Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar

Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“

Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Auglýsing

„Hjarð­hegðun er vara­söm og mér bregður þegar ég verð hennar var,“ skrifar Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, í þriðju og síð­ustu grein sinni í greina­röð um orku­mál sem hann hefur birt á Vísi. Umfjöll­un­ar­efni þess­arar þriðju greinar for­stjór­ans eru öll þau áform sem uppi eru um beislun vind­orku vítt og breytt um land­ið. Hann rifjar fyrst upp fisk­eld­isæv­in­týrið við lok síð­ustu ald­ar, og að slíkar stöðvar hafi verið vel á annað hund­rað í lok níunda ára­tug­ar­ins. „Senni­lega áttu þær flestar sam­eig­in­legt að verða gjald­þrota.“

Svipað megi segja um loð­dýra­rækt­ina. Búin voru eitt sinn tæp­lega 200 en eru nú tíu. „Eitt sinn fengum við þá grillu í höf­uðið að Ísland gæti orðið alþjóð­leg fjár­mála­mið­stöð,“ skrifar Bjarni í þess­ari upp­rifjun sinni. „Það ævin­týri end­aði næstum með gjald­þroti þjóð­ar­inn­ar.“ Og, bætir hann við, „nú eru það vind­myll­ur.“

Auglýsing

Á vef Orku­stofn­unar eru talin fram um 30 svæði hvar fyr­ir­tæki hafa sýnt áhuga á reisa vind­myll­ur. Fyr­ir­tækin eru norsk, dönsk og frönsk en líka íslensk.

Bjarni segir að gera megi ráð fyrir ákveðnum lág­marks­fjölda á hverju svæði til að ná hag­kvæmni, segjum 30. Það geri hátt í þús­und vind­myllur sam­an­lagt. „Verði þessi sýn að veru­leika ættum við engu umhverf­isslysi til að jafna úr Íslands­sög­unni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða, því myll­urnar yrðu reistar af ásetn­ingi, með fullri vit­neskju um hin víð­tæku umhverf­is­á­hrif.“

Vindorkukostir sem Orkustofnun hefur fengið til umfjöllunar. Mynd: Úr grein Bjarna á Vísi.

Vind­myllu­tækn­inni fleygir fram. Þriggja mega­vatta vind­mylla er um 100 metrar á hæð og með spaða í hæstu stöðu myndi hún sam­svara tveimur Hall­gríms­kirkju­turnum á hæð. Lík­legt er að hver milla verði 4-5 mega­vött að afli þegar að því kemur að reisa þær. Stærri myllur rísa hærra, bendir Bjarni á, og 5 MW mylla er ekki undir 200 metr­um. „Það yrðu þá hæstu mann­virki á Íslandi, að mastr­inu á Gufu­skálum einu und­an­skild­u.“

Hann minnir á að ferða­þjón­ustan hafi skákað öðrum útflutn­ings­greinum okkar í öflun gjald­eyr­is. „Hver vill skoða lítið land með 1.000 vind­myllum á „ósnortnum víð­ern­um“? Getur verið að orku­fyr­ir­tæki vilji valta yfir ferða­þjón­ust­una með þessum hætti? Ég trúi því ekki.“

Bjarni segir að byggja verði upp atvinnu­lífið á gagn­kvæmri virð­ingu og skiln­ingi milli atvinnu­vega, „ann­ars fer allt í hund og kött“.

Auglýsing

Þá minnir hann á tak­mark­anir vind­orku­vera. „Hvernig á að nota raf­orku sem er bara til­tæk hálft árið og eng­inn veit fyr­ir­fram hvort logn verður á morg­un?“ spyr hann. Hugs­an­lega til þess að fram­leiða vetni, svarar hann þess­ari spurn­ingu sinni. Fram­leiðsla vetnis krefj­ist mik­illar fjár­fest­ing­ar, bæði í tækja­bún­aði og í geymslu þess vetnis sem fram­leitt er meðan vind­ur­inn blæs.

Er hægt að fá raf­magn ann­ars staðar frá fyrir við­skipta­vini vindraf­magns í logni? Hæpið sé að hægt verði að fá raf­magn ann­ars staðar frá fyrir við­skipta­vini vindraf­magns þegar vindar blása ekki. Vatns­afl sé lang­besti kost­ur­inn til að spila á móti vind­orku. Um þrír fjórðu hlutar þess raf­magns sem fram­leitt er í land­inu komi úr vatns­afl­inu, um 15 tera­vatt­stundir (TWst) á ári af 20 í heild­ina. „1.000 vind­myllur myndu fram­leiða nálægt 15 TWst á ári. Allt vatns­afl í land­inu myndi því vart duga til að sjá við­skipta­vinum vind­orkunnar fyrir raf­magni í logn­i.“

­Bjarni spyr svo: En hvenær eigum við að virkja vind­inn og hvar?

„Í fyrsta lagi eigum við að anda með nef­inu. Okkur liggur ekki svona mikið á. Vinnum verkið stig af stigi og látum reynsl­una af fyrstu vind­myllu­görð­unum leiða okkur áfram.“ Best sé að virkja á rösk­uðum svæð­um, til dæmis við þær virkj­anir sem fyrir eru, þar sem flutn­ings­kerfi Lands­nets sé enn­fremur nálægt.

„Það fyr­ir­tæki sem mér sýnis hafa und­ir­búið sig af mestri kost­gæfni fyrir vind­ork­una er Lands­virkj­un,“ skrifar Bjarni. Fyr­ir­tækið hefur rekið til­rauna­vind­myllur um ára­bil á svoköll­uðu Hafi upp af Búr­felli. „Mér finnst lík­legt að Orku­veita Reykja­víkur muni reisa vind­myllur við virkj­anir sínar á Hell­is­heiði og á Nesja­völl­um. Und­ir­bún­ings­rann­sóknir eru hins vegar of skammt á veg komnar til að taka ákvörð­un.“

Alvöru sam­ráð

Lyk­il­þáttur við und­ir­bún­ing vind­myllu­garða er sam­ráð, að mati Bjarna. „Og þá er ég að tala um alvöru sam­ráð, ekki ein­hliða upp­lýs­ing­ar.“ Sam­ráð við heima­fólk, land­eig­end­ur, sveit­ar­fé­lög­in, nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og aðra hag­að­ila. „Hver vill eiga og reka vind­myllu­garð við ramma andúð heima­fólks?“

Bjarni vill að farið verði var­lega í alla ákvörð­un­ar­töku og að ekki verði rasað um ráð fram. „Við eigum ekki Ísland en við fáum að njóta þess meðan við lif­um, hvert fyrir sig. Stór­felld spjöll á nátt­úru lands­ins, sem verða fyrir flumbru­gang í virkjun raf­magns, verða ekki aftur tek­in.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent