Vindmyllurnar munu „gína yfir umhverfi mínu eins og hrammur“

1-8 vindmyllur myndu sjást frá Þingvöllum. 8 frá fossinum Glym og jafnmargar frá hringveginum um Hvalfjörðinn. Enda yrðu þær jafnvel 247 metrar á hæð. Og hátt upp í fjalli.

Steinunn á grunni sumarbústaðarins sem hún er að byggja í Hvalfjarðarsveitinni.
Steinunn á grunni sumarbústaðarins sem hún er að byggja í Hvalfjarðarsveitinni.
Auglýsing

Eftir mikla leit að stað fyrir sum­ar­hús valdi Stein­unn Guð­munds­dóttir Hval­fjarða­sveit. Ástæðan var ein­föld: Feg­urð, kyrrð, fugla­líf, friðun og óend­an­legir mögu­leikar á fal­legum göngu­leiðum ekki síst að hæsta fossi lands­ins, Glym í botni Hval­fjarð­ar. „Ég fjár­festi í góðri trú í þess­ari nátt­úruperlu og kyrrð fyrir tugi millj­óna,“ segir hún. En nú er komið babb í bát­inn.

­Fyr­ir­tækið Zephyr Iceland ehf. áformar að reisa allt að 50 MW vind­orku­ver að bænum Brekku í Hval­firði og það mun að mati Stein­unnar spilla þeirri para­dís sem hún hafði séð fyrir sér með kaupum á leigu­lóð í landi Kala­staða í Hval­fjarð­ar­sveit fyrir réttu ári síð­an.

„Ég verð að mót­mæla því harð­lega að verið sé að verð­fella allt mitt með vind­orku­garði sem mun gína yfir umhverfi mínu eins og hrammur og gera að engu þá nátt­úruperlu og fugla­líf sem er ein­stakt á þessu svæð­i,“ skrifar Stein­unn í ítar­legri umsögn um mats­skýrslu Zephyr, „með hávaða­meng­un, ljós­meng­un, sjón­mengun og öllum þeim öðrum ókostum sem þessu fylg­ir.“

Auglýsing

Zephyr vill reisa 8-12 vind­myllur á fjall­inu Brekku­kambi sem er í um 647 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Hver mylla gæti verið um 247 metrar á hæð en ekki hefur verið ákveðið af hvaða teg­und þær yrðu. Til sam­an­burðar er Hall­gríms­kirkju­turn 74,5 m og Eif­fel-­turn­inn í París um 300, 324 ef spíran er tekin með.

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands skil­greinir Hval­fjörð sem mik­il­vægt fugla­svæði og er fjörð­ur­inn einnig á B-hluta nátt­úru­minja­skrár sem og foss­inn Glymur sem er í um 10 kíló­metra fjar­lægð frá virkj­ana­svæð­inu. En „frum­at­hug­anir á svæð­inu benda til þess að vind­að­stæður á fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði séu góðar fyrir vind­orku­nýt­ing­u,“ segir í mats­á­ætlun Zephyr. „Stað­setn­ing fyr­ir­hug­aðs vind­orku­garðs á Brekku­kambi þykir góð vegna nálægðar við helstu raf­orku­not­endur lands­ins (höf­uð­borg­ar­svæð­ið), háspennu­lín­urnar Sult­ar­tanga­línu 3 og Brenni­mels­línu 1, tengi­virki og höfn við Grund­ar­tanga.”

Stein­unn segir ljóst að með 247 metra háum vind­myllum með blikk­andi ljósum til varnar flug­um­ferð sé „hin dimma íslenska nátt­úru­feg­urð með norð­ur­ljósum og til­heyr­andi horfin úr nátt­úr­unni á stóru svæð­i“.

Zephyr vill reisa vindorkuver í landi Brekku í Hvalfjarðarsveit. Mynd: Úr matsáætlun

Mikil upp­bygg­ing hefur verið í ferða­þjón­ustu í Hval­fjarð­ar­sveit og fer sum­ar­húsa­byggð þar ört stækk­andi. „Svæðið umhverfis fram­kvæmda­svæðið ein­kenn­ist af land­bún­aði, sum­ar­húsa­byggð og úti­vist­ar­mögu­leik­um,“ segir í skýrslu Zephyr. Sum­ar­húsa­byggðir eru m.a. í Svína­dal við Eyr­ar­vatn og Glamma­staða­vatn og við Bjart­eyj­ar­sand og Brekku við suð­ur­hlíð Brekku­kambs.

Næstu mann­virki við fram­kvæmda­svæðið eru suð­vestan þess, í sum­ar­húsa­byggð við Forna­stekk. Ysti sum­ar­bú­stað­ur­inn er í um 2,01-2,18 km fjar­lægð frá ystu vind­myll­un­um.

Stein­unn bendir á að fjöldi þekktra staða og göngu­leiða séu á þessum slóð­um, staðir sem ferða­menn og úti­vi­star­fólk sæki sífellt meira í. „Lega vind­myll­anna er slík að það er ekki bara Hval­fjörður og nærum­hverfi sem verða fyrir sjón­mengun heldur er sjálfur þjóð­garður okk­ar, Þing­vell­ir, í valnum því reiknað er með að þaðan gætu sést átta vind­myllur af þeim fimmtán sem fyr­ir­hugað er að reisa og sjást allt að átta vind­myllur frá þjóð­veg­inum á hinum ýmsu stöð­um, sem sagt alls staðar frá.“

Kort úr skýrslu Zephyr sem sýnir friðuð svæði og önnur sem njóta verndar.

Hún gagn­rýnir fjöl­margt í skýrslu Zephyr sem unnin er af verk­fræði­stof­unni Eflu. Hún spyr t.d. hvernig eigi að vernda fugla á þessu mik­il­væga búsvæði þeirra og standa við þá alþjóð­legu samn­inga sem Ísland hefur und­ir­rit­að. Þá gerir hún athuga­semdir við áform­aðar rann­sóknir á hljóð­mengun og spyr í hverju mót­væg­is­að­gerðir vegna rösk­unar á við­kvæmum svæðum eigi að fel­ast.

Bæir sem ekki eru til?

„Mér þykir rýra veru­lega gildi skýrsl­unnar þegar ekki er einu sinni hægt að fara rétt með bæj­ar­nöfn en það er talað um Kata­staði og Kata­staða­kot í skýrslu Eflu sem eru ekki á þessu svæð­i,“ bendir Stein­unn svo á. „Hins vegar eru bæirnir Kala­staðir og Kala­staða­kot í Hval­fjarð­ar­sveit. Ykkur til fróð­leiks þá er Kata­staða­kot ekki til mér vit­an­lega og Kata­staðir eru á Norð­aust­ur­landi en það er kannski verið að áforma vind­orku­garð þar lík­a?“

Allir geta kynnt sér mats­á­ætlun Zephyr um vind­orku­ver í Hval­firði hér. Frestur til að skila umsögnum, sem verða að vera skrif­leg­ar, er til og með 20. júlí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki