Að hámarki er hægt að fá 1.320 þúsund króna afslátt af virðisaukaskatti við kaup á nýjum rafbíl.
Auglýsing

Þjóð­hags­leg áhrif af stuðn­ingi hins opin­bera við kaup almenn­ings á vist­vænum bílum eru metin nei­kvæð um sem nemur tæpum 39 millj­örðum króna í nýrri skýrslu Hag­fræði­stofn­unnar Háskóla Íslands sem fjallar um aðgerðir stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Af þeim aðgerðum sem Hag­fræði­stofnun leggur mat á skýrslu sinni ber engin jafn mik­inn þjóð­hags­legan kostnað og stuðn­ingur rík­is­ins við kaup á vist­vænum bíl­um.

Hag­kvæm­ustu aðgerð­irnar í aðgerða­á­ætl­un­inni snúa að land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is. Núvirtur ábati af land­græðslu á árunum 2019 til 2030 er met­inn rúm­lega 58 millj­arð­ar, tæp­lega 52 millj­arðar af skóg­rækt og tæp­lega 40 millj­arðar af end­ur­heimt vot­lend­is. Þar á eftir kemur raf­væð­ing hafna en núvirtur þjóð­hags­legur sparn­aður af raf­væð­ingu hafna á tíma­bil­inu er met­inn vera 32 millj­arð­ar.

Auglýsing

Skýrsla Hag­fræði­stofn­unar nefn­ist ein­fald­lega Áhrif aðgerða í lofts­lags­málum – Kostn­að­ar- og ábata­mat. Í skýrsl­unni er mat lagt á kostnað og ábata af aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­málum sem kynntar voru um mitt ár 2020. Í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda eru kynntar 48 aðgerðir en í skýrsl­unni er mat lagt á 23 þeirra. Ekki er lagt mat á 25 aðgerðir vegna þess að sumar þeirra eru enn í mótun eða í und­ir­bún­ingi og áhrif ann­arra aðgerða sem ekki er lagt mat á eru óljós.

Losun minnkar um milljón tonn

Núvirtur ábati vegna nið­ur­greiðslu á vist­vænum bílum á ára­bil­inu 2019 til 2030 er met­inn vera 176 millj­arðar króna. Ábat­inn er fólg­inn í minni losun kolefnis ann­ars vegar og svo ábata kaup­enda af stuðn­ingi hins veg­ar. Aðgerðin er talin koma í veg fyrir útblástur um milljón tonna af kol­v­tí­sýr­ingsí­gild­um. Núvirtur kostn­aður við aðgerð­ina er aftur á móti met­inn vera 214 millj­arðar króna og nettó áhrifin því nei­kvæð um sem nemur 39 millj­örðum króna.

Hér má sjá samanburð núvirðis þeirra aðgerða sem skýrsla Hagfræðistofnunar fjallar um.

„Alltaf er hag­kvæmt að taka kolefn­is­gjald af bens­íni og dísilolíu á bíla, en það er ekki lagt á raf­magn, vetni og met­an. Und­an­þágur frá öðrum gjöldum sem lögð eru á bens­ín- og dísil­bíla orka fremur tví­mæl­is. Und­an­þág­urnar eiga aðeins að gilda í nokkur ár, en mark­miðið með þeim er að greiða fyrir orku­skiptum í sam­göng­um,“ segir í inn­gangskafla skýrsl­unnar

Und­an­þág­urnar megi rök­styðja með því að erfitt getur verið að taka upp nýja tækni á undan öðr­um. „En raunar má segja að þetta séu fremur rök fyrir því að styðja við upp­bygg­ingu inn­viða fyrir raf­magns­bíla en að nið­ur­greiða kaup­verð þeirra eða rekstr­ar­kostn­að. Ekki er heldur aug­ljóst að stjórn­völdum beri að styrkja inn­viða­gerð. Margar nýj­ungar ná vin­sældum án nokk­urs stuðn­ings úr opin­berum sjóð­u­m.“

Muni ýta undir ójöfnuð fyrst um sinn

Í skýrsl­unni er einnig lagt mat á félags­leg áhrif aðgerð­anna. Þar segir um nið­ur­greiðslu á kaupum á vist­vænum bílum að þær flýti fyrir orku­skiptum í akstri enda hafi fleiri tök á því að kaupa raf­bíla en ella.

„En þrátt fyrir nið­ur­greiðslur eru þeir enn dýr­ari en aðrir bílar í inn­kaup­um. Á móti kemur að ódýr­ara er að reka raf­bíl en bens­ín- eða dísil­bíl. Lík­legt er að fyrst um sinn ýti aðgerð­irnar fremur undir ójöfnuð þar sem fólk með litlar tekjur á erfitt með að kaupa nýja raf­bíla,“ segir í skýrsl­unni.

Talið er lík­legt að fólk í neðsta tekju­fjórð­ungi kjósi fremur not­aða bíla en mið­gildi ráð­stöf­un­ar­tekna fólks í þeim fjórð­ungi er um 5,5 millj­ónir á ári. Raf­bílar eru aftur á móti flestir nýlegir og því er lítil reynsla af end­ur­sölu og kosta nýir frá fjórum millj­ónum og upp úr. Aftur á móti megi gera ráð fyrir „að eftir því sem fleiri raf­bílar fari í end­ur­sölu jafn­ist aðstöðu­mun­ur­inn og þeir verði hag­kvæm­ari kostur fyrir fólk með lítil efn­i.“

Reikna með engum virð­is­auka­skatti til 2030

Í þeim kafla skýrsl­unnar sem snýr að stuðn­ingi við kaup á vist­vænum bílum segir að árið 2020 hafi 46 pró­sent nýskráðra bíla gengið fyrir raf­magni að fullu eða nokkur leyti en inni í þeirri tölu eru ekki tvinn­bílar sem ekki er hægt að setja í sam­band við raf­magn. Þetta hlut­fall var komið upp í 58 pró­sent árið 2021. Gert er ráð fyrir því að raf­magns­bílar leysi bens­ín- og dísil­bíla að fullu af hólmi og að hlut­fall nýskrán­inga hækki línu­lega upp í 100 pró­sent árið 2030 en þá verða nýskrán­ingar bens­ín- og dísil­bíla bönn­uð. Í spánni er gert ráð fyrir að raf­bílar verði helm­ingur af bíla­flot­anum árið 2030.

Í útreikn­ingum Hag­fræði­stofn­unar er reiknað með því að heima­hleðslu­stöð verði keypt með öðrum hverjum raf­bíl fram á árið 2022. Þá er gert ráð fyrir að fjöldi hleðslu­stöðva við vinnu­staði, heim­ili og fjöl­býli verði orð­inn svo mik­ill að aðeins þurfi að kaupa hleðslu­stöð með einum af hverjum þremur nýjum raf­bíl­um.

Í útreikn­ing­unum er einnig gert ráð fyrir að afsláttur af virð­is­auka­skatti verði í gildi á þeim tíma sem matið nær yfir, til árs­ins 2030. Afslátt­ur­inn er bæði bund­inn við ákveð­inn hámarks­fjölda seldra bíla og við ákveðið tíma­bil. Eins og sakir standa er heim­ilt að fella niður virð­is­auka­skatt af raf­bílum til loka árs­ins 2023 og er fjölda­tak­mörkun miðuð við 20 þús­und bíla. Útreikn­ingar Hag­fræði­stofn­unar miðað við að hámarks­af­sláttur virð­is­auka­skatts sé 1.1150 þús­und krónur en þetta hámark var hækkað upp í 1.320 þús­und krónur á síð­asta þingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent