Landsvirkjun

Búrfellslundur gæti orðið fyrsta vindorkuverið sem rís á Íslandi

Er Alþingi ákvað að setja virkjanakostinn Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar var stigið stærsta skrefið til þessa í átt að því að reisa fyrsta vindorkuverið á Íslandi. Ef tilskilin leyfi fást gætu framkvæmdir hafist innan fárra missera. Tugir vindorkuvera vítt og breitt um landið eru á teikniborðum framkvæmdaaðila og sveitarfélaga án þess að fyrir liggi skýr rammi stjórnvalda um hvar eigi að ráðast í slík verkefni. En þrýstingurinn er hafinn í krafti háværrar umræðu um orkuþörf til orkuskipta. Orkuþörf sem er umdeild en jafnvel er sögð skipta þúsundum megavatta – margfaldri þeirri framleiðslu sem á sér stað í virkjunum landsins í dag.

Hnota­steinn, Hrút­múli og Hauka­dal­ur. Mos­fells­heiði, Mýrar og Með­al­land. Breið­dal­ur, Búr­fell og Butra. Sól­heimar, Vind­heimar og Alviðra.

Það er engu lík­ara en að skrúfað hafi verið frá krana, svo mikil er ákefðin í að reisa virkj­anir á Íslandi skyndi­lega orð­in. Umræða um að hraðar hendur þurfi að hafa í orku­skiptum vegna lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum knýr fram­kvæmda­gleð­ina en það er þó ekki vatn sem flestir vilja nú virkja heldur vind­ur.

Áhug­inn varð ber­sýni­legur í vinnu fjórða áfanga ramma­ætl­un­ar, áætl­unar um vernd og nýt­ingu land­svæða sem ætlað er að flokka eftir marg­vís­legum þáttum hug­myndir fram­kvæmda­að­ila um virkj­an­ir.

34 hug­myndir um vind­orku­ver

Verk­efn­is­stjórn 4. áfang­ans, sem starf­aði á árunum 2017-2021, bár­ust 34 vind­orku­kostir til umfjöll­un­ar. Síðan hafa ein­hverjar hug­myndir dottið upp fyr­ir, að minnsta kosti í bili, en aðrar að sama skapi bæst í stafl­ann. Því á meðan eng­inn er ramm­inn frá stjórn­völdum um hvort og þá hvar skuli reisa vind­orku­ver er allt landið und­ir. Dal­ir, heið­ar, fjöll og víð­erni. Lág­lendi og hálendi. Blóm­legar sveitir og öræfi. Bók­staf­lega alls staðar þar sem vindur blæs. Og við vitum að það gerir hann sann­ar­lega víða.

Ísland er af þessum sökum orðið eins og spila­borð í Mata­dor þar sem sá sem fyrstur lendir á svæð­inu setur þar niður ein­hvers konar tákn um vind­myllu. Ein­hverjir hafa líkt þessu við villta vestrið en sam­lík­ing við land­náms­öld er mun nær­tæk­ari. Að fyr­ir­tæki séu að helga sér virkj­un­ar­svæði. Vinna svo úr alls konar ágrein­ings­efn­um, m.a. hvað skipu­lags­mál og mat á umhverf­is­á­hrifum varð­ar. Til­búin að fara af stað ef og þegar grænt ljós verður gef­ið.

En miðað við áherslur í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem nýskip­aður starfs­hópur á að vinna út frá, verða vind­orku­ver ekki reist um allar koppa­grundir heldur á afmörk­uðum svæð­um, nærri tengi­virkjum og flutn­ings­lín­um, „svo unnt verði að tryggja afhend­ingar­ör­yggi og lág­marka umhverf­is­á­hrif“. Mörgum árum eftir að virkj­un­ar­að­ilar fóru af stað í sína veg­ferð er loks komið að þess­ari mik­il­vægu grein­ingu. Og henni á ekki að ljúka fyrr en í byrjun næsta árs. Þá mun taka við annar fasi: Póli­tísk umræða. Sem eng­inn getur vitað á þess­ari stundu hvernig fer.

Á Náttúrukorti Landverndar má sjá marga þeirra vindorkukosta sem settir hafa verið fram.
Natturukortid.is

Ramma­á­ætlun hefur í tvo ára­tugi verið það stjórn­tæki sem nýtt er til þess að kom­ast að sam­komu­lagi og sátt – svo langt sem hún nær – um hvar skuli reisa virkj­an­ir. Verk­efn­is­stjórn og nokkrir fag­hópar skip­aðir fjöl­mörgum sér­fræð­ingum á ýmsum svið­um, rýna í inn­sendar virkj­ana­hug­myndir og leggja á þær mat út frá mögu­legum áhrifum á nátt­úru, sam­fé­lag, efna­hag og fleiri þætti. Þetta er tíma­frekt ferli, ekki síst vegna margra ára tafa á afgreiðslu Alþing­is, sem allar virkj­ana­hug­myndir 10 MW að afli og yfir hafa þurft að fara í gegnum frá því að ráð­ist var í bygg­ingu Kára­hnjúka­virkj­un­ar.

Það hefur verið umdeilt hvort að vind­orku­kostir heyri undir lög um ramma­á­ætl­un. Orku­stofnun var til dæmis lengi vel á þeirri skoðun að það gerðu þeir ekki en ráðu­neyti umhverf­is­mála taldi þvert á móti að svo væri.

En rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur það á stefnu­skránni að setja sér­stök lög um nýt­ingu vind­orku með það að mark­miði, líkt og fram kemur í stjórn­ar­sátt­mál­an­um, að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera. Þetta er annar þáttur sem nýja starfs­hópnum er gert að skoða ofan í kjöl­inn.

Örfáar vindmyllur eru á Íslandi í dag. Tvær þeirra eru í Hafinu, á þeim slóðum sem Landsvirkjun vill reisa Búrfellslund.
Landsvirkjun

„Ís­lend­ingar standa á tíma­mótum varð­andi nýt­ingu orku­auð­linda því virkjun vind­orku er að hefj­ast af fullum kraft­i,“ skrif­aði Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, for­maður verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar, í drögum að loka­skýrslu fyrir rúmu ári. „Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki. Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli. Vind­myllur eru nú um 150 m háar og fara hækk­andi. Þær eru því afar áber­andi í lands­lagi og sjást víða að. Vind­orku­ver munu valda miklum breyt­ingum á ásýnd lands­ins ef ekki verður var­lega far­ið.“

Þeir 34 virkj­un­ar­kostir sem lagðir voru fyrir verk­efn­is­stjórn Guð­rúnar voru sam­tals 3.235 MW að afli. Til sam­an­burðar er Kára­hnjúka­virkj­un, langstærsta virkjun lands­ins, 690 MW. Búr­fells­virkj­un, sú næst­stærsta, er 270 MW.

Sífellt hærri og afl­meiri

Vind­myllur hafa líkt og Guð­rún bendir á tekið stór­kost­legum breyt­ingum á aðeins örfáum árum. Sam­tímis því að verða hærri hafa þær orðið kraft­meiri eftir því sem tækn­inni til að virkja vind­inn hefur fleygt fram.

Rann­sókn­ar­vind­myll­urnar tvær sem Lands­virkjun reisti á virkj­un­ar­svæð­inu ofan Búr­fells­virkj­unar árið 2013 eru 77 metra háar, aðeins hærri en Hall­gríms­kirkju­turn (74,5 m). Myll­urnar tvær sem reistar voru í Þykkvabæ um árið, og illa fór fyrir í elds­voða árið 2017, voru 70 metra háar. Þær myllur sem not­aðar eru í dag eru mun hærri, jafn­vel 200 metr­ar. Og fara hækk­andi. Til sam­an­burðar er Eif­fel-­turn­inn í París 300 metra hár. Myllur fram­tíð­ar­innar slaga því orðið upp í hann.

Miðað við skýrslur sem vind­orku­fyr­ir­tæki hafa lagt fram síð­ustu miss­eri er afl hverrar myllu á bil­inu 3,7-5,6 MW. Það þýðir að vind­orku­verin 34 sem gögn voru send inn til afgreiðslu í 4. áfanga ramma­á­ætl­unar myndu telja á bil­inu 580-875 vind­myll­ur.

Margar saman eða út um allt?

Nokkuð víst er að þessi vind­orku­ver sem áformuð eru um landið munu ekki öll verða að veru­leika. En ekki er fjar­stæðu­kennt að áætla að gríð­ar­legur fjöldi vind­mylla rísi ef fara á í þá umfangs­miklu orku­öflun sem stjórn­völd boða, m.a. með til­liti til nið­ur­stöðu svo­kall­aðrar græn­bókar sem unnin var að beiðni umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra fyrr á árinu. Nið­ur­stöðu sem skiptar skoð­anir eru sann­ar­lega um.

En hvar þær munu rísa, í miklum þyrp­ingum á nokkrum stöð­um, jafn­vel nokkur hund­ruð sam­an, eða hér og hvar og alls staðar er meðal þess sem starfs­hóp­ur­inn nýi á að skoða og gera til­lögur um.

Hæð vindmylla í samanburði við Hallgrímskirkju. Sú hæsta á teikningunni er 150 metrar, jafnhá og Landsvirkjun taldi myllurnar í Búrfellslundi þurfa að vera er gert var umhverfismat árið 2016.
Landsvirkjun

Verk­efn­is­stjórn­inni sem Guð­rún veitti for­stöðu vannst ekki tími til að skila loka­skýrslu heldur aðeins drög­um. Hún taldi aðeins nægj­an­leg gögn fylgja fimm vind­orku­kostum og flokk­aði þrjá þeirra í nýt­ing­ar­flokk en tvo í bið­flokk.

Meðal þeirra sem höfn­uðu í síð­ar­nefnda flokknum er Búr­fellslundur Lands­virkj­un­ar.

Verk­efn­is­stjórn 3. áfang­ans hafði kom­ist að sömu nið­ur­stöðu hvað þennan kost varð­ar. Rökin voru þau að 200 MW vind­orku­ver á hraun- og sand­s­létt­unni austan Þjórs­ár, á sama svæði og tvær rann­sókn­ar­myllur standa nú sem og sjö vatns­afls­virkj­an­ir, yrði á rösk­uðu svæði sem hafi lágt vernd­ar­gildi en áhrif hans á ferða­mennsku og úti­vist á mörgum verð­mætum ferða­svæðum yrðu hins vegar mikil og nei­kvæð. Vind­myll­urnar myndu sjást langt að. „Allir ferða­menn sem eru á leið um Sprengisands­leið eða Fjalla­bak munu sjá vind­myll­urnar í Búr­fellslundi og því hafa þær áhrif á mörg ferða­svæði sem tengj­ast Sprengisands­leið, svo og á mörg mjög verð­mæt ferða­svæði á sunn­an­verðu hálend­inu, svo sem Land­manna­laug­ar, Heklu, Veiði­vötn og Eld­gjá,“ sagði í nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga.

Lagt var hins vegar til að Blöndu­lund­ur, annar vind­orku­kostur Lands­virkj­un­ar, færi í nýt­ing­ar­flokk.

Ríkisstjórnin vill að vindorkugarðar séu á afmörkuðum svæðum þar sem tenging við raforkukerfið er þegar fyrir hendi.

Er Alþingi afgreiddi loks þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um áfang­ann í byrjun sum­ars ákvað það að færa Búr­fellslund úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk. Þetta var m.a. gert á þeim rökum að áformin hefðu breyst, virkj­un­ar­svæðið yrði minna og vind­myll­urnar færri. Þannig væri tekið til­lit til athuga­semda sem fram hefðu kom­ið.

„Meiri­hlut­inn bendir á að í umsögnum hafa komið fram ábend­ingar um að fyr­ir­hug­aður vind­orku­kostur kunni ekki að hafa þau víð­tæku áhrif á ferða­mennsku sem nið­ur­staða fag­hóps 2 byggði á,“ sagði m.a. í rök­stuðn­ingi í áliti meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar­innar snemm­sum­ars sem tók þannig fylli­lega undir sjón­ar­mið virkj­un­ar­að­il­ans, Lands­virkj­un­ar. „Auk þess hafi það sýnt sig að við­kom­andi svæði henti afar vel til vind­orku­fram­leiðslu og að nýtni þeirra vind­mylla sem reistar hafi verið til rann­sókna á svæð­inu sé eins og best ger­ist á heims­vís­u.“

Svona gæti Búrfellslundur litið út. Bláu punktarnir tákna mögulega staðsetningu vindmyllanna við Sultartangalón.
Landsvirkjun

Í fyrsta sinn eru vind­orku­kostir komnir í orku­nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, báðir á vegum Lands­virkj­un­ar. Umhverf­is­mati Búr­fellslundar lauk árið 2016 og ný útfærsla rúm­ast innan þess, segir Magnús Þór Gylfa­son, for­stöðu­maður sam­skipta upp­lýs­inga­miðl­unar hjá Lands­virkj­un, við Kjarn­ann. Gagna­söfnun vegna umhverf­is­mats Blöndu­lundar stendur yfir. Breyta þyrfti aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­laga sem virkj­an­irnar yrðu byggðar á og gefa út fram­kvæmda­leyfi og virkj­un­ar­leyfi. „Búr­fellslundur er kom­inn mun lengra í und­ir­bún­ingi og því lík­legra að sá kostur komi fyrr til fram­kvæmd­ar,“ segir Magn­ús. Verið sé að vinna að fulln­að­ar­hönnun hans og „ef til­skilin leyfi liggja fyrir væri hægt að hefja fram­kvæmdir á næstu árum“.

Lík­legt er því að Búr­fellslundur verði fyrsta vind­orku­verið á Íslandi. Það stenst þau áform stjórn­valda að byggja slíkar virkj­anir í nálægð við raf­orku­inn­viði, það er þegar komið í orku­nýt­ing­ar­flokk ramma­á­ætl­unar og umhverf­is­mati er lok­ið.

En hvað er Búr­fellslund­ur?

Sam­kvæmt breyttri útfærslu á Búr­fellslundi Lands­virkj­unar yrðu reistar um 30 vind­myllur í stað 67 og gæti afl þeirra sam­an­lagt orðið um 120 MW í stað 200. Vind­myll­urnar yrðu rétt sunnan við Sult­ar­tanga­stíflu og því nær núver­andi orku­mann­virkjum en fyrri áform gerðu ráð fyrir og á um 18 fer­kíló­metra svæði í stað 33. Við end­ur­hönn­un­ina var lögð áhersla á að lág­marka sjón­ræn áhrif vers­ins og hefur ný útfærsla að sögn Lands­virkj­unar í för með sér „tals­vert minni sýni­leika frá ferða­manna­leiðum og nær­liggj­andi ferða­manna­stöð­u­m“.

Í loka­skýrslu verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga ramma­á­ætl­unar var tekið undir þau sjón­ar­mið að svæðið sem Búr­fellslundur er fyr­ir­hug­aður á er þegar raskað af mörgum virkj­un­um, uppi­stöðu­lón­um, raf­línum og veg­um. Hins vegar var bent á að sjón­ræn áhrif vind­mylla væru önnur en vatns­afls­virkj­ana þar sem vind­myllur eru mun sýni­legri í lands­lag­inu og sjást langt að. „Því má búast við að vind­orku­ver hafi mikil áhrif á upp­lifun ferða­manna og að ein­hverju leyti ann­ars konar áhrif en þau orku­ver sem reist hafa verið hér á landi hingað til,“ sagði í skýrsl­unni. Búr­fellslundur og Blöndu­lundur yrðu rétt við hálend­is­brún lands­ins, sá fyrr­nefndi rétt innan mið­há­lend­is­lín­unnar og sá síð­ar­nefndi rétt utan henn­ar. „Aðal­að­drátt­ar­afl hálend­is­ins fyrir ferða­menn felst í upp­lifun á víð­ernum og óspilltri nátt­úru og er hætta á að vind­orku­verin hefðu nei­kvæð áhrif á þá upp­lif­un.“

Mögulegur sýnileiki Búrfellslundar frá bílastæðinu við Háfoss. Efri mynd sýnir útfærslu frá 2016 en sú neðri útfærslu sem nú er unnið að.
Landsvirkjun

Lands­virkjun gerði á sínum tíma athuga­semd við þessa nið­ur­stöðu og sagði um ofmat á áhrifum Búr­fellslundar á ferða­mennsku að ræða. Fyr­ir­tækið sagð­ist draga í efa að skil­grein­ing fag­hóps­ins á áhrifa­svæði virkj­un­ar­kosts­ins stæð­ist skoðun og fór fram á að áhrif hans á ferða­þjón­ustu yrðu metin „með fag­legum hætt­i“. Rann­sóknir hefðu sýnt að áhrifin yrðu ekki í sam­ræmi við nið­ur­stöður fag­hóps­ins og að vind­orku­ver geti „hæg­lega haft jákvæð áhrif á ferða­mennsku“.

Þetta er gömul rök­semda­færsla og ný. Að virkj­anir geti haft jákvæð áhrif á ferða­mennsku, m.a. vegna þess að vegir eru lagðir og þar með aðgengi fleiri að svæð­inu bætt.

Fag­hóp­ur­inn sem gagn­rýn­inni var beint að yfir­fór mat sitt á virkj­ana­kost­inum en það leiddi ekki til mark­tækrar breyt­ingar á ein­kunna­gjöf.

Skipu­lags­stofnun vakti athygli á því í umsögn sinni um skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar­innar að í gögnum þeim sem send hefðu verið til mats í ramma­á­ætlun kæmi fram að vind­myll­urnar í Búr­fellslundi yrðu 135 metrar á hæð. Í gögnum vegna umhverf­is­mats Búr­fellslundar sem þá stóð yfir væri miðað við allt að 150 metra. Enn í dag er óvíst hversu háar myll­urnar kæmu til með að vera.

Mögulegur sýnileiki vindmylla í Búrfellslundi frá Áfangagili. Efri myndin sýnir eldri útfærslu en sú neðri þá sem nú er unnið að.
Landsvirkjun

En svo sat til­laga að ramma­á­ætlun föst í þing­inu í tæp­lega sex ár. Lands­virkjun ákvað í milli­tíð­inni að laga sig að athuga­semdum og Búr­fellslundur skrapp sam­an. Það er að segja þau áform sem nú eru á teikni­borð­inu sem gætu allt eins verið fyrsti áfangi að stærra vind­orku­veri eða jafn­vel verum á þessum slóð­um.

Vind­myllur eru hindr­anir fyrir fugla

Bláu punktarnir tákna flug hafarna yfir vindmyllusvæði árið 2020. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

En það er fleira en sýni­leik­inn sem telst til helstu umhverf­is­á­hrifa vind­orku­virkj­ana. Áflug fugla er einnig áhættu­þáttur sem taka þarf til­lit til. Lands­virkjun hefur látið rann­saka umferð fugla á hinu fyr­ir­hug­aða virkj­ana­svæði Búr­fellslundar í tvígang, fyrst árið 2014 er til stóð að svæðið yrði stærra og vind­myll­urnar fleiri og svo aftur árið 2019 er útfærsl­unni hafði verið breytt.

68-153 fuglar myndu fljúga á myll­urnar

Síð­ari rann­sóknin var unnin af Nátt­úru­stofu Norð­aust­ur­lands í sam­starfi við Háskól­ann í Árósum með því að setja upp rat­sjár frá byrjun apríl til loka nóv­em­ber. Gögn­in, þ.e. mynd­irn­ar, voru svo not­aðar til grund­vallar í mati á áflugs­hættu sam­kvæmt ákveðnu reikni­lík­ani.

Nið­ur­staðan sýndi fram á að allt að 68 fuglar myndu fljúga á myll­urnar í Búr­fellslundi frá apríl til októ­ber miðað við að 99 pró­sent fugla nái að forða sér frá árekstri. Stærsti hlut­inn væru heiða­gæsir (41), næst mest heið­lóur (19) en minnst af álft (8). Ef gert er ráð fyrir forðun fugla upp á 97,75 pró­sent hækkar matið í 153 fugla fyrir þetta tíma­bil, 93 heiða­gæs­ir, 43 heið­lóur og 17 álft­ir. Nið­ur­stöð­urnar benda til mun hærri affalla en gert var ráð fyrir í fyrri útfærslu að Búr­fellslundi, byggt á rann­sóknum árið 2014 – þeim rann­sóknum sem lágu flokkun verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga ramma­á­ætl­unar til grund­vall­ar.

Haförn á flugi.
Fuglavernd/Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglíf á Íslandi er ein­stakt á margan máta. Heima­slóðir rán­fugls­ins stór­feng­lega, haf­arn­ar­ins, eru t.d. í nágrenni nokk­urra vind­orku­vera sem áformuð eru á Vest­ur­landi. Og ein­hver þeirra yrðu bein­línis á helstu flug­leiðum arn­anna.

Tvö þess­ara vera, annað við Hróð­nýj­ar­staði og hitt við Sól­heima, bæði í Dala­byggð, urðu á dög­unum fyrstu vind­orku­verin sem gert er ráð fyrir í aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­laga. Á flug­leiðir haf­arn­anna var ítrekað bent í athuga­semdum við aðal­skipu­lags­breyt­ing­arn­ar. Á það hefur einnig verið bent að áflugs­hætta hafarna er sér­stak­lega mik­il. Þeir eru jú stórir en þeir horfa líka oft niður fyrir sig á flugi. Og þá kann að vera um seinan að sveigja frá ónátt­úru­legri hindrun í veg­in­um.

Fyrstu vind­orku­á­formin í aðal­skipu­lagi

„Vind­orku­ver í Dala­byggð, að Hróð­nýj­ar­stöðum og í landi Sól­heima, eru fyrstu stóru vind­orku­verin sem heyra undir ramma­á­ætlun og eru stað­fest í aðal­skipu­lag­i,“ segir Egill Þór­ar­ins­son, sviðs­stjóri á sviði umhverf­is­mats hjá Skipu­lags­stofn­un, við Kjarn­ann. „Þau eru skil­greind sem iðn­að­ar­svæði en jafn­framt sem var­úð­ar­svæði, sem er ákveðin tak­mörkun á land­notkun og þýðir að um þau gildir eins og þau væru í bið­flokki ramma­á­ætl­unar þó svo að þau hafi ekki hlotið með­ferð sam­kvæmt lögum um ramma­á­ætlun og því ekki verið flokkuð sem slík.“

Báðir kost­irnir voru sendir inn til með­ferðar í þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Verk­efn­is­stjórnin taldi ekki nægj­an­leg gögn fylgja virkjun að Hróð­nýj­ar­stöðum en lagði til í drögum sínum að Sól­heima­virkjun yrði sett í bið­flokk. Mat á umhverf­is­á­hrifum beggja virkj­ana­hug­mynda er langt kom­ið.

Sveit­ar­stjórn Dala­byggðar er áfram um að fá vind­orku­ver líkt og skipu­lags­breyt­ing­arnar bera með sér. En þeir sem fara með stjórn Hörg­ár­byggð­ar, svo dæmi sé tek­ið, hafa afþakkað þau pent.

Ein þeirra vind­orku­hug­mynda sem fékk grænt ljós í með­ferð verk­efn­is­stjórnar 4. áfanga ramma­á­ætl­unar og rataði í nýt­ing­ar­flokk í til­lögu­drögum hennar var Vind­heima­virkjun í Hörg­ár­dal. „Sveit­ar­stjórn sam­þykkti að hafna öllum slíkum áformum um vind­orku­ver í Hörg­ársveit,“ sagði í fund­ar­gerð sveit­ar­stjórnar á síð­asta ári.

Andri Teits­son, fram­kvæmda­stjóri Fall­orku sem stendur fyrir áformun­um, sagði í skrif­legum svörum til Kjarn­ans fyrr á þessu ári að vissu­lega hefði stjórn­endum Fall­orku þótt það mik­ill áfangi og sterk við­ur­kenn­ing á verk­efn­inu að verk­efn­is­stjórnin legði til að það færi í orku­nýt­ing­ar­flokk. Að sveit­ar­stjórnin skyldi hafna upp­bygg­ingu vind­orku með öllu kom honum þó ekki alveg á óvart. „Í ljósi þess­arar álykt­unar sveit­ar­stjórn­ar­innar lagði Fall­orka til hliðar í bili alla vinnu við Vind­heima­virkj­un, svo sem samn­inga við land­eig­endur og fjár­frekar vind­rann­sókn­ir,” sagði Andri. „Við ætlum að sjá til hvort umræða í þjóð­fé­lag­inu á lands­vísu eða þá umræða til dæmis á vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna við Eyja­fjörð geti breytt við­horf­in­u.“

Ákveð­inn upp­taktur er þegar haf­inn í nafni orku­skipta og nú síð­ustu vikur vegna „yf­ir­vof­andi orku­krísu“ ann­ars staðar í heim­in­um. Um að nýta þurfi nátt­úr­una íslensku og krafta hennar til að bjarga henni. Bjarga okk­ur. Heim­in­um. Fyr­ir­sagnir á borð við „Hröð þróun í virkjun vind­orku“ og „Auk­inn áhugi á að kaupa orku héðan“ blasa við nær dag­lega. „Vind­orka inn­an­lands er ræki­lega komin á dag­skrá,“ segir Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra, til dæmis í Frétta­blað­inu í vik­unni. Í sömu frétt var­aði for­sæt­is­ráð­herrann, Katrín Jak­obs­dótt­ir, við því að „einka­að­ilar fái að helga sér lönd í vind­orku­skyn­i“.

En hvaða fyr­ir­tæki eru þetta sem nú geys­ast fram á völl­inn með kyndil í nafni grænn­ar, end­ur­nýj­an­legrar orku á lofti – upp í fjalls­hlíð­ar, inn á heiðar – og vilja virkja vind­inn?

Og hvernig ríma fram­komnar hug­myndir um vind­orku­ver, hvar svo sem þær eru fram­settar á land­inu, við þau áform rík­is­stjórn­ar­innar að slíkar virkj­anir verði byggðar upp á afmörk­uðum svæð­um?

Um þetta og fleira þessu tengt mun Kjarn­inn fjalla á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar